Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 25 MINNINGAR ✝ Rannveig FriðrikaKristjánsdóttir fædd- ist í Þjóðólfstungu í Bol- ungarvík 2. júlí 1921. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. júlí síð- astliðinn. Rannveig var dóttir hjónanna Kristjáns G. Maríassonar, bátsfor- manns og bónda, f.10.1. 1880, d. 9. 2. 1939 og Guðbjargar Lovísu Magnúsdóttur, f. 21.11. 1884, d. 26.10. 1938 og var næstyngst í röð níu systkina. Vegna veikinda sem ungabarn var Rannveig sett í fóstur hjá Magnúsi Þórðarsyni bátsformanni og Sigríði Halldórs- dóttur og dóttur þeirra Júlíönu en þau bjuggu á Bolungarvík. Rann- veig ólst upp hjá því fólki. Eiginmaður Rannveigar er Kristján Þorkelsson vélstjóri og eignuðust þau sex börn, þau eru: 1) Jóhanna Maggý sjúkraliði, f. 25.5. 1941, d. 4.6. 2002, gift Bárði Halldórssyni bólstrara. Synir þeirra eru: a) Kristján Viðar blikksmiður, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur húsmóður, og eiga þau börnin Ágúst Viðar, Jó- hönnu Maggý og Hjalta Snæ. b) Halldór verktaki, kvæntur Sigríði Kristinsdóttur hárgreiðslumeist- ara, og eiga þau börnin Arnar Inga og Lindu Björk. c) Stefán Þór flugmaður kvæntur Elínu Björgu Ásbjörnsdóttur hárgreiðslumeist- a) Kristján Daði atvinnubílstóri (faðir hans er Valgeir Daðason), kona Dagný Eiríksdóttir húsmóðir og eiga þau börnin Eirík Kristin og Brynhildi. b) Sigurður atvinnu- kafari, kona Hildur Bjarney Torfadóttir nemi, og eiga þau syn- ina Elvar (móðir hans er Sigríður Loftsdóttir) og Hafþór Loga. b) Lilja matráður, maður hennar Óskar Jónsson verkstjóri og eru börn þeirra Stefán Ingi og Elva Rún. 5) Auður leikskólakennari, gift Roger Olofsson smið. Auður var áður gift Sigurði Rúnari Jóns- syni pípulagningameistara og eru börn þeirra a) Jón Andri trésmíða- nemi, b) Eydís Helga verslunar- skólanemi, gift Jesper Skov og eru börn þeirra Emma Marie og Fre- derikke Liv, c) Þröstur Bjarmi, d) Kristín Hlíf og e) Sunna María. 6) Alfa bókasafnsfræðingur, gift Sig- mari Þormar félagsfræðingi og eiga þau börnin Valgeir, Vigdísi og Aðalstein. Rannveig ólst upp á Bolungar- vík og Ísafirði. Hún fór í vinnu til Siglufjarðar á síldarárunum og kynntist þar verðandi eiginmanni sínum Kristjáni. Þau Rannveig og Kristján bjuggu víða um land vegna vinnu Kristjáns, en settust að lokum 1961 að á höfuðborgar- svæðinu, í Kópavogi og síðar Garðabæ. Rannveig verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ara. 2) Guð- björg tækni- teiknari, f. 6.12. 1946, d. 20.2. 2002, gift Grét- ari Sveinssyni húsasmiða- meistara. Börn þeirra eru: a) Þórunn kerfis- fræðingur, gift Sveini Andra Sveinssyni við- skiptafræðingi, og börn þeirra eru Halldór Fannar og Guðbjörg Lilja. b) Rannveig viðskiptafræðingur, maður hennar er Vignir Sigur- sveinsson skipstjóri. Rannveig var áður gift Sigmundi Jóhannessyni húsasmiðameistara, og eignuðust þau dæturnar Björgu og Söru. c) Sveinn Ómar rekstrarstjóri, kvæntur Lindu Reimarsdóttur bankastarfsmanni, sonur Sveins Ómars og Ásu Jóhönnu Pálsdóttur er Grétar Snær, sonur Lindu og Sveins er Jakob Freyr, en Lilja Rún er stjúpdóttir Sveins Ómars. 3) Kristján pípulagningameistari, kona Áslaug Gísladóttir. Sonur Kristjáns og Sesselju Ólafsdóttur er Pétur byggingartæknifræðing- ur, kona hans er Eyrún Birna Jónsdóttir kennaraháskólanemi. 