Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 14

Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 14
14 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LEIÐTOGAR G-8 ríkjanna lýstu á fundi sínum í gær yfir vilja sínum til að halda áfram stuðningi við Afríku- lönd, þróunar- og heilbrigðisaðstoð þar með talið. Talsmenn hjálparstofn- ana sögðu hins vegar ekkert nýtt koma fram í máli leiðtoganna og að þeir hefðu í raun ekki gert annað en að endurtaka ræðurnar frá því í fyrra. Þó bar það til tíðinda að Rússar lofuðu að leggja meira fé til þróunaraðstoð- arinnar, en það var ekki á dagskrá rússnesku sendinefndarinnar þegar hún mætti til fundarins. Leiðtogarnir lýstu því einnig yfir að áhersla yrði lögð á orkulindir aðrar en olíu og kol, til að mynda kjarnorku. Hækkandi olíuverð og takmarkaðar birgðir gerðu það að verkum að nauð- synlegt væri að grípa til slíkra að- gerða. Þá lýstu þeir yfir vilja sínum til að koma á opnum og gagnsæjum orkumarkaði í Evrópu, en Evrópu- sambandinu varð hins vegar ekkert ágengt í að komast inn á rússneska orkumarkaðinn. Þá samþykktu leiðtogar G-8 ríkjanna harðorða ályktun þar sem tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugar eru fordæmd- ar. Japanskur embættismaður segir leiðtogana hafa fallist á kröfu Junich- iro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, um að Norður-Kóreumönnum yrðu send skýr skilaboð. „Það er mikilvægt að Norður-Kó- rea fari að ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, taki þátt í viðræðum sex þjóða á ný og verði ábyrgur aðili að alþjóðasamfélaginu,“ segir í álykt- unardrögum Koizumis sem leiðtog- arnir eru sagðir hafa samþykkt. Lofa áframhald- andi stuðningi við Afríku                                                                 !"# $     %&# '       !"# (   )*+ ,  +    - ./ 0 1 !"#$)  )  ,                                       2   2   3   4 67   8  1 8   4 2   3   2   1                    !" #   $   UM fjögur þúsund slökkviliðs- menn í Kaliforníu hafa glímt við skógarelda undanfarna daga og hafa náð nokkrum árangri í bar- áttunni. Eldarnir ná nú yfir 30 þúsund hektara svæði en á laug- ardaginn runnu tveir eldar sam- an í eitt bál. Veðurfar hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir, en heitt og þurrt er í veðri og fór hitastigið upp í allt að 45 gráður á laugardaginn. Arnold Schwarzenegger, rík- isstjóri Kaliforníu, kom á staðinn í gær og hrósaði slökkviliðsmönn- unum fyrir hetjulega framgöngu. „Þetta eru hættulegar að- stæður en við vonumst til að slökkviliðið haldi áfram að ná tökum á eldinum á næstu dög- um,“ sagði Schwarzenegger sem lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna á fimmtudaginn í síðustu viku. Enginn hefur látist vegna eld- anna en tveir íbúar og níu slökkviliðsmenn hafa orðið fyrir minniháttar meiðslum. Reuters Einn þeirra fjögur þúsund slökkviliðsmanna sem berjast við skógarelda í Kaliforníu. Í baksýn má sjá eldana loga í hlíðum Morongo-dalsins. Slökkvilið vinnur á í baráttunni við skógarelda ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á laugardaginn ein- róma ályktun þar sem tilraunaskot N-Kóreumanna frá því í byrjun mán- aðarins voru fordæmd. Þá var sjö flugskeytum skotið á loft, þar af einu af gerðinni Taepodong-2 sem er langdræg og getur borið kjarna- vopn. Sú skottilraun mistókst hins vegar og flaug skeytið aðeins í um mínútu. Í ályktuninni er lagt bann við því að kaupa eða selja tækni sem gæti nýst stjórnvöldum í Kóreu til að þróa flugskeyti. Ályktun Öryggisráðsins vakti hörð viðbrögð hjá ráðamönnum í N- Kóreu. „Lýðveldið mun styrkja varnir sínar á allan hugsanlega máta núna þegar aðstæðurnar hafa ekki verið verri í kjölfar óvenjulega fjandsam- lega aðgerða Bandaríkjamanna,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðu- neytis N-Kóreu þar sem Bandaríkja- menn eru taldir bera ábyrgð á álykt- uninni. Þá kom fram hjá ráðuneytinu að það væri undarlegt að tilrauna- skot Bandaríkjamanna og Japana með flugskeyti væru lögleg á meðan prófanir N-Kóreu með flugskeyti væru það ekki. Í viðbrögðum stjórn- valda segir ennfremur að N-Kórea teldi sig ekki bundna af ályktuninni, enda færi hún í bága við fullveldi rík- isins. Kínverjar kusu með Öll fimmtán ríkin í Öryggisráðinu samþykktu ályktunina, þar á meðal Kínverjar sem hafa allajafna verið tregir til að standa að gagnrýni á N- Kóreumenn. Orðalag ályktunarinnar er hins vegar hófsamt og t.d. ekki minnst á kafla 7 í stofnsáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem heimilar hern- aðaraðgerðir sé ekki farið að tilmæl- um ráðsins. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fagnaði álykt- uninni og sagði að hún myndi knýja stjórnvöld í N-Kóreu að samninga- borðinu. Viðræður eini kosturinn Rice sagði að viðbrögð N-Kóreu- manna kæmu sér ekki á óvart en lagði áherslu á að stjórnvöld þar í landi yrðu að átta sig á að viðræður um kjarnorkumál við Bandaríkin, Kína, Rússland, Japan og S-Kóreu væru það eina sem kæmi til greina. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði að um merkilega ályktun væri að ræða, sérstaklega þar sem Kínverjar hefðu greitt henni atkvæði sitt. „Við höfum svo sannarlega mynd- að bandalag núna,“ sagði Bush. Einróma ályktun samþykkt í Öryggisráðinu Fordæma tilrauna- skot N-Kóreumanna Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Pétursborg. AFP. | Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir á leiðtogafundi G-8 ríkjanna í Pétursborg í Rússlandi í gærmorgun að hann ætlaði sér að taka þátt í leið- togafundinum að ári. Með þessari yfirlýsingu er ljóst að Blair hefur fullan hug á því að gegna embætti forsætisráðherra í að minnsta kosti eitt ár í viðbót en mikl- ar vangaveltur hafa verið uppi um hvenær hann hyggist láta af embætti. Í gærmorgun lýsti Roy Hat- tersley lávarður, sem var leiðtogi Verkamanna- flokksins í neðri deild breska þingsins 1983-1992 og ráðherra í rík- isstjórn áður en íhaldsmenn komust til valda 1979, því yfir í fjölmiðlum að Blair ætti að hætta fyrir flokksþing Verkamannaflokksins í september. Þannig myndi hann geta hætt í góðu en því lengur sem Blair héldi áfram þeim mun meiri skaða ylli það hon- um og flokknum í heild. Gordon Brown bíður óþreyjufullur En ljóst er að ekkert fararsnið er þó á Blair. Hann hefur sagt að hann muni stíga til hliðar fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi í maí 2010 en nákvæmari dag- setning hefur ekki verið gefin upp. Hafa vangaveltur um hvenær Blair víki verið ofarlega á baugi í breskum stjórnmálum allt þetta ár og raunar lengur. Næsta víst þykir að Gordon Brown fjármálaráðherra Bretlands muni taka við af Blair en haft er fyrir satt, að honum sé farið að leiðast bið- in og vilji gjarnan að Blair fari að víkja svo hann geti spreytt sig á starfinu. Blair gat þess við fjölmiðla í gær að þessar vangaveltur yllu honum ekki miklum áhyggjum. „Ég sit ekki og velti því fyrir mér stöðugt hver sé rétta tímasetningin til að hætta,“ sagði hann. „Ég hef alltaf kveðið skýrt á um það að ég ætli mér að halda áfram að vinna vinnuna mína. Ég hlakka að sjálfsögðu til næsta G-8 fundar en það sem skiptir mestu máli er þó að vinna vinnuna,“ sagði Blair við blaðamann BBC. Ekkert fararsnið á Blair Tony Blair Leiyang. AFP. | HITABELTIS- STORMURINN Bilis hefur gengið yfir Kína undanfarna daga og hafa alls 115 látist í flóðum sem urðu í kjölfar stormsins. Milljónir íbúa á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti þurftu að yfir- gefa heimili sín og hafa tugir þús- unda heimila eyðilagst í flóðunum. Þau svæði sem orðið hafa hvað verst úti eru Fujian, Hunan, Guangdong, Jiangxi og Zhejiang. Stormurinn hefur verið í rénun um helgina en hann náði til Kína á föstudaginn. Áður hafði hann haft viðkomu á Filippseyjum og á Tævan. Veðurfræðingar hafa spáð því að óveðrið haldi áfram næstu daga. Á myndinni má sjá kínverska her- menn aðstoða fórnarlömb flóðanna við að komast á öruggan stað í Leiyang í Húnan-héraði í Kína í gær. Reuters 115 látnir í flóðum í Kína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.