Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 27

Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 27 MINNINGAR ✝ Kristín Magnús-dóttir fæddist í Skinnalóni á Mel- rakkasléttu 20. des- ember 1930. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 9. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin frá Skinnalóni, Magnús Stefánsson, f. 1. júní 1889, d. 21. október 1963, og Hólmfríður Guð- mundsdóttir, f. 8. ágúst 1894, d. 27. september 1994. Systkini Kristínar eru Rannveig Ólöf, f. 16.6. 1912, d. 14.9. 1988, Sigríður, f. 3.3. 1915, d. 11.11. 1979, Hörður, f. 16.4. 1917, d. 25.6. 1970, Guðmundur, f. 10.12. 1921, d. 9.9. 1994, og Stefán f. 17. nóvember 1924. Jafnframt ólst hún upp með systursyni sínum Jóhannesi K. Guðmundssyni, f. 13.10. 1934, d. 3. febrúar 2005. Eiginmaður Kristínar var Högni Magnússon, f. í Vestmannaeyjum 18. júní 1921, d. 10. október 1994. Synir þeirra eru: Einar Ottó, f. 1953, sonur hans er Guðmundur Ingi, f. 1982; og Magnús Hörður, f. 1964, maki Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, dóttir þeirra er Kristín Högna, f. 1996. Útför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Stína, nú er komið að kveðjustund, það er svo margs að minnast. Fyrst kemur mér í hug hvað þú varst góð mamma, tengda- mamma, og amma. Ömmubörnin þín voru tvö, Guðmundur Ingi og Kristín Högna sem voru augastein- arnir í þínu lífi. Allt vildir þú fyrir þau gera, þú bókstaflega snerist í kringum þau. Alltaf var nóg að gera hjá þér í öllum félagsstörfunum enda skap- góð kona, breyttir aldrei um skap, alltaf brosandi og lést þér aldrei leiðast. Byrjaðir oft daginn á sund- ferð sem voru margar, spilaferðir, golfferðir og söngur að ógleyman- legum öllum málningarnámskeiðun- um. Þú varst svo félagslynd að þú áttir marga góða vini. Stína, þú varst mikil listakona, það er margt af þínum listamunum sem þú skilur hér eftir hjá okkur, öll fallegu málverkin þín sem við öll kunnum svo vel að meta, allt glerið sem þú bjóst svo fallega hluti til úr, að ekki sé minnst á keramikið sem þú bjóst m.a. til, svo fallega engla sem við eigum eftir að hafa hjá okk- ur til minningar um þig. Að ferðast þótti þér gaman, enda voru þær ekki fáar utanlandsferð- irnar hjá þér. Ég fékk að fara í nokkrar sólarlandaferðir með þér, Kanarí, Benidorm og Portúgal og voru það okkar góðu stundir í sól- inni. Að ekki sé nú minnst á allar góðu stundirnar sem við fjölskyldan áttum saman í Vestmannaeyjum, s.s. á Þjóðhátíð. Þú varst ávallt svo heilsuhraust og vissir varla hvað verkjalyf var. Þú hafðir oft á orði að stigarnir heima hjá þér væru þinn leikfim- istími og oft þakkaðir þú þeim fyrir þitt góða heilsuform. Stína, þegar ég þurfti á þér að halda, s.s. með því að passa fyrir mig, sækja mig og allt annað sem ég bað þig um sagðir þú ætíð já við því, það væri ekkert mál, eins og þú orðaðir það. Jafnframt vil ég þakka þér fyrir það hvað þú reyndist son- um mínum vel allt frá fyrstu kynn- um. Nú ert þú hjá honum Högna þín- um. Guð blessi þig og varðveiti. Minningar um ykkur lifa áfram í hjörtum okkar allra í öllum þeim ógleymanlegu stundum sem við átt- um saman. Kveðja frá tengdadóttur. Hrafnhildur Sigurðardóttir. Elsku amma mín og trúnaðarvin- kona. Þú hefur verið besta vinkona mín og ég vonandi þín. Það var alltaf svo gaman að vera með þér, þú varst alltaf svo jákvæð og kurteis við alla. Mér þótti svo skemmtilegt þegar þú sóttir mig í skólann og við fórum saman á mat- sölustaði. Við áttum svo góðan tíma saman við að mála, spila, tefla, baka, lita, í búðum og allt hitt. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Vonandi líður þér vel hjá Högna þínum. Það var vont að missa þig. Kristín Högna Magnúsdóttir. Elsku Stína, mikið finnst mér erf- itt að hugsa til þess að þú sért ekki á þínum stað í Rjúpufellinu. Ég kem aldrei aftur til þín að borða margra laga hrökkbrauð með smjöri. Rjúpufellið var minn uppáhalds- staður í Reykjavík þegar ég var yngri. Að fá að sofa hjá ykkur Högna, leika með litateninginn og sofa í gráa svefnsófanum var bara það besta í heiminum og ekki skemmdi að fá endalaust mikið af hrökkbrauðinu okkar. Stína, ég held ég hafi aldrei sagt þér það, að þú varst mér eins og amma. Og alltaf þegar ég talaði um þig við vini mína sagði ég alltaf: „æi hún er mamma hans Otta, hún er eiginlega svona hálfgerð amma mín.