4) Brynhildur hárgreiðslumeist- ari, gift Stefáni Sigurðssyni mat- reiðslumeistara. Börn þeirra eru: Kæra tengdamamma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum á útfarardegi þínum sem þú skynjaðir vel að var í nánd. Þú sýndir mikinn kjark og áræðni 2. júlí sl., á 85 ára af- mælisdegi þínum, að bjóða þínum nánustu, nokkrum vinum og sam- ferðarfólki í gegnum tíðina til veislu eða kveðjustundar eins og þú örugg- lega hugsaðir það. Þetta var notaleg og góð stund. Þakka þér. Við erum búin að vera samferða í rúma 4 ára- tugi eða hálfa þína ævi. Mitt lán var að kynnast Hönnu ykkar 1963 þegar hún var við nám á Laugalandi í Eyjafirði og ég á Ak- ureyri. Svo einkennilega vill til að ég er staddur í sumarbústað á milli þessara staða núna þegar ég hripa þessar línur. Nokkrar ferðirnar fór- um við fjögur saman annað hvort til útlanda eða innanlands. Tvisvar fór- um við á Vestfirðina á þínar heima- slóðir og í annað skiptið á ættarmót með þínu fólki í Bolungarvík sem tók á móti okkur konunglega. Í bakaleið- inni þræddum við alla kirkjugarða á fjörðunum og við leituðum uppi leiði forfeðra þinna sem þú hafðir gaman af að segja okkur frá. Þú varst ekta Vestfirðingur, þú naust þessara ferða og við líka. Svo var það Siglufjörður, Hólm- urinn og Mývatnssveit sem við heim- sóttum saman. Í eina sólarlandaferð fórum við 1992 þegar ég varð fimm- tugur og tengdapabbi 75 ára. Það var líka skemmtileg ferð. Ég get ekki staðar numið án þess að minn- ast á þitt stóra áhugamál, blóma- og trjárækt. Alltaf hafa fylgt þér hvar sem þið hafið búið blómstrandi beð og pottar, snyrtilega fyrirkomið. Síðast í fyrravor, þrátt fyrir veikindi og lélega heilsu, fóruð þið í Blómaval og keyptuð fullt skott af blómum. Síðan biðuð þið eftir að einhver kæmi til að setja þau niður, sem og var gert. Við fjölskyldan þökkum þér sam- fylgdina. Guð veri með þér. Bárður. Ég vil rita hér nokkur orð til að minnast tengdamóður minnar Rann- veigar Kristjánsdóttur. Þau Krist- ján og Rannveig bjuggu í Reyni- hvammi í Kópavogi þegar ég kynntist þeim um miðjan níunda áratuginn. Mér koma upp í hugann hugtökin kraftur, dugnaður og um- hyggja fyrir fjölskyldunni er ég hugsa til Rannveigar og aftur til þessa tíma. Þau hjónin höfðu búið víða um land áður en þau fluttu í Kópavoginn. Heimilishald í Reyni- hvammi var allt með miklum glæsi- brag, líf og fjör, stór og samstæð fjölskylda sem hittist oft. Farið var að síga á seinni hluta starfsævi og börnin sex uppkomin. En ekki var setið auðum höndum; endalaus orka virtist vera til staðar á þessu heimili. Rannveig naut lífsins meðal fjölda barnabarna og brátt barnabarna- barna. Mér er sérstaklega minnis- stæð frábær eldamennska Rann- veigar sem bar örlítið erlendan keim. Rannveig fór ung í vist hjá dönsku fólki á Ísafirði og kynntist þar alþjóðlegum straumum sem settu æ síðan svip á hana. Rannveig var mikil áhugamann- eskja um gróður og skógrækt. Ég átti þetta áhugamál sameiginlegt með tengdamóður minni og hún var mér, ungum manninum, endalaus uppspretta fróðleiks um þetta efni. Hún var með frábæran garð í Reyni- hvamminum. Síðan fengu þau hjónin sér sumarbústað í Grímsnesi þar sem Rannveig naut þess að rækta skóg. Ég vil ljúka þessu með því að þakka fyrir tuttugu ára kynni af sér- stakri konu. Sigmar Þormar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Mig langar til að minnast Rann- veigar ömmu minnar með nokkrum orðum. Okkur ömmu greindi á um ýmsa hluti en við vorum einnig sam- mála um margt. Við áttum það jafn- vel til að þræta en það breytti því