Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 52
ÞRÍHNÚKAR ehf. hafa gert tímamótasamning við Kópavogsbæ vegna rannsókna á Bláfjallafólkvangi þar sem er að finna næststærstu og dýpstu hraun- hvelfingu heims og eitt merkasta náttúruundur landsins, Þríhnúkagíg. Samningurinn felur í sér rannsóknaleyfi til fimm ára og vilyrði fyrir úthlutun lands ef rannsóknir sýna að fýsilegt sé að gera hell- inn aðgengilegan almenningi. Jafnframt veitti Kópavogsbær félaginu eina milljón króna í styrk. „Kópavogsbær hefur nú lagt blessun sína yfir starfsemi og fyrirætlanir Þríhnúka ehf. og það er afskaplega ánægjulegt,“ segir Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, sem seig fyrstur manna í hellinn árið 1974. „Nú getur félagið farið að hefja störf og nýtur jafnframt skilnings og velvilja fjöldamargra aðila, s.s. Bláfjallanefndar, Land- verndar, Náttúrufræðistofu Kópavogs, að ógleymdum almenningi og fleirum,“ segir hann og þakkar Gunnari Birgissyni bæjarstjóra í Kópavogi sérstaklega fyrir hans þátt í málinu. Með fjárstyrk Kópavogsbæjar hafa Þríhnúkar alls fengið 6,5 milljónir í styrki, þar af 1 milljón frá Burðarási, 1,5 milljónir frá samgönguráðuneytinu og 3 milljónir frá ríkisstjórninni. Þá er vilyrði fyrir 5,5 milljónum frá Reykjavíkurborg og auk þess hafa 250.000 kr. komið frá umhverfisráðuneytinu og 900.000 kr. frá Kópavogi til varðveislu og örygg- ismála. Hellirinn talinn vera 1.000 ára gamall Hellirinn er afar sérstæður. Hann er talinn vera rúmlega 1.000 ára gamall og er um 200 metra djúp- ur. Mikið verk er framundan að sögn Árna og þarf að svara mörgum spurningum varðandi verndun, varðveislu og aðgengi. Málið er ekki einfalt en spennandi og spila þar ólíkir þættir inn í. „Hellirinn er ekki aðeins staðsettur á virka gosbeltinu og jarð- skjálftasvæði, heldur einnig á vatnsverndarsvæði og í fólkvangi þar sem mörg sveitarfélög eiga ítök. Gígurinn er hættulegur en um leið heillandi. Fólk verður að fara mjög varlega í kringum gígopið,“ segir Árni og sérstaklega biður hann fólk að nota austurhrygg til uppgöngu og hlífa hlíðum hnúksins við ágangi. Kópavogur hefur nú veitt leyfi sitt fyrir borholu- gerð við hellinn en einnig þarf leyfi Bláfjalla- nefndar og fleiri aðila. Árni tekur þó fram að ekki sé víst að borholugerð sé nauðsynleg. „En nú geta rannsóknir á hugsanlegu aðgengi að Þríhnúkagíg farið í gang og ég reikna með að það verði hægt að svara spurningum um möguleikana á því innan fárra ára.“ Ljósmynd/Kristján Maack og Árni B. Stefánsson Aðeins er á færi sigmanna að fara niður í hvelf- inguna eins og er, hvað sem síðar gerist. Fá rann- sóknaleyfi við Þríhnúkagíg MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. JEPPI og fólksbíll skullu saman á Vest- urlandsvegi skammt norðan við Grundar- hverfi á Kjalarnesi klukkan rúmlega 17 í gær með þeim afleiðingum að báðir fóru út af veginum. Kona sem ók jeppanum festist í flakinu og var Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins sent á vettvang með tækjabíl og tókst að klippa sundur húsið á bílnum og ná kon- unni út. Var hún flutt á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi en reyndist óbrotin og ekki alvarlega slösuð, að sögn vakthafandi lækn- is. Hún var þó lögð inn á gæsludeild spít- alans til eftirlits yfir nótt. Tafir í tvær klukkustundir Á meðan lögregla og björgunarlið unnu á vettvangi urðu gríðarlegar umferðartafir á Vesturlandsveginum í rúmlega tvær klukku- stundir og mynduðust langar bílaraðir á veginum vegna aðgerðanna. Lögreglan í Reykjavík reyndi að hleypa umferð á um aðra akreinina í einu en mjög hægt gekk að hleypa bílum framhjá slysstaðnum. Umferð var hleypt aftur á kl. 19.15. Báðir bílarnir eru gjörónýtir eftir árekst- urinn að sögn lögreglu.Morgunblaðið/Júlíus Bílflak klippt til að ná ökumanni um ferðaþjónustunnar og Símanum. Þrír um- sagnaraðilar hafa áhuga á að byggja upp nýtt fjarskiptanet, tveir eru framleiðendur tækja- búnaðar og fjórir eru aðrir hagsmunaaðilar. Flest