“ En svo þegar ég varð eldri þá sáumst við minna. En alltaf hugsaði ég um Rjúpufellið þegar ég fór til Reykjavíkur. Þegar ég var búin að eiga stelp- una mína, skipti það mig svo miklu máli að þú sæir hana. Þegar við mamma vorum uppá landi núna í febrúar þá gerðum við margar tilraunir til að koma í heim- sókn en aldrei varstu heima. En ég neitaði að gefast upp, sem betur fer því mikið er ég þakklát núna fyrir þessa heimsókn. Hvað það var gott að koma aftur til þín eftir langan tíma, ekkert hafði breyst nema sval- irnar orðnar fínni og svefnsófinn farinn. Kominn lazy-boy í staðinn, sem Kristbjörg sofnaði í, og okkur fannst það svo krúttlegt. Ég fann um daginn krossinn sem þú bjóst til handa mér í ferming- argjöf, mér þótti svo vænt um hann því þú gerðir hann bara handa mér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og ykkar Högna. Þú varst alltaf svo góð og hlý. Ég mun sakna þess að geta ekki kíkt aftur til þín. En ég veit að núna líður þér betur og ert komin til hans Högna þíns. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin, elsku Stína mín. Elsku Einar Ottó, Hörður og fjöl- skyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góð- an Guð að styrkja ykkur í sorginni. Símonía Helgadóttir. Elskulega móðursystir mín og vinkona okkar. Það er svo skrýtin tilhugsun að þú skulir vera farin frá okkur. Við sem vorum vön að hitt- ast eða heyrast nánast daglega. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín, Magnea og Pétur. Elsku Stína, við viljum þakka fyr- ir allar yndislegu samverustundirn- ar, það var alltaf svo gott að vera í kringum þig, þú hafðir svo góða nærveru, varst svo jákvæð og já bara yndisleg í alla staði. Við vorum vanar því að hittast heima hjá mömmu allar saman í dekur, fá litun og plokkun, stundum lökkun líka, svo sátum við og spjöll- uðum um allt og ekkert. Það var svo gaman hjá okkur. Við eigum svo mikið af fallegum minningum um þig, alveg síðan við munum eftir okkur vorum við alltaf að gera eitt- hvað skemmtilegt saman. Við pínu- litlar systur í pössun hjá ykkur Högna og kúrðum sín hvorum meg- in við þig uppi í rúmi og þú varst að lesa fyrir okkur músasögu, við að fara í sumarbústaði og keyra um landið með stoppum á hinum og þessum hótelum, það var farið í sund og legið í sólbaði. Svo var allt- af svo hátíðlegt að koma til þín í kringum jólin, heimilið var svo fal- legt og það var svo fínt og flott allt, eins og þú sjálf varst alltaf svo flott og fín, bauðst okkur alltaf upp á gos borið fram í glasi á fæti. Það var svo huggulegt og þennan sið höfum við systur báðar tekið upp eftir þig. Þá bökuðum við stundum og þið mamma voruð oft að myndast við að sauma, þú gast nú saumað allt hreinlega. Svo varstu svo listræn eins og listaverkin eftir þig bera merki um. Núna ertu komin í faðm Högna þíns. Hann hefur aldeilis tekið vel á móti þér, það er gott að hugsa til þess. Þú ert í hugum okkar og hjörtum og verður um ókomna framtíð. Ástarkveðjur, þínar frænk- ur, Arna og Þóra Pétursdætur. Mig langar að minnast Stínu vin- konu minnar, við höfum verið góðar vinkonur allt okkar líf og gert margt saman um ævina, fyrst á Raufarhöfn þegar við vorum ungar og svo giftumst við eyjamönnum og bjuggum í Eyjum og hittumst nær daglega. Báðar áttum við tvo stráka og yngri strákana með rúmlega mánaðar millibili á sama árinu. En svo kom gosið og þú og fjöl- skyldan fluttuð ekki aftur til Eyja, en svo kveður þú á goslokahátíð okkar. Við höfum oft hist á goslok- um og Þjóðhátíðum og skemmt okk- ur vel, þú hafðir mjög gaman af söng og dansi og svo varst þú list- ræn líka, málaðir myndir og föndr- aðir, og alltaf í góðu skapi. Það er nú rétt ár síðan þú veiktist, þú varst alltaf vongóð um bata en svo komu slæmir tímar hjá þér líka. Ég talaði við þig nýlega og þá varst þú komin á Líkn, mér brá en þar kom ég oft á síðastliðnum tveimur árum. Þar voru tvær systur mínar sína síðustu daga, það er yndislega hugsað um fólk þar. Ég var á ættarmóti þessa helgi og hugsaði mikið til þín, ég ætlaði að koma til þín á sunnudeg- inum, og eiga með þér góða stund áður