Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 6
6 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frekari upplýsingar á www.or.is
Þriðjudagskvöldið 18. júlí verður farin göngu-
og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn
Guðríðar Helgadóttur líffræðings.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
33
50
4
07
/2
00
6
Gróðurfar í Elliðaárdal er margbreytilegt og ræðst
fjölbreytileikinn af mismunandi gróðurlendum og ræktun
landsins. Skoðaðar verða blómplöntur og byrkningar.
Þátttakendur eru hvattir til að hafa meðferðis
stækkunargler og plöntuhandbók ef tök eru á.
Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið
í Elliðaárdal og stendur í rúma tvo tíma.
Íslenska flóran í Elliðaárdal
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
ERNA Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
fagnar því sem kemur fram í skýrslu
matvælaverðsnefndar, en þar er lagt
til að vörugjöld á matvælum verði
lögð niður og að öll veitingaþjónusta
beri 14% virðisaukaskatt. Spurð um
hátt verðlag á gisti- og veitingaþjón-
ustu hér á landi skv. skýrslu Hag-
stofu Evrópusambandsins, þar sem
kemur fram að það er 91% hærra en
meðalverð í 25 ESB löndum, sagði
Erna að það ætti aðallega við um
veitingaþjónustu og væri það engin
furða að þessi verðmunur væri til
staðar: „Það er ljóst að veitinga-
menn hafa átt í verulegum vandræð-
um með matvælaverð eins og aðrir
neytendur. Það hefur lengi verið
krafa samtakanna að á þessu verði
tekið því þegar aðföng fyrir veit-
ingastaði eru orðin 50% dýrari en að
meðaltali er í Evrópu, sem íslensk
ferðaþjónusta á í samkeppni við, þá
eru menn í erfiðum málum. Þess
vegna höfum við fagnað þessari
nefnd og fögnum góðri skýrslu og
það er margt gagnlegt sem kemur
fram í henni. Auðvitað eru það von-
brigði að menn gátu ekki skilað sam-
eiginlegri niðurstöðu, en kannski var
þess ekki að vænta.“
Stjórnmálamenn bregðist við
Erna taldi jafnframt mikilvægt að
stjórnmálamenn tækju þessa
skýrslu og færu í þá vinnu að stór-
lækka matvælaverð. Auk þess taldi
hún mikilvægt að veitingaþjónusta
bæri eitt skattþrep: „Við höfum lagt
mjög mikla áherslu á það, sama
hvernig og hvar matur er seldur, að
hann sé á sama skattþrepi. Vegna
þess að matarsala er orðin svo fjöl-
breytt, það er farið að selja tilbúinn
mat á svo gríðarlega fjölbreyttum
stöðum að það gengur ekki lengur
að það skuli ekki vera í sama skatt-
þrepi. Þetta er gríðarlega mikil-
vægt.“
Erna taldi það gefa augaleið að ís-
lenskir veitingastaðir yrðu sam-
keppnishæfari ef farið yrði í að
lækka vörugjöld og einfalda skatt-
þrep: „Stóru málin eru að lækka og
afnema í einhverjum skrefum þessa
tolla og aðflutningshindranir og
setja allan mat í sama virðisauka-
þrep, sama hvar og hvenær hann er
seldur.“
Formaður SAF fagnar niðurstöðum matvælanefndar
Telur nauðsynlegt að
fella niður vörugjöld
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
EF AÐEINS á að grípa til þeirra að-
gerða til lækkunar á matvælaverði,
sem samstaða náðist um innan mat-
vælanefndar er allt of skammt geng-
ið, að mati Rannveigar Guðmunds-
dóttur, þingsmanns
Samfylkingarinnar. „Ég fagna að
sjálfsögðu öllum skrefum sem tekin
verða til lækkunar matvælaverðs,
hversu stutt sem þau eru, en eftir
fimm ára umræður innan þings sem
utan og skýrslur Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands og matvælanefndar
liggur ljóst fyrir hvað gera þarf.“
Rannveig segir það athyglisvert
sem fram kemur í skýrslu matvæla-
nefndar að um helmingur stuðnings
ríkisins við landbúnaðinn er tekinn í
matvælaverði. „Það gerir enginn ráð
fyrir því að öllum stuðningi við land-
búnaðinn verði hætt, en hægt er að
fara sömu leið og Evrópusambandið
hefur farið og hafa stuðninginn í
formi beingreiðslna.“
Rannveig bendir að lokum á að
Samfylkingin hafi barist fyrir því nú í
fimm ár að ástæður hás matvæla-
verðs hér á landi yrðu kannaðar, en
boltinn sé nú hjá ríkisstjórninni.
Varhugavert að
fella niður tolla
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri
grænna segir matvælanefndina nálg-
ast viðfangsefni sitt of þröngt.
