Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 31 DAGBÓK Íboði er úrval námskeiða á vegum SriChinmoy-miðstöðvarinnar. EymundurMatthíasson er einn af forsvarsmönnummiðstöðvarinnar: „Í sumar bjóðum við upp á námskeið í hugleiðslu og verður næsta námskeið haldið helgina 28. til 30. júlí. Er kennt frá kl. 8 til 10 föstudag og frá 3 til 5 laugardag og sunnudag,“ seg- ir Eymundur. „Á námskeiðunum er leitast við að kynna fyrir fólki hvað hugleiðsla er og aðferðir til sjálfsræktar. Nemendum er kennt í víðu samhengi hvað jóga fel- ur í sér, þ.e. hvers konar leið jóga er til að efla þroskann og svara ýmsum grundvallarspurningum einstaklingsins um sjálfan sig.“ Eymundur segir hugleiðslu ekki snúast um hugsun, heldur sé hugleiðsla dýpra fyrirbæri: „Hugleiðsla felur í sér að einstaklingurinn kynnist betur hvað hann er, komist að sínu innsta eðli. Þetta innsta eðli er af andlegum toga, og þegar við kynnumst því betur uppgötvum við jafnframt að hamingjan er sjálfsprottin og samofin þessu innsta eðli okkar,“ útskýrir Eymundur. „Við erum öll að leita einhvers í lífinu, hamingju og lífsfyllingar, og er hugleiðsla ein leiðin að því marki.“ Iðkun hugleiðslu getur einnig gagnast fólki á pragmatískari máta: „Stór hluti hugleiðslu snýst um að þjálfa einbeitingu hugans sem um leið krefst þjálfunar viljans. Nái menn að auka einbeitingu sína og temja vilja sinn þó ekki sé nema örlítið bet- ur getur það gert þeim kleift að ná mun meiri af- köstum í starfi og einkalífi og ganga til verka af meiri orku,“ segir Eymundur. Um þessar mundir er hlaupið kyndilhlaup um landið, alþjóðlegt vináttuhlaup sem hlaupið hefur verið allar götur síðan 1987. „Innan Sri Chimnoy- miðstöðvarinnar er maraþonhópur sem tók þátt í upphafi hlaupsins á dögunum og aðstoðar mið- stöðin við hlaupið. Næstu vikurnar verður hlaupið umhverfis landið og munu íþrótta- og ungmenna- félög um allt land taka þátt í hlaupinu,“ segir Ey- mundur. „Starfsemi miðstöðvarinnar fer síðan á fulla ferð í haust en fólk af öllum stigum þjóðfélags- ins hefur uppgötvað kosti hugleiðslu Sri Chinmoy.“ Sri Chinmoy-miðstöðin byggir starf sitt á kenn- ingum indverska heimspekingsins og friðarfröm- uðarins Sri Chinmoy. Hann opnaði sína fyrstu hug- leiðslumiðstöð árið 1966 en síðan þá hafa Sri Chinmoy-miðstöðvar verið opnaðar víða um heim; „Lykiláhersla í kennslu Sri Chinmoy er að hug- leiðsla er sjálfsprottin og í raun manninum eðlileg. Hugleiðsla er nokkuð sem allir geta stundað, en miklu skiptir að fólk finni sér réttan leiðbeinanda. Þeir sem þykja kenningar Sri Chinmoy höfða til sín ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum ef þeir byrja að stunda hugleiðslu.“ Sri Chinmoy-miðstöðin á Íslandi var stofnuð í janúar 1974 en Sri Chinmoy hefur sótt Íslendinga heim nokkrum sinnum síðan þá og haldið hér fyrir- lestra og tónleika. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni http://www.srichinmoycentre.org/is/ Heilsa | Ástundun hugleiðslu getur aukið einbeitingu og vellíðan einstaklingsins Kynning á hugleiðslu Sri Chinmoy  Eymundur Matthías- son fæddist í Reykjavík 1961. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1980 og BS-gráðu í stærð- fræði og eðlisfræði frá Washington & Lee Uni- versity í Virginíu 1983. Eymundur stundaði píanónám í Bretlandi 1983–1986. Á árunum 1986 til 1990 starfaði Eymundur sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hann var starfsmaður Talnakönn- unar 1990 til 1996 en hefur síðan verið sjálf- stætt starfandi. Eymundur starfrækir nú hljóðfæraverslunina Sangitamya. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. e3 a6 6. a4 c5 7. Bxc4 Rc6 8. O-O Be7 9. De2 cxd4 10. Hd1 O-O 11. Rxd4 Dc7 12. Rxc6 Dxc6 13. e4 b6 14. Be3 Bb7 15. Bd3 Bc5 16. Hac1 Hfd8 17. b4 Bxb4 18. Rd5 Rxd5 19. Hxc6 Rxe3 20. Hxb6 Rxd1 21. Hxb7 Rc3 22. Df3 Bf8 23. g3 Rxa4 24. e5 Staðan kom upp í atskákeinvígi búlgarska heimsmeistarans Veselins Topalovs (2804) og spænska stór- meistarans Francisco Ponz Vallejo (2666) í undanúrslitum hins öflugu skákmóts sem fram fór í Leon á Spáni í byrjun júní. Spánverjinn var 0-2 undir í einvíginu og í þessari þriðju skák einvígisins hafði heims- meistarinn valtað yfir hann en síð- asti leikur Búlgarans var hins afar slakur og það nýtti sá spænski sér til að ná jafntefli. 24... Hxd3! 25. Dxd3 Rc5 26. Df3 Rxb7 27. Dxb7 Hd8 28. Dxa6 g5! 29. De2 Hd5 stað- an er nú steindautt jafntefli þar sem hvítur getur aldrei brotið niður virki svarts. 30. De3 h6 31. Kg2 Bc5 32. De2 Bb4 33. h4 Bc3 34. hxg5 hxg5 35. De3 Bxe5 36. Dxg5+ Kf8 37. De3 Bd4 38. De4 Ke7 39. g4 Bc5 40. Dc4 Kd6 41. f4 Ke7 42. f5 Bd4 43. Kf3 Bf6 44. Dc7+ Ke8 45. Dc6+ Ke7 46. Dc7+ Ke8 47. Dc6+ Ke7 48. Ke4 og jafntefli samið. Topalov vann einvígið 2 ½- 1½ en tapaði úr- slitaeinvíginu gegn Anand, hann fékk einn og hálfan vinning en sá indverski tvo og hálfan vinning. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 95 ÁRA afmæli. Í dag, 17. júlí, er95 ára Freyja Bjarnadóttir (Lúlla), fyrrverandi talsímavörður, Egilsgötu 17, Borgarnesi. Freyja er að heiman í dag. Lært að lesa KYNNI mín og Morgunblaðsins urðu fyrst í gegnum X-9, sem var bandarískur lögreglumaður, og í gegnum þetta starf sitt höfuðpaur í teiknimyndasögu sem gladdi unga skoðendur. Svo kom Markús og leysti X-9 af. Á þessum árum uppúr 1950 var komin 8 ára skólaskylda, en eitt hafði gleymst, það voru reyndir kennarar. Þeir voru bara ekki til. Svo að á þessum 8 árum voru bara tvö ár með kennara sem kunni til verka og hjá honum lærði ég nógu mikið til að geta lesið textann með Markúsi. Vandræðin í skólanum ollu leiða og lítið var um lærdóm á þeim vett- vangi. Þetta virðist ekki hafa valdið alvarlegum menntunarskorti því út frá Markúsi var Morgunblaðið lesið afturábak og áfram því Markús var aftastur, alltaf byrjað á honum. Kominn á vinnumarkað 15 ára sá ég að ágætt væri að fara í Iðnskól- ann. Þar vaknaði svo mikill áhugi að ákveðið var að fara í framhalds- nám til Svíþjóðar. Sænskukunn- áttan var á núlli. Var á elleftu stundu leitað hjálpar hjá þýskum flóttamanni sem kunni ýmislegt. Hann lét mig lesa Göteborgs Hand- els- och Sjöfartstidning og sagði eftir þrjár vikur að nú væri komið nóg. Svo þegar þú ert kominn þarna út átt þú að lesa dagblað daglega, þá mun þetta bjargast. Þeir eiga ekki að kasta grjóti sem búa í glerhúsi. Nú er Morgunblaðið flutt í glerhús, þetta