Morgunblaðið - 17.07.2006, Side 12
12 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og
með 17. júlí 2006, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2006 og önnur
gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. júlí 2006, á
staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, van-
skilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila,
áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og
aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna,
iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af
ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipu-
lagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra og
álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysa-
tryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og
iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á
kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er
1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru
gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af-
dreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði
stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á
að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem
skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir
gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að
fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. júlí 2006
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
ALLT frá árinu 1976 hafa Færeyingarhaft hér heimildir til veiða á botnfiskián þess að fyrir það hafi komið greiðsla eða veiðiheimildirá móti innan lögsögu Færeyja. Síðustu árin hafa þessar
heimildir numið 5.600 tonnum, þar af eru 1.200 tonn af þorski.
Allan þennan tíma hefur verið litið svo á að með þessu væru Ís-
lendingar að aðstoða frændþjóð í vanda. Samskipti íslenzkra og
færeyskra sjómanna hafa alla tíð verið góð og segja má að á árum
áður hefði ekki verið hægt að gera út stóran hluta íslenzkra fiski-
skipa, hefðu ekki fengizt á þau færeyskir sjómenn. Samvinna
þjóðanna á sviði sjávarútvegs hefur alla tíð verið góð. Því skýtur
það skökku við nú þegar sú umræða hefst í Færeyjum að Fær-
eyingar séu að gefa Íslendingum
kolmunnakvóta að verðmæti ríflega
2 milljarða króna. Þeir verði því að
fá eitthvað á móti og einnig verði að
takmarka veiðar íslenzkra skipa á
kolmunna innan lögsögu eyjanna 18.
Þessi umræða er hreinlega alveg glórulaus. Hún byggist á
frekju, vanþakklæti og skammtímahagsmunum. Færeyingar gefa
Íslendingum engan kvóta. Það eru veiðiþjóðirnar við norðanvert
Atlantshafið sem ákveða í sameiningu hámark kolmunnaveiðanna
og skiptingu þess hámarks milli aðildarþjóðanna. Kolmunninn er
göngufiskur sem gengur suður að Írlandi og norður eftir Atlants-
hafinu milli Íslands og Noregs. Færeyingar og Íslendingar hafa
gert með sér samkomulag þess efnis að hvor þjóð fyrir sig geti
stundað veiðar á kolmunna innan lögsögu hinnar til að auðvelda
þeim að ná kvótanum. Það er misjafnt hvernig kolmunninn geng-
ur fyrir utan það að hann hrygnir að miklu leyti á svipuðum slóð-
um. Það er rétt hjá Færeyingum að á þessu ári hafa Íslendingar
veitt um 200.000 tonn af kvóta sínum innan lögsögu þeirra og að
þeir hafi nánast ekkert veitt innan lögsögu okkar. En þetta ár er
nokkur undantekning. Á árinu 2004 veiddu Íslendingar ríflega
þrjá fjórðu af kvóta sínum, eða 314.000 tonn, innan eigin lögsögu,
en reyndar 102.000 tonn innan lögsögu Færeyja. Árin þar á und-
an hafa Íslendingar alltaf veitt meira innan eigin lögsögu. Hvar
skyldu Færeyingar hafa veitt sinn kolmunna þá?
Færeyingar tala um gjafakvóta upp á 2,2 milljarða króna í ár.
Íslendingar geta á móti talað um gjafakvóta upp á tugi milljarða á
30 ára tímabili og nú heyrast þær raddir í Færeyjum að þeir eigi
að fá meiri botnfiskkvóta vegna þess að íslenzk skip veiði svo mik-
ið af kolmunna innan lögsögu þeirra.
Þetta er einkennileg skammsýni hjá frændum vorum. Íslend-
ingar og Færeyingar hafa staðið saman gegn yfirgangi Noregs
og Evrópusambandsins með góðum árangri hingað til. Það þurfa
þjóðirnar að gera áfram, einkum hvað varðar norsk-íslenzku síld-
ina. Færeyingar þurfa á því að halda að geta veitt kolmunna og
síld innan lögsögu Íslands og öfugt. Það er því skynsamlegra að
þessar þjóðir snúi bökum saman til að verja hagsmuni sína gagn-
vart öðrum þjóðum, en að reyna að skara eld að sinni köku vegna
skammtímahagsmuna.
BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason
Einkennileg
skammsýni
Færeyingar gefa
Íslendingum engan
kolmunnakvóta
hjgi@mbl.is
Útgerðarfélagið Stegla ehf á
Tálknafirði fékk í síðustu viku af-
hentan nýjan Cleopatra bát frá
Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnar-
firði. Að útgerðinni stendur
Tryggvi Ársælsson sem jafnframt
er skipstjóri á bátnum.
Nýi báturinn hefur hlotið nafnið
Sæli BA 333 og leysir af hólmi eldri
Cleopatra bát með sama nafni. Bát-
urinn er 15 brúttótonn og er í
krókaaflamarkskerfinu. Sæli er af
gerðinni Cleopatra 38 byggður á
sömu hönnun og aflabátarnir Guð-
mundur og Hrólfur Einarssynir ÍS.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo
Penta D12 715 hestöfl tengd ZF
gír. Ljósavél er af gerðinni Kohler.
Í bátnum er ískrapavél frá Kæl-
ingu.
Báturinn er útbúinn siglinga-
tækjum af gerðinni Furuno frá
Brimrún.
Báturinn er einnig með vökva-
drifinni hliðarskrúfu sem tengd er
sjálfstýringu hans. Báturinn er
útbúinn til línuveiða. Línuspil og
færaspil er frá Sjóvélum. Örygg-
isbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12 660 lítra kör í
lest. Í bátnum er innangeng upp-
hituð stakkageymsla. Borðsalur er í
brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og
háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í
lúkar auk eldunaraðstöðu með elda-
vél, örbylgjuofn og ísskáp.
Ný 15 tonna Cleopatra 38
afgreidd til Tálknafjarðar
Fréttir á SMS