Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÓGNVEKJANDI framtíðarsýn
horfir við heiminum. Útlosun gróð-
urhúsalofttegunda eykst með þeim
afleiðingum að lofthjúpur jarðar
hitnar. Hitnunin ógnar
framtíð lífs á jörðinni.
Og við vitum að eina
ráðið gegn þessu er að
minnka losun gróð-
urhúsalofttegunda.
Eitt af því sem við get-
um gert er að minnka
eldsneytiseyðslu bíla,
flugvéla og annarra
samgöngutækja með
því að nýta léttmálma á
borð við ál í framleiðslu
þeirra.
En ál þarf að bræða.
Til þess þarf orku. Og
þá stendur mannkynið
frammi fyrir því vali hvort bræða
eigi álið með því að brenna kolum
eða olíu með tilheyrandi losun gróð-
urhúsalofttegunda eða nota vist-
væna orku fallvatna, orku sem hefur
í för með sér litla sem enga losun
gróðurhúsalofttegunda. Út frá nátt-
úruverndarsjónarmiðum og sjón-
armiðum um framtíð lífs á jörðinni
er augljóst að síðari kosturinn er sá
betri. Og ekki bara betri heldur í
raun sá eini. Því hinn valkosturinn,
álbræðsla með kolum og olíu, felur í
sér að lífi á jörðinni er stefnt í hættu.
En úrtölumenn segja að það meg-
um við ekki gera. Þeir kæra sig koll-
ótta um framtíð lífs á jörðinni. Þeir
segja að það sé verið að „drekkja
landi“ þegar búin eru til uppistöðu-
lón til að jafna rennsli í virkjanirnar.
Og þeir segja að fólk á Austfjörðum
og Norðausturlandi þurfi ekki at-
vinnu, það geti bara farið og gert
eitthvað annað, tínt fjallagrös og
„virkjað hugmyndaflugið“.
En staðreyndin er sú að fólk þarf
alvöru atvinnu. Það
geta ekki allir verið á
listamanna- eða rithöf-
undarlaunum og sötrað
cappuccino á kaffihúsi í
101 Reykjavík. Með því
að styðja við uppbygg-
ingu álvera hafa Ís-
lendingar ekki aðeins
lagt sitt af mörkum til
hnattrænnar nátt-
úruverndar, þeir hafa
einnig skotið styrkari
stoðum undir sam-
félögin þar sem álverin
eru staðsett. Hjól at-
vinnulífsins snúast þar
á fullum hraða og fólk sér fram á
framtíð úti á landi. Með álverum er
einnig skotið styrkari stoðum undir
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, þar
með er dreift áhættunni af aflabresti
í nytjafiski eða fækkun ferðamanna.
Slík óhöpp hefðu þar með ekki eins
lamandi áhrif á þjóðarbúið og áður.
Framsóknarflokkurinn hefur ver-
ið í fararbroddi í nýtingu vatnsafls-
ins. Af því getur flokkurinn verið
stoltur. Það er mikill misskilningur
að halda að Framsóknarflokkurinn
hringsnúist eins og vindhani þótt
virkjunarandstæðingar hafi haft
hátt í fjölmiðlum að undanförnu.
Ábending Jóns Sigurðssonar iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra um að
stjórnvöld sem slík reki ekki virkj-
unarstefnu er engin breyting hvað
það varðar. Sú ábending snýr aðeins
að aðkomu ráðuneytanna og annarra
framkvæmdavaldshafa að ákvörð-
ununum, aðkomu sem einkennist af
því að framkvæmdavaldshafar eru
bundnir af ákvörðunum löggjafans.
Þingmenn Framsóknarflokksins eru
hluti af löggjafarvaldinu, lýðræð-
islega kjörnir til stefnumótunar og
til að setja þjóðfélaginu reglur.
Framsóknarflokkurinn er flokkur
velferðar og náttúruverndar. Það er
því skylda hans að styðja áfram vist-
væna nýtingu fallvatnanna á Íslandi,
landi og þjóð og í raun heiminum öll-
um til heilla.
Framsóknarflokkurinn er
náttúruverndarflokkur
Jón Einarsson fjallar um
nýtingu náttúruauðlinda og
Framsóknarflokkinn ’Með því að styðja viðuppbyggingu álvera hafa
Íslendingar ekki aðeins
lagt sitt af mörkum til
hnattrænnar náttúru-
verndar, þeir hafa einnig
skotið styrkari stoðum
undir samfélögin þar sem
álverin eru staðsett.
Hjól atvinnulífsins snúast
þar á fullum hraða og
fólk sér fram á framtíð
úti á landi. ‘Jón
Einarsson
Höfundur er lögfræðingur.
KASTLJÓS Sjónvarpsins hefur
að undanförnu fjallað á vandaðan
hátt um íslenska lyfjamarkaðinn.
Glögglega hefur kom-
ið fram að verð frum-
lyfja er nú lægra hér
á landi en í Dan-
mörku á meðan
dæmi, sem sýnd hafa
verið í fjölmiðlum,
eru um að verð sam-
heitalyfja er hærra
hér á landi en þar.
Heilbrigðisráðherra
hefur verið yfirlýs-
ingaglaður, m.a. talað
um „óþolandi hátt
lyfjaverð“ og ýmsu
viljað breyta, nú síð-
ast í viðtali við Ey-
rúnu Magnúsdóttur í
lokaumfjöllun Kast-
ljóss um þessi mál.
Misskilningur ráð-
herra
Heilbrigð-
isráðherra vitnaði í
Kastljósviðtalinu í
skýrslu ríkisend-
urskoðunar frá því í
mars 2004 um lyfja-
kostnað og sagði
hann hafa komist að
þeirri niðurstöðu að
lyfjaverð á Íslandi
væri 46% hærra hér
en í nágrannalöndum
okkar. Jafnframt
sagði hún ríkisend-
urskoðun skýra þann
verðmun með því að
samheitalyf á markaði væru of fá,
lyfin væru of dýr og kostnaður við
dreifingu þeirra of mikill. Þarna
er ekki farið alveg rétt með úr
skýrslu ríkisendurskoðunar. Rík-
isendurskoðun sagði samanburð
við Danmörku og Noreg leiða í
ljós að árið 2003 hafi kostnaður,
en ekki verð, á hvern landsmann
verið 46% hærri hér á landi en
þar. Sagði hún hærri kostnað á Ís-
landi skýrast af minna úrvali
ódýrra samheitalyfja og meiri
kostnaði við dreifingu og sölu en
einnig að meiri kostnað megi
skýra með meiri notkun sumra
lyfja hér á landi, t.d. tauga- og
geðlyfja. M.ö.o. að hér á landi er
meira notað af dýrum lyfjum en í
löndunum sem var verið að bera
okkur saman við. Þessari síðustu,
en kannski mikilvægustu stað-
reynd, kýs ráðherrann að sleppa.
En jafnframt að það var kostn-
aðurinn árið 2003 sem var 46%
hærri en ekki verðið. Athyglisvert
er að í skýrslunni eru settar fram
14 tillögur sem gætu lækkað lyfja-
kostnað landsmanna. Flestar snúa
þær að einhverju eða öllu leyti að
hinu opinbera en fæstar virðast
hafa fengið frekari skoðun.
Heilbrigðisráherra segir hlutfall
samheitalyfja vera of lágt á ís-
lenskum markaði og að „mark-
aðurinn [sé] ekki að skila okkur
hagstæðum verðum“ eins og hún
sagði í Kastljóssviðtalinu. Nú gilda
ekki hefðbundin markaðslögmál á
þessum markaði, þar eð yfirvöld
ráða í raun verðlagningu lyfja hér
á landi. Vert er að muna að það er
á grundvelli samkomulags við yf-
irvöld sem verð frumlyfja hér á
landi er nú orðið lægra en í Dan-
mörku. Jafnframt er rétt að halda
til haga að hlutfall samheitalyfja á
íslenskum markaði er ekki úr takti
við önnur lönd. Að vísu sker Dan-
mörk sig úr, þar er hlutfall sam-
heitalyfja, ef horft er til magns,
um 65% af heildarmarkaði. Í
Þýskalandi er hlutfallið um 40%, í
Svíþjóð um 39% og hér á landi um
31%. Í Finnlandi, Frakklandi og á
Írlandi er hlutfallið um 13% og það
er minna en 10% á Spáni og í
Belgíu og engum sög-
um fer af umræðu í
þessum löndum um
nauðsyn þess að hið
opinbera fari að
höndla með lyf. En
með þessar tölur til
grundvallar, hvernig
er þá hægt að halda
því fram að hlutfall
samheitalyfja sé „of
lágt“ hér á landi? Of
lágt miðað við hvað?
Eðlilegt að endur-
skoða reglur
Mikill árangur hefur
náðst í góðri samvinnu
við heilbrigðisyfirvöld
til lækkunar á verði
frumlyfja á Íslandi. Þá
er heilshugar hægt að
taka undir að rétt
notkun samheitalyfja
getur skilað sparnaði í
heilbrigðisþjónustunni
og veitt svigrúm fyrir
nýsköpun og ný með-
ferðarúrræði. Stjórn-
völd geta beitt ýmsum
aðgerðum til að hvetja
til notkunar samheita-
lyfja en slíkar aðgerðir
mega ekki koma í veg
fyrir að læknir ávísi
þeim lyfjum sem henta
best þörfum einstakra
sjúklinga. Fram hafa
komið hugmyndir um
að taka til skoðunar ógagnsætt
kerfi afslátta í lyfjaverði og skal
tekið undir að þar má vafalaust
skerpa á. Einnig er eðlilegt að far-
ið sé yfir regluverkið er lýtur að
greiðsluþátttöku ríkisins. Mik-
ilvægt er þó að hafa í huga að ef
breytingar verða gerðar, að þær
uppfylli kröfur um að allir sitji við
sama borð, að mögulegar breyt-
ingar verði ekki sniðnar að þörfum
einstakra fyrirtækja og að hvergi
verði slakað á kröfum sem gerðar
eru til lyfja og lyfjadreifingar
varðandi gæði, öryggi og þjón-
ustustig.
Einn megintilgangur samtaka
framleiðenda frumlyfja er að efla
og dýpka umræðu um lyfjamál og
gæta hagsmuna framleiðenda
frumlyfja á Íslandi. Það gerum við
ekki síst með góðri samvinnu við
heilbrigðisyfirvöld sem þegar hefur
skilað lægra verði frumlyfja hér á
landi en í Danmörku. Því er rangt
að halda því fram að lyfjaverð á
Íslandi sé almennt mun hærra en
annars staðar og það er rangt að
halda því fram að markaðurinn hér
sé þegar kemur að hlutföllum lyfja
á markaði öðruvísi en í okkar
helstu nágrannalöndum. Aftur á
móti er rétt að halda því til haga
að hlutfall lyfjakostnaðar af heild-
arkostnaði við rekstur heilbrigð-
iskerfisins hefur lækkað und-
anfarin ár, frá því að vera u.þ.b.
18% árið 1996 og niður í u.þ.b. 12%
árið 2003. Á sama tíma hafa út-
gjöld til heilbrigðismála sem hlut-
fall af vergri þjóðarframleiðslu
vaxið hröðum skrefum. Það skýtur
því skökku við að á meðan kostn-
aðurinn við rekstur heilbrigðiskerf-
isins vex almennt hröðum skrefum
skuli helst gagnrýndur sá kostn-
aður sem hefur sannarlega lækkað.
Lyfjaverð og
ráðherra
Jakob Falur Garðarsson
fjallar um lyfjaverð
Jakob Falur
Garðarsson
’Það skýtur þvískökku við að á
meðan kostn-
aðurinn við
rekstur heil-
brigðiskerfisins
vex almennt
hröðum skrefum
skuli helst gagn-
rýndur sá kostn-
aður sem hefur
sannarlega
lækkað.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Frumtaka, samtaka framleiðenda
frumlyfja.
Sagt var: Leikmenn beggja liða náðu ekki að skora fleiri mörk.
Betur færi: Leikmenn hvorugs liðs náðu að skora . . .
Gætum tungunnar
ENN og aftur hefur það gerst í
Ölfusi að stórar og miklar ákvarðanir
sem ráða miklu um framtíðarheill
sveitarfélagsins og skipta ein-
staklinga miklu máli
eru teknar á bak við
luktar dyr, án nokk-
urrar umræðu og svo
rammt kveður að því að
jafnvel bæjarstjórnin
veit ekki af þessu fyrr
en búið er að ganga frá
málum.
„Sala ekki á dag-
skrá“
Á fundi með eldri
borgurum rétt fyrir
kosningar var bæj-
arstjórinn Ólafur Áki
Ragnarsson spurður að því hvort til
stæði að selja jörðina Hlíðarenda.
Svar hans var stutt og laggott, skýrt
og einarðlegt: „Slíkt er ekki á dag-
skrá.“ Skömmu síðar, eftir kosningar,
er búið að ganga frá sölu Hlíðarenda
fyrir litlar 100 miljónir og fyrirtækið
sem keypti búið að leggja veg og ræsi
yfir vatnslindinni og byrjað að bora.
Allir sem hafa staðið að verklegum
framkvæmdum vita að nokkurn fyr-
irvara þarf þegar ráðist er í slík stór-
verkefni. „Við skulum hinkra, strák-
ar, fram yfir kosningar“ gætu þeir
hafa sagt hver við annan mennirnir
hjá vatnssölufyrirtækinu og bæj-
arstjórinn, ég er nýbúinn að segja að
„þetta sé ekki á dagskrá“.
Einkaleyfi
Sömu daga, fyrir kosningar, var
bæjarstjórinn að ganga frá einkaleyfi
þessa fyrirtækis á vatnslindum Þor-
lákshafnarjarðarinnar. Í uppkasti að
þeim samningi sem bæjarstjórinn
kom með á fund var gert ráð fyrir því
að einkaleyfið næði til Hlíðarenda-
jarðarinnar líka. Þessu mótmæltu
bæði Hjörleifur Brynjólfsson oddviti
og Baldur Kristjánsson prestur.
Samningurinn undanskildi því Hlíð-
arenda. Þá hefur hugmyndin um að
kaupa Hlíðarenda fyrir slikk vaknað.
Þegar þeir væru báðir hættir í bæj-
arstjórn Baldur og Hjörleifur.
Kaupa fyrir slikk
Og þeir kaupa Hlíð-
arenda fyrir slikk (og
halda samt líka vatns-
réttindum á allri Þor-
lákshafnarjörðinni, eða
hvað?). Fyrir 100 millj-
ónir sem greiðast eftir
fimm ár(!!). Bæjarstjór-
inn segir í viðtali við
héraðsfréttablaðið
Gluggann að hann hafi
fengið tvo ráðgjafa til að
meta jörðina. Annar
hafi nefnt töluna 60
milljónir, hinn 120 millj-
ónir „svo við fórum milliveginn“ segir
bæjarstjórinn. Með leyfi að spyrja.
Hvaða ráðgjafar voru þetta? Hvaða
kálfur mat jörðina á sextíu milljónir
sem greiðist eftir fimm ár? Sá hefur
líklega verið fóðraður á undanrennu!
Það var verið að selja jörð í Gríms-
nesinu á 235 milljónir? Hlíðarendi er
1544 hektarar. Þetta er risaflæmi á
dýrasta parti Íslands. Ótakmarkaðar
vatnslindir bæði heitar og kaldar.
Eftir fimm ár má leikandi fá milljarð
fyrir þetta land. Í dag er enginn vandi
að fá 2–300 miljónir fyrir þetta land.
Sennilega er hér um að ræða stærstu
afglöp í sögu sveitarfélagsins Ölfuss.
Glymjandi hlátur kaupendanna
Til viðbótar þessu má nefna að
bæjarstjóri sagði okkur að gatna-
gerðargjöld og önnur gjöld fyrir
vatnsverksmiðjuna á Hafnarsandi
yrðu 50–75 miljónir króna. Drögum
það frá jarðarverðinu og heyrum
glymjandi hlátur kaupendanna sem
huga vel að hag síns fyrirtækis svo
sem eðlilegt er. Okkar hagur hefði
verið sá að leigja þeim spildu úr Hlíð-
arenda fyrst þeir vildu fara þangað
og fá árlegar greiðslur.
Krossarnir voru ekki þornaðir á at-
kvæðaseðlunum þegar fyrirtækið var
búið að leggja ræsi og leggja veg yfir
vatnslindina upp í hlíðina og byrjað
að bora. Þurfti ekkert mat, þurfti
ekki leyfi, þurfti enga athugun? Og
hvað gerðist? Greinilega hefur raskið
haft áhrif á lindina, vatnsborðið í
tjörninni fyrir framan húsið lækkaði
við þetta um a.m.k. tíu sentimetra.
Þeir hafa m.ö.o. spillt sinni eigin
vatnslind. Vatnslind sem við héldum
þegar við kusum að myndi tilheyra
okkur ásamt allri þeirri nátt-
úruparadís sem Hlíðarendajörðin er.
Lokaorð
Málið er tvíþætt. Annars vegar
leyndin sem var yfir málinu. Við vilj-
um ekkert reka sveitarfélag þar sem
menn þegja fram yfir kosningar og
láta ekki uppskátt um fyrirætlanir
sínar. Stór og góð mál þola umræðu.
Vond mál þola illa dagsljós. Hins veg-
ar það að selja þessa náttúruperlu
okkar Ölfusinga á spottprís. Ég tel
engan vafa á því og allir ráðgjafar
mínir eru mér sammála um að jörðin
muni margfaldast í verði á næstu
fimm árum eins og hún hefur gert á
síðustu fimm árum. Hver ætlar að
svara fyrir söluna þá?
Um sölu jarðarinnar
Hlíðarenda í Ölfusi
Garðar Karlsson fjallar um sölu
jarðarinnar Hlíðarenda í Ölfusi ’Ég tel engan vafa á þvíog allir ráðgjafar mínir
eru mér sammála um að
jörðin muni margfaldast í
verði á næstu fimm árum
eins og hún hefur gert á
síðustu fimm árum. Hver
ætlar að svara fyrir söl-
una þá?‘
Garðar Karlsson
Höfundur er frístundabóndi og býr í
Þorlákshöfn.