Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki Kynningar á n‡ju vorvörunum frá OROBLU Fimmtudag, 2. mars kl. 13-17 í Gar›abæ og í Setbergi . Föstudag, 3. mars kl. 13-17 í Spönginni og á Laugavegi. Laugardag, 4. mars kl. 12-16 á Smáratorgi og í Smáralind. Kynningar í Lyfju GÍSLI Gunnarsson, forseti sveit- arstjórnar Skagafjarðar, sagði að Skagfirðingar hefðu alltaf vitað að niðurstaðan yrði um einn stað af þessum þremur fyrir val á álverinu og í sjálfu sér kæmi þeim ekki þessi niðurstaða Alcoa á óvart. „Við óskum bara Húsvíkingum til hamingju en reiknum með að nú hljóti stjórnvöld að fara að skoða hvað á að gera á norðvestursvæðinu. Það hljóta í framhaldi af þessu að fara að koma upp spurningar um það hvort það eigi að sitja alveg eft- ir,“ sagði Gísli. Hann sagði að Skagfirðingar myndu nú einbeita sér að annarri atvinnuuppbyggingu og krefja stjórnvöld um svör þar að lútandi. Það væru nokkur ár síðan að Hall- dór Ásgrímsson hefði sagt að tími norðvestursvæðisins væri kominn. „Við munum sennilega banka upp á með það,“ sagði Gísli enn fremur. Brosi gegnum tárin Ársæll Guðmundsson, sveit- arstjóri í Skagafirði, sem einnig er oddviti vinstri grænna í sveitarfé- laginu, en þeir voru andvígir því að Skagafjörður kæmi til greina hvað staðarvalið snertir, sagði að nið- urstaðan kæmi sér ekki á óvart og hefði verið honum lengi ljós. Hann sagðist alltaf hafa gert verulegar athugasemdir við drög að þessari aðgerðaáætlun, meðal ann- ars við það atriði að orkan yrði tekin hvaðan sem væri af svæðinu til þess staðar sem yrði fyrir valinu. Að hans mati hefði Skagafjörður verið þarna inni til þess að gera auðveld- ara um vik að komast í orku Hér- aðsvatna. „Meirihluti Skagfirðinga vill ekki álver eða virkjun Héraðs- vatna eins og ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum,“ sagði Ársæll. Hann sagði að vinstri grænir hefðu lagt mikla áherslu á að fara aðrar leiðir í atvinnumálum. Þar væru þeir að horfa til hátækniiðn- aðar sem nágrannalönd okkar á Norðurlöndunum hefðu lagt áherslu á. „Ég brosi í gegnum tárin bara,“ sagði Ársæll ennfremur. Talsmenn sveitarstjórnar Skagafjarðar Gísli Gunnarsson Ársæll Guðmundsson Niðurstaða Alcoa kemur ekki á óvart NÆG orkar frá jarðvarmaveitum af fjórum háhitasvæðum á Norðaust- urlandi er fyrir hendi til þess að reka álver af um- rædddri stærð við Bakka á Húsavík, að sögn Friðriks Sophus- sonar, forstjóra Landsvirkjunar, en fyrirtækið verður í forsvari í væntanlegum viðræðum við Al- coa um orkukaup vegna álversins. Friðrik sagði að þeir hefðu á und- anförnum árum og mánuðum verið að tryggja sér aðgang að jarð- varmalindum á þessu svæði á Norð- austurlandi og þeir teldu sig nú hafa aðgang að orku sem nægði til þess að keyra álver af þessari stærð og geta afhent orkuna í tveimur áföngum, þ.e.a.s. árin 2012 og 2015 eins og rætt væri um. Til þess að fá fullvissu í þeim efnum þyrfti hins vegar að efna til dýrra og umfangsmikilla rannsókna á svæðunum. Talið væri að rannsókn- irnar gætu kostað um tvo milljarða króna, en á móti kæmi að rann- sóknarholurnar gætu nýst líka í orkuvinnslunni. „Galdurinn er sá að það þarf eig- inlega reka þessi svæði