glerhús hefir þann kost að búið er að brjóta gler- ið og breyta í utanhússklæðningu. Skólastjóri útvarpsskóla BBC sagði í skólaslitaræðu að það skipti engu hvað fólk væri aumt eða fátækt, all- ir vildu auka þekkingu sína. Ef Morgunblaðið stofnaði menningar- síðu með hæfilega krassandi ljós- bláu efni yrðu ýmsir lesblindir ung- lingar alsjáandi og keyptu æviáskrift. Gestur Gunnarsson. Hvar er ríkisendurskoðun? VIÐ erum mörg, sem furðum okk- ur á hvernig starfsmenn hjá opin- berum stofnunum geta dregið sér fé, sem nemur tugum og jafnvel hundruðum milljóna án þess að neinn verði þess var og það jafnvel árum saman. Fyrir skömmu var það hjá Tryggingastofnun ríksins og það komst upp vegna vökuls auga ný- ráðins starfsmanns, sem grunaði að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Enn er öllum í fersku minni Landssímamálið. Hvað verður næst? Enginn virðist ábyrgur en þetta er almannafé sem hægt hefði verið að nýta til þarfari verkefna. Soffía. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Sterkar drottningar. Norður ♠ÁD4 ♥ÁG842 A/AV ♦G82 ♣76 Suður ♠873 ♥KD1093 ♦Á ♣D832 Suður spilar fjögur hjörtu eftir opn- un austurs á „multi“ tveimur tíglum: Vestur Norður Austur Suður – – 2 tíglar * 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass * Veikir tveir í hálit. Útspil vesturs er spaðatía, sem er greinilega ein á ferð. Er einhver vinningsvon? Svo er að sjá sem vörnin hljóti að fá fjóra slagi á svörtu litina. Austur á örugglega ekki ÁK í laufi (þá hefði hann opnað á einum spaða), og vestur á tæplega ÁKx (þá hefði hann komið þar út). Svo það virðist langsótt að skapa slag á laufdrottningu. Eða hvað? Segjum að laufið sé 5-2. Norður ♠ÁD4 ♥ÁG842 ♦G82 ♣76 Vestur Austur ♠10 ♠KG9652 ♥75 ♥6 ♦K10763 ♦D954 ♣ÁG954 ♣K10 Suður ♠873 ♥KD1093 ♦Á ♣D832 Sagnhafi drepur á spaðaás, af- trompar mótherjana og hreinsar upp tígulinn í leiðinni. Spilar svo litlu laufi (jafnvel að heiman). Við þessu á vörnin ekkert svar. Ekki má austur taka á spaðakóng, og ef vörnin tekur annan laufslag og spilar laufi í þriðja sinn, hendir sagnhafi spaða úr borði. Með öðrum orðum: önnur svarta drottningin verður alltaf að slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hlutavelta | Þau Alex, Kjartan, Ursula og Guðrún söfnuðu kr. 10.205 til styrktar Rauða krossi Íslands, fyrir börn í Sri Lanka. Morgunblaðið/Sverrir JÓNÍNA Magnúsdóttir, Ninný, opn- aði myndlistarsýninguna „Í góðu formi“ á Thorvaldsen bar í Austur- stræti 8, Reykjavík. Á sýningunni sýnir Ninný af- strakt málverk, þar sem hún leikur sér með form og liti. Sýningin mun standa til 11. ágúst. Ninný er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1978. Auk þess sótti hún tíma hjá Hring Jóhannessyni í málun í Myndlista- skóla Reykjavíkur. Á árunum 1983- 1987 stundaði hún nám hjá dönsku listakonunni Elly Hoffmann og sumarið 2004 var hún í málun í Accademia Del Giglio, Florenz á Ítalíu. Þetta er 11. einkasýning lista- konunnar. Auk þess hefur hún tek- ið þátt í nokkrum samsýningum á Íslandi og erlendis. Árið 2000 var hún valin bæjarlistamaður Garða- bæjar. Ninný sýnir á Thorvaldsen bar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.