Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÁSTRALSKIR íhaldsmenn halda upp á það í
dag að tíu ár eru liðin frá því að John Winston
Howard, forsætisráðherra landsins og formað-
ur Frjálslynda flokksins, sigraði jafn-
aðarmanninn Paul Keating í þingkosningunum
2. mars 1996.
Er Howard aðeins annar stjórnmálamað-
urinn til að ná þeim áfanga að hafa gegnt emb-
ætti forsætisráðherra landsins í áratug, en áð-
ur hafði Robert Menzies, stofnandi
Frjálslynda flokksins, gegnt embætti forsætis-
ráðherra í um 18 ár.
Howard var fyrst kjörinn á þing 1974, skip-
aður yngsti fjármálaráðherra í sögu landsins
1977, ásamt því að hafa leitt stjórnarandstöð-
una um hríð á níunda áratugnum. Aðspurður
um hugsanlegan eftirmann sinn sagði Howard
að Peter Costello, fjármálaráðherra landsins,
væri rökréttur arftaki hans þegar þar að
kæmi.
Aukin samskipti við Asíu
Ástralskt samfélag hefur um margt breyst á
valdaferli Howards. Það verður sífellt fjöl-
menningarlegra og áhersla stjórnvalda færist
stöðugt til Asíu. Þá hafa lágir vextir lagt sitt af
mörkum til mikillar uppsveiflu á fast-
eignamarkaðnum og skólagjöld erlendra
námsmanna í háskólum skapað miklar tekjur.
Þá bendir margt til að völd atvinnulífsins
hafi aukist og fullyrðir Andrew West í grein í
Sydney Morning Herald, að kosningaframlög
hafi fært pólitísk völd frá stjórnmálamönnum
og yfir til stórforstjóra.
Hvað snertir þróun stjórnmála bendir Steve
Lewis, greinarhöfundur The Australian, á að
samstarf stjórnarinnar og Verkamannaflokks-
ins, sem er við völd í öllum fylkisstjórnum
landsins, hafi verið óvenju farsælt og að sam-
starfið hafi breyst og eflst á tímabilinu.
Staða Howards sterk
Stjórnmálaskýrendur skiptast mjög í tvo
hópa í afstöðu sinni til valdaferils Howards,
enda hafa mörg stefnumál hans klofið þjóðina.
Þrátt fyrir umdeildan feril er staða hans
sterk og í nýlegri könnun sem framkvæmd var
fyrir dagblaðið The Australian var hann kjör-
inn vinsælasti forsætisráðherra í sögu lands-
ins.
Í síðustu kosningum náðu stjórnarflokk-
arnir, Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokk-
urinn, meirihluta í báðum deildum þingsins, en
það hefur aukið enn á völd Howards.
Fyrir utan sigur í fernum þingkosningum í
röð hefur góður flokksagi verið eitt helsta af-
rek Howards, þótt nýlegar deilur á milli
stjórnarflokkanna séu vísbending um stjórn-
arþreytu. Að auki hafa ásakanir um að stjórn-
völd hafi vitað af mútugreiðslum til stjórnar
Saddams Husseins, vegna viðskipta með
hveiti, sem brutu í bága við viðskiptaþvinganir,
dregið úr stuðningi við Howard.
Lofaði betra efnahagsástandi
Þegar Howard sigraði í kosningunum 1996
hafði ástralski Verkamannaflokkurinn setið
við völd frá árinu 1983, eða í um 13 ár. Framan
af einkenndist það tímabil af efnahagslegum
uppgangi undir stjórn Roberts Hawkes, en
þegar leiðtogaskipti urðu í flokknum árið 1991
og Paul Keating settist í formannsstólinn má
segja að byrjað hafi verið að halla undan í
efnahagslífi landsins. Lykillinn að sigri How-
ards yfir Keating var loforð um að draga úr at-
vinnuleysi og uppsöfnuð óánægja með stefnu
Verkamannaflokksins í málefnum innflytj-
enda. Er óhætt að segja að síðan hafi stjórn
Howards klofið þjóðina í ýmsum málum.
Fjögur mál kljúfa þjóðina
Í fyrsta lagi hefur stjórn hans tekið mun
harðari stefnu í málefnum afkomenda frum-
byggja heldur en síðustu stjórnir jafn-
aðarmanna og þrýst á um að dregið verði úr
ýmiss konar ríkisaðstoð til þeirra. Hefur þessi
stefna einnig náð til velferðarkerfisins, með
það að markmiði að draga úr ríkisútgjöldum.