„Nefndin einblínir nær eingöngu á
tolla og gjöld af landbúnaðarvörum,
en verkefni hennar var mun víðara,
að finna leiðir til að ná fram lækkun á
matvælaverði. Ég hefði til dæmis
viljað sjá hana skoða frekar hvað sú
fákeppni, sem ríkir á matvörumark-
aði, kostar okkur.“
Jón segir gjöldin sem nefndin
fjallar um falla í tvo flokka, annars
vegar tolla og vörugjöld sem lögð eru
á innflutning matvöru og hins vegar
skatta og aðrar álögur sem lagðar
eru á matvöru þegar inn í landið er
komið. „Við teljum að lækka eigi
gjöld á ferðaþjónustu og veitinga-
sölu, eins og nefndin gerir tillögu um.
Hins vegar teljum við varhugavert að
lækka mikið, eða jafnvel fella niður,
tolla og vörugjöld á innflutt kjöt og
mjólkurafurðir án þess að gripið sé til
einhverra aðgerða til að minnka áhrif
þess á innlendan landbúnað. Það hef-
ur sýnt sig að þjóðin vill sterkan ís-
lenskan landbúnað og frjáls innflutn-
ingur á þessum afurðum frá
útlöndum gæti stefnt innlendri mat-
vælaframleiðslu í voða,“ segir Jón.
Tillögur matvælanefndar forsætisráðuneytis
Blendin viðbrögð
stjórnarandstöðu
Þrátt fyrir að votviðrið sem einkennt hefur sumarið
hafi ekki glatt alla þá hefur það haft góð áhrif á sprettu
eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var við Ægisíð-
una. Þar hefur hvönnin lifað góðu lífi í sumar og er
engu líkara en að konurnar tvær þurfi að ryðja sér leið
með barnavagna sína í gegnum gróðurinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Gengið í hvönninni
KÍSILRYK var meginuppistaða
reyksins sem Járnblendiverk-
smiðjan á Grundartanga gaf frá sér
sl. þriðjudag. Vegfarendur urðu þá
varir við mikinn og þéttan reyk sem
lagði frá verksmiðjunni. Reyk-
hreinsibúnaður sló út með þeim af-
leiðingum að kísilryk hreinsaðist
ekki úr reyknum og nauðsynlegt var
að sleppa óhreinsuðum reyknum út.
„Við misstum þarna söluvöru því
kísilrykið er selt og flutt út, að
mestu leyti til Japan. Þar er það not-
að til að búa til byggingarplötur auk
þess sem það er notað sem íblönd-
unarefni í steinsteypu,“ segir Þórður
Magnússon, framkvæmdastjóri
framleiðslusviðs hjá Járnblendi-
verksmiðjunni. „Við erum skyldugir
til að hreinsa reykinn frá verksmiðj-
unni og þessi reykur var innan
þeirra marka sem okkur eru sett.
Efnasamsetning kísilryksins er svip-
uð og í sandi og engin hættuleg efni
voru í reyknum. Fyrir utan fram-
leiðslutjón okkar hlaust af þessu
sjónmengun sem vissulega er til
leiðinda fyrir þá sem eiga leið hjá
verksmiðjunni.“
Járnblendiverksmiðjan hefur áð-
ur neyðst til að hleypa óhreinsuðum
reyk beint út í andrúmslofið vegna
bilunar í reykhreinsibúnaði, síðast
hinn 19. maí á þessu ári.
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Kísilryk í
reyk frá
Járnblendi
INNBROTUM fjölgaði í júnímánuði
í Reykjavík á svipaðan hátt og raun-
in varð í júní í fyrra. Það sem af er
árinu eru þó innbrot færri en fyrstu
sex mánuði ársins í fyrra. Nokkur
kippur kom í þennan brotaflokk nú í
júní og töldust tilkynnt innbrot um
150 talsins en til samanburðar eru
fjöldi innbrota vanalega um 100 á
mánuði.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir ágæt-
lega ganga að afgreiða þau mál sem
berast til rannsóknar þótt á hinn
bóginn séu færri rannsóknarlög-
reglumenn nú að vinna vegna sum-
arleyfa. „Á þessum árstíma eru
menn í sumum tilvikum einkum að
einbeita sér að þeim málum sem þola
ekki bið,“ segir hann. „Það hefur
ekki tíðkast að vera með afleysinga-
menn í rannsóknardeild en almenna
vaktin fær viðbótarmannskap á
sumrin og er því fullmönnuð.
Það hægist aðeins á yfir sumarið í
rannsókn og færri menn eru til stað-
ar þannig að álagið eykst á þá.“
Að sögn Harðar þýðir þetta að
forgangsraða verður málum og ein-
beita sér að því sem upp kemur.
„Ofbeldis- og nauðgunarmál hafa
alltaf forgang og einnig er farið
strax í innbrot sem fyrir liggja upp-
lýsingar um. En annars konar brot
sem eru tímafrek í eðli sínu s.s.
slysarannsóknir og fjármunabrot
þola e.t.v. frekar bið en aðkallandi
mál. Þetta hefur verið svona í ára-
raðir.“
Ofbeldis- og nauðg-
unarmál í forgangi
Sakamálarannsóknir ganga ágætlega
þrátt fyrir manneklu vegna sumarleyfa
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is