Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 51
bjóða upp á Food & fun-matseðilinn fram á sunnudagskvöldið 5. mars. Grand Hótel Reykjavík | TEKO, stærsta menntastofnun á sviði hönnunar og við- skipta í Skandinavíu, býður til kynningar á sviði tísku og lífsstíls í Gallerí sal Grand Hótels í Reykjavík (kjallara). Kynning á skólanum ásamt störfum og möguleikum innan tísku- og lífsstílsiðnaðarins á Íslandi. Nánar um skólann á www.teko.dk Mannfagnaður Félag kennara á eftirlaunum | Árshátíð Fé- lags kennara á eftirlaunum verður 3. mars, í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, og hefst hún kl. 19. Verð kr. 3.500. Þátttaka tilkynnist í síma KÍ: 595 1111. Fyrirlestrar og fundir Litli ljóti andarunginn | Hugmyndafyrir- lestur með Andra Snæ Magnasyni er efni næsta spjalls fyrir ungt fólk í SFR. Andri Snær ætlar að fjalla um hugmyndir og ranghugmyndir, ímynd og möguleika, áróð- ur, heilaþvott og óttann við framtíðina, tækifærin og stórfyrirtækin sem búa í hverjum og einum. Frístundir og námskeið Hótel KEA | Tveggja daga námskeið með Guðjóni Bergmann á Akureyri fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið kostar 13.300 kr. www.vertureyklaus.is Staðlaráð Íslands | Námskeið verður 9. mars fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000- gæðastjórnunarstaðlana. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000-röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. www.ljosmyndari.is | 3ja daga ljósmynda- námskeið fyrir stafrænar myndavélar. 6., 8. og 9. mars. kl. 18–22. Farið í allar helstu stillingar á myndavélinni og útskýrðar ýmsar myndatökur. Tölvuvinnslan útskýrð ásamt Photoshop og ljósmyndastúdíói. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson. Skrán- ing á www.ljosmyndari.is eða í s. 898 3911. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Þriðjudaginn 7. mars verður haldinn kynningarfundur á ferðum sumarsins 2006 kl. 13.30 í Þróttar- heimilinu í Laugardal. Blóðbankinn | verður með blóðsöfnun við Fjarðarkaup frá 13–17. Börn Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu | Skák í kvöld kl. 19, í Félagsheimil- inu, Hátún 12. Allir velkomnir. Útivist og íþróttir Ferðafélagið Útivist | Útivist fer í skíða- og jeppaferð í Landmannalaugar 3.–5. mars, brottför kl. 19. Jeppamenn ferja farangur- inn. Fararstjórar: Marteinn Heiðarsson og Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Verð 5.800/ 7.100 kr. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 51 DAGBÓK Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, handav. kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl. 9–16.30, Boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Handverksstofa Dal- brautar 21–27 opin alla daga frá 8–16. Sími 588 9533. asdis.skuladott- ir@reykjavik.is FEBÁ, Álftanesi | Útskurðar- námskeið í smíðastofu grunnskólans, fimmtudaga kl. 15.30–18.30. Leið- beinandi Friðgeir H. Guðmundsson. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, Snúður og Snælda sýna leikritið Glæpir og góðverk í Iðnó 5. mars kl. 14. Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700, einnig seldir við inngang- inn. Aðstoð við gerð skattskýrslu, að- ilar frá Skattstofu verða til viðtals á skrifstofu FEB 14. mars, panta þarf tíma í s. 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Kór- æfing í KHÍ kl. 17–19. Briddsæfing í KÍ– húsi kl. 14–16. Félagsheimilið Gjábakki | Góugleði verður í Gjábakka 2. mars kl. 14. Birg- ir Hartmannsson leikur á harm- onikku, Sigurlaug Guðmundsd. les frumsamin ljóð, Kór Snælandsskóla syngur undir stjórn Heiðrúnar Há- konard., Sigurður Bragason syngur nokkur lög, dansatriði og fjölda- söngur. Kökuhlaðborð. Leikfimi kl. 9.05 og 9.50, rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfurnámskeið kl. 9.30, rólegar æfingar kl. 10.50, bók- band kl. 13, góugleði kl. 14, harm- onikkuleikur, ljóðalestur, Kór Snæ- landsskóla, einsöngur Sigurður Bragason, danssýning, kökuhlaðborð. Gömlu dansarnir kl. 20 og línudans kl. 21. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bingó í Kirkjuhvoli kl. 19.30 á vegum Lions og FAG. Glerbræðsla kl. 9 í Kirkjuhvoli, vatnsleikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Í Garða- bergi er opið 12.30–16.30 og þar er handavinnuhorn. Félagsstarf Gerðubergs | Helgi- stund, umsjón sr. Svavar Stefánsson, kl. 10.30, vinnustofur opnar kl. 12.30. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Framtalsaðstoð frá Skattstof- unni er veitt mánud. 