Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég vil ekki sjá neinar danskar verksmiðjubeljur, við tuttlum bara áfram að góðum og göml- um víkingasið, góði. Um 90% erlendraferðamanna íReykjavík höfðu góða eða frábæra reynslu af borginni á liðnu sumri. Er það ívið jákvæðari nið- urstaða en sumarið 2004. Einungis 7% höfðu sæmi- lega reynslu af borginni en enginn taldi hana slæma. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónust- unnar önnuðust fyrir Höf- uðborgarstofu. Könnunin var unnin síðastliðið sumar og var úrtakið rúmlega 2000 erlendir ferðamann sem voru á leið úr landi í Leifsstöð. Sem fyrr fá sundlaugarnar í Reykjavík og heilsurækt af ýmsu tagi hæstu ein- kunn þegar spurt er um afþrey- ingu (8,6–8,7 af 10 mögulegum). Náttúran og náttúruskoðun eru áfram helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn til landsins almennt og dagsferðir af ýmsu tagi eru vinsæll valkostur ferðamanna og fá 8,6 í einkunn fyrir gæði. Veturinn 2003– 2004 heimsóttu 23% erlendra ferðamanna söfn en síðastliðið sumar var hlutfallið 34%. Þessu til viðbótar sækja um 17% sumar- gesta í Reykjavík listviðburði. Flestir töldu Reykjavík vera hreina borg eða 86% og 92% töldu borgina örugga. Vörumerki borg- arinnar, Reykjavík Pure Energy, er einnig í marktækri sókn en 64% erlendra ferðamanna telja það frá- bært eða gott samanborið við 57% sem voru þeirrar skoðunar sumar- ið 2004. Sífellt fleiri ferðamenn heimsækja Ísland. Tæplega 370 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í fyrra og er það nýtt met. Ferðamönnum fjölgaði um 9.000 frá árinu 2004, en þá voru þeir rúmlega 360.000. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Sam- taka ferðaþjónustunnar. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi ferða- manna aukist um 30%. Sé horft yf- ir lengra tímabil má meðal annars sjá að árleg fjölgun síðastliðinn áratug er að meðaltali 11%. Mest er aukningin á fjölda ferðamanna frá Bandaríkjunum og Asíu. Ár- sæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, sagði í Morgunblaðinu nýverið at- hyglisvert að nærmarkaðirnir sem hafi verið í hvað mestum vexti und- anfarin misseri væru nú að hægja á vexti en á móti vegi að fjærmark- aðir eins og Bandaríkin og Asía séu í meiri vexti en áður. Ferðamönn- um fjölgar einnig yfir veturinn og er ferðamannatímabilið að lengj- ast. Þannig var fjöldi ferðamanna í október sem leið hinn sami og í júní fyrir fjórum árum. Langflestir ferðamenn sem hingað koma fara um Keflavíkur- flugvöll. Alls voru þeir 356.152 í fyrra, samanborið við 348.533 árið 2004. Með Norrænu komu rúm- lega 8.000 gestir, um 56.000 með skemmtiferðaskipum. En af hverju koma ferðamenn til Íslands og hvaðan fá þeir upplýsingar um landið? Hvað það er sem dregur ferðamenn til ákveðinna staða er mismunandi. Kannanir hafa sýnt að hrein og ómenguð náttúra er það sem flestir ferðamenn á Ís- landi eru komnir til að upplifa. Flestir þeirra nefna náttúruna og landið þegar spurt er um hvaðan hugmynd að Íslandsheimsókn hafi komið. Næstflestir nefna vini/ætt- ingja og síðan þætti eins og við- skiptatengsl, netið og ferðabækl- inga. Þá vegur náttúran sem fyrr þyngst þegar ákvörðun um Ís- landsferð er tekin. Netið er lang- öflugasti upplýsingamiðill erlendra ferðamanna um Ísland. Ríflega helmingur þeirra notar netið í þessum tilgangi. Í ljósi þess hversu hratt ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár hafa vaknað spurningar um hver áhrifin á samfélag og umhverfi ferða- mannastaða eru. Þótt flestir fagni því að ferðaþjónustan festi sig enn frekar í sessi fylgja svo mikilli fjölgun ferðamanna ýmis vanda- mál og grípa þarf til markvissra að- gerða og framkvæmda til þess að ferðamannastaðir um land allt geti raunverulega tekið á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem þang- að leggja leið sína. Þolmörk ferða- mennsku eru skilgreind sem sá há- marksfjöldi ferðamanna sem getur ferðast um svæði án þess að það leiði af sér óviðunandi hnignun á umhverfinu eða upplifun ferða- manna og íbúa svæðisins. Ef áhrif ferðamennsku verða óviðunandi á náttúrulegt eða manngert um- hverfi, heimamenn og ferðamenn, má álykta að einum eða fleiri þátt- um þolmarka sé náð. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á þessu og ein þeirra, sem framkvæmd var árið 2003 á vegum Ferðamálaráðs, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, sneri m.a. að Land- mannalaugum, sem er mjög fjöl- sóttur ferðamannastaður á hálend- inu og Lónsöræfum sem er fáfarnari og óaðgengilegri. Kom m.a. fram í þeirri skýrslu að þeir ferðamenn sem nú koma í Land- mannalaugar eru ánægðir með náttúrulega upplifun en hins vegar hafi uppbygging þjónustu á svæð- inu engan veginn verið í takti við fjölgun ferðamanna. Er þetta gott dæmi um mikilvægi þess að skipu- lag og uppbygging ferðamanna- staða haldist í hendur við fjölgun ferðamanna. Fréttaskýring | Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt á byggðu sem óbyggðu bóli á Íslandi Flestir hafa góða reynslu Sundlaugarnar, listasöfnin og ósnortin náttúra draga ferðamenn til landsins Ferðamenn skoða ljósmyndasýningu. Ferðamenn á Íslandi gætu orðið um milljón árið 2020  Ferðamenn hérlendis gætu orðið í kringum milljón talsins árið 2020 sé miðað við meðaltals fjölgun ferðamanna síðustu tvo áratugi. Sé hins vegar miðað við varlegustu spár gætu ferðamenn orðið í kringum 500 þúsund árið 2020. Fram hefur komið að Sam- tök ferðaþjónustunnar telja ljóst að grípa þurfi til markvissra að- gerða og framkvæmda til þess að ferðamannastaðir um land allt geti raunverulega tekið á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem þangað leggja leið sína án þess að staðirnir láti á sjá. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is UM 32% borgarbúa heimsækir þrisvar eða oftar á ári í Heiðmörk, rúmlega 11% þrisvar eða oftar á útivistarsvæðið við Rauðavatn og 45% borgarbúa heimsækir þrisvar eða oftar á ári í Elliðaárdalinn sem verður því að teljast langvinsælasta svæðið, samkvæmt könnun sem um- hverfissvið lét gera á nýtingu Reyk- víkinga á stærstu útivistarsvæðum borgarinnar. Staðirnir sem spurt var um voru Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðaárdalurinn. Helstu niður- stöður voru að tæplega 30% borgar- búa koma samkvæmt könnuninni aldrei í Elliðaárdalinn, 33% aldrei í Heiðmörk og 72% aldrei við Rauða- vatn. Einnig kom fram að íbúar í Árbæ og Grafarholti sækja þessi út- vistarsvæði meira en íbúar í öðrum hverfum ef allar tölur eru lagðar saman. 28 þúsund í Heiðmörk Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, segir að ætla megi að 28 þúsund manns fari mánaðarlega í Heiðmörkina af Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Í frétt frá umhverfissviði segir Þórólfur að fólk virðist heim- sækja Heiðmörk óháð búsetu í borg- inni og aldri. Útivistarsvæðið við Rauðavatn er hins vegar háðara hverfi því íbúar í Árbæ og Grafar- holti nota það áberandi mest en íbú- ar í miðborginni, Hlíðum og Háaleiti minnst. Könnunin sýnir að flestir koma í Heiðmörkina til að ganga eða hlaupa, eða rúmlega 65%, aðrir til að stunda útivist með fjölskyldunni, fara í bíltúr, stunda náttúruskoðun eða annað. Grafarvogsbúar slá jafn- vel Árbæinga út í sókn sinni í Elliða- árdalinn. Í ljós kemur að 25% borgarbúa sækja Elliðaárdalinn oft- ar en 12 sinnum á ári. „Það er ánægjulegt að fá það stað- fest að útivistarsvæðin eru svona vel sótt og ég tel að Rauðavatn búi enn yfir ónotuðum tækifærum og verði fjölsóttara í framtíðinni,“ er haft eft- ir Þórólfi í frétt umhverfissviðsins. Könnun IMG Gallup var gerð í síma 3.–17. nóvember 2005. 1.400 manns á aldrinum 16–80 voru í úr- takinu sem var handahófsvalið úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak var 1.251 og svarhlutfall 54%. Elliðaárdalurinn vinsælasta útivistarsvæðið HJÖRVAR Steinn Grétarsson varð á laugardag unglingameistari Reykjavíkur 2006, en mótið fór fram í Taflfélagi Reykjavíkur. Varði Hjörvar þar með titil sinn frá því í fyrra. Hjörvar, sem einungis er 12 ára gamall, hefur verið í mikilli framför undanfarið og skemmst er að minnast frammistöðu hans á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur 2006 – en þar hlaut hann sex vinninga úr níu skákum og gerði m.a. jafntefli við tvo alþjóðlega meistara, Sævar Bjarnason og sig- urvegara mótsins, Stefán Kristjáns- son. Hjörvar Steinn Grétarsson hlaut 6,5 vinninga úr sjö skákum. Eftir á að hyggja var hann hættast kominn í 2. umferð gegn Vilhjálmi Pálmasyni, en Vilhjálmur tapaði þrátt fyrir að hafa afar vænlega stöðu, þar sem hann skildi kónginn eftir í dauðan- um. í 2.–3. sæti urðu Daði Ómarsson og Matthías Pétursson með 5,5 vinn- inga, en þeir töpuðu báðir fyrir Hjörvari Steini og gerðu svo inn- byrðis jafntefli. Daði hreppti 2. sætið á stigum. Þeir Vilhjálmur, Daði og Matthías eru allir í skáksveit Laugalækjar- skóla sem varð Norðurlandameistari grunnskólasveita í haust og um miðjan febrúar munu Hjörvar og Vilhjálmur, ásamt fleirum, keppa á Norðurlandamótinu í einstaklings- keppni fyrir Íslands hönd. Hjörvar Steinn Grétarsson í hópi ungra skákáhugamanna. Hjörvar Steinn unglingameistari annað árið í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.