Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
20% afsláttur!
20% afsláttur af Outback og Fiesta Gusto gas-
grillum. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðið.
ÍSLENDINGAR Í BEIRÚT
Sex Íslendingum sem voru í Beir-
út í Líbanon var meinað um far með
norskum rútum til Sýrlands eins og
til stóð. Fjögurra manna íslensk fjöl-
skylda fékk þó far. Vonast er til að
Íslendingarnir sex komist frá Beirút
í dag með rútum á vegum Finna.
Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra segir Íslendinga leggja
brottflutningum Norðurlandabúa lið
með því að leggja til 472 sæta far-
þegaþotu sem flaug til Sýrlands í
gær. Erlendir ríkisborgarar í Líb-
anon flýja nú átökin tugþúsundum
saman. Ísraelsher hélt uppi linnu-
lausum loftárásum á Líbanon í gær
og létust yfir 50 manns í átökunum.
CCP skoðar brottflutning
Hilmar V. Pétursson, forstjóri
hugbúnaðarfyrirtækisins CCP, seg-
ir flutning fyrirtækisins úr landi
hafa verið í alvarlegri skoðun. Fyrir
fyrirtæki eins og CCP, hvers tekjur
eru næstum allar í erlendum gjald-
miðlum og kostnaður í íslenskum
krónum, skipti mestu máli að gengið
sé stöðugt. Eitthvað sé ekki í lagi
þegar mikilvægasta verkefni fyr-
irtækisins sé að standa í framvirkum
gjaldeyrisskiptasamningum. Ólík-
legt sé þó að fyrirtækið flytji starf-
semi sína alfarið af landi brott.
Strætó bs. verði leyst upp
Í kjölfar ákvörðunar um skerta
þjónustu Strætó bs. hafa borg-
arfulltrúar Vinstri grænna óskað
eftir umræðu um málefni byggða-
samlagsins á næsta fundi borg-
arráðs. Þar verði lögð fram tillaga
um endurskoðun aðildar Reykjavík-
ur að Strætó bs. Árni Þór Sigurðs-
son, borgarfulltrúi, segir fullreynt
að sveitarfélögin eigi ekki samleið í
málefnum almenningssamgangna.
Fyrsta tap FH í deildinni
Bikarmeistarar Vals báru sigur úr
býtum gegn Íslandsmeisturum FH í
Kaplakrika með tveimur mörkum
gegn einu í Landsbankadeild karla í
knattspyrnu í gær. Leikurinn er sá
fyrsti sem FH tapar í deildinni það
sem af er sumri.
Tilraunaskot fordæmt
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur samþykkt einróma ályktun
þar sem tilraunaskot N-Kóreu-
manna á flugskeytum í byrjun mán-
aðarins eru fordæmd. Lagt er bann
við því í ályktuninni að kaupa eða
selja tækni sem gæti nýst stjórn-
völdum í Kóreu til að þróa flug-
skeyti.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 20
Fréttaskýring 8 Minningar 24/27
Vesturland 11 Dagbók 30/33
Verið 12 Myndasögur 30
Viðskipti 13 Víkverji 30
Erlent 14 Staður og stund 32
Menning 15 Bíó 34/37
Daglegt líf 16/17 Ljósvakar 38
Umræðan 18/23 Veður 39
Bréf 23 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
BORGARFULLTRÚAR Vinstri
grænna hafa óskað eftir umræðu
um málefni Strætós bs. á næsta
fundi borgarráðs fimmtudaginn 20.
júlí þar sem lögð verður fram til-
laga um að taka aðild Reykjavík-
urborgar að byggðasamlaginu til
endurskoðunar. Tillagan kemur í
kjölfar ákvörðunar Strætós um
skerta þjónustu en stjórn fyrir-
tækisins hefur ákveðið að leggja
niður stofnleið S5 og hefja ekki á
ný akstur á 10 mínútna tíðni á
stofnleiðum, eins og var í síðustu
vetraráætlun. Var gripið til þess-
ara aðhaldsaðgerða til að stöðva
360 milljóna kr. hallarekstur fyr-
irtækisins.
Að mati Árna Þórs Sigurðsson-
ar, borgarfulltrúa VG, er nú full-
reynt að sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu eiga ekki samleið í
málefnum almenningssamgangna.
„Með því að ákveða að skerða
þjónustuna vegna færri farþega og
minni tekna getur skapast víta-
hringur því þessi skerta þjónusta
mun leiða til enn færri farþega. Í
mínum huga er mikilvægasta ráðið
til að fjölga farþegum fólgið í að
auka þjónustuna jafnvel þótt
leggja verði meiri peninga í það
tímabundið,“ segir hann.
„Ég tel augljóst að Reykjavík
eigi langmestra hagsmuna að gæta
og ef hin sveitarfélögin sem eru
með okkur í byggðasamlaginu eru
á annarri leið, þá held ég að sé
heiðarlegast að menn leiti leiða til
að leysa þetta byggðasamlag upp
og hvert sveitarfélag fyrir sig
ákveði hvaða þjónustu það vill
bjóða upp á.“
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, segir að nið-
urskurðurinn sé vanhugsaður og
augljóst brot á kosningaloforðum
Sjálfstæðisflokks. Mun Samfylk-
ingin leggja til á borgarráðsfund-
inum að hraðleið muni áfram
ganga í Árbæjarhverfi, tíu mín-
útna tíðni verði á hraðleiðum til
reynslu næsta vetur og að gengið
verði til samninga við háskóla,
framhaldsskóla, starfsmannafélag
Landspítala – háskólasjúkrahúss
og aðra stóra vinnustaði með það
fyrir augum að auka nýtingu
strætisvagna, tekjur Strætós og
hlutdeild almenningssamgangna í
umferðinni. Eftir eðlilegan tíma
verði svo lagt mat á árangur hins
nýja leiðakerfis.
