Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 20. eða 27. júlí frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 14.000. Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Nú bjóðum við frábært tilboð til Benidorm 20. júlí í 1 eða 2 vikur og 27. júlí í viku. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. ÍSLENDINGARNIR sex í Beirút, sem ekki komust í rútu með Norð- mönnum yfir til Sýrlands í gær, verða að öllum líkindum fluttir í dag yfir landamærin með rútu á vegum Finna, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Þótt Íslendingarnir sex hefðu ekki fengið far með norskum rútum í gærmorgun, fékk þó fjögurra manna íslensk fjölskylda far, en þremur íslenskum flugvirkjum og þriggja manna fjölskyldu var meinað að fara um borð í rúturnar. Samkvæmt upplýsingum Más Þórarinssonar flugvirkja hafði Ís- lendingunum verið sagt að Íslend- ingar og Norðmenn hefðu sama forgang í rúturnar. Þeir hefðu því mætt snemma til að tryggja sér sæti en verið sagt af fulltrúa norska sendiráðsins á staðnum að Norðmenn hefðu forgang. Olli þetta talsverðum vonbrigð- um, sérstaklega hjá fjölskyldu með ungbarn, sem beið með þeim við rúturnar. Mistök hljóta að hafa orðið Valgerður Sverrisdóttir sagði þetta atvik hafa verið leiðinlegt og að einhver mistök hlytu að hafa átt sér stað. „Við höfum verið að vinna þetta mjög náið með Norðmönnum fram til þessa og þeir hafa sýnt mikinn áhuga á að sinna okkur,“ sagði hún við Morgunblaðið í gær. „En svo gerist þetta, hvernig sem á því stendur. Það voru bara þrír Norðmenn sem voru að skipu- leggja þetta [í Sýrlandi] og hafa ekki fengið réttu upplýsingarnar frá höfuðstöðvunum.“ Íslenska utanríkisráðuneytið ákvað í gær að senda 472 sæta far- þegaþotu frá Bretlandi til Damas- kus í Sýrlandi til að sækja Íslend- inga og aðra Norðurlandabúa og flytja þá frá landinu. „Norðmenn, Danir og Finnar hafa allir óskað eftir sætum í þessari vél, þannig að mér sýnist ekki verða vand- kvæðum bundið að fylla hana.“ Vélin fer frá Bretlandi kl. 20 í kvöld og vonast Valgerður til að vélin geti farið til baka þá um nóttina. Valgerður sagði íslensk stjórn- völd hafa snúið sér að þeim mögu- leika að fá aðstoð Finna við að flytja Íslendingana, strax og ljóst var að flutningarnir með Norð- mönnum hefðu brugðist. En jafn- framt hefði hinn kosturinn líka verið í athugun, þ.e. að senda þot- una frá Bretlandi. „Og úr því að það virtist ætla að ganga upp, þá var hætt við að biðja aðra um hjálp, heldur bjóða öðrum aðstoð,“ sagði hún. Utanríkisráðuneytið mun í dag fylgjast náið með framvindu mála, bæði hvað snertir finnsku rútu- flutningana á Íslendingunum sex frá Beirút og svo þotunni sem fer frá Bretlandi í kvöld. Miklar bið- raðir eru við Sýrlensku landamær- in en í gærkvöldi hafði Valgerður fregnir af því að norsku rúturnar væru farnar í gegn. „Og það eykur bjartsýni um að þetta geti gengið. En það hefur verið talað um að það sé mikill seinagangur í af- greiðslunni á landamærunum.“ Allir að reyna að komast burt Ljóst er að senda þarf fleiri þot- ur eftir öllum þeim fjölda Norð- urlandabúa sem bíður í Sýrlandi. „En þetta er framlag Íslendinga í þessu alvarlega máli,“ sagði Val- gerður. Hver þjóðin af annarri skipu- leggur nú flutninga á erlendum borgurum frá Líbanon. Banda- ríkjamenn sendu öryggissveitir að sendiráði sínu í gær til að hefja undirbúning að brottflutningi bandarískra borgara. Þá voru á fjórða hundrað manna, aðallega Evrópubúar, fluttir á brott á laug- ardagskvöld og sunnudag. Helstu dagblöð á Norðurlönd- unum fjölluðu um Líbanonmálið á netútgáfum sínum í gær og sagði norska blaðið Aftenposten m.a. frá því að tvær norskar systur, 18 og 19 ára, sem hefðu verið með norskan ríkisborgararétt í áratug, hefðu ekki fengið far með rút- unum. Þær höfðu verið í mánaðar heimsókn í Beirút. Norski utanrík- isráðherrann hefur hins vegar lof- að að þeim verði komið út úr land- inu rétt eins og öðrum Norðmönnum. Sex Íslendingar fengu ekki að fara með Norðmönnum frá Beirút eins og til stóð Finnar ráðgera að sækja Íslendingana til Beirút Reuters Rútan með norsku ríkisborgurum kemur til Trípólí í norðurhluta Líbanons í gær frá Beirút á leið til Sýrlands. Íslensk stjórnvöld senda farþega- þotu eftir Norður- landabúum til Damaskus Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UMHVERFISRÁÐ hefur óskað eft- ir umsögn umhverfissviðs