Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÖRÐ átök hafa geisað milli Ísr-
aela og Hizbollah-samtakanna í
Líbanon frá því á miðvikudaginn í
kjölfar þess að tveim ísraelskum
hermönnum var rænt. Eins og
alltaf fer í átökum sem þessum
eru það almennir borgarar sem
verða verst úti en heildarmann-
fall í ríkjunum tveimur er nú um
170 manns, þar af mun fleiri Líb-
anir.
Eftir ránið á hermönnunum
tveimur krafðist Hizbollah þess
að stjórnvöld í Ísrael slepptu úr
haldi nokkrum hundruðum fanga
sem eru í haldi en Ísraelar hafa
hafnað þessum kröfum með þeim
orðum að þeir semji ekki við
hryðjuverkamenn.
Frá því á miðvikudaginn hafa
Hizbollah og Ísraelsher skipst á
árásum.
Leiðtogar beggja aðila, þ.e.
Ísrael og Hizbollah, hafa lýst því
yfir að átökin muni halda áfram
og fara áhyggjur af víðtækari
átökum á svæðinu vaxandi.
Leiðtogar annarra ríkja hafa
lýst því yfir að mikilvægt sé að
átökunum linni og samþykktu
leiðtogar átta helstu iðnríkja
heims yfirlýsingu þar sem þeir
lýsa yfir áhyggjum sínum af
stöðu mála í Mið-Austurlöndum
og hvetja aðila til að láta af árás-
um.
Hizbollah er ein af helstu
hreyfingum sjíta í Líbanon en
nafnið þýðir „Flokkur Guðs“.
Hreyfingin byggist á íslamskri
hugmyndafræði Khomeinis erki-
klerks, leiðtoga íslömsku bylting-
arinnar í Íran og á 14 sæti af 128
á líbanska þinginu. Leiðtogi
hreyfingarinnar er Hassan Nas-
rallah.
RE
Íbúi í Beirút horfir yfir svæðið þar sem höfuðstöðvar Hizbollah-samtakanna stóðu en Ísraelar sprengd
uðstöðvarnar í árásum sínum. Leiðtogi samtakanna, Hassan Nasrallah, er þó enn á lífi.
RE
Sjúkraliðar gera að sárum þriggja ára drengs sem slasaðist í loftárás Ísraela á Nabatiyeth í S-Líbanon
Yfir 170 manns hafa lá
ist á fimm dögum
Mariam Shihabiyah, 39 ára einstæð móðir í Beirút, heldur á nokk
púðum úr íbúð sinni sem eyðilagðist í loftárásum Ísraela. Skömm
að myndin var tekin hófst ný loftárás á svæðinu.
HEIMA ER BEST
Þær áherslur í öldrunarmálum,sem Siv Friðleifsdóttir heil-brigðisráðherra kynnti fyrir
nokkrum dögum sem sínar, hafa
verið helstu baráttumál Landssam-
bands eldri borgara og ötulla tals-
manna þess, um áraraðir. Eldri
borgarar hafa barist fyrir því að
aukin áhersla yrði lögð á heima-
hjúkrun og heimaþjónustu og að á
sama tíma væri dregið úr stofn-
anavæðingu.
Oft hafa talsmenn eldri borgara
talað fyrir daufum eyrum eða að
minnsta kosti á þann veg að þótt
stjórnvöld hafi hlýtt á orð þeirra
hefur til þessa verið harla lítið um
að baráttumálum eldri borgara hafi
verið hrint í framkvæmd.
Það er því vel að nýr heilbrigð-
isráðherra, Siv Friðleifsdóttir, geri
stefnu þeirra sem þjónustunnar
eiga að njóta að stefnu ráðuneyt-
isins. Með því er að minnsta kosti
gefin von um að verkin verði látin
tala.
Ríkisendurskoðun gerði á liðnu
ári stjórnsýsluúttekt um þjónustu
við aldraða þar sem m.a. koma fram
upplýsingar um fjölda þeirra sem
njóta þjónustunnar og umfang
hennar á einstökum sviðum. Að
mestu leyti miðast þær upplýsingar
sem þar koma fram við árið 2003.
Meðal þess sem þar kemur fram
er að eitt meginmarkmið stjórn-
valda, samkvæmt heilbrigðisáætlun
til ársins 2010 frá árinu 2001 til að
efla og bæta öldrunarþjónustu í
landinu felur í sér að fólk sem er í
mjög brýnni þörf fyrir vistun á
hjúkrunarheimili þurfi ekki að bíða
lengur en 90 daga eftir rými.
Annað markmið ofangreindrar
áætlunar er að yfir 75% fólks 80 ára
og eldra sé við svo góða heilsu að
það geti með viðeigandi stuðningi
búið heima.
Ríkisendurskoðun áætlar að árið
2003 hafi um 4.100 manns fengið
heimahjúkrun, að meðaltali 1,7 tíma
á viku. Af þessum tölum er alveg
ljóst að til þess að hverfa frá stofn-
anavæðingu og leggja stóraukna
áherslu á heimaþjónustu fyrir aldr-
aða þarf að koma til aukið fjármagn
því þeir sem á annað borð þurfa á
heimahjúkrun og heimaþjónustu að
halda þurfa á meiri umönnun að
halda en sem svarar innan við
tveimur klukkustundum á viku.