Eðlilegt að leita leiða til
að leysa upp Strætó bs.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÓSAGT skal látið hvort þessir ferðamenn hafa ekki
treyst sér til að leigja bílaleigubíl vegna lélegra vega-
og leiðamerkinga á ensku og látið sér þess í stað lynda
að sitja í rútu sem merkt er á ensku í bak og fyrir en
meðal niðurstaðna í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir
samgönguráðuneytið er að samgönguyfirvöld þurfi al-
mennt að vera vel vakandi varðandi ýmsa þjónustu-
þætti sem erlendir ferðamenn nýta sér svo sem vega-
og leiðamerkingar á ensku. Þetta sé mikilvægt þar sem
vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna aki nú um landið á
bílaleigubílum og flestir þeirra séu ekki vanir mal-
arvegum og hálendisslóðum.
Útsýnis notið í tvíþilja rútu
Morgunblaðið/Jim Smart
DREIFING Morgunblaðsins hefur
gengið erfiðlega undanfarnar helgar
og þar er því fyrst og fremst um að
kenna hve illa hefur gengið að
manna dreifinguna í sumarleyfum
blaðbera, að sögn Arnar Þórissonar,
dreifingarstjóra Morgunblaðsins.
Allir áskrifendur hafi fengið blaðið á
endanum þó að það hafi í sumum til-
vikum tekið langan tíma. Komið hafi
fyrir að laugardagsblaðið hafi verið
borið út með sunnudagsblaðinu.
„Við gerum allt sem í okkar valdi
stendur til að blaðburðurinn sé
hnökralaus. Ef blaðburði hefur verið
lokið á svæðum og áskrifendur ekki
fengið blaðið er hefð fyrir því að það
sé sent með bíl ef þess er óskað. Þar
að auki hafa allir áskrifendur aðgang
að blaðinu á netinu, ef þeir eru
komnir með aðgangsorð sem annars
er hægt að nálgast hjá áskriftarþjón-
ustu. Það getur dugað fólki tíma-
bundið,“ segir Örn.
„Blaðberar Morgunblaðsins eru
um 500 talsins og þegar margir eru í
fríi þarf mikinn fjölda afleysinga-
fólks. Hjá okkur er fjöldi manns sem
sinnir ráðningarmálum og mönnun-
armálum blaðbera á degi hverjum.
Þrátt fyrir stöðugar auglýsingar og
mikið starf þessa fólks hefur ekki
tekist að láta blaðburð ganga upp.
Þetta hefur verið eitt erfiðasta sum-
arið hvað þetta varðar. Við vonumst
þó til þess að við séum að komast fyr-
ir vind með þetta, en það veitir ekki
af fleira fólki í afleysingar. Ef fólk er
að leita sér að skammtímavinnu eða
vinnu til lengri tíma, þá er um að
gera að leita til blaðadreifingar, t.d.
með því að hringja í 569-1440 eða
senda okkur tölvupóst á bladber-
i@mbl.is,“ sagði Örn.
Morgunblaðið
skilar sér seint
Mannekla vegna sumarleyfa blaðbera
LÖGREGLAN í Reykjavík krafð-
ist viku gæsluvarðhalds yfir
þremur 18 ára piltum í gær
vegna vopnaðs ráns í verslun í
Mosfellsbæ seint á laugardags-
kvöld. Einn piltanna er grunaður
um að hafa farið vopnaður hnífi
inn í verslunina en afgreiðslu-
stúlka veitti lögreglu haldgóða
lýsingu á honum. Fannst hann á
gangi stutt frá versluninni
skömmu síðar og var þá vopn-
aður hnífi. Í kjölfar handtöku
hans var húsleit gerð á heimili í
bænum og fimm menn hand-
teknir, sem taldir eru tengjast
málinu. Þeir þrír sem krafist var
gæslu yfir hafa allir komið við
sögu lögreglunnar vegna afbrota.
Á laugardag handtók lögreglan
mann vegna gripdeildar og lík-
amsárásar í verslun við Granda-
garð í Reykjavík um klukkan 16.
Þar hafði maður komið inn í búð-
ina og farið að eiga við pen-
ingakassa. Þegar afgreiðslukona
reyndi að stöðva hann hrinti
hann henni á flóttanum og sló
hana í andlitið.
Maðurinn komst á brott með
nokkuð af peningum en af-
greiðslukonan náði niður númeri
flóttabílsins og tókst lögreglunni
að handtaka manninn síðar um
daginn. Hann var yfirheyrður og
sleppt að því loknu.
Gæslu krafist
vegna
vopnaðs ráns
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
kölluð út seint í gærkvöldi vegna
slyss á Hveravöllum en þar hafði
þýsk ferðakona dottið á andlitið í
urð. Blæðingar þóttu það miklar að
ekki var hætt á annað en að sækja
hina slösuðu með þyrlu og koma
henni undir læknishendur sem
fyrst. Hún hélt þó meðvitund eftir
slysið.
Ferðakona
slasaðist á
Hveravöllum
LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk í
gærkvöldi tilkynningu um að olía
flæddi upp úr holræsi við Fjarð-
argötu. Þegar betur var að gáð var
það matarolía sem hafði lekið frá
nærliggjandi veitingastað. Var
kallað á slökkvilið til að þrífa olíuna
upp.
Matarolía
í Fjarðargötu