Morgunblaðið - 17.07.2006, Side 16

Morgunblaðið - 17.07.2006, Side 16
Daglegtlíf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 33 49 2 0 7/ 20 06 www.lyfja.is „Ég geri meira fyrir mig og mína á sumrin“ VEGA Acidoph+detox Þú kaupir eitt glas af Vega Champignon og færð eitt glas af Vega Acidophilus bifidus complex í kaupbæti. Champignon+FOS og Spirulina léttir undir með hreinsunarferli líkamans. Acidophilus Bifidus Complex+FOS hjálpar þér að viðhalda góðri meltingaflóru.* B-súper 120 Góð blanda B vítamína sem talin eru styrkja ónæmis og taugakerfi og stuðla að betri orkunýtingu líkamans. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Polarolje Selolía frá Noregi.* Gildir á meðan birgðir endast. kaupauki Hefur jákvæð áhrif á: Ónæmiskerfið Liði Húð Maga- og þarmastarfsemi Kólesteról Kajakáhuginn vaknaði fyrir alvöru hjámér árið 2001 og síðan hef ég ekkertlosnað við þessa bakteríu. Þetta ermjög skemmtilegt áhugamál og gefur mér mikið frelsi. Þessi ferðamáti veitir mér svo í þokkabót tækifæri til að sjá landið okkar frá öðru sjónarhorni en keyrandi á bíl. Það verða fjöl- margar náttúruperlur á vegi manns á sjónum sem maður ekki sér frá landi,“ segir Sóley Ein- arsdóttir, sem starfar sem íþróttakennari við Ás- landsskóla og rekur auk þess Sundskóla Sól- eyjar. „Áhuginn á kajökum kviknaði ekki allt í einu því ég hef verið að spá í kajaka í nokkuð mörg ár. Sjórinn hefur alltaf togað í mig, en pabbi minn var sjómaður og ég réð mig auk þess á humarbát um tíma. Sjóbátar heilluðu mig mun meira en straumbátar og svo fór að ég lét verða af því vor- ið 2001 að kaupa mér sjókajak úr trefjum. Ég skráði mig í Kajakklúbbinn og hóf að æfa mig, fyrst í sundlaugunum til að ná tækninni. Fór síð- an að fara upp á Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði og út frá Reykjavík á bátnum, út í Viðey og kring- um Geldinganesið. Með Kajakklúbbnum hef ég svo farið á Þingvallavatn, Langasjó og á Hvítár- vatn.“ Alltaf tveir saman Að sögn Sóleyjar eru fjölmargir kajakáhuga- menn til á Íslandi því mikil kajakvakning hafi átt sér stað á síðustu fimm árum. „Allir eiga að geta stundað þetta sport, en regla númer eitt, tvö og þrjú er að fara aldrei einn út á kajakinn sinn því ef eitthvað kemur upp á er enginn til taks til að bjarga málunum.“ Að sögn Sóleyjar er hægt að læra kajakróður hjá mörgum kennurum á vegum klúbbsins auk þess sem upplagt er að stíga sín fyrstu skref hjá Pétri Blöndal í Hvammsvík sem býður bæði upp á báta og kennslu. „Kajakræðarar þurfa að hafa gott jafnvægisskyn því báturinn er frekar valtur og ekki styður maður sig við vatnið. Svo er nauð- synlegt að klæða sig vel eftir verði og helst að vera í ullarbrókum næst líkamanum.“ Kajakferð til Kanada „Ég er yfirleitt með bátinn minn uppi á bílnum og tek hann með mér hvert sem leið mín liggur. Þegar ég er að fara út á land og kenna sund er t.d. upplagt að skella sér í kajakróðra á nýjum stöðum. Ég set bátinn minn bara á flot þar sem ég er stödd hverju sinni. Báturinn minn er jafn- nauðsynlegur í farangrinum og tannburstinn. En ætli Siglufjörður sé ekki minn uppáhalds róðrar- staður. Ég keypti sumarhús þar með vinkonu minni Ragnheiði Sæmundsdóttur, sem einnig er íþróttakennari og forfallin kajakáhugakona. Þarna er mjög gott að róa. Það er til dæmis skemmtileg vík fyrir neðan íþróttahúsið sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Saman stefnum við Ragnheiður svo að Kanadaferð í sumar og von- umst auðvitað til að komast á kajaka þar vestra.“  HREYFING | Tvær vinkonur og íþróttakennarar eru forfallnir kajakræðarar Frelsi í fögrum náttúruperlum Vinkonurnar, íþróttakennararnir og ræðararnir Ragnheiður Sæmundsdóttir og Sóley Einarsdóttir. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is júlí LIÐAMÓTAVANDAMÁL í hnjám og mjöðmum hrjá nú sí- fellt yngra fólk og fer þeim sí- fellt fjölgandi sem þurfa að undirgangast skurðaðgerðir af þeim sökum. Skýringanna er helst að leita í ofþjálfun hjá mörgum og í offitu hjá öðrum. Vert er að temja sér ýmsar forvarnir til að komast hjá því að lenda á skurðarborðinu, ætli menn að taka á því í rækt- inni. Þessar eru helstar:  Gættu þess að hita upp í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þú byrjar að æfa.  Fáðu ráð varðandi rétta skó hjá sjúkraþjálfara.  Fylgi þér sársauki eftir sex mánaða æfingatímabil skaltu vitja læknis.  Varastu mjög erfiðar æf- ingar ef þú ert í yfirvigt. Notaðu önnur ráð til að ná af þér kílóum áður en þú ferð að taka á því.  Gættu þess að hafa æfing- arnar sem fjölbreyttastar og eyddu ekki meira en 15 mínútum í hverja þeirra.  Ef saga um liðagigt er í fjölskyldunni skaltu forðast íþróttir á borð við tennis og hlaup. Veldu þess í stað íþróttir á borð við hjólreið- ar og sund. Morgunblaðið/Jim Smart Góð upphitun getur komið í veg fyrir ofþjálfun.  HEILSA Ofþjálfun skaðar mjaðmir og hné

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.