Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 44
Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík 44 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við Leikfélagið Regínu Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Lau. 7.jan. kl. 19 Örfá sæti Fös. 13.jan. kl. 20 Örfá sæti Lau. 14.jan. kl. 19 Laus sæti 20/1, 21/1, 27/1, 28/1 Gleðilegt nýtt ár – þökkum liðið! Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR á nýju ári - sunnudagskvöldið 8. janúar kl. 20 Kammersveitin Ísafold flytur Vínartónlist í útsetningum eftir Arnold Schönberg og Anton von Webern. Stjórnandi: Daníel Bjarnason, einsöngvari: Ágúst Ólafsson baritón Tryggðu þér miða á óvenjulega og skemmtilega tónleika! www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga-föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. SÍMI 545 2500 :::WWW.SINFONIA.IS Vínartónleikar F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 græn tónleikaröð í háskólabíói aukatónleikar í háskólabíói MIÐVIKUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 LAUGARDAGINN 7. JANÚAR KL. 17.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Peter Guth Einsöngvari ::: Anton Scharinger Helstu perlur höfuðtónskálda Vínar með Strauss- feðga í broddi fylkingar, hinn frábæri einsöngvari Anton Scharinger og einn mesti sérfræðingur í Vínartónlist, hljómsveitarstjórinn Peter Guth. Tryggðu þér miða núna á www.sinfonia.is á hina bráðskemmtilegu og sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Frábær byrjun á nýju ári Æfingar eru hafnar á nýjum íslenskum söngleik – Haf- ið bláa, hafið – sem frumsýndur verður í Austurbæ 11. febrúar nk. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurð- ardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson, höfunda Ávaxtakörfunnar. Hafið bláa, hafið er söngleikur fyrir alla fjölskylduna og segir af Kletti litla karfa og torfunni hans sem býr á Íslandsmiðum. Torfan lendir í neti veiðimanna og mamma hans, Mara, festist í netinu en Klettur verður eftir fyrir utan. Hann leggur því upp í mikla hættu- og þroskaför með Lukku vinkonu sinni sem er bæði hug- rökk og ráðagóð. Ferðin er mikið ævintýri fyrir karf- ana ungu og þau rekast á ýmsar furðuverur á leiðinni eins og Þarann sem stappar í þau stálinu, humarinn Hrím sem leggur þeim lið og nöldursegginn Ljót ígul- ker. Einnig verður á vegi þeirra hin gráðuga Harpý sem er forljótt óargadýr sem langar helst að borða litla karfa. Við samlestur komu leikarar, dansarar og listrænir stjórnendur saman en þar á meðal eru Selma Björns- dóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Jónsi, Ívar Örn Sverr- isson, Matthías Matthíasson og Valgerður Guðnadóttir. Cameronn Corbett stýrir dönsum og Agnar Jón Eg- ilsson leikstýrir. Hópurinn sem stendur að söngleiknum Hafið bláa, hafið. Nýr íslenskur fjölskyldusöngleikur „ATONAL Future“-hópurinn sem eitt sinn hét, en nú hefur stytzt í sam- nefni fornegypzka eingyðisgoðsins Atons, er enn ekki eldri en svo að framkomur hans miðast verulega við vetrar- og sumarleyfi meðlima frá framhaldsnámi. Gilti það t.d. um tímasetningu tónleikanna í Iðnó dag- inn fyrir gamlársdag, auk þess sem hann á eftir að leika á aðsteðjandi Myrkum músíkdögum. Eða svo mátti alltjent hlera í hléinu fyrir síðasta lið tónleikanna, sem var