Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 43
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Hvar er lækurinn og
vinir umhverfisins?
ÞAÐ eru heldur nöturlegar fréttir
sem berast úr höfuðborginni nú rétt
fyrir áramót. R-listinn er búinn að
týna læknum sem rennur í Tjörnina,
læknum sem er undirstaða fjöl-
breytts fuglalífs í hjarta borg-
arinnar.
Þar sem ég veit að Ísland hefur að
geyma einvalalið umhverfissinna
sem ávallt er reiðubúið að leggja
land undir fót og gæta hagsmuna
gæsa og annarra náttúrufyrirbrigða
sem lifa fjarri höfuðborginni þá ótt-
ast ég eigi. Ég trúi ekki öðru en að
þetta einvalalið rói, vaði eða gangi á
ís út í Tjarnahólmann allt eftir tíð-
arfari og reisi þar nokkra íslenska
fána, öndum, gæsum og öðru því
náttúrulífi sem þar þrífst til stuðn-
ings. Einnig vil ég trúa því að þeir
sem báru hag tjarnarinnar sem mest
fyrir brjósti þegar ráðhúsið var
byggt gangi nú í endurnýjun lífdaga
og hjálpi til við að finna lækinn sem
týndur er.
Nú þarf ekki að fara langt til að
standa vörð um náttúruna. Stöndum
vörð um Vatnsmýrina og þar með
fjölskrúðugt dýralíf á Tjörninni í
borg allra landsmanna, Reykjavík.
Kveðja,
Jón Sigurðsson,
Blönduósi.
Skemmdarverk
í kirkjugörðum
ÉG vil koma á framfæri ljótri sögu
um skemmdarverk í kirkjugarði.
Um jólin var unnið skemmdarverk á
leiði lítils barns í Hafnarfjarðar-
kirkjugarði. Þar var tekin af leiðinu
stór, þung englastytta af leiði barna-
barns míns. Það eru allir miður sín
vegna þessa, ekki síst foreldrar
barnsins, þetta er mikið tilfinninga-
mál í fjölskyldunni. Hvernig dettur
fólki í hug að gera svona og hvað er
að hjá fólki sem gerir svona? Ég vil
vekja fólk til umhugsunar um að
gera svona ekki og hvet ég þá sem
þetta gerðu að koma styttunni aftur
á sinn stað. Þetta skemmdi ansi mik-
ið jólin hjá foreldrum barnsins.
Sorgmædd amma.
Bíllyklar fundust
við Klukkuberg
BÍLLYKLAR, merktir RENAULT,
ásamt tveimur áföstum húslyklum,
fundust á jóladag á bílaplani fyrir ut-
an Klukkuberg 11– 41 í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 824 0440.
Bíllyklar týndust
í Kópavogi
BÍLLYKLAR týndust 30. desember
á leiðinni frá Félagsheimili eldri
borgara í Hamraborg að Kópavogs-
kirkju. Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 554 0618.
Kvenmannsveski
í óskilum
KVENMANNSVESKI fannst í
Kirkjugarðinum í Fossvogi á að-
fangadag. Upplýsingar í síma
585 2700.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12og 13–15
| velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Verslunarferð á
morgun 4. jan. í Hagkaup, Skeifunni.
Farið frá Aflagranda kl. 10.
Árskógar 4 | Kl. 8.30–15 baðþjón-
usta. kl. 13 opin handavinnustofa. Kl.
9.30 opin smíðastofa. Kl. 11 leikfimi.
Kl. 9.45 boccia.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
sund, vefnaður, línudans, boccia.
Dalbraut 18–20 | Starfsfólk Dal-
brautar 18–20 óskar landsmönnum
öllum gleðilegs árs og friðar. Því mið-
ur er viðgerðum í húsnæði fé-
lagsmiðstöðvarinnar á Dalbraut 18–
20 ekki lokið. Greint verður frá því
strax og opnað verður aftur formlega.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl.
10–11.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Gleðilegt ár
til allra þátttakenda, samstarfsaðila
og velunnara um land allt. Í dag opið
kl. 9–16.30, m.a farið í áramóta-
guðsþjónustu í Háteigskirkju. Lagt af
stað frá Gerðubergi kl. 13.15 (kl. 12.45
kórfélagar), allir velkomnir. Skráning á
staðnum og í síma 575 7720. Mynd-
listarsýning Sólveigar Eggerz opin til
kl. 17.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9
aðstoð við böðun. Kl. 13 spila-
mennska. Kaffiveitingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, kaffi, spjall, dagblöðin. Hár-
greiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi.
Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í
Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur hjá
Sigrúnu kl. 9–13. Boccia kl. 9.30–
10.30. Bankaþjónusta kl. 9.45. Helgi-
stund hjá séra Ólafi Jóhannssyni kl.
13.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaað-
gerðir 588 2320. Hársnyrting
517 3005.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir hefjast
strax eftir áramótin. Kynningarfundur
á dagskránni föstudag 6. janúar kl. 14.
Skráning á ný og spennandi nám-
skeið. Laugardag kl. 10 árdegis eru
Göngu-Hrólfar og Hana-nú göngu-
gestir „Út í bláinn“. Líttu við, það eru
allir alltaf velkomnir í Hæðargarðinn.
Síminn er 568 3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa-
vinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45–
12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postu-
línsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl.
13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffi-
veitingar.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 18.30.
Háteigskirkja | Messa kl. 14. Þátttak-
endur í starfi eldri borgara í Reykja-
víkurprófastsdæmum fjölmenna,
fagna jólum og eiga sameiginlega
stund í safnaðarheimilinu á eftir yfir
kaffi og skemmtilegheitum. Prestur er
sr. Tómas Sveinsson. Gerðubergskór-
inn syngur, organisti er Douglas A.
Brotchie.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18.
Hveragerðiskirkja | Foreldramorgnar
þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30 í Safn-
aðarheimili Hveragerðiskirkju.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam-
eiginleg bænavika dagana 2.–7. jan.
verður sem hér segir: 2. jan. Hefst kl.
20 uppi á Vatnsendahæð. 3. jan. Veg-
urinn kl. 20. 4. jan. Reykjavíkurkirkja.
Ömmukaffi kl. 20. 5. jan. Hjálpræð-
isherinn kl. 20. 6. jan. Safnaðarheimili
Grensáss. Winjard kl. 20. 7. jan. Fíla-
delfía kl. 20.
STOFNUN Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum hef-
ur gefið út þrjú rit eftir fræðimenn
stofnunarinnar
um rannsóknir
þeirra á
spænskri tungu
og bókmenntum
frá Rómönsku-
Ameríku.
Fyrst er að
geta bókar dr.
Violu Miglio,
lektors í
spænsku, Mar-
kedness and
Faithfulness in Vowel Systems.
Bókin kom út í ritröðinni „Outstand-
ing Dissertations in Linguistics,
flokki fræðirita sem gefin er út af
hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Rout-
ledge í New York, og byggist á
doktorsritgerð hennar við Háskól-
ann í Maryland í Bandaríkjunum.
Rómönsk mál og hljóðkerfisfræði
þeirra eru aðalefni bókarinnar, svo
og samanburður milli sérhljóða-
kerfa og málbreytinga. Viola Miglio
notar nýja kenningu í hljóðkerf-
isfræði innan málkunnáttumálvís-
inda, hina svokölluðu bestunarkenn-
ingu, í rannsókn sinni. Samkvæmt
henni eru hljóðkerfisfræðilegar
myndir í samkeppni hver við aðra
og sú sem brýtur færri hömlur verð-
ur ofan á. Með hjálp þessarar kenn-
ingar útskýrir Viola hvernig bera
megi saman breytileg sérhljóðakerfi
rómanskra mála (m.a. ítölsku,
portúgölsku og spænsku). Hún beit-
ir einnig aðferðinni við greiningu
nútímatungumála og 16. aldar ensku
til að setja fram kenningar um
hvernig breyting sú sem kallast
„Great Vowel Shift“ gæti hafa átt
sér stað. Þessi breyting orsakar, til
dæmis, að orð sem náskyld eru ís-
lensku orðunum mús eða tími eru
borin fram með tvíhljóð í ensku:
[maus] „mouse“ og [tajm] „time“.
Höfundurinn útskýrir ítarlega
ýmsar málbreytingar og hve mik-
ilvægu hlutverki rómanskar mál-
lýskur gegna í málvísindalegum
rannsóknum. Í tveimur köflum bók-
arinnar gerir Viola grein fyrir rann-
sóknum sínum á framandi mál-
lýskum frá Mantova-svæðinu á
Norður-Ítalíu og fjallar um kata-
lónskar, portúgalskar og aðrar mál-
lýskur ólíkra rómanskra tungumála.
Viola hefur haldið fyrirlestra um
rannsóknarefni sitt víða um heim að
undanförnu.
