Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FRÉTTUM undanfarnar vikur hefur verið rætt um mansal og aðra fylgifiska alþjóðlegrar klámvæð- ingar. Á meðan lögreglan í Keflavík stöðvar tilraunir til mansals færir bandaríska sendiráðið fram óyggjandi sann- anir um mansal á Ís- landi. Enginn Íslend- ingur getur lengur fullyrt í hjarta sínu að mansal sé aðeins til í út- löndum. Einnig á hinu saklausa Íslandi höfum við orðið vitni að nú- tímaþrælahaldi sem hefur verið upplýst af dómstólum. Hve mörg eru dæmin sem aldrei komast upp? Smygl á fólki er kannski ekki al- gengt hér á landi, en vitað er að kon- ur koma til landsins, sjálfviljugar eða blekktar, til að dansa á súlustöðum og bjóða stundum blíðu sína í kjölfarið. Aðrar eru misnotaðar með öðrum hætti. Sjálfur rakst ég einu sinni á konu frá einu af Norðurlöndunum sem flakkaði á milli landa, dvaldi í 3 vikur á hverjum stað, stundaði súlud- ans hér á landi og stundaði vændi. Í annað skipti keyrði ég af næturvakt framhjá fáklæddri austurlenskri konu rétt hjá Bústaðarveginum sem bauð sig þeim sem leið áttu hjá. Hin alþjóðlega klámvæðing hefur fyrir löngu teygt sig hingað til lands og enginn getur firrt sig ábyrgð í þeim efnum. Erlendis er vændi víða talið sjálfsagt og sums staðar hefur það verið lögleitt til að hægt sé hafa betra eftirlit með því og vernda vændiskon- urnar. Flestir vita að vændi er aðeins ein grein af hinni alþjóðlegu klám- væðingu. Mansal er einn hluti þess- arar klámvæðingar og getur verið hluti af skipulagðri verslun með kyn- líf. Ljótasti blettur mansals er trú- lega verslun með börn sem gerð eru að kynlífsþrælum, börn sem oft eru munaðarlaus og hvergi skráð í heima- landi sínu, börn sem enginn saknar og sem hverfa sporlaust af jörðu hér. Fæstir kaupendur kláms á Íslandi átta sig á þeim hættum sem kláminu fylgja og fæstir bera saman venju- lega klámmynd á spólu og mansal raunveru- leikans. Samt fylgir allri verslun með klám ákveðin firring. Sú firr- ing stafar af því að mað- urinn er gerður að sölu- vöru, líkami hans er boðinn út, ekkert er lengur heilagt – sak- leysið er fyrir bí. Neyt- endur kláms vita venju- lega ekkert um sögu þess sem selur klámið. Þeir vita ekkert um að- stæður þeirra sem fara með hlutverk í klámmynd og þeim er alveg sama. Neytandinn er fastur í sinni eigin sálarfirringu, þar sem til- finningar eiga ekki lengur nokkra samleið með líkamlegri fýsn. Hann tekur þátt í leiknum, er fórnarlamb aðstæðna en um leið ber hann þó æv- inlega jafnmikla ábyrgð og seljand- inn, stundum meiri. Í þeim löndum þar sem kaupandinn hefur verið dreginn til ábyrgðar, eins og í Sví- þjóð, hefur það dregið úr eftirspurn í kynlífsverslun. Eina svar okkar hlýt- ur því að vera að spyrja okkur sjálf með hvaða móti við getum betur spornað gegn mansali og öðrum skuggahliðum hinnar alþjóðlegu klámvæðingar – hvernig við getum varðveitt betur sakleysið í okkur sjálfum og umhverfi okkar sem vegið er að úr öllum áttum. Spurningin sem við hljótum að spyrja okkur er eft- irfarandi: Viljum við vændi á Íslandi eða ekki, og erum við tilbúin að sporna gegn því af fullum krafti? Rík- isstjórn landsins hefur sýnt lit í þess- um efnum og undirritað að minnsta kosti tvo sáttmála á alþjóðlegum vett- vangi, sáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmála Evrópuráðs, sem lúta m.a. að glæpastarfsemi, vændi og nú síðast mansali. Ísland hefur þó ekki ennþá fullgilt þessa sáttmála með því að lögfesta þá á Alþingi og enn vantar mikið upp á að aðrar þjóðir geri það jafnframt. Þess vegna eru þeir enn máttlaus plögg sem sýna vilja þjóða ekki í verki. Íslendingar eiga sögulegt tækifæri til að sýna að þeir vilji vera í fararbroddi þjóða sem varðveita sem best sakleysið og virða einstakling- inn, sjálfstæði hans og reisn til að lifa mannsæmandi lífi ofar öllu. Ég skora á stjórnvöld að fullgilda samninga sína í haust þegar Alþingi kemur saman. Um leið leitast ég við að greiða leið sakleysisins með sjó- sundi mínu og vekja fólk til vitundar um gildi sakleysisins og styrk. Á næstu vikum mun ég standa fyrir áheitasöfnun, bæði í kringum Reykjavíkursundið 22. eða 23. júlí og Ermarsundið 30. ágúst – 5. sept- ember gegn mansali til styrktar sak- leysinu. Ágóðinn rennur í Sjóð Sak- leysis sem er ætlað að styrkja þau samtök og félög sem best sporna gegn mansali og alþjóðlegri klám- væðingu. Um það er fjallað á heima- síðunni www.ermasund.is og verður auglýst betur síðar. Lifið heil! Synt gegn mansali – til varnar sakleysinu Benedikt S. Lafleur fjallar um Reykjavíkursund 2006 ’Ég skora á stjórnvöldað fullgilda samninga sína í haust þegar Alþingi kemur saman. Um leið leitast ég við að greiða leið sakleysisins með sjó- sundi mínu og vekja fólk til vitundar um gildi sak- leysisins og styrk. ‘ Benedikt S. Lafleur Höfundur er listamaður og útgefandi. ÞAÐ er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um lyfjamál svo vel sem þeim hafa að undanförnu verið gjörð skil og þakka má ágæta um- fjöllun Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Sjónvarpinu hér um þar sem afar margt gagnlegt kom fram. Ekki fer milli mála að fyrir eldri borgara er verð lyfja afar þýðingarmikið, því eldri borgarar nota eðlilega meira af lyfj- um en aðrir aldurs- hópar, meðalaldur fólks hækkar stöðugt og þar koma æ betri lyf en dýrari svo sann- arlega við sögu. Lyfja- mál hafa því verið all- mjög rædd og um þau ályktað á vettvangi fé- laga eldri borgara og skal að því vik- ið síðar. Aðeins rétt að undirstrika það að lyf til eldri borgara eru veru- lega niðurgreidd sem betur fer, en fyrir þá sem minnstar tekjur hafa er þó lyfjabagginn anzi þungur. Ekki get ég tekið undir það að lækkun út- gjalda hjá Tryggingastofnun ríkisins í kjölfar samninga sem lyfja- greiðslunefnd og ráðuneyti gjörðu við lyfjafyrirtækin hafi alls ekki komið neytendum til góða, því rétt er að halda því til haga sem allir ættu raunar að vita að kostnaðinn hjá TR greiðum við öll og ekki skal því gleymt að ríkið það erum við. En vissulega hefðum við viljað sjá þessa samninga skila einhverju beint til neytandans líka. Umræðan nú hefir eðlilega snúist um verð á sam- heitalyfjum og spurninguna um það hverju eða hverjum sé um að kenna hve dýr þau eru eða hreinlega að þau fáist ekki og ýmsar skýringar nefnd- ar. Hins vegar fékkst að nokkru skýring hjá mjúkmálum fulltrúa eins lyfjarisans þegar sá viðurkenndi fús- lega að ætlast væri til að þessi mark- aður hér sem væri ör- smár hluti af heildinni skilaði hagnaði og