bendir til þess að NMT-þjónustan muni leggjast af og að við muni taka stafræn farsímaþjónusta innan fárra ára. Stefnt verð- ur að því að ný þjónusta verði í boði fyrir lok ársins 2007, en nú er ekki víst að af því geti orðið á þeim tíma. Dagsetningu lokunar NMT-kerfisins kann að verða breytt og þjón- ustu hætt fyrr ef öruggt er að ný þjónusta geti tekið við fyrr. Úthlutað verði til eins aðila Í samantekt umsagna hinna níu aðila um framtíðarnotkun NMT-450-tíðnisviðsins kemur m.a. fram að flestir töldu að skynsam- legast væri að úthluta tíðnisviðinu til eins að- LOKUN langdræga NMT-farsímakerfisins verður frestað til 31. desember 2008, sam- kvæmt heimild sem Póst- og fjarskiptastofn- un (PFS) hefur. Símanum, rekstraraðila NMT-kerfisins, hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun PFS. Ákvörðunin byggist m.a. á umsögnum sem bárust við umræðuskjali sem PFS birti hinn 24. október um framtíðarnotk- un NMT-450-tíðnisviðsins á Íslandi. Stefnt er að því að ný langdræg þjónusta verði í boði fyrir árslok 2007, að því er segir á vef PFS. Alls bárust níu umsagnir um skjalið frá hagsmunaaðilum, Ericsson Danmark A/S, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Neyðarlínunni, Nordisk Mobiltelefon AB, Nortel, Og Vodafone, Orkustofnun, Samtök- ila. Það var samdóma álit að landfræðileg skipting þjónustunnar kæmi ekki til greina. Einn þeirra þriggja, sem hafa áhuga á að byggja upp eigið fjarskiptanet, kvaðst gera ráð fyrir að veita öðrum fjarskiptafyrirtækj- um aðgang að netinu til að selja almenningi þjónustu, annar taldi það koma til greina og sá þriðji tók ekki afstöðu. 12–18 mánaða uppbygging Varðandi útbreiðslukröfur var almennt tal- ið að núverandi útbreiðsla NMT-kerfisins væri eðlileg viðmiðun. Talið er að uppbygging kerfisins taki 12–18 mánuði eftir að tíðni- heimild hefur verið gefin út. Allir umsagn- araðilar töldu einsýnt að starfrækja yrði nýja kerfið samhliða NMT-kerfinu í 6–12 mánuði. Hvað varðar gjaldtöku fyrir tíðnirnar lögðu aðilar áherslu á að stilla bæri gjaldtöku í hóf. Þrír aðilar hyggjast byggja upp nýtt langdrægt þráðlaust fjarskiptanet Lokun NMT-kerfisins frestað til ársloka 2008 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Magnús Magnússon og Valdimar Frið- riksson við tiltekt á Skólavörðuholtinu. FLUGELDARUSL er ævinlega til nokk- urrar óprýði á götum, gangstéttum, görðum og öðrum stöðum bæja og borga hér á landi í kjölfar áramótafagnaðar landsmanna. Blasa þá gjarnan víða við rakettuprik, tætt- ar umbúðir og notaðar „skotkökur“ auk þess sem vírar innan úr stjörnuljósum liggja á víð og dreif. Það er mikið verk að þrífa upp flugeldaruslið. Ísak Möller, hverfisstjóri Fram- kvæmdasviðs í Breiðholti, segir starfsmenn hreinsunardeildar eiga ærið verkefni fyrir höndum. Ísak segir íbúa vitaskuld ábyrga fyrir ástandi eigin lóða og eru Reykvíkingar hvattir til að hreinsa sem fyrst upp eftir sig svo raketturuslið fjúki ekki út um allt og geri tiltektina þeim mun seinlegri. Að vanda er Reykvíkingum boðið upp á það að setja jólatré sín út næstu daga og munu starfsmenn hreinsunardeildar koma þeim burtu. Mikið verk að þrífa upp flugeldaruslið eftir áramót GÍSLI Gíslason, nýráðinn hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að hugsast geti að fyrirtækið komi að fjármögnun Sundabrautar verði framkvæmdin boðin út sem einkafram- kvæmd. Spurningin sé hvaða aðferðafræði menn vilji beita, verði um einkaframkvæmd að ræða, en Gísli segir menn tilbúna til að kanna málið ef verkið færi í einhvers konar einkaframkvæmd. Fyrirtækið á 23,5% eign- arhlut í Speli. Ríkið á einnig stóran hlut í Speli. Með stofnun Faxaflóahafna sameinað- ist rekstur Reykjavíkurhafnar, Grundar- tangahafnar, Akraneshafnar og Borgarnes- hafnar. Gísli segir ljóst að áhrifin af sameiningu hafnanna verði mun fyrr virk ef Sundabrautin verði tekin í notkun innan fárra ára. | 26 Gætu komið að fjármögnun Sundabrautar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.