Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Óþekkustu
börn í heimi
hafa fengið
nýja barnfóstru
sem er ekki öll
þar sem hún
er séð.
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM DÖJ – kvikmyndir.com
VJV Topp5.is
6
Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum George Clooney
sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim.
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG
OG ÓSTÖÐVANDI
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Nýt t í b íó
Óþekkustu
börn í heimi
hafa fengið
nýja barnfóstru
sem er ekki öll
þar sem hún
er séð.
CONSTANT GARDENER kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 16 ÁRA
NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50
UNDERWORLD kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
ZATHURA M /ENSKU TALI kl. 5.50 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40 og 10.10
10 BAFTA tilnefningar
4 Óskarstilnenfingar
3 Golden Globe Tilnefningar
V.J.V. / TOPP5.is
YFIRVOFANDI HÆTTA
OG SAMSÆRI
LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM
TVEGGJA EINSTAKLINGA
RALPH FIENNES RACHEL WEISZ
„…listaverk, sannkölluð perla“
DÖJ – kvikmyndir.com
THE CONSTANT GARDENER kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
NANNY McPHEE kl. 6
UNDERWORLD 2 SÍÐASTA SÝNING kl. 8 B.I. 16 ÁRA
FINAL DESTINATION 3 SÍÐASTA SÝNING kl. 10 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 6 B.I. 10 ÁRA
„..ótrúlega áhrifarík, minnisstæð
og örgrandi kvikmyndagerð.“
L.I.B. - topp5.is
HJ MBL
Stórkostleg
verðlaunamynd
BESTI LEIKARI ÁRSINS
Í AÐALHLUTVERKI
SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR
400 KR.
Í BÍÓ
*
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
TÖFRANDI
ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
TÖFRANDI
ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Byggð á sönnum
atburðum
„Stjörnuleikur Hoffman er burðarás
magnaðs byrjendaverks um sannsögulega
siðferðislega togstreitu rithöfundar“
G.E. NFS
Blaðið
”Tregafull ástarsaga tvinnuð
hálfgegnsærri spennusögu í
stórbrotnu umhverfi
andstæðna í Kenya”.
G.E. NFS
Ein besta
mynd ársins.
Frá leikstjóra
City of God eftir
metsölubók
John Le Carré
„... ástarsaga eins og þær gerast bestar -
hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“
L.I.B. - Topp5.is
Stafrænar ljósmyndir hafabreytt því hvernig fólk tekurmyndir. Aukinn aðgangur
að ódýrum og meðfærilegum
myndavélum, sem nú eru líka inn-
byggðar í farsíma, hefur gert það
að verkum að fólk sem áður hefur
varla snert myndavélar safnar
hundruðum ef ekki þúsundum
mynda á sífellt stækkandi harða
diska.
Þeir sem yngri eru hafa hvað
mest notfært sér þetta og eru
heimasíður fullar af myndum af
vinum við ýmis merkileg og
ómerkileg tækifæri.
Ein tegund mynda hefur öðlasthvað mestar vinsældir en það
er sjálfsmyndin. Með sjálfsmynd er
hægt að horfast í augu við sjálfan
sig og velta fyrir sér ýmsum
ímyndum. Sumir eru viðkvæmir
fyrir myndum af sjálfum sér og er
því góð lausn að taka myndina
sjálfur, stjórna því hvernig maður
lítur út og henda myndunum sem
standast ekki kröfunar.
Þetta sést á síðum á vinsæla vef-
setrinu MySpace en margir taka
myndirnar af sér sjálfir. Vinsælt er
að taka myndina að ofan með því
sem má kalla þyrluskot. Flestum
finnst þetta skot vera myndvænt,
augun stækka og kjálkalínan verð-
ur skýrari.
Á vefsíðunni www.c71123.com/daily_photo má finna myndir
sem maður að nafni Jonathan Kell-
er hefur tekið daglega frá 1998
með einu stuttu hléi. Þetta eru
ekki spennandi myndir hver fyrir
sig, hann reynir ekki að fegra sig á
nokkurn hátt, brosir ekki, klæðist
iðulega sömu fötunum, eða jafnvel
engum, og tekur myndina beint á
andlitið. Það sem er heillandi er að
sjá hvernig hann breytist á löngum
tíma, að skoða myndirnar allar
saman.
Verkefnið byrjaði á því að hann
keypti stafræna myndavél sem var
nokkuð dýr. Kærastan efaðist um
fjárfestinguna og spurði hvað hann
ætlaði að gera við hana, hvort
hann myndi í alvöru nota hana á
hverjum degi. Hann gerði það ald-
eilis en það sem gerir honum og
svo mörgum öðrum kleift að taka
sjálfsmyndir er snúanlegur LCD-
skjár sem sýnir vel hvaða mynd er
verið að ramma inn.
Breytingarnar eru að sjálfsögðu
ekki miklar á Jonathan frá degi til
dags en efst er hægt að skoða í sjö
myndum hvernig hann hefur
greinilega breyst þessi síðustu ár.
Hann ætlaði upphaflega að nota
Polaroid-myndir en hætti við. Mun
dýrara er að nota þær en að taka
stafrænar myndir. Aðalsöguhetjan
í Clueless hefði áreiðanlega tekið
fleiri myndir ef hún hefði haft staf-
ræna myndavel til taks. Eins og
vonandi einhverjir muna tók hún
myndir af sér í vel völdum al-
klæðnaði en hún treysti mynd-
unum umfram speglinum.
Listfræðingar segja að vinsældirsjálfsmyndarinnar séu nýtil-
komnar í aldalangri sögu tækifær-
ismyndarinnar. Guy Stricherz, höf-
undur bókarinnar Americans in
Kodachrome 1945–65, ræddi þetta
fyrirbæri í nýlegri grein New York
Times. Í bókinni eru myndir úr al-
búmum 500 fjölskyldna og kemst
Stricherz að því að sjálfs-
myndataka sé ný tegund ljósmynd-
unar. Hann skoðaði meira en
100.000 myndir á yfir 17 árum
þegar hann leitaði efnis í bókina en
fann færri en 100 sjálfsmyndir.
Hann kemur líka fram með mik-
ilvægan punkt um að tækniþróunin
ein og sér geti ekki útskýrt vin-
sældir sjálfsmyndanna. Þrátt fyrir
tiltölulega ódýrar myndavélar á
sjöunda áratugnum voru myndir
frekar teknar við sérstök tækifæri.
Að taka mynd af sjálfum sér var of
mikil upphafning sjálfsins. Núna
þykir ekkert rangt við það að upp-
hefja sjálfan sig.
Fólk er vissulega orðið ófeimn-
ara við að láta taka mynd af sjálfu
sér. Til marks um það er að á nýaf-
staðinni Vetrarhátíð voru tveir
dagskrárliðir tengdir myndatöku.
Allir þeir sem mættu á heimsdag
barna í Laugalækjarskóla gátu
fengið myndatöku í stúdíói sem
sett var upp í tilefni dagsins. Líka
tóku ljósmyndanemar í samvinnu
við ljósmyndarann Friðrik Örn
tækifærismyndir af gestum í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur. Afrakst-
urinn verður svo til sýnis á vef
safnins þar sem hægt er að skoða
margt fleira tengt ljósmyndun.
Mynd af mér ’Með sjálfsmynd erhægt að horfast í auguvið sjálfan sig og velta
fyrir sér ýmsum
ímyndum.‘
Reuters
Bobby og Sally Kimball eru á meðal þeirra sem ófeimnir eru að taka mynd-
ir af sjálfum sér en hér eru þær á tónleikum Rolling Stones í Anaheim.
ingarun@mbl.is
AF LISTUM
Inga Rún Sigurðardóttir
Á DÖGUNUM kom út ný plata frá
tónlistarmanninum Marlon Pollock
en fyrir þá sem kannast við eft-
irnafnið er Marlon einmitt sonur
Michaels Pollock tónlistarmanns
sem hefur verið viðloðandi íslenskt
tónlistar- og menningarlíf um ára-
bil, ásamt bróður sínum Danny.