Reykja- víkurborgar um starfrækslu bensín- stöðvar við Hringbraut í nálægð við núverandi staðsetningu Umferðar- miðstöðvarinnar. Í bókun Kjartans Magnússonar, fulltrúa Sjálfstæðis- flokks í umhverfisráði, er lagst gegn byggingu bensínstöðvar á svæðinu í ljósi nálægðar við vinsæl útivistar- svæði og viðkvæmt lífríki Tjarnar- innar og Vatnsmýrarinnar. Í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir fund umhverfis- ráðs, var lagt til að samþykkt yrði að taka áform um bensínstöðina til um- fjöllunar en að óskað yrði eftir form- legri umsögn umhverfissviðs með til- liti til náttúru og umhverfis og Flugmálastjórnar um hugsanlega slysahættu þar sem fyrirhuguð stað- setning er í rétt við aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Í tillögu D- lista kemur m.a. fram að þar sem lóðaúthlutanir til olíustarfsemi séu ætíð viðkvæmar sé mikilvægt að far- ið verði í einu og öllu eftir gildandi reglum. Þá sé rétt að umhverfisráð fjalli um málið í ljósi nálægðar fyr- irhugaðrar bensínstöðvar við vinsæl útivistarsvæði og lífríki Vatnsmýrar- innar og Tjarnarinnar. Í bókun Kjartans segir að fjöl- margir íbúar í nágrenninu hafi lýst yfir andstöðu sinni við staðsetningu bensínstöðvarinnar. Ljóst sé að ekki sé þörf á nýrri bensínstöð á umrædd- um stað. Fortíðarvandamál frá R-listanum „Þetta er fortíðarvandamál frá R- listanum sem við sitjum uppi með. Það er meira en að segja það fyrir okkur að ætla að snúa því við eins langt og það er komið, það myndi þýða stórar fjárhæðir í skaðabætur,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs. Deiliskipulagi fyrir Hringbraut vegna staðsetningar bensínstöðvar- innar hefur verið breytt og hafa upp- drættir hlotið þá meðferð sem skipu- lags- og byggingarlög mæla fyrir um. „Staðsetning bensínstöðvarinnar er mjög viðkvæm með tilliti til um- hverfisins. Engu að síður var aldrei leitað umsagnar umhverfisráðs og við báðum einfaldlega um kynningu á málinu til að skoða stöðuna. Ætl- unin er að leggja fram umsögn okkar um málið út frá umhverfinu á næsta fundi umhverfisráðs. Eftir það verð- um við að sjá hvað hægt er að gera,“ segir Gísli Marteinn. Fjallað um fyrirhugaða bensínstöð við Umferðarmiðstöð Umhverfissvið meti með tilliti til náttúru Flugumferðarstjórar skora á sam- gönguráðherra að beita sér fyrir því að vaktafyrirkomulag það sem gildi tók í flugstjórnarmiðstöðinni 16. mars sl. verði fellt úr gildi og upp verði tekið það vakakerfi sem var við lýði fyrir þann tíma. Kem- ur þetta fram í samþykkt fé- lagsfundar Félags íslenskra flug- umferðarstjóra. Er farið fram á það í samþykktinni að yfirmönnum Flugmálastjórnar verði jafnframt gefin fyrirmæli um skilyrðislaust samráð við starfsfólk varðandi fyr- irkomulag vakta. „Besta og skynsamlegasta lausnin er að við færum aftur í gamla kerfið,“ segir Loftur Jó- hannsson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. „Við sjáum ekki að það hafi þurft að gera breytingar á því, en ef það er nauðsynlegt þá viljum við að haft verði samráð við starfsfólk.“ Vaktafyrirkomulaginu sem tók gildi 16. mars sl. hafi verið komið á samkvæmt einhliða ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands og ekki hafi verið haft samráð við starfs- menn. „Stjórna með valdboði“ Í samþykktinni segir að himinn og haf sé á milli orða og gjörða Flugmálastjórnar. „Í orði kveðnu leggur Flugmálastjórn áherslu á góðan starfsanda, tillitssemi í öll- um samskiptum manna og viðleitni til að koma eftir föngum til móts við þarfir fjölskyldna starfsmanna sinna. Í verki ganga yfirmenn Flugmálastjórnar hins vegar hart fram í að rjúfa friðinn, stjórna með valdboði og eitra þannig andrúms- loft á vinnustaðnum.“ Ástandið sé óviðunandi og engin teikn um að yfirmenn Flugmálastjórnar muni beita sér fyrir breytingum til hins betra. „Það er yfirlýst stefna Flug- málastjórnar að semja ekki við vaktavinnufólk í flugstjórn um vinnutíma. Samkvæmt dóminum er þeim heimilt að gera það sem þeim sýnist varðandi vinnutíma vaktavinnufólks. Einu takmörkin sem Félagsdómur virðist fallast á er að starfsmenn hafi 48 klukku- stundir í frí á viku þó það séu ekki tveir samfelldir frídagar,“ segir Loftur og vísar til dóms Fé- lagsdóms í máli Félags íslenskra flugumferðarstjóra gegn íslenska ríkinu sem féll þann 6. júlí sl. Flugumferð- arstjórar skora á sam- gönguráð- herra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.