Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Lagastofnun Málstofa Föstudaginn 3. mars kl. 12:15 Lögberg, stofa 101 Ragnheiður Bragadóttir prófessor við lagadeild HÍ Fundarstjóri Brynhildur G. Flóvenz lektor við lagadeild HÍ Allir velkomnir Nánari upplýsingar á www.lagastofnun.hi.is og www.lagadeild.hi.is Kynferðisbrot Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum. VELFERÐ þorsksins er Jónasi Bjarnasyni efnaverkaverkfræðingi afar hugleikin. Hann er búinn að grúska í þeim málum í fimm ár og hefur lesið hundr- uð greina um þró- un þorskstofna við Norður- Atlantshafið og krufið þær til mergjar. Hann telur að þorsk- stofninn við Ís- land sé í hættu vegna erfðabreyt- inga sem stafa af langvarandi stærðarvali í veiðum, að- allega á smáfiskastigi. „Ég byrjaði á stöðunni í Kanada og kynnti mér hvað þar hafði gerzt en þar er að finna uppsprettu bæði góðs og ills,“ segir Jónas. „Hrun þorskstofnsins við Kanada var alveg skelfilegt. Stærsti þorsk- stofn á jörðinni, sem hafi um skeið gefið af sér um 700.000 tonn á ári, varð að engu. Þarna höfðu verið stundaðar veiðar í aldaraðir. Þarna voru Frakkar, Baskar, Spánverjar og Portúgalir. Allar þessar þjóðir veiddu með krókum í 200 til 300 ár á Mikla- banka og víðar; ekki verður séð að skemmdir hafi orðið á þorskstofn- unum alveg fram yfir miðja síðustu öld. 1992 var þorskurinn hruninn og veiðibann sett á, en það stendur enn. Eftir áralanga ofveiði, eða öllu heldur rangveiði, hefur hann ekki enn náð sér á strik síðan, þrátt fyrir nær al- gjöra friðun. Það er enginn vafi að það voru botnvörpuveiðar sem fóru með þorskinn. Á árum fyrir hrunið leit fiskurinn mjög illa út. Hann var mun smærri en hann átti að sér að vera miðað við aldur og hann var mjósleginn. Það voru margir sem trúðu því að hann væri svona mjós- leginn vegna þess að of mikið væri af fiski og miðin væru ofsetin. Þessum hugmyndum eða svipuðum hefur ver- ið varpað fram hér heima að þegar fiskur er lélegur verði að „grisja“. Slíkt er algjör firra. Þótt lélegur fisk- ur megi missa sig er vandasamt að skilja hann frá öðrum, sem á að verða foreldri til framtíðar, geta af sér ný- liða. Skýringarnar standast ekki Kanadamenn hafa farið ofan í saumana á því hvernig stendur á því þorskurinn nær sér ekki á strik og hefur sjávarútvegsnefnd kanadíska þingsins verið með einskonar yf- irheyrslur í því skyni í haust sl. og vetur. Hún fór til Nýfundnalands og Labrador og kallaði til sín fjölda manna, hagsmunaaðila, menn úr stjórnkerfinu, vísindamenn og sjó- menn. Ég hef rýnt í niðurstöðurnar úr þessum yfirheyrslum, einkum það sem vísindamennirnir sögðu. Þeir voru fjórir. Einn þeirra er Blackwell, sem tók á sig fulla ábyrgð á hruninu að því er hann kom að málum, en hann er prófessor við Memory Uni- versity í St. John’s á Nýfundnalandi, en hinir voru Hutchins, sem hefur rannsakað þorsk við Kanada í meira en 20 ár, Ransom A. Myers og deYoung, allir prófessorar við Dal- housie-háskólann í Halifax. Þeir voru allir sammála um að þorskurinn væri orðinn erfðabreyttur. Þeir orðuðu það að vísu með mismunandi hætti, en það fór ekkert á milli mála. Þorsk- urinn sjálfur hefur breyst og brugð- ist. Menn hafa smám saman verið að breyta honum. Eftir því sem ég rýndi meira í þetta þóttist ég sjá það að þær skýringar, sem hafa verið gefnar hér- lendis á því að þorskurinn á Íslands- miðum gæfi ekki meira af sér en raun ber vitni, skýringarnar stóðust ekki nema að litlum hluta. Það eru einar fimm meginástæður fyrir því að þorskurinn er eins og hann er nú. Sérfræðingar á Hafró hafa aðeins rætt um stærð hrygningarstofns hverju sinni, sem máli skipti. Það er bara ein af fimm skýringum. Margir stofnar Hér við land er notuð svokölluð aflaregla, sem miðar að því að ekki sé tekið meira en 25% úr veiðistofninum ár hvert. Núna er leyfilegur afli tæp 200.000 tonn. Það er miklu minna en menn höfðu ætlað sér, enda töldu menn sig vera að byggja stofninn upp; útlitið nú er slæmt þegar litið er ralltalna og til nýliðunar. Hafrann- sóknastofnun hefur gefið út upplýs- ingar um veiðihorfur og tillögur um veiði, en