Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Himintunglin verða vitni að því að
hrúturinn undirbýr sig til þess að koma í
veg fyrir óheppilegar uppákomur. Vertu
með svörin við algengum spurningum á
reiðum höndum og þá er allt klárt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vertu úti. Upplifðu hreina loftið. Of mikið
af tilbúnu umhverfi dregur úr þér mátt. Í
kvöld hjálpar unga fólkið þér við það að
sjá þig í réttu ljósi. Þú ert virkilega flott
týpa, ef þú skyldir ekki vita það.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er svona álíka upplagður og
steinn í augnablikinu og myndi gjarnan
vilja læra eitthvað vanmetið, eins og til
dæmis hvernig maður getur komist hjá
því að vinna. Það er ekki vegna leti, held-
ur þreytu. Taktu þér pásu og ekki refsa
sjálfum þér fyrir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Innihaldsríkt einkalíf kemur krabbanum
í langþráð jafnvægi. Kannski tekst hon-
um meira að segja að gleyma öllum
áhyggjum sínum. Í kvöld áttu að segja
það sem fær aðra til þess að opna sig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sérhvert augnablik dagsins þarf ekki að
vera skipulagt. Frelsaðu andann með því
að ákveða að gera alls ekki neitt. Vel að
merkja, ótilgreindur kassi eða taska er
enn óopnuð. Með því að ganga frá hlut-
unum gerir þú tilkall til persónulegs
rýmis.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hitinn kraumar undir niðri í vinnunni og
sem betur fer er meyjan sjóðheit líka um
þessar mundir. Skrifaðu bestu hugmynd-
irnar þínar niður og farðu eftir þeim.
Lífsgleðin gerir vart við sig á ný og það
fer ekki framhjá neinum. Einhleypir
vekja á sér alls kyns athygli.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin áttar sig á því hvernig ólíkir per-
sónuleikar bæta hver annan upp. Nýttu
þér þennan hæfileika núna. Þú færð
tækifæri til þess að setja saman nokkurs
konar draumalið. Vatnsmerki eru einmitt
það sem þig vantar; fiskur, krabbi eða
sporðdreki.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ástarsamband sem áður var nokkuð
stormasamt upplifir yndislega blíðu í
kvöld. Með smávegis sköpunarmætti
tekst þér jafnvel að láta þægilegan túr
treysta böndin. Heppnin er með þér í
leikjum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Saga bogmannsins má alveg við smáveg-
is umskrifun. Ný nálgun á fortíðina gæti
hjálpað þér við að ná betri tökum á nútíð-
inni. Og þú ert ekkert að ljúga. Allt snýst
um að finna viðeigandi ramma.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagurinn í dag gengur út á peninga og
hvernig þú átt að fara að því að afla
þeirra með glænýjum hætti. Innlegg frá
maka reynist vera hrein snilld. Ný hug-
mynd gæti annaðhvort aflað eða sparað
peninga, hvort tveggja er upplagt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Allt sem þú þarft að framkvæma er allt
sem þú lofaðir. Ef þú lofar aðeins minna
verður morgundagurinn léttari. Ef þú
treystir þér ekki til þess að segja „nei“
skaltu að minnsta kosti prófa að segja
„kannski“ í staðinn fyrir „ég er til“ næst.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sinntu vinnu þinni í friði – aðrir eiga bara
eftir að gera minna úr framsýni þinni.
Skynsamleg peningastefna opnar þér
ýmsar dyr. Orkan verður meiri ef þú skil-
ur þig frá vandamálum sem ekki er í þín-
um verkahring að leysa.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Ef líkja má hreyfingum
tunglsins við þægilegt
sumarbíó er viðkoma þess í
hrúti á við hlé í miðju kafi til þess að dansa
– óundirbúin orkulosun. Stundum virðist
það gerast án hvatningar en áhorfendurnir
spila með samt sem áður því það er bæði
bjánalegt og gaman að sprikla með.
Hreyfðu líkamann án þess að spá í hvað
öðrum finnst. Fylgdu duttlungum þínum.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Myndlist
101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir
sýnir til 22. júlí.
Aurum | Helena Ragnarsdóttir sýnir
ónefnt akrýlverk unnið á pappír. Opið
mán–fös. kl. 10–18 og lau. kl. 11–16. Til 21.
júlí.
Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur
Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni
myndlistarmanni) er þriðja sýningin í röð-
inni af stjörnumerkjaportrettum unnin
sem innsetning í rými. Til 4. ágúst.
Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson –
Reynomatic myndir, nærmyndir af nátt-
úrunni, einstakar ljósmyndir unnar á
striga. Út júlímánuð.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir
rýmisverk til 26.ágúst eða fram yfir
menningarvöku. