Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið um sídrifsbíla í Genf Bílar á morgun FRAMBURÐI tveggja starfsmanna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is, sem báru vitni í máli félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær, bar ekki saman um ástæður þess að tókst að yfirdraga reikning Visis.is um 24 milljónir á mánaðar tímabili án at- hugasemda frá bankanum. Björgvin Þorsteinsson, verjandi Svavars Ásbjörnssonar, sem ákærð- ur er fyrir umboðssvik vegna yfir- dráttarins, benti á að hægt hefði ver- ið að yfirdraga reikninginn um 580 milljónir án þess að starfsmenn SPRON hefðu orðið nokkurs vísari. Reikningurinn var samtals yfirdreg- inn um 23,9 milljónir í 24 færslum á tímabilinu frá 29. apríl til 27. maí árið 2002. Um er að ræða framhald á aðal- meðferð máls vegna átta félaga sem öll utan eins tengdust Frjálsri fjöl- miðlun. Aðalmeðferðin hófst á mánu- dag, en reiknað er með að henni ljúki í dag, fimmtudag, með munnlegum málflutningi sækjanda og verjenda allra tíu fyrrverandi forsvarsmanna félagana átta, sem ákærðir eru í mál- inu. Ari Bergmann Einarsson, útibús- stjóri SPRON í Skeifunni, bar fyrir héraðsdómi í gær að hann hefði ekki talið að það væri hægt að yfirdraga reikning af þessari tegund, en um var að ræða svokallaðan gíróreikn- ing, sem eingöngu átti að nota til að innheimta gíróseðla. Reikningurinn var þó með höfuðbók 26 eins og al- mennir tékkareikningar, og raunar benda skjöl sem útibússtjóranum voru sýnd til þess að reikningurinn hefði verið stofnaður sem tékk- areikningur í upphafi, og að hann verið yfirdreginn um allt að 2 millj- ónir króna á árunum 1999–2000. Sá yfirdráttur var gerður upp síðla árs 2001. Ari staðfesti að venjulega væri ekki hægt að yfirdraga reikninga með færslum í heimabanka, tölvan leyfði það ekki. Spurður hvers vegna hefði verið hægt að yfirdraga þenn- an reikning sagði hann að það hefði verið rannsakað innan SPRON. „Þetta var algert slys, og stóralvar- legt mál af okkar hálfu. Þetta var lit- ið mjög alvarlegum augum.“ Dagleg heimild hækkuð í 20 milljónir Skýringarnar reyndust, að sögn Ara, vera þær að starfsmaður Sam- bands sparisjóða hefði óskað eftir því við Reiknistofu bankana að þessi tegund reikninga „yrðu opnaðir“. Eftir að það hefði verið gert hefðu einu takmörkin á því hversu mikið var hægt að yfirdraga slíka reikn- inga verið það daglega hámark sem hægt var að millifæra í heimabanka á hverjum degi. Í framburði Svavars, annars ákærðu í málinu, kom fram að hann sem prókúruhafi hefði í apríl 2002 beðið um að sú daglega heimild sem hægt væri að millifæra í heimabank- anum yrði hækkuð úr 5 milljónum króna í 20 milljónir. Því leiddi verj- andi hans líkur að því að hefði verið millifærð hámarksupphæð á hverj- um degi þar til yfirdrátturinn upp- götvaðist hefði verið mögulegt að yf- irdraga reikninginn margfalt meira en gert var. Sé miðað við 20 milljónir á dag í þá 29 daga sem liðu frá fyrstu færslu þar til yfirdrátturinn upp- götvaðist hefði verið hægt að milli- færa 580 milljónir króna. Ari sagði að yfirdrátturinn hefði uppgötvast þannig að starfsmaður hefði farið yfir lista yfir óeðlilegan yfirdrátt. Hann sagði aðspurður að slíkt hefði átt að gera daglega, en þar sem starfsmaður sem átti að sjá um það hefði farið í frí á þessum tíma hefði misfarist að láta það verkefni í hendur annars starfsmanns. Málið hefði uppgötvast þegar starfsmaður- inn mætti aftur til vinnu, 