þar er ekki talað um erfða- breytingar. Ein af fimm meg- inástæðum fyrir skorti á nýliðun og á góðum fiski, eða uppbyggingu á góð- um stofni, er tilvist undirstofna. Við Ísland er ekki einn þorskstofn, heldur margir. Það hefur þegar verið sannað að tveir þeirra hrygna við Suðurland. Annars vegar fiskur á Kantinum svo- kallaða út af Mýrdalnum og hins veg- ar á Loftsstaðahrauni, úti fyrir Gaul- verjabænum. Þetta hafa verið meðal stærstu hrygningarsvæða landsins. Það kom síðan í ljós með merkingum að fiskur sem var merktur á Kant- inum á hrygningartíma var síðan veiddur fyrir austan, langt fyrir utan Stöðvarfjörð. Hinn fór í vestur og veiddist síðan í Grindavíkursjó. Þótt lítill munur hafi verið á milli hrygn- ingarstöðvanna, leituðu fiskarnir engu að síður í sitt hvora áttina. Þetta er fyrsta stóra erfðafræðilega vísi- bendingin. Það eru augljóslega marg- ir undirstofnar við landið. Það er vit- að að þorskur hrygnir undir Grænuhlíðinni í Djúpinu og á syðri fjörðunum, þorskur hrygnir inni í Húnaflóa, Breiðafirði, í Faxaflóa og svo framvegis. Þarna er að öllum lík- indum um mismunandi undirstofna að ræða, þótt það hafi enn ekki verið sannað. Hafnar hafa verið erfðarann- sóknir á vegum Hafrannsóknastofn- unar og mun þetta væntanlega koma betur og betur í ljós á næstu árum. Stóru hrygningarnar hér áður fyrr voru fyrir suðvestan, en smám saman hefur dregið úr þýðingu þeirra. Fisk- urinn þaðan dreifðist síðan sem lirfur og seiði með straumum norður fyrir land og svo gekk hann til baka til hrygningar þegar hann varð kyn- þroska. Síðan fór að bera á hrygn- ingum víða við landið. Það geta verið undirstofnar, sem lítið hefur borið á fyrr en á síðustu árum. Sóun Þegar gengið hefur svo á suðvest- urfiskinn fara hinir stofnarnir að koma í ljós. Undirstofnarnir eru vís- ast margir og mismunandi. Þá getur staðan verið þannig að verið sé að eyðileggja einhverja þeirra þó að veiðar séu innan aflareglu. Þorsk- urinn er dreifður og hrygning- arstöðvar hans sömuleiðis. Sumir fiskar hrygna inni í fjörðum og það er bara í sumum tilvikum eins og þeir haldist þar alla sína tíð. Í þessu öllu koma svo fram úrkynjunarbreytingar innan einstakra stofna sem lýsa sér í því að fiskurinn vex smám saman hægar en hann gerði áður fyrr og hann hrygnir yngri en hann gerði, eins óvænt og það kann að virðast, lít- ill fiskur hrygnir yngri en stór gerði áður; hann þarf óhemju æti til að geta myndað hrogn og svil og oft virðist sem hann ráði ekki við kynþroskann. Með því að hrygna yngri en áður er fiskurinn að sóa lífmassa í sjó til að hrygna fiski, sem er eins lélegur og foreldrarnir. Hann sóar orku í hrygn- ingar, sem eru annaðhvort alveg gagnslausar eða skila mjög litlu. Sá fiskur sem verður til úr þessari lélegu hrygningu líkist foreldrunum, verður hægvaxta og hrygnir ungur. Sams konar þróun hefur að öllum líkindum verið að verða á öllum helstu svæðum þar sem þorskur heldur sig. Sam- bærilegir hlutir eru mjög greinilegir í Norðursjónum, þar sem stöðugt stærra hlutfall í einstökum árgöngum verður kynþroska fyrr en áður og á það við um alla helstu fiskstofnana þar. Kynþroskahlutfallið hefur stöð- ugt aukist og flestir stofnanna eru löngu hrundir, þorskurinn þar með talinn. Það er bara spurningin hvort nokkur leið sé að ná honum upp á ný. Það er spurningin sem vakir fyrir mönnum yfirleitt. Allt fullt af hrognum og lifur Svo er komið sögu í Norðursjó og við Kanada að það er spurning hvort þorskurinn geti yfirleitt náð sér. Erfðamengi hans er komið í svo al- varlega klessu, að það þarf mjög langan tíma þar til hægt er að ná út fiski sem líkist því sem áður var. Menn ræða um erfðafræðilega fátækt í þessu sambandi. Fyrir fáeinum ára- tugum var hér allt saman vaðandi í stórfiski fyrir suðvestan, sem hrygndi sex, sjö og átta ára, við Reykjanesið og fiskbúðirnar voru fullar af hrogn- um og lifur að vorlagi. Menn mokuðu þessum fiski upp og um sinn fór stór hluti hans upp á trönur og morknaði og eyðilagðist að hluta. En það var ekki nóg, stofninn var líka eyðilagður. Nú sést ekki mikið af þessum stóra fiski. Mest er um