Platan sem kallast Apocalyptic
Lullabys er að sögn Marlons eins
konar elektró-hip hop-plata.
„Þarna er að finna fjögur hip hop
lög en restin, þrettán lög, eru
elektró-skotin. Marlon sem kallar
sig HuXun þegar tónlistin er annars
vegar, segir að hann hafi fengið fjöl-
marga til liðs við sig þegar hann
vann að plötunni. Þar má meðal
annars nefna Lúlla úr Rottweiler
sem á heiðurinn af taktinum í laginu
„Is this the beginning“, nokkur lög
á plötunni gerði Marlon með
mömmu sinni, Jóhönnu Hjálmtýs-
dóttur, systur Diddúar og þá léði
Tanya, frænka hans, rödd sína í
tveimur lögum og Julia kærasta
hans er þarna líka að finna í tveimur
lögum. „Þetta er mjög fjöl-
skylduvænn diskur,“ segir Marlon
og kímir.
Marlon segir að hann hafi byrjað
snemma að grúska í tónlist en það
var eftir að hann fékk fyrsta „se-
quencer“-inn sinn, fimmtán ára
gamall, sem hann færði sig út á
elektróbrautina.
„Ég var byrjaður að spila á
hljómborð og píanó þegar ég var
fimm ára og ég notaði meira að
segja melódíu sem ég samdi þá á
„ambíent“-diski sem kom út fyrir
ári í takmörkuðu upplagi.“
En Marlon er ekki við eina fjölina
felldur því að undanfarin ár hefur
myndlistin orðið æ stærri hlutur í
hans sköpun, þá aðallega teikningar
og hann hefur meðal annars verið
að vinna að þeim í London þar sem
hann er nú búsettur.
„Ég er að reyna að finna einhvern
góðan skóla þarna úti en ég á mjög
erfitt með að vera á sama stað lengi
þannig að ég veit ekki hvernig það
fer. Síðan við Tanya tókum þátt í
Músíktilraunum fyrir fimm árum þá
fóru hinir og þessir að bjóða okkur
að spila. Okkur var boðið að koma
til London að spila og þaðan fórum
við til Bandaríkjanna. Ég kann
mjög vel við það að vera á faralds-
fæti og því skipulegg ég mig sjaldn-
ast langt fram í tímann.“
Marlon segist ekki hyggja á frek-
ara tónleikahald hér á landi til að
fylgja eftir útgáfunni.
„Ég er á förum aftur til London á
næstu dögum þannig að ég ætla
bara að skilja þennan disk eftir
hérna heima fyrir þá sem hafa
áhuga. Svo ætla ég að byrja að
vinna hörðum höndum að elektró-
smáskífu annars vegar og hip hop
smáskífu hins vegar þegar ég kem
út og þá ætla ég líka að reyna að
finna einhverja sem eru til í að gefa
tónlistina mína út.“
Hvenær er þá von á þér aftur
heim?
„Ég veit það ekki. Mig langar að
koma heim í sumar því að ég held að
það verði bæði gott og heitt – bæði
veðurfarslega og tónlistarlega séð.
Þá ætla ég líka að halda myndlist-
arsýningu.“ Fyrir áhugasama er
hægt að kaupa teikningar eftir Mar-
lon í Nakta apanum og 12 Tónum en
þar og í Þrumunni er líka hægt að fá
plötuna. Einnig má geta þess að á
síðu Marlons á Myspace er hægt að
fá smjörþefinn af tónlistinni sem
hann er að vinna að.
Tónlist | Marlon Pollock gefur út plötuna Apocalyptic Lullabys
Rótlaus
HuXun
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Marlon Pollock. Að baki honum má sjá eina af teikningum listamannsins.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
www.myspace.com/crispwhiskers