ekki að okkur nöfnunum þótti alltaf jafnvænt um hvor aðra. Ég minnist óteljandi stunda á Draghálsinum er amma og afi kíktu á okkur og áttu þau á tímabili sitt eigið herbergi þar. Áhugi ömmu á Draganum og skógræktinni okkar þar var mikill. Ég minnist þess þeg- ar þau komu keyrandi frá Reykjavik á Dragann til að vera viðstödd jarð- arför hundsins okkar Pollyar, gróð- ursetningaferðanna og margra góðra stunda á Miðvanginum og í Lækjarberginu. Minnist þess hve amma var sterk þegar á móti blés en þegar ég missti elskulegan eigin- mann minn fyrir nokkrum árum og þegar mamma og Hanna Maggý dóu með stuttu millibili reis amma upp og stóð sem klettur við hlið okkar allra á þeim erfiðu tímum sem varla eru liðnir þegar hún svo sjálf fer. Á 85 ára afmæli ömmu hinn 2. júlí sl. kom stórfjölskyldan saman á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar áttum við góða stund saman, amma koma fram í rúminu, spjallaði aðeins við okkur og hlustaði á Ölfu og fleiri spila og syngja. Nær öll barnabörn, tengdabörn og barna- barnabörn komu til veislunnar. Amma talaði um hvað þetta væri allt vel heppnað og gaman. Þetta var allt ákveðið hjá henni, afmælið notaði hún til að kveðja, hún vissi að hún væri að fara. Elsku amma, ég veit að dætur þín- ar, elskuleg móðir mín og Hanna Maggý, hafa tekið á móti þér með opna arma, það er núna friður yfir sálu þinni og þér líður vel. Búin að hitta hetjurnar okkar sem fóru frá okkur svo allt of snemma. Með þá vitneskju að baki er auðveldara að kveðja. Elsku afi, guð blessi þig og styrki þig í sorginni. Rannveig. Elsku amma Rannveig, ég sit hér með tárin í augunum og hugsa um þig, hvað það er sárt að þú sért farin frá okkur. Það koma nokkrar góðar minning- ar upp í hugann. Þegar ég var lítil og við Ágúst komum með ömmu Hönnu og afa Bárði upp í sumarbústaðinn ykkar í Grímsnesi. Við vorum á leið í tívolíið í Hveragerði en kíktum fyrst til ykkar. Þegar við vorum í Munaðarnesi um afmælishelgi ykkar afa, þegar þú varðst 81 árs og afi 85, og þið fóruð á fjórhjól í fyrsta sinn. Þegar ég var að læra heima hjá afa Bárði og afi Kristján smakkaði folaldakjöt í fyrsta sinn og fannst það meira að segja betra en lamba- kjötið sem var líka á boðstólum. Þið afi tókuð alltaf vel á móti okk- ur þegar við komum í heimsókn í Boðahlein og þótti mér vænt um það. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín og ég veit að amma Hanna og Gugga taki vel á móti þér. Guð geymi þig. Hanna litla. Það tekur tryggðinni í skóvarp sem tröllum er ekki vætt. (Örn Arnarson) Oft er þakkað fyrir minna en vin- áttu sem varað hefur í hálfa öld og hálfum tugi betur, vináttu sem aldr- ei hefur komið brestur í, vináttu sem hefur verið jafntraust hvort sem samfundir hafa verið tíðir eða vík milli vina. Rannveig Kristjánsdóttir, sem nú hefur axlað sín skinn og haldið til móts við birtuna sem aldrei dvínar, var þeirrar gerðar að vinátta hennar var eins og bjargið sem hvergi bifast. Slíkar konur voru fyrrum nefndar drengir góðir. Í ára- tugi stóð heimili hennar og eigin- mannsins, snillingsins Kristjáns Þorkelssonar, okkur opið. Þaðan eigum við margar góðar minningar. Rannveig var góð viðræðu, fróð um menn og málefni, greind og skemmtileg. Alltaf var jafnnotalegt að koma til þeirra, hvort sem var í Stykkishólmi, Kópavogi eða Garða- bæ. Alltaf vorum við velkomin. Allt- af var heimilið jafnvistlegt og hlý- legt. Við minnumst einnig ferða á björtum sumardögum