Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 1

Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 1
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 21Km 42Km Km10 Km3 MARAÞON REYKJAVÍKUR GL 19. Hlaupið í sandfoki Laugavegshlaupið fór fram í vonskuveðri um helgina | 10 Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Reykvísk steinsteypuklassík  Frístundabyggð í Fossatúni, Íþróttir | Fyrsta tap FH í Landsbankadeildinni  Örn Arnarson í miklum ham  Ásthildur Helgadóttir vinnur á Íslandi og spilar í Svíþjóð „VIÐ mættum tímanlega á svæðið og þá var hér mikil fólksmergð, en eftir tvo, þrjá tíma var okkur sagt að Norðmenn hefðu forgang í rúturnar og við yrðum að bíða uns þeir hefðu allir skráð sig og bú- ið væri að raða í rúturnar,“ sagði Már Þórarinsson flugvirki sem ekki komst með rútu frá Líbanon yf- ir til Sýrlands í gær ásamt fimm öðrum Íslend- ingum. Stjórnvöld á Vesturlöndum áforma nú mörg hver brottflutninga á þegnum sínum frá Líb- anon, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Í för með Má voru tveir aðrir flugvirkjar að reyna að fá far, þeir Markús Sigurjónsson og Guð- mundur Karl Guðmundsson. „Norðmennirnir sögðu okkur reyndar að við myndum fá pláss en rúturnar voru á endanum fylltar sex tímum síðar og við komumst ekki um borð,“ sagði Már. Í boði voru 200–250 sæti í fimm rútum. Már sagðist hafa verið í miklu sambandi við íslenska utanríkisráðuneytið og fengið þær upplýsingar að Íslendingarnir ættu að njóta sama forgangs og Norðmennirnir. „En það endaði ekki þannig,“ sagði Már. „Ég held að Norðmenn hafi allan tímann verið ákveðnir í að þeir sjálfir hefðu forgang, þannig að utanríkisráðuneytið hlýtur að hafa fengið aðrar fréttir frá Norðmönnum sem voru með það á hreinu að við værum síðastir.“ Í gærkvöldi voru Már og félagar hans á hóteli í miðborg Beirút og 3–5 km frá féllu sprengjur. „Við teljum okkur vera ágætlega örugga, en við verðum mjög varir við sprengingarnar og það er ekki mikill svefnfriður á nóttunni.“ Með þeim félögum beið íslensk kona ásamt manni sínum með líbanskt og íslenskt ríkisfang og ungu barni, í þeirri von að komast í norsku rút- urnar en það brást, þeim til sárra vonbrigða. Búa þau nokkuð frá Beirút og verða minna vör við sprengjugnýinn, sögðu þau við Má. Hins vegar komst önnur íslensk fjölskylda um borð í rúturnar fyrir ákveðinn misskilning – miðað við þá áherslu sem Norðmenn lögðu á forgangsröðunina þá um morguninn. Konan er íslensk og maður hennar líb- ansk/íslenskur. Voru þau með tvö börn og hún komin 8 mánuði á leið að þriðja barni þeirra. Afar illa skipulagðir flutningar Már segir að rútuflutningarnir hafi verið afar illa skipulagðir enda hafi rúturnar átt að fara kl. 10 um morguninn en fóru ekki fyrr en kl. 14. „Fólk mætti kl. 8 og mikill hamagangur var til að byrja með sem lenti aðallega á barnafólkinu. En þegar á leið og fólk áttaði sig á því að allir Norðmenn væru öruggir með far, þá róaðist ástandið. Þarna var lít- ið herbergi inni á einhverju hóteli og inn um dyrn- ar reyndu 250 manns að troðast til að láta skrá sig. Þar voru athuguð vegabréf frá hverjum og einum en þegar við komum inn með okkar íslensku vega- bréf var okkur bent á að fara út aftur og koma þegar Norðmennirnir væru afgreiddir.“ Reuters Guðmundur Karl Guðmundsson, Markús Sigurjónsson og Már Þórarinsson við Le Meridien-hótelið í Beirút í aðeins 3–5 km fjarlægð frá þeim svæðum þar sem sprengjur Ísraela hafa fallið. Íslendingar í Beirút sátu eftir með sárt ennið þegar Norðmenn hófu skipulagða flutninga frá borginni Bíða brottflutnings ásamt fjölda annarra Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Árna Helgason Í Beirút í gærkvöldi  Finnar | 4  Yfir | Miðopna ÁTÖK milli Ísraela og Hizbollah-samtakanna héldu áfram í gær og lét- ust átta Ísraelar og yfir 40 særðust í eldflauga- árás Hizbollah á lestastöð í hafnarborginni Haifa í Ísrael. Ísraelski herinn brást við með loftárásum á Líb- anon. Létust yfir 60 Líb- anar og 111 særðust í að- gerðum hersins í gær, en þær stóðu fram á kvöld. Talið er að alls hafi yfir 150 látist í Líbanon og 23 í Ísrael frá því á miðvikudag þegar átök brutust út. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði að árás Hizbollah á Haifa gæti haft víðtækar af- leiðingar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði að samtökin myndu grípa til allra meðala og að átökin væru rétt að byrja. Í yfirlýsingu G8-fundarins er kallað eftir því að átökunum ljúki nú þegar og að Öryggisráð SÞ kanni möguleika á veru alþjóðlegs örygg- isliðs á landamærum Líbanons og Ísraels. Harðar árásir í gærkvöldi STOFNAÐ 1913 192. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.