saman eins og eina virkjun og þá erum við að tala um Bjarnarflag, Kröflu, Gjá- stykki og Þeistareyki,“ sagði Frið- rik enn fremur. Hann sagði að þeir teldu að á þessum svæðum væri nægileg orka til þess að þjóna álveri af þessari stærð og þá væri miðað við að nú- verandi virkjun í Kröflu væri þar innifalin. Það væri að minnsta kosti hægt að finna 400–450 megavött á þessu svæði, en það yrði að við- urkennast að ekki hefðu farið fram nægilegar rannsóknir á svæðinu og það væri það sem yrði að gerast næst. „Við förum ekki í milljarða rann- sóknir nema við finnum það á næstu mánuðum að það sé alvara í þessu öllu saman og það auðvitað byggist á því að verðhugmyndir þeirra og okkar fari saman,“ sagði Friðrik enn fremur. Hann sagði aðspurður að hann teldi svipaðan kostnað samfara jarðvarmavirkjunum og vatnsafls- virkjunum þegar upp væri staðið. Það væri hins vegar ólíku saman að jafna þar sem gera mætti ráð fyrir lægri stofnkostnaði í jarðvarma- virkjunum en rekstrarkostnaðurinn væri hærri. Það stafaði af því að það þyrfti alltaf öðru hvoru að bora nýjar holur. „Þegar á allt er litið þá hygg ég að jarðvarmavirkjanir komi álíka vel út og þær vatnsafls- virkjanir sem nú er kostur á,“ sagði Friðrik. Þrjár holur í sumar Friðrik sagði að þegar væri búið að ákveða að bora þrjár holur í sumar á svæðunum, eina á Þeista- reykjum og tvær á svæðum Lands- virkjunar. Það væru fyrstu rann- sóknirnar, en næðist samkomulag um að halda þessari samvinnu áfram við Alcoa þá þyrfti að fara í miklu víðtækari boranir á næstu ár- um. „Við höfum ekkert nema gott af samstarfinu við Alcoa að segja frá byrjun. Það er ljóst að þeir sem hafa verið semja við okkur hafa verið tengdir æðstu mönnum fyr- irtækisins. Allar ákvarðanir hafa gengið hratt og vel fyrir sig og þeir hafa sýnt að þeir kunna mjög vel til verka þegar kemur að samstarfi og samvinnu við heimamenn. Við þekkjum því mjög vel þeirra vinnu- brögð sem ég held að séu til fyr- irmyndar,“ sagði Friðrik enn frem- ur. Næg orka fyrir álver á fjórum háhitasvæðum Rannsóknir á háhitasvæðunum norðaustanlands kosta um tvo milljarða króna Friðrik Sophusson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór HreiðarssonSéð yfir lóðina á Bakka, norðan Húsavíkur. Kinnarfjöllin handan Skjálfandaflóa í baksýn.                                                              !"                            #           $ !   Gert er ráð fyrir að orka til nýs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík fáist frá háhitavirkjunum á Norðausturlandi. Þar er einkum horft til Kröflu og Bjarnarflags, Gjástykkis og Þeistareykja. Á þessum svæðum á að vera hægt að afla nægilegrar orku til rekstrar álvers sem framleiðir um 250 þúsund tonn af áli á ársgrundvelli og er þá núverandi virkjun í Kröflu þar innifalin, en þar er nú rekin 60 megawatta virkjun. Skammt er á milli Kröflu og Bjarnarflags eða um 10 kílómetrar, en Þeistareykir eru um 30– 40 kílómetrum fyrir norðan Kröflu og Gjástykki þar mitt á milli eins og sést á meðfylgjandi korti. 250 þúsund tonna álver þarf 400–450 megavatta orku á ári. Orkan frá háhitavirkjunum FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.