Dagblaðið The Age bendir í dag, fimmtudag,
hins vegar á að erlendar skuldir nemi nú um 51
prósenti af landsframleiðslu og að halli á við-
skiptum við útlönd hafi ekki verið jafnmikill í
um hálfa öld. Í öðru lagi hefur samband Ástr-
alíu við Washington aldrei verið nánara og rík-
isstjórn Howards verið eindreginn bandamað-
ur George W. Bush í stríðinu gegn
hryðjuverkum. Var innrásin í Írak umdeild
meðal þjóðarinnar og mótmæli gegn henni ein-
hver þau fjölmennustu í sögunni.
Málefni innflytjenda umdeild
Í þriðja lagi hefur Howard verið afar um-
deildur fyrir afstöðu sína í málefnum innflytj-
enda, en talið er að árið 1988 hafi hann tíma-
bundið spillt fyrir ferli sínum með því að lýsa
yfir andstöðu sinni við óheftan straum asískra
innflytjenda til landsins. Komu svipuð viðhorf
upp á yfirborðið fyrir kosningarnar 1996, þeg-
ar hann neitaði að gagnrýna framboð Pauline
Hansons, One Nation, og áherslu þess á að
dregið yrði úr fjölda asískra innflytjenda.
Meiri deilur vöktu þó málefni bátafólksins
svokallaða, ólöglegra innflytjenda frá Indóne-
síu, sem Howard sakaði um að hafa kastað
börnum sínum í sjóinn til að þvinga fram
björgun áströlsku strandgæslunnar fyrir
kosningarnar 2001.
Þremur árum síðar kom hins vegar Mike
Scrafton, fyrrum yfirráðgjafi tveggja varn-
armálaráðherra í stjórnartíð Howards, fram í
dagsljósið og fullyrti að hann hefði sagt ósatt í
málinu.
Deilt um söguskoðun
Í fjórða lagi hafa nýlega samþykkt lög
stjórnar Howards um atvinnumál valdið deil-
um. Hafa andstæðingar hans sakað hann um
að minnka völd verkalýðsfélaga og skerða rétt-
indi launþega með því að leggja aukna áherslu
á vinnustaðasamninga. Ýmsir trúarhópar og
góðgerðarfélög tóku þátt í mótmælum gegn
lögunum, sem voru einhver þau fjölmennustu í
sögu landsins. Í fimmta og síðasta lagi hefur
Howard mótmælt söguskoðun sem hann telur
ranglega fylla landsmenn sektarkennd vegna
meðferðar á frumbyggjum á 19. öld.
Fréttaskýring | John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, fagnar því í dag að tíu ár eru liðin frá kjöri hans.
Baldur Arnarson lítur á feril þessa umdeilda stjórnmálamanns, sem hefur klofið þjóðina í mörgum málum.
Tímamót á
sigursælum ferli
AP
John Howard er hann fagnaði sigri í kosning-
unum 1996. Í dag verður hann annar ástr-
alski leiðtoginn til að fylla 10 ár í embætti.
baldura@mbl.is
DAVID Cameron, leiðtogi breska
Íhaldsflokksins, hvatti í gær til
víðtækrar rannsóknar á
fjármálalegum samskipt-
um Davids Mills, eigin-
manns Tessu Jowell
menningarráðherra, og
Silvios Berlusconis, for-
sætisráðherra Ítalíu. Er
því nú haldið fram, að
breska stjórnin hafi
spillt fyrir framsali Mills
til Ítalíu, en þar eru sak-
sóknarar að kanna hvort
ástæða sé til að höfða spilling-
armál á hendur Berlusconi.
Málið gegn Berlusconi snýst
um það, að hann hafi árið 1997
mútað Mills með rúmlega 39
millj. kr. til að gefa rangan vitn-
isburð í málaferlum, sem Berlus-
coni átti í það ár og 1998. Gefa
ítölsku saksóknararnir í skyn, að
þeir hafi rakið féð og ferðir þess í
gegnum sjö bankareikninga víða
um heim, þar á meðal í Sviss,
Karíbahafslöndum og Gíbraltar,
áður en það fór á reikning fjár-
festingarfélags, sem heitir Torr-
ey Global Offshore. Að því er
fram kom í The Sunday Times
voru há veðlán, sem þau hjón,
Mills og Jowell, tóku út á hús-
eignir sínar, tilraun til að fela
uppruna mútufjárins en stærsta
lánið var greitt aðeins eftir 19
daga. Cameron sagði í gær, að
þótt ríkisstjórnin væri nú að
kanna veðlánamálið, þá þyrfti að
auka rannsóknina vegna
blaðafrétta um, að innan-
ríkisráðuneytið hefði
spillt fyrir framsali Mills
til Ítalíu.