auð- vitað er það ljóst af öll- um umsvifum lyfjaris- anna að sá hagnaður er umtalsverður. Miðað við það ástand sem nú ríkir og hinir fróðustu menn hafa reifað ljós- lega, s.s. landlæknir og deildarstjóri lyfjamála heilbrigðisráðuneytis, þá þykir mér ekki und- arlegt, þó ráðherra viðri þá hugmynd að koma aftur á einhvers konar lyfja- verzlun á vegum ríkisins. Greinilegt er af viðbrögðum lyfjarisanna að þetta skýtur þeim skelk í bringu og gripið til þeirrar gamalkunnu klisju að það sé afturhvarf til fortíðar. Það er rétt eins og fortíð okkar sé ein allsherjar ófreskja, en oft finnst manni nú að einmitt markaðurinn í dag á þessu sviði sem öðrum sé ein skelfileg ófreskja sem allt verður undan að láta og eru lífeyrissjóða- tilburðir Bónuss og FL Group gleggsta dæmið um takmarkalausan yfirgang. Í umræðunni hefur líka verið að koma á innkaupasambandi öryrkja og eldri borgara og allt slíkt ber sannarlega að skoða vel og sann- leikurinn er sá, að við styðjum að sjálfsögðu hverja þá vel uppbyggða tilraun sem gjörð er eða verður til að lækka lyfjaverð almennt. Við höfum enda ályktað hér um, bæði félag okk- ar sem og landssambandið, og við höfum komið inn á ákveðið atriði sem hefur ekki farið hátt í um- ræðunni en þar á ég við virð- isaukaskatt af lyfjum sem er 24,5 % hér en til samanburðar kom það fram að í Svíþjóð er enginn virð- isaukaskattur. Við höfum m.a. eftir fund með Páli Péturssyni, formanni lyfjagreiðslunefndar, ályktað ákveð- ið um lækkun virðisaukaskatts af lyfjum, að hann yrði sá sami og nú er af matvælum, 14 %, enda sama nauð- synjavaran svo mörgum. Nú er ein- mitt rætt á stjórnarheimilinu um breytingar á virðisaukaskattskerf- inu í lækkunarátt og verðugt væri að þar væri virðisaukaskattur á lyf tek- inn inn í, það framlag væri sann- arlega dýrmætt og myndi vonandi skila sér beint til neytandans, bæði með beinum og óbeinum hætti. Hyggið að því ágætu ráðamenn. Lækkun virðisaukaskatts – leið í lyfjamálum? Helgi Seljan fjallar um lyfja- verð og málefni eldri borgara ’Ekki fer milli mála aðfyrir eldri borgara er verð lyfja afar þýðing- armikið, því eldri borg- arar nota eðlilega meira af lyfjum en aðrir aldurs- hópar.‘ Helgi Seljan Höfundur er varaformaður FEB í Reykjavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbún- aðarráðherra, lýsti yfir því í við- tali í Spegli Rásar eitt Rík- isútvarpsins á fimmtudaginn var að hann teldi Íslendinga þurfa sterkt og öflugt ríkisútvarp í sam- eign þjóðarinnar. Stjórn Hollvina- samtaka ríkisútvarpsins fagnar þeirri yfirlýsingu ráðherrans. En Guðni hélt áfram og sagði að þó þyrftum við „kannski að breyta um rekstrarform til þess að út- varpið geti fylgt þeirri öru þróun sem er á markaðnum og keppt við það sem er að gerast. Þetta hafa Norðmenn gert, þetta hafa Danir gert, þetta hafa Finnar gert.