13. mars, skrán- ing hafin á staðnum og í síma 575 7720. Félagstarfið Lönguhlíð 3 | Góugleði, söngdísirnar frá Hæðargarði og Hjör- dís Geirs taka lagið kl. 14.30. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 fé- lagsvist og kl. 15 kaffi. Hraunsel | Opið hús í boði Lions kl. 20. Kvöldvaka, skemmtun, kaffi og dans. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl.10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, aukaverðlaun í byrj- un mánaðar, kaffi og nýbakað. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Blöðin liggja frammi, myndlistarsýningar Í Betri stofu og Salnum. Kaffiveitingar. Hægt er að fá dagskrána senda heim. Sími 568 3132. Netfang: asdis.skuladott- ir@reykjavik. Spjalldagur föstudag kl. 14.30, séra Hans Markús Haf- steinsson spjallar um trúartákn krist- innar kirkju. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Norðurbrún 1, | Smíði kl. 9, bæna- stund kl. 10.30, opin vinnustofa kl. 9– 16, leik kl.13–16.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15– 15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Helgi- stund í umsjón Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar dómkirkjuprests kl. 10.30. Kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Árna Ísleifs. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt alm. kl. 13, glerskurður kl. 13, frjáls spil. kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Hádegisverður á eftir. Áskirkja | Foreldrar velkomnir með börn sín í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10–12. Lagið tekið undir stjórn org- anistans Kára Þormars. Kaffiveit- ingar. Undirbúningur fyrir æskulýðs- daginn í samverunni. Bústaðakirkja | Ný dögun – samtök um sorg og sorgarviðbrögð halda fræðslufund í Bústaðakirkju, safn- aðarsal neðri hæð, gengið inn bóka- safnsmegin. Fundarefni: Opið hús – óformlegar umræður í hópum. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10, leikfimi I AK kl. 11, bænastund kl. 12, barnastarf 6–9 ára kl. 17–18, á neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30– 21.30, á neðri hæð. (www. digra- neskirkja.is) Dómkirkjan | Alla fimmtudaga frá kl. 14–16 er opið hús í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund kl. 12.15. Garðasókn | Kyrrða– og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12, ýmis konar fyrirlestrar. Allt- af heitt á könnunni, djús og brauð fyr- ir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30, fyrir 7–9 ára. Kirkju- krakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19–19.45, Þorvaldur Halldórsson leið- ir söng. Altarisganga. Létt og skemmtileg samvera. Allir velkomnir. Háteigskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Fræðsla að þessu sinni verður um "Tvítyngi og málþroska barna". Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf, er kl. 16.30–17.30. Opið hús kl. 12–14. Hádegisverður og sam- verustund. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM Holtavegi 28, kl. 20. "Sérkenni og áherslur Mattheusarguðspjalls". Gunnar J. Gunnarsson lektor sér um efni og hugleiðingu. Kaffi. Allir karl- menn eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrð- arstund í hádegi. Orgelleikur í kirkj- unni frá kl. 12–12.10. Að bænastund lokinni, kl. 12.30, er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Kl. 15 Helgistund í umsjá sóknarprests í fé- lagsmiðstöðinni að Dalbraut 18–20. Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12, það er opinn vettvangur þeirra sem glíma við sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Prestar Neskirkju leiða fundina. Samkomusalur Sjálfsbjargar | Lars Kraggerud og Asbjörn Heggvik frá Noregi verða gestir á samkomu hjá Reykjavíkurkirkjunni, í Hátúni 12, gengið inn að vestanverðu. Fjallað verður um náðina og kærleika Guðs. Boðið verður upp á fyrirbæn. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðs- félagi Selfosskirkju kl. 19.30. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is SVÍINN Lars Karlson og Norðmaðurinn Øivind Farmen eru þekktir og margverðlaun- aðir harmonikkuleikarar sem eru komnir hingað til lands í tilefni af 20 ára afmæli Harm- onikkufélags Reykjavíkur. Þeir munu spila í Salnum í Kópavogi í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Á dagskránni verða verk hvaðanæva. Einnig munu þeir félagar leika fyrir dansi í Húnabúð föstudags- kvöldið 3. mars kl. 22. Harmonikkuleikararnir eru báðir rúmlega þrítugir og eru vel þekktir hvor í sínu heima- landi fyrir tónlistarflutning sinn. Þeir hafa komið fram í sjónvarpsþáttum og með ýms- um öðrum tónlistarmönnum. Þá kenna þeir báðir harm- onikkuleik. Þeir hafa ferðast vítt og breitt með tónlist sína og komið fram á hátíðum um allan heim, t.a.m. í Bandaríkj- unum. Tónleikarnir eru liður í framsókn Harmonikkufélags Reykjavíkur sem hefur haft það að markmiði allt frá stofn- un þann 14. júní árið 1986 að auka veg og virðingu harm- onikkutónlistar hér á landi með kennslu, tónleikahaldi og útgáfu. Tónlist | Harm- onikkan í hávegum höfð í Salnum Morgunblaðið/ÞÖK Norræn harmon- ikkusveifla ÞETTA er önnur ljóðabók höf- undar, áður kom út Endurfundir árið 1992. Þessi bók er mikil að vöxtum og efninu er skipað niður í sex undirkafla. Helstu kostir ljóða Þorgeirs er hversu hrein og bein þau eru. Hann slær ekki um sig með orðum en treystir á hina ein- lægu og íhugulu rödd ljóðsins. Ljóðin einkennast af lífsreynslu skáldsins sem lítur yfir farinn veg og varpar ljósi á liðin atvik, en einnig má greina heilmikla við- leitni til sjálfskoðunar í bókinni. Hún geymir vangaveltur þess um ýmsar áleitnar spurningar sem leita á hugann þegar árunum fjölgar á borð við: hver er ég, hvaðan kem ég og hvert stefni ég? Fyrsti hluti Dagsformsins fjallar um liðna tíð, skáldið snýr aftur á æskuslóðirnar og minning- arnar vakna til lífsins, uppvöxtur, skólaganga, fjölskyldan er hér á meðal yrkisefna. Gamli bærinn undir heiðinni er heimsóttur eins og frá greinir í ljóðinu Heimsókn. Þar er lýst öku- ferð eftir vegarslóða „í flasið á minningunum/lífsgleðinni, sorg- inni/sem laust niður,/horfist í augu við örlögin, sjálfan þig/undan því verður ekki vikist“. Víða kemst Þorgeir hnyttilega að orði þegar hann rifjar upp sögu ættarinnar, dregur upp hlýlega mynd af ömm- unni sem trúði á álfa og vissi sínu viti en þurfti að bregða búi og flytja niður í sveit þegar hún missti manninn sinn á miðjum aldri og naut sín aldrei til fulls eftir það. En þarna er líka að finna sárari atvik t.a.m. þegar bróðir hans „óvit- inn“ fór sér að voða. Næm náttúrskynjun einkennir mörg ljóð bókarinnar. Oft verða fuglar yrkisefni og tengist það vitaskuld íslenskri náttúru, hver kannast ekki við álftir og óðins- hana á heiðavötnum, stelkinn og spóann í mýrum og móum. En einnig er ort um jurtir, læki og fossa. Skáldið finnur til samsöm- unar með náttúrunni um leið og það nýtur gjafa hennar. Af þess- um toga eru ljóðin Þrjú tré, Far- fugl og Steinninn. Samlíkingarnar liggja reyndar ekki alltaf í augum uppi eins og við steininn en það er auðskilið þegar mönnum er líkt við tré eða farfugl. Síðastnefnda líkingin liggur reyndar í augum uppi varðandi höfundinn sem hef- ur starfað lengi sem læknir í út- löndum, hann á engra kosta völ samanber eftirfarandi línur úr ljóðinu Farfugl: „en farfuglinn í mér/á ekkert val,/að fara eða/ farast.“ En bestu ljóðin eru þau sem eru ekki öll sem þau eru séð og hafa víðari skírskotun en svo að merking þeirra verði úrskýrð í fljótu bragði. Það gildir um ljóð- perlurnar Undir ásnum þar sem lýst er helgistund er vatnaliljan kemur upp til að anda, Ég hlusta þar sem lýst er fjallalæk sem steypist fram af klettabrún og rennur út í sandinn og síðast en ekki síst um örstutt ljóð sem nefn- ist Í kvöldsvalanum og hljóðar svo: Ég hef gengið um lundinn hring eftir hring og ekki náð áttum, en halla mér síðla dags upp að skilningstrénu, er sem mér heyrist fótatak í kvöldsvalanum. Dagsformið er efnismikil ljóða- bók og ekki hægt að gera henni viðhlítandi skil í stuttum blaða- dómi. En nefna má að þrátt fyrir nokkurn alvöruþunga að öllu jöfnu þá bregður höfundur stundum skemmtilega á leik, til dæmis í ljóðinu Dáðadrengur sem er eins- konar tilbrigði við „Það mælti mín móðir“ eftir sjálfan Egil Skalla- grímsson, fyrsta nútímaskáld Ís- lendinga. Hér er ekki ort um fley og fagrar árar heldur útrás og fjárfesta sem baða sig í kastljósi og finna gráa fiðringinn. Dagsformið er vel heppnuð bók og ræður þar mestu um að ljóðin eru ort af þörf og einlægni, skáld- ið kemur til dyranna eins og það er klætt. Þorgeir setur sig ekki í neinar stellingar og eltir enga tískustrauma, stundum finnst reyndar ritdómara að meiri tilþrif mætti sýna og e.t.v. er bókin í lengra lagi. Það hefði mátt fella einhver ljóð brott án þess að verk- ið sakaði. En á heildina litið er hér áhugaverð ljóðabók á ferð. Í bestu ljóðum sínum sýnir skáldið að það er vel fært um að koma hugsun sinni til skila í meitluðu ljóði. Að koma til dyranna eins og maður er klæddur BÆKUR Ljóð eftir Þorgeir Þorgeirsson. 172 bls. Kjölur 2005 Dagsformið Guðbjörn Sigurmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.