en ég færi með skipinu heim til Eyja. Ég kom á Líkn en þá hafðir þú kvatt um morguninn, ég átti ekki von á því að þú færir svona fljótt, þó ég vissi að enginn færi af Líkn nema til Guðs. Elsku Stína, ég veit að hann Högni þinn er búinn að taka á móti þér og nú eruð þið hamingjusöm eins og þið voruð alltaf. Ég þakka allar góðu stundirnar með þér, kæra vinkona. Elsku Einar og Hörður, við Rikki biðjum fjölskyldum ykkar blessunar og vottum ykkur innilega samúð. Þórdís. Elsku Stína mín. Kynni okkar hófust hér í Reykja- vík fyrir 30 árum, þó við værum báðar frá Raufarhöfn en 5 ára ald- ursmunur var á okkur. Það voru skemmtilegar stundir sem við átt- um saman; kaffihúsaferðir, rútu- ferðirnar með eldri borgurum og mér sérstaklega minnisstæð ferðin okkar til Vestmannaeyja en þar bjóst þú um árabil og sýndir okkur alla fallegu staðina í Eyjum. Nám- skeiðin sem við sóttum saman þar sem þú hvattir mig óspart áfram til að sækja og mun ég verða ævinlega þakklát fyrir það. Þú varst alltaf svo blíð, með góða lund og svo gott að umgangast þig. Nú veit ég að þér líður betur en söknuðurinn er mik- ill. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Ég votta börnum, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Stínu. Pálína Einarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsku Stína, takk fyrir allt. Þínir vinir Karl, Jóna og Marta. KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Í dag er 17. júlí og hefði móðir mín því orðið 90 ára, en hún lést 7. apríl sl. og faðir minn sem lést árið 1992, hefði orðið 95 ára hinn 6. júní sl. Á þessum tímamótum langar mig að minnast foreldra minna með þess- um ljóðlínum um leið og ég þakka þeim samfylgdina og allt sem þau hafa fyrir okkur gert og gefið af sér í gegnum tíðina. Við eigum margt í minninganna sjóði og myndaröðin fram í hugann streymir, við sjáum aðeins þó, í litlu ljóði lítið brot af því sem hjartað geymir. RAGNHEIÐUR SVEINBJÖRNS- DÓTTIR OG PÁLMI PÁLSSON ✝ RagnheiðurSveinbjörns- dóttir fæddist á Snorrastöðum í Laugardal 17. júlí 1916 og ólst þar upp. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurlands á Selfossi 7. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 15. apríl. Pálmi Pálsson fæddist á Hjálmsstöðum. 6. júní 1911, ólst þar upp og bjó alla tíð. Hann lést á heimili þeirra hjóna 19. febrúar 1992 og var jarðsung- inn frá Skálholtskirkju laugar- daginn 29. febrúar 1992. Þau sáu dagsins ljós við sinnhvorn bakk- ann á silfurtærri á, er jörðum skipti, og höfðu að vinum heimalning og rakkann þeim hugarflugið upp til skýja lyfti. Ekkert getur stöðvað ástarþrána né afl sem býr í krafti hjónabandsins, því flutti hún sig, stúlkan yfir ána til elskhugans og fyrirheitna landsins. Þau reistu hús og hófu búskap saman þó hefðu fátt til skeiðar og til hnífsins, og samlífið var bæði sorg og gaman því sjaldan rætast allir draumar lífsins. Í krafti ástar kærleiksgeislar skína og krefjast margs er gengurðu út í daginn, hin unga brúður ól upp systur sína og saman fluttu þær í nýja bæinn. Börnin fæddust fjölmargt þurfti að vinna fást við matinn, sauma föt og prjóna, inni jafnt sem útiverkum sinna öllu af sömu kostgæfninni þjóna. Við öflun tekna oft var nóg að gera Og ánægður fór bóndinn inn á heiðar. Hann reyndist öðrum ráðsnjallari vera Við rjúpna-tófu-minka og silungsveiðar. Fjölmargt var til lista lagt þeim hjónum og líf og fjör er gafst frá verkum næði, heyra mátti óm af orgeltónum enda höfðu numið tónlist bæði. Þau höfðu margt til málanna að leggja og margir þangað ráð og aðstoð sóttu, og gestrisnin í blóði þeirra beggja bæinn fyllti jafnt að degi og nóttu. Af alúð bæði umhverfi sitt prýddu áfram lengi þeirra verka njótum, með vinnulúnum höndum skógi skrýddu skákir sem að stóðu höllum fótum. Árin liðu fæddust barnabörnin blíður faðmur öllum hlýju veitti, lífið snerist áfram eins og kvörnin ellikerling sína hnefa steytti. Líkt hjá flestum endar ævisaga ofin hlýju, meitluð sorg og gleði, þau lifðu sátt um sína jarðardaga og sofa nú á himins mjúka beði. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsst.) Elsku mamma og pabbi, takk fyrir allt. Guð geymi ykkur. Þórdís Pálmadóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.