“ Stjórn Hollvinasamtakanna bendir á að þarna hallar ráð- herrann réttu máli. Danska út- varpið, DR, er ríkisútvarp eins og það hefur alltaf verið, þar hefur engin breyting verið gerð. Finnska útvarpið hefur allt frá upphafi verið opið hlutafélag í eigu ríkisins, sem þýðir að allar upplýsingar um rekstrarþætti þess eru aðgengilegar almenningi. Norska ríkisútvarpið, NRK, er eina ríkisútvarp Norðurlanda sem hefur verið breytt í hlutafélag og það var mjög umdeild gjörð á sín- um tíma. Sænska útvarpið, SR, hefur frá 1997 verið í eigu sér- staks félags, sem á og rekur út- varp, sjónvarp og kennsluútvarp. Þessi breyting var gerð til þess að auka sjálfstæði þessara stofnana og undirstrika almannahlutverk ríkisútvarpsins. Sænska þingið, Riksdagen, skipar 11 manna stjórn þessa félags. Á Íslandi er hugmyndin einfald- lega að gera útvarpið að hluta- félagi svo unnt sé að gera það „straumlínulagað“ til að standast villta og tryllta samkeppni á ljós- vakanum. Hollvinasamtökin hafa áður spurt hvað það sé í núverandi rekstrarformi sem hindri að út- varpið geti fylgt eftir hinni öru þróun á markaði en engin svör fengið önnur en að ríkisútvarpið verði að geta brugðist við sam- keppni, án þess að það sé skýrt nánar. En Páll Magnússon út- varpsstjóri hefur á hinn bóginn sýnt að unnt er að bregðast við aðstæðum á markaði fljótt og vel, meðal annars með mannaráðn- ingum, þegar keppinautarnir kræktu í nánast alla áhöfn Kast- ljóssins. Enda þarf ekki annað en virða fyrir sér mikla velgengni ríkisútvarps frænda okkar Dana undanfarin ár til að sannfærast um að engu skiptir hvert rekstr- arformið er. En hvað sem öðru líður er gott að vita að varaformaður Fram- sóknarflokksins vill standa vörð um íslenska Ríkisútvarpið. Ekki mun af veita ef svo fer fram sem horfir, að með haustinu verði það leitt til slátrunar í sláturhúsi hægri arms Sjálfstæðisflokksins. F.h. stjórnar Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. ÞORGRÍMUR GESTSSON og MARGRÉT SVERRISDÓTTIR, í stjórn Hollvinafélags Ríkisútvarpsins. Guðni fór með rangt mál Frá Þorgrími Gestssyni og Margréti K. Sverrisdóttur: ÞAÐ er ljóst að meirihluti þjóð- arinnar hefur tjáð sig um að áfeng- isneysla ung- menna sé óviðunandi. Það kemur því á óvart hve áber- andi það hefur verið að ung- menni séu að lenda í vandræð- um vegna áfeng- isneyslu. Eftir tvær fyrstu helg- arnar í júlí hafa verið fyrirsagnir í blöðunum um áberandi ölvun ung- menna á stórum uppákomum. Lýsti einn forsvarsmaður Írskra daga á Akranesi yfir undrun sinni á af- stöðu foreldra sem gáfu fimmtán og sextán ára börnum sínum leyfi til að sækja þá skemmtun einsömul. Það er ekki til fyrirmyndar. For- eldrar þurfa að taka höndum sam- an þar sem börnin okkar þurfa okk- ar vernd og umhyggju. Það er á ábyrgð foreldra að sjá til þess að börn fari ekki eftirlitslaus á útihá- tíðir og lendi þar í aðstæðum sem þau hafa ekki þroska til að ráða fram úr. Eðlilegra er að fara með börnunum sínum á skemmtanir til að kenna þeim hvernig á að skemmta sér án vímugjafa. Samfélagið í heild þarf að standa saman með skýr skilaboð um að áfengisneysla ungmenna sé ekki samþykkt. Þetta er hægt að gera með því að vera góðar fyrirmyndir og hafa ekki áfengi um hönd þar sem börn eru. Þeim fer fjölgandi sem viðurkenna að áfengi á ekki við öllum stundum alstaðar og allra síst innan um börn en betur má ef duga skal. Þetta er áskorun til samfélagsins, það má ekki gerast að samfélagið samþykki unglingadrykkju. AÐALSTEINN GUNNARSSON, formaður Barnahreyfingar IOGT. Áfengisneysla ungmenna er að fyrirmynd fullorðinna Frá Aðalsteini Gunnarssyni: Aðalsteinn Gunnarsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.