spurn- ingakeppni. Fjögur ný verk eftir meðlimi hóps- ins voru frumflutt við þetta tækifæri. Takmarkaður verkafjöldi, og ekki sízt torganleg lengd hvers þeirra (8– 12 mín.), léðu tónleikunum viðkunn- anlega létt yfirbragð, og ekki spillti heldur talsverð fjölbreytni í tón- sköpun þrátt fyrir svipaða áhöfn. Því þó að sum verkin þyldu sjálfsagt nokkra styttingu upp á hlustvæn- leika, þá má segja að höfundar hafi al- mennt kunnað sér betra magamál en iðulega gerist í nýrri listmúsík. Tilfinning hlustandans fyrir stef- rænni þróun og „hreyfingu milli staða“, sem fremstu höfundar innan vébanda gamla dúr/moll-tónkerfisins unnu svo frábærlega úr á fimmtán kynslóða skeiðinu milli 1600 og 1930– 40, hefur síðan átt erfitt uppdráttar. Enda engu líkara en að stórauknu möguleikarnir á strúktúrstækkun í kjölfar tempraðrar stillingar hafi nánast gengið til baka eftir ótœni og seríalisma 20. aldar, því aðferðirnar sem komu í staðinn virðast einfald- lega sjaldnast duga í lengri þætti en 10–12 mín. Í því ljósi er kannski ekki skrýtið hvað heyrist orðið mikið af kyrrstæðumótuðum verkum, er gera jafnvel dyggð úr nauðsyn með því að höfða gagngert til „trans“- eða mók- hyggju. Kjarni vandans felst e.t.v. einkum í eðlislægum óeftirminnileika nútímaúrvinnsluefnis á borð við lit- brigði, sem duga skammt í stærri tímaeiningar miðað við sláandi mel- ódísk stef og/eða hryn fyrri tíma í framlengingu ólíkra tóntegunda. Sá vandi kemur vitanlega einna gleggst fram í verkum leitandi ungra tónskálda, eins og hér mátti heyra á dæmigerðu „epísódísku“ ferli er gerði oftast meir út á andstæður nýs efnis en úrvinnslu upphafsins. Eða svo virtist a.m.k. við fyrstu heyrn í Aton [11’] Önnu Sigríðar Þorvalds- dóttur og í Devil Mask Aficionados [9’] eftir Charles Ross, er þó átti sér til ágætis launkímið aukabragð af fyrstu samæfingu bílskúrsbands al- gerra viðvaninga. Aukin festa virtist hins vegar fær- ast yfir með Skarstirni [8’] Guð- mundar Steins Gunnnarssonar þrátt fyrir gisinn punktastíl í anda We- berns, og einna sterkast stóð eftir síð- asta verkið, Smitferill [12’] slagverk- arans Ólafs Bjarnar Ólafssonar, er bauð af sér einkennilegan þokka í sérstæðu hugarsamblandi af aust- urlenzkum ævintýrahelli Aladdins og iðandi kös vestrænna stórborga. Þótt margt mætti efnilegt heyra innan um fjölskrúðuga dagskrá Atons, þá birtist kannski eft- irminnilegasta og óvæntasta tóninns- lag kvöldsins að utan – nefnilega í eina hlustunardæmi hinnar eftirfar- andi verðlaunaspurningakeppni um nútímatónlist á hendur áheyrendum. Það var í 5. spurningu af 8, þar sem við kvað þétt skaraður en með ólík- indum fagur þriggja kvenradda ka- non, er reyndist vera eftir bandaríska mínimalistann Steve Reich úr verki hans Proverb frá miðjum 10. áratug. Úrvinnsla og spurningakeppni TÓNLIST Iðnó Frumflutt ný verk eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur, Charles Ross, Guðmund S. Gunn- arsson og Ólaf B. Ólafsson. Tónlistarhóp- urinn Aton (Berglind M. Tómasdóttir flauta, Ingólfur Vilhjálmsson klarínett, Snorri Heimisson fagott, Áki Ásgeirsson trompet, Ingi G. Erlendsson básúna, Tinna Þorsteinsdóttir píanó/raforgel, Páll I. Pálsson rafbassi og Ólafur B. Ólafsson slagverk). Föstudaginn 30. des- ember kl. 21:30 KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.