og skemmti- legra samverustunda á dimmum skammdegiskvöldum. Gott er að orna sér við slíkar minningar. Rannveig Kristjánsdóttir kom frá Bolungarvík til Siglufjarðar á þeim árum þegar margrómað síldarævin- týri stóð sem hæst. Ung var hún og glæsileg og hefði Siglfirðingum ver- ið illa brugðið ef þeir hefðu sent slík- an kvenkost aftur til heimkynna sinna. Kristjáni Þorkelssyni auðnað- ist að ná ástum hennar. Þau giftust og áttu samleið hálfan sjöunda ára- tug. Þau eignuðust sex indæl börn sem síðan hafa aflað þeim fjölda ann- arra niðja. Heimili þeirra stóð víða og var alls staðar húsráðendum til sóma. Það getur gefið á bátinn þó að siglingin taki skemmri tíma en sjötíu ár. Oftast var siglt í blásandi byr en þó mætti þeim andviðri og erfiðleik- ar, sumir í raun þyngri en tárum taki. Þau sáu á bak tveimur dætrum sínum á besta aldri. Þá kom í ljós af hvílíkum góðmálmi þau voru gjör. Þau risu upp eftir áföllin eins og skip stígur úr djúpum öldudal og héldu reisn sinni sem löngum fyrr. Rannveig Kristjánsdóttir var ekki einungis glæsileg kona heldur gædd sérstökum gerðarþokka, menning- arlegri víðsýni og eðlislægri háttvísi. Orðin, sem skáldið og mannþekkj- arinn Bjarni Thorarensen mælti eft- ir aðra Rannveigu, hæfa einnig þeirri sem nú hefur kvatt: Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. Vini okkar Kristjáni og ástvinum hans öllum biðjum við Guðs bless- unar og minnumst Rannveigar með djúpri virðingu og þökk fyrir vinátt- una óbilandi í meira en hálfa öld. Björg Hansen, Ólafur Haukur Árnason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kæra Rannveig. 40 ár eru liðin síðan við kynntumst fyrst í Sjálfstæðiskvennafélaginu í Kópavogi. Það var ansi glatt á hjalla hjá okkur í sumarferðunum okkar og á okkar mánaðarlegum fundum. Ég man þegar þú aðstoðaðir mig í fararstjórninni, hve létt, skemmtileg og samvinnuþýð þú varst og með okkur tókst þessi góða vinátta. Mig langar til að þakka þér fyrir öll þessi góðu ár, Rannveig mín, og Guð blessi minningu þína. Kristjáni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðný Berndsen RANNVEIG FRIÐRIKA KRISTJÁNSDÓTTIR Látin er fyrrver- andi vinnufélagi okk- ar, Jenný Magnús- dóttir ljósmóðir. Árum saman var hún vökukona á HSS. Á þeim tíma var hún ungum og óreyndum ljós- mæðrum til halds og trausts. Börn- in á barnastofunni voru hennar uppáhald. Hún naut þess að dúlla við þau og geta sér til um persónu- leika þeirra. Hún hafði mikinn áhuga á stjörnumerkjum og gat sagt okkur í hvaða merki við vorum JENNÝ ÞÓRKATLA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Jenný ÞórkatlaMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1917. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Garðv- angi í Garði að morgni 27. júní síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 7. júlí. löngu áður en hún vissi hvenær við vor- um fæddar. Hún var engri lík, alltaf að punta sig og snurfusa. Hún var mjög dugleg að fara á mannamót og horfð- um við hinar sem yngri vorum til henn- ar og vonuðum að við yrðum svo lifandi og áhugasamar á hennar aldri. Jenný var einstak- leg ljúf og elskuleg kona, glaðlynd og bjartsýn. Hún var okkur mikill gleðigjafi. Við munum ætíð minnast hennar sem góðs fé- laga og vinar. Við sendum ættingj- um hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Jennýjar Magnúsdóttur. Samstarfskonur á fæðing- ardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.