mun smærri fisk, sem hrygnir mun yngri. Þessu ræður sífellt stærðarval í veiðunum, að- allega á smáfiskaslóð með botnvörpu. Það hefur verið lögð mest áhersla á að taka stærsta og besta fiskinn, en skilja lakari og smærri fiskinn eftir. Þessi smærri fiskur er að erfðum lé- legri en sá stærri og eftir verður smám saman hrygningarstofn, sem verður allt of snemma kynþroska, vex hægar og framleiðir hálfgerða aum- ingja. Þessar upplýsingar má lesa í ástandsskýrslum Hafrann- sóknastofnunar lengst af, en eftir árið 2002 hafa þær ekki birst, þ.e. kyn- þroski í afla á hrygningartíma. Ég hef engu að síður fengið áframhaldandi upplýsingar sem staðfesta þessa al- varlegu þróun. Hafrannsóknastofnun hefur að sjálfsögðu þessar upplýs- ingar, en kýs að birta þær ekki í skýrslum sínum; menn kjósa að drepa boðbera vondra tíðinda. Það er nauðsynlegt að breyta tog- ararallinu. Það gengur ekki að miða alltaf við fasta togpunkta, það verður að taka mið af breytilegum aðstæðum og breytingar á fiskinum sjálfum. Þótt vont sé að missa röð af stöðl- uðum mælingum frá ári til árs er enn verra að fylgja ekki breytingum á fiskinum sjálfum, hann hagar sér öðru vísi og er annars staðar en áður. Færeyingar breyttu sínu „ralli“ fyrir tíu árum og veiddu þar sem fiskurinn er. Þeir fylgdu fiskinum eftir þegar aðstæður breyttust. Það hefur gefið betra mat en það sem kemur út úr „fastpunktastefnu“ Hafró. Það er athyglisvert að fylgjast með þessum breytingum í fiski, sem hefur veiðst í Breiðafirði að vetur- og vor- lagi, en viðbrögð hafa verið ein- kennileg og ekki vænleg til árang- urs.“ Veiða á línu En hvernig er hægt að snúa þess- ari þróun við? „Það er með því að beita línu fyrst og fremst við fisk- veiðar, en þær eru minnst stærð- arveljandi. Draga verður úr togveið- um, bæði botnvörpu og dragnótar. Það er líka hægt að stjórna því hvern- ig línan velur fisk, upp að vissu marki ef þess gerist þörf. Það er rétt að veiða sem allra mest með línu og hor- aður hrognafiskur og rýr er miklu betur kominn í pottinum en úti í sjó. Það er betra að veiða þennan rýra fisk, en að láta hann fjölga sér, og láta betri fiskinn um að byggja upp stofn- inn. En þetta hefur ekkert með svo- kallaða „grisjun“ að gera með net- veiðarfærum eins og dragnót. Hún er bara bull fyrir þorskinn. Fiskur sem virðist soltinn hefur orðið undir í bar- áttunni við fisk, sem stendur sig bet- ur í ætisleit eða keppir um fæðuna. Þann fisk er rétt að veiða af afli og hann tekur línuna vel, en fæðuþörf hans er mikil vegna hrogna- og svilja- myndunar. Fiskur sem stendur betur og er betri að upplagi veiðist síður á línuna af því að hann getur betur bjargað sér sjálfur. Við viljum að sá fiskur sem stendur sig betur, fái svig- rúm til að fylla flóa og firði af lífvæn- legum þorski. Við eigum að stunda veiðarnar í góðu sambandi við sjó- menn. Þeir þekkja þessa þróun betur en flestir eða allir aðrir. Það er ljóst að með sífelldri sókn í stóra fiskinn er búið að ganga svo nálægt þorskstofn- unum í Norðursjó og við austur- strönd Norður-Ameríku, að það er al- veg óvíst að þorskurinn nái sér á strik aftur, yfirleitt. Við Ísland er þorsk- urinn ennþá ekki orðinn eins illa á sig kominn og það er enn möguleiki að koma í veg fyrir algjört hrun, en þá þarf að viðurkenna staðreyndir og grípa til aðgerða í samræmi við þær,“ segir Jónas Bjarnason. Er þorskurinn að breytast í aumingja? Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Goggað Krókaveiðar eru minnst stærðarveljandi veiðarnar og því bestar fyrir uppbyggingu þorskstofnsins, að mati Jónasar Bjarnasonar. Líklegra er að eftir verði í sjónum stóri fiskurinn sem æskilegra er að fjölgi sér frekar en erfðabreytti smáfiskurinn. Páll Hreinn Pálsson á Daðey GK goggar fisk af línunni. Jónas Bjarnason Skýringarmyndin sýnir hvernig kynþroskaaldur þorsks hefur lækkað á einstökum svæðum við landið á hálfri öld. Samkvæmt teikningunni hefur kynþroskaaldur lækkað úr rúmlega sex árum í tæplega fjögur. Þetta getur meðal annars átt við um Breiðafjörðinn og einstaka árganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.