28. maí 2002. Atriði í framburði útibússtjórans stangast á við framburð Margrétar Jónsdóttur, þjónustustjóra útibús- ins, sem bar einnig vitni í málinu í gær. Þar staðfesti Margrét að hún hefði farið í frí, og sagði það hafa ver- ið tvær vikur. Listinn yfir þessa reikninga hefði hins vegar ekki verið yfirfarinn daglega, eins og útibús- stjórinn sagði, heldur að jafnaði tvisvar í mánuði. Ráðlagt að ræða við lögmann Margrét staðfesti enn fremur fyr- ir rétti lögregluskýrslu sem tekin var af henni við rannsókn málsins, þar sem hún sagði að það sem hefði gert þennan yfirdrátt mögulegan hefði verið villa sem gerð var hjá Sambandi sparisjóða þegar reikn- ingurinn var stofnaður. Það stangast á við framburð útibússtjórans, sem sagði að þessu hefði verið breytt síð- ar. Spurð um þetta misræmi í fram- burði sagði þjónustustjórinn að hann hefði sínar upplýsingar frá Reikni- stofu bankana. Bæði Ari útibússtjóri og Margrét þjónustustjóri sögðu frá viðbrögðum bankans þegar yfirdrátturinn upp- götvaðist. Margrét sagðist hafa upp- götvað yfirdráttinn þann 28. maí, við yfirferð á lista yfir óheimilan yfir- drátt. Hún hefði látið Ara vita. Hann hefði svo reynt að hringja í Svavar, prókúruhafa reikningsins, en ekki náð í hann. Lögfræðingur bankans hafi einnig verið beðinn um að ganga í málið. Ekki tókst að ná í Svavar sam- dægurs, en skilin voru eftir skilaboð sem hann svaraði daginn eftir. Ari bar fyrir réttinum að hann hefði tjáð Svavari að bankinn liti þetta mál afar alvarlegum augum, og hann hefði ráðlagt honum að ræða málið nánar við lögmann bankans, og sinn eigin lögmann. Ari sagði ljóst að forsvars- mönnum Visir.is hefði mátt vera það ljóst að ekki hefði verið um löglegan yfirdrátt að ræða, staðan sem og heimild hefði alltaf komið fram í heimabankanum sem notaður var til að millifæra. Af og frá sé að félag tengt Frjálsri fjölmiðlun hefði fengið yfirdrátt á reikningi hjá SPRON, þar hefði áður verið í gangi erfitt skuldamál þess fyrirtækis sem hefði tekist að ganga frá, en öllum hefði verið ljóst að engin fyrirgreiðsla fengist í bankanum. Verjandinn bar vitni í málinu Í gær voru einnig kölluð fyrir vitni sem báru um mál tengt Markhúsinu- markaðsstofu ehf., og Visir.is ehf. Voru það þeir Páll Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Mark- húsinu, og Þorsteinn Eyfjörð Jóns- son, fyrrverandi starfsmaður Visir- .is. Gátu mennirnir litlu ljósi varpað á málið, en Páll sagði þó að Marteinn hefði verið stjórnarformaður í Mark- húsinu þegar Páll sat þar í stjórn, en hann minnti að síðar hefði Eyjólfur Sveinsson, annar eigenda Frjálsrar fjölmiðlunar og einn ákærðu í mál- inu, orðið stjórnarformaður. Sá óvenjulegi atburður varð við meðferð málsins í gær að lögmaður eins af ákærðu skipti um hlutverk um skamma stund þegar hann var kallaður sem vitni fyrir dóminn. Var þar um að ræða Ragnar Hall, lög- mann Sveins R. Eyjólfssonar, en hann bar vitni varðandi ákæruliði þar sem Sveinn er ekki ákærður, er varða félagið Nota bene hf. Ragnar sagði frá aðkomu sinni að Kassagerð Reykjavíkur sem lög- maður og um tíma stjórnarmaður. Hann hefði haft það hlutverk að reyna að losa félagið undan ábyrgð vegna Nota bene, enda hefði verið talið afar líklegt að gengið yrði að ábyrgðinni. Hann sagði að svo hefði enda farið, Nota bene hefði aldrei greitt þessa upphæð og Kassagerðin hefði gengist í ábyrgð vegna þessa. Að lokum kom Svavar Ásbjörns- son, einn ákærðu, aftur í vitnastúku