Síbreytileg sjálfsmynd kvenna
Bók dr. Hólmfríðar Garð-
arsdóttur, lektors í spænsku, ber
titilinn La reformulación de la
identidad genérica en la narrativa
de mujeres argentinas [Endur-
skoðun sjálfsmyndar kynjanna í rit-
verkum argentínskra kvenna]. Bók-
in kom út í Buenos Aires fyrir
skömmu í ritröðinni „Nueva Crítica
Hispanoamericana“ hjá útgáfufyr-
irtækinu Corregidor sem sérhæfir
sig í útgáfu fræðirita á spænsku um
argentínsk þjóðfélags- og menning-
armál auk bókmennta.
Aðalefniviður bókarinnar er sí-
breytileg sjálfsmynd kvenna og átök
við staðlaðar hugmyndir um sam-
félagslegt hlutverk þeirra. Í rann-
sóknum sínum hefur Hólmfríður
sérstaklega beint sjónum að skáld-
sögum eftir konur í Argentínu, sem
gefnar voru út á árunum 1980–2000.
Rök eru færð fyrir því að í þeim
hefði mátt sjá fyrir uppþotin í árslok
2001 þegar hundruð þúsund manna,
undir forystu argentínskra kvenna,
gerðu borgaralega uppreisn gegn
stjórnvöldum. Hólmfríður sýnir
fram á að aukna samkennd og sam-
stöðu kvenna megi rekja til aukins
sjálfstyrks og jákvæðrar sjálfs-
ímyndar og að þessir þættir séu for-
sendur þess að konurnar ákváðu að
grípa til sinna ráða. Þrátt fyrir vís-
bendingar um yfirvofandi uppreisn
kom það yfirvöldum í opna skjöldu
þegar konur fylltu götur og torg
Buenos Airesborgar með skaftpotta
að vopni og ærðu óeirðalögregluna
með yfirþyrmandi hávaða.
Hólmfríður hefur að undanförnu
haldið fyrirlestra um rannsóknir
sínar víða um heim m.a. á Norð-
urlöndunum, Spáni, Bretlandi,
Bandaríkjunum og í Argentínu. Í
kjölfar útkomu fræðiritsins hefur
Hólmfríði verið boðin aðild að Vís-
indaakademíu Argentínu [Sociedad
Científica Argentína].
Málvitund í króníkum
fyrri alda
Þriðja bókin, La conciencia lingü-
ística. Nuevas aportaciones de
impresiones de viajeros, kom út í
Barcelona snemma árs 2005. Hér er
á ferðinni safn greina um nið-
urstöður fræðimanna sem hafa
rannsakað hvernig málvitund birtist
í ferðabókum og króníkum fyrri
alda. Flestir fræðimannanna tengj-
ast Háskólanum í Barcelona með
einum eða öðrum hætti. Ritstjórar
bókarinnar eru dr. Emma Martinell
Gifre, prófessor við Háskólann í
Barcelona og formaður Málvísinda-
félags Spánar (La Sociedad Esp-
añola de Lingüística), og dr. Erla
Erlendsdóttir, spænskukennari við
Háskóla Íslands.
Í bókinni er meðal annars grein
eftir dr. Erlu Erlendsdóttur um
málvitund í Grænlendingasögu og
Eiríkssögu rauða. Hún fjallar um
hvort fram komi upplýsingar um
það hvernig persónur bókanna, til
dæmis indíánar í Ameríku og nor-
rænir menn, sem töluðu ólík tungu-
mál höfðu samskipti hver við aðra,
til dæmis með látbragði og handa-
pati.
Hólmfríður
Garðarsdóttir
Fræðibækur um spænska tungu
BELGÍSKA Kongó eftir Braga
Ólafsson gekk fyrir fullu húsi í
Borgarleikhúsinu tvö leikár í röð.
Vegna fjölda áskorana hefur nú
verið ákveðið að taka verkið aft-
ur upp núna eftir áramótin.
Fyrsta sýning verður 7. janúar.
Eggert Þorleifsson hlaut Grímu-
verðlaunin fyrir bestan leik í að-
alhlutverki karla vorið 2004 fyrir
túlkun sína á hinni fjörgömlu
Rósalind.
Auk Eggerts leika í sýning-
unni: Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert
A. Ingimundarson og Davíð Guð-
brandsson.
Sýningin tekur 1 klst. og 20
mínútur í flutningi án hlés.
Morgunblaðið/ÞÖK
Eggert Þorleifsson í hlutverki Rósalindar.
Belgíska Kongó langlíft
Frá og með mánudeginum 2. jan.
lokar Soldis tímabundið við Vitastíg
Búðin opnar aftur í Blómavali
Skútuvogi laugardaginn 21. jan.