Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A›alfundur
EJS hf.
Fimmtudaginn 9. mars 2006 kl. 16:00 ver›ur
a›alfundur EJS hf. haldinn í Fólkvangi, húsa-
kynnum EJS a› Grensásvegi 10, 4. hæ›.
Dagskrá fundarins:
1) Sk‡rsla stjórnar.
2) Sk‡rsla framkvæmdastjóra.
3) Endursko›a›ur ársreikningur lag›ur fram til samflykktar.
4) Tillaga stjórnar um útgrei›slu ar›s vegna rekstrar á árinu 2005.
5) Stjórnarkjör.
6) Kosning endursko›enda.
7) Ákvör›un stjórnarlauna.
8) Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu.
9) Önnur mál sem löglega eru upp borin.
Vir›ingarfyllst,
stjórn EJS hf.
fia› er til lausn á öllu
www.ejs.is // Grensásvegi 10, Reykjavík / 563 3000
STURLA Sigurjónsson, sendiherra
Íslands á Indlandi, segir að opnun
sendiráðsins í Nýju Delí hafi hlotið
jákvæða athygli meðal indverskra
stjórnvalda og fyrirtækja. „Við höf-
um hlotið jákvæða athygli og fundið
fyrir væntingum sem við verðum að
standa undir,“ segir hann.
Íslenska sendiráðið leigir aðstöðu
í húsnæði danska sendiráðsins. Um-
dæmi þess nær, að sögn Sturlu, til
stærsta hluta Suður-Asíu. Það nær
m.a. til Nepals, Bangladesh, Sri
Lanka, Indónesíu og Maldives-eyja.
Auk Sturlu verða tveir íslenskir
starfsmenn í sendiráðinu. Helga
Þórarinsdóttir sendiráðsfulltrúi er
þegar tekin til starfa en í sumar
bætist Auðunn Atlason sendiráðu-
nautur í hópinn. Auk þess er stefnt
að því að ráða tvo til þrjá Indverja til
starfa; ritara og viðskiptafulltrúa.
Samkvæmt fjárlögum 2006 er gert
ráð fyrir því að rekstur sendiráðsins
kosti um fimmtíu milljónir á ári.
Sturla segir gert ráð fyrir því að
sendiráðið taki að fullu til starfa inn-
an nokkurra vikna. „Við vorum að
flytja inn í húsnæðið og erum að
koma fyrir skrifborðum, stólum og
öðru slíku. Við erum ekki enn komin
með síma og tölvur; þetta er því allt
á byrjunarreit.“
Íslensk stjórnvöld leigja húsnæðið
undir starfsemina af Dönum. „Við
erum í sömu byggingu og danska
sendiráðið en erum á annarri hæð og
höfum sérinngang.“
Indverjar undirbúa opnun
sendiráðs á Íslandi
Sturla telur að opnun sendiráðsins
á Indlandi endurspegli sterkan póli-
tískan vilja íslenskra stjórnvalda til
að efla samskipti þjóðanna, m.a. á
pólitíska sviðinu en ekki síður á við-
skiptasviðinu. Hann segir að hin
pólitísku samskipti ríkjanna hafi
verið að eflast á undanförnum árum.
Það komi m.a. fram í viðræðum
þeirra um framboð ríkjanna um sæti
í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Indverjar sækjast eftir föstu sæti í
öryggisráðinu en Íslendingar eftir
sæti á tímabilinu 2009–2010. Sturla
segir að Íslendingar hafi lýst yfir
stuðningi við framboð Indverja og
að þeir hafi á móti verið jákvæðir í
garð framboðs Íslendinga. „Þeir
hafa tekið framboð Íslendinga til já-
kvæðrar skoðunar,“ segir hann.
Sturla nefnir einnig að Indverjar
hafi sýnt áhuga sinn á gagnkvæmum
samskiptum ríkjanna með því að
undirbúa opnun indversks sendiráðs
á Íslandi. „Indversk stjórnvöld hafa
sagt okkur að þau séu að vinna að
undirbúningi sendiráðs Indlands á
Íslandi.“
Sturla segir ennfremur að við-
skipti milli landanna hafi verið að
aukast. Hlutverk sendiráðsins verði
því ekki einasta að halda utan um
hin pólitísku samskipti heldur einnig
hin viðskiptalegu tengsl. „Við kom-
um því m.a. til með að reyna að efla
ferðamannastrauminn bæði frá Ís-
landi til Indlands og frá Indlandi til
Íslands. Þessu fylgir þá um leið
þjónusta við þá Íslendinga sem
koma til Indlands til lengri eða
skemmri tíma.“
Sturla segir að íslenskir ferða-
menn hafi hingað til ekki ferðast
mikið til Indlands en vonast til þess
að breyting verði þar á. Indland hafi
upp á margt að bjóða og það kæmi
sér því ekki á óvart ef Íslendingar,
sem eru orðnir nokkuð ferðavanir,
myndu í auknum mæli kjósa að
leggja leið sína til Indlands í fram-
tíðinni. Sturla nefnir einnig í þessu
sambandi að um sex milljónir Ind-
verja ferðist til annarra landa á ári
hverju, sér til skemmtunar og fróð-
leiks. Það sé fólk sem hafi töluverða
kaupgetu.
Íslenska sendinefndin hitti
indverska kaupsýslumenn
Sturla sér fleiri tækifæri á Ind-
landi. Hann bendir til að mynda á
indverska kvikmyndaiðnaðinn, sem
sé einn sá umfangmesti í heiminum.
Indverskir aðilar í þeim geira hafi
mikinn áhuga á því að taka upp
myndir í öðrum löndum og Íslend-
ingar ættu ef til vill að reyna að nýta
sér það. „Við gætum til dæmis vakið
athygli þeirra á Íslandi sem töku-
stað.“
Nokkur íslensk fyrirtæki eru þeg-
ar með starfsemi á Indlandi, þar má
m.a. nefna Actavis, Sæplast, Hreim
og Eskimo models. Þorgerður K.
Gunnarsdóttir, staðgengill utanrík-
isráðherra, hefur verið í opinberri
heimsókn á Indlandi síðustu daga.
Með henni í för er íslensk viðskipta-
sendinefnd, skipuð fulltrúum ís-
lenskra fyrirtækja, á vegum Út-
flutningsráðs Íslands.
Hópurinn var í Bombay í gær og
tók þátt í sérstakri viðskiptaráð-
stefnu. Þar gafst fulltrúum íslenskra
fyrirtækja kostur á að hitta og ræða
við indverska kaupsýslumenn sem
hafa áhuga á viðskiptum við Íslend-
inga, að sögn Sturlu. Þorgerður
flutti ávarp sem og Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands á Indlandi
Indland býður upp á mörg
tækifæri fyrir Íslendinga
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Sturla Sigurjónsson sendiherra og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, mennta-
málaráðherra og staðgengill utanríkisráðherra, í nýja sendiráðinu.
FYLGI Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík mælist 52% samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Gallup, en
fylgi flokksins í borginni mældist
55% fyrir mánuði. Fylgi Samfylk-
ingar mælist nú 34,5% og hefur
farið vaxandi að undanförnu.
Fylgi VG er um 7%, fylgi Fram-
sóknarflokks tæp 5% og Frjáls-
lynda flokksins 2%.
Yrðu þetta úrslit í borgar-
stjórnarkosningum fengi Sjálf-
stæðisflokkur átta borgarfulltrúa
af 15, Samfylking sex og VG einn.
Á landsvísu mældist fylgi Sjálf-
stæðisflokksins tæp 42%, fylgi
Samfylkingar rúm 29%, fylgi VG
um 16%, fylgi Framsóknarflokks
9,5% og Frjálslynda flokksins
rúm 3%. Fylgi flokka milli mán-
aða breytist lítið. Fylgi Samfylk-
ingar eykst, en fylgi Sjálfstæðis-
flokksins og VG minnkar. Um
54% sögðust styðja ríkisstjórnina.
Könnunin var gerð á tímabilinu
31. janúar til 27. febrúar og var
heildarúrtakið um 4.500 manns.
19% vildu ekki svara og 6% sögð-
ust ekki ætla að kjósa eða myndu
skila auðu.
Fylgi Sjálfstæðisflokks
52% í Reykjavík
SKIPULAGS- og byggingarráð
Reykjavíkur samþykkti í gær
breytingu á deiliskipulagi á lóð Eg-
ilshallar í Grafarvogi. Mun Nýsir
hf., eigandi Egilshallar, hefja fram-
kvæmdir á næstu vikum og er ráð-
gert að þeim ljúki fyrir áramót.
Samkvæmt upplýsingum frá Nýsi
verður byggð 10 þúsund fm ný-
bygging sunnan Egilshallar sem
verður tengd höllinni. Í nýbygging-
unni verður fjögurra sala kvik-
myndahús, keilusalur og fleira.
Lóð Egilshallar verður 94 þúsund
fm eftir stækkun og verður gert
hringtorg á Víkurvegi með nýrri
aðkomu að höllinni og bílastæðum
fjölgað í tvö þúsund.
Stækkun Egils-
hallar samþykkt
PITSUSENDILL var rændur í
Grafarvogshverfi um klukkan ell-
efu í fyrrakvöld. Karlmaður með
barefli ógnaði sendlinum sem lét af
hendi flatböku, veski með tvö þús-
und krónum og bíllykla að bifreið
fyrirtækisins. Ræninginn, sem
huldi andlit sitt, komst undan á
hlaupum en talið er að hann hafi átt
sér vitorðsmann í næsta nágrenni.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
heyra rán á pitsusendlum til und-
antekninga, enda þess vel gætt að
sendlar séu aldrei með mikla fjár-
muni á sér.
Komst undan með
tvö þúsund krónur
leikstýrði verkinu í gær og var fjáröflun að lokinni sýningu þar sem tekið
var við frjálsum framlögum. Flytjendurnir vöktu mikinn fögnuð í salnum
og þóttu sýna ótvíræða leikhæfileika.
ALÞINGISKONUR fluttu leikritið Píkusögur eftir Eve Ensler í Borg-
arleikhúsinu á V-deginum í gær. V-dagssamtökin voru stofnuð árið 2002 á
Íslandi og hafa lagt áherslu á að berjast gegn nauðgunum. María Ellingsen
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þingkonur slógu í gegn í Píkusögum