til þess að gera nánar grein fyrir samskiptum sínum við starfsmenn SPRON vegna ætlaðra umboðssvika með yfirdrætti á reikningi Visir.is. Sagðist hann einnig hafa rætt við Eyjólf Sveinsson eftir að hann ræddi við starfsmenn SPRON, og hann hefði sagst ætla að kanna málið. Starfsmönnum SPRON bar ekki saman í vitnastúku í gær í máli félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun Hægt að yfirdraga reikning um 580 millj- ónir segir verjandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, er sækjandi í málinu, en honum til aðstoðar er Auður Ýr Steinarsdóttir, lög- lærður fulltrúi hjá ríkislögreglustjóra. Yfir þeim stendur Brynjar Níelsson, einn af verjendum sakborninga. Málflutningur í málinu hefst í dag. Verjandi ákærða kallaður í vitnastúku vegna málsins Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FORSTJÓRI 365 miðla segir ekki fót fyrir ásökunum Þorsteins Þor- steinssonar, forstöðumanns mark- aðssviðs RÚV, um að trúnaður hafi verið brotinn með endurbirtingu á auglýsingu RÚV, um áhorfstölur úr Fjölmiðlakönnun Gallup, með breyt- ingum sem henta sjónvarpsstöðinni Stöð 2. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram hjá Þorsteini að svo virðist sem auglýsing RÚV hafi ekki verið skönnuð inn og á henni gerðar breytingar eftir á, heldur hafi verið farið inn í skjalið og átt við það þannig, en við meðferð slíkra skjala ríki trúnaður. „Eins og ég skynja það eru þeir að leka upplýsingum yfir til markaðsdeildarinnar,“ sagði Þorsteinn. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, vísar ásökunum hans algjörlega á bug. „Ég tel að við getum auðveld- lega sýnt fram á að þær eru með öllu tilhæfulausar. Þessi auglýsing sem hann vísar til var unnin fyrir okkar fyrirtæki af virtri auglýsinga- stofu þannig að framleiðsla hennar hefur ekkert með verkferla hér inn- anhúss að gera,“ segir Ari. Aðspurður út í tæknilega vinnu á auglýsingunni og hvort að hún hafi lekið á milli deilda, eða til auglýs- ingastofunnar, segir Ari það af og frá. Hann segist leggja meiri áherslu á að fyrirtækið selji auglýs- ingar greiðlega heldur en hvernig ein og ein auglýsingin lítur út. Aug- lýsingar er einnig hægt að nálgast á netinu, s.s. í vefútgáfu Fréttablaðs- ins og vinna með þær í kjölfarið. „Þorsteinn hefur nákvæmlega ekkert fyrir sér í þessum rógi um 365 miðla og jafnvel þó svo að aug- lýsingin væri ekki unnin úti í bæ, þá kemur það að sjálfsögðu ekki til álita að við myndum gera okkur sek um slík vinnubrögð sem hann er að dylgja um.“ Auglýsingastofan vísar gagnrýni á bug Í yfirlýsingu frá auglýsingastof- unni Gott fólk, er gagnrýni Ríkisút- varpsins vísað á bug. „Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Ríkisútvarpið sé ósátt við vinnubrögð 365 miðla í auglýsingu fyrir Stöð 2 sem auglýsingastofan Gott fólk vann að þeirra beiðni. Af þessu tilefni vill Gott fólk ítreka að stofan er þekkt fyrir að viðhafa ávallt fagleg vinnubrögð og vísar algjörlega á bug þeim ásök- unum sem fram koma í Morgun- blaðinu. Gott fólk harmar jafnframt þau leiðu mistök sem urðu við birt- ingu auglýsingar frá Stöð 2 í DV í dag þar sem tilfærsla varð á grafík á auglýsingunni og breytir að nokkru leyti þeim skilaboðum sem ætlað var að kæmust til skila. Eru hlutaðeig- andi aðilar beðnir velvirðingar á því.“ Forstjóri 365 miðla vísar ásökunum for- stöðumanns markaðssviðs RÚV á bug Unnin af virtri auglýsingastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.