Var Berlusconi
varaður við?
The Times fjallaði um
þennan þátt málsins í
gær og vitnaði í skjöl,
sem augljóslega eru
komin frá ítölsku saksóknurun-
um. Í þeim kemur fram, að þeir
hafi leitað hófanna um framsal
Mills 2004 en breska innanrík-
isráðuneytið hafi þá haft sam-
band við ítalska dómsmálaráðu-
neytið en ekki þá, saksóknarana.
Þannig hafi Berlusconi í raun
verið gert viðvart um það, sem
var á seyði. Talsmaður Tonys
Blairs forsætisráðherra segir
hins vegar, að með málið hafi
verið farið eftir settum reglum.
Ljóst er, að það hitnar stöðugt
undir Jowell, og haft var eftir
einum þingmanni Verkamanna-
flokksins í gær, að geti hún ekki
gert grein fyrir því með hvaða fé
stóra lánið hafi verið greitt, þá
verði henni ekki sætt lengur.
Jowell-málið
vindur enn
upp á sig
Breska stjórnin sökuð um að hafa
spillt fyrir framsali eiginmanns
menningarráðherrans til Ítalíu
David Cameron
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Kabúl. AFP. | George W. Bush Banda-
ríkjaforseti kom í óvænta heimsókn
til Afganistans í gær en Bush var á
leið í opinbera heimsókn til Indlands.
Þetta er fyrsta heimsókn Bush til
Afganistans, en Bandaríkjamenn
réðust inn í landið síðla árs 2001 eftir
að talibanastjórnin neitaði að fram-
selja forsprakka al-Qaeda-hryðju-
verkasamtakanna, sem staðið höfðu
fyrir hryðjuverkaárásum á New York
og Washington 11. september 2001.
Bush átti fund með Hamid Karzai,
forseta Afganistans, í Kabúl og fór
þar fögrum orðum um sókn Afgana til
lýðræðis, sagði hann að þetta stríðs-
hrjáða land væri öðrum löndum fyr-
irmynd að þessu leyti til. Þá sagðist
Bush sannfærður um að Osama bin
Laden, leiðtogi al-Qaeda, yrði hand-
samaður fyrr en síðar, en bin Laden
er talinn felast í landamærahéruðum
Pakistans og Afganistans. „Fólk
hvarvetna í heiminum fylgist með
þeirri tilraun sem nú er reynd hér í
Afganistan,“ sagði Bush við Karzai á
fréttamannafundi. „Þið veitið öðrum
innblástur og sá innblástur mun
verða til þess að fleiri krefjast frelsis,
og um leið og veröldin verður frjálsari
mun hún jafnframt verða friðsælli.“
Karzai fyrir sitt leyti tók á móti
Bush með þeim orðum að hann væri
mikill vinur Afganistans, „okkar
mikli bakhjarl, maðurinn sem aðstoð-
aði okkur við að frelsa“ Afganistan
undan harðlínustjórn talibana.
Um nítján þúsund bandarískir her-
menn eru í Afganistan í dag og er það
þeirra helsta hlutverk að leita uppi
liðsmenn talibanahreyfingarinnar og
al-Qaeda. Bandaríkin eru hins vegar
jafnframt helsti styrktaraðili lands-
ins, sem er illa farið af völdum ára-
tugalangra átaka.
Bush var aðeins um fjórar klukku-
stundir í Afganistan, en ekki var látið
vita af heimsókninni fyrirfram af ör-
yggisástæðum. Heimsótti forsetinn
sendiráð Bandaríkjanna í Kabúl og
bandaríska hermenn á Bagram-her-
flugvellinum, um klukkustund frá
Kabúl. Hann flaug síðar um daginn til
Nýju Delí í Indlandi en opinber heim-
sókn hans þangað er talin mikilvægur
áfangi í samskiptum Indlands og
Bandaríkjanna. Bush fékk hins vegar
heldur kuldalegar móttökur í Nýju
Delí, um fimmtíu þúsund manns
höfðu safnast saman til að mótmæla
komu hans þangað.
AP
George W. Bush Bandaríkjaforseti og Hamid Karzai, forseti Afganistans, ganga framhjá heiðursverði afganska
hersins við forsetahöllina í Kabúl í gær. Staldraði Bush stutt við en hélt að því búnu í heimsókn til Indlands.
Bush í óvænta heim-
sókn til Afganistans
Segir lýðræðisþróunina
þar veita öðrum
innblástur