Miðað við áætlanir Ríkisendur-
skoðunar um þörfina fyrir ný hjúkr-
unarrými má gera ráð fyrir um 750
milljónum króna á ári í bygging-
arkostnað, þ.e. 53 ný rými á ári, eða
7,5 milljörðum króna í framkvæmdir
á verðlagi dagsins í dag, til næstu
10 ára, og þannig væri búið að
fjölga hjúkrunarrýmum um 530.
Er verið að fara fram á of mikið?
Höfum við ekki efni á því að gera
vel við okkar elstu borgara? Höfum
við efni á því að gera það ekki?
Í þessum efnum má ekki heldur
gleyma því hversu miklir fjármunir
sparast hjá hinu opinbera við það að
þeir sem eru í brýnni þörf séu þegar
í stað vistaðir á hjúkrunarheimilum
í stað þess að liggja mánuðum og
jafnvel misserum saman inni á heil-
brigðisstofnunum á meðan beðið er
eftir hjúkrunarrými því daggjöld á
heilbrigðisstofnunum eru að lág-
marki 100% hærri en á hjúkrunar-
heimilum og upp í það að vera
margfalt hærri þegar um dýrustu
sjúkrarúm á heilbrigðisstofnunum
er að ræða.
Svo virðist sem þróun í heima-
hjúkrun á Suðurnesjum geti orðið
fyrirmynd á landsvísu. Þar hefur
verið gert sérstakt átak í þessum
efnum og jókst starfsemi heima-
hjúkrunar á milli áranna 2003 og
2004 um 48% og skjólstæðingum
heimahjúkrunar fjölgaði um 30%.
Þetta kom fram í umfjöllun Sunnu
Óskar Logadóttur hér í Morgun-
blaðinu, fyrr á þessu ári.
Þar kom fram í máli Hildar
Helgadóttur, hjúkrunarforstjóra
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, að
heimahjúkrun byggðist á þeirri
hugmyndafræði að það væri hag-
kvæmt og mannúðlegt að gera öldr-
uðum kleift að dvelja sem lengst
heima hjá sér og fá þar bæði heima-
þjónustu og heimahjúkrun.
Þar kom jafnframt fram í máli
Bryndísar Guðbrandsdóttur, deild-
arstjóra heimahjúkrunar Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja, að þessi
aukna heimaþjónusta hefur leitt til
þess að mun færri sækjast eftir
plássum á hjúkrunarheimilum en
áður og að á liðnu hausti hafi sú
staða komið upp að á hjúkrunar-
heimilum á Suðurnesjum hafi verið
laus níu rými sem enginn hafi viljað.
Í sömu umfjöllun var rætt við
Sigurð Þór Sigurðsson, lækni á lyf-
lækningadeild Heilbrigðisstofnunar-
innar. Í máli hans kom fram að efl-
ing heimahjúkrunar hjá stofnuninni
hafi skipt gríðarlegu máli. Hún hafi
gert það mögulegt að útskrifa fólk
fyrr en ella. Aðstoð og aðhlynning
heima við sé grunnforsenda þess.
Legudögum hafi að meðaltali fækk-
að úr 7 í 5,5 á milli áranna 2004 og
2005 og fækkunin hafi verið enn
meiri en nemur meðaltalinu á lyf-
lækningadeild.
Er ekki vert að skoða hvort þær
aðgerðir sem Heimbrigðisstofnun
Suðurnesja hefur ráðist í hvað varð-
ar eflingu heimaþjónustu og heima-
hjúkrunar, geti orðið að fyrirmynd
fyrir landið allt?
Reynslan sýnir að þær hafa skilað
umtalsverðum árangri og sparnaði,
sem ekki ber að vanmeta. En þær
hafa jafnframt skilað sér í aukinni
ánægju og sátt þeirra sem heima-
hjúkrunar og þjónustu njóta því
þeim er með þjónustunni gert kleift
að vera áfram heima hjá sér. Hvað
sem krónum og aurum líður, hlýtur
mannlegi þátturinn alltaf að vera
mikilvægastur.
Fjóla Eiríksdóttir, sem býr í
þjónustuíbúðum fyrir aldraða í
Keflavík, orðaði það svo í umfjöllun
Sunnu Óskar: „Það er alltaf best að
vera heima.“
Í augum okkar Íslendinga eru það
sjálfsögð mannréttindi, ekki forrétt-
indi, að fá að vera heima hjá okkur.
Það á við um börn, það á við um
ungt fólk, fullorðið fólk og gamalt
fólk. Þess vegna ber stjórnvöldum,
hvort sem er ríkisvaldi eða sveit-
arstjórnum, að taka höndum saman
og tryggja að sérhver einstaklingur
fái að dvelja heima hjá sér eins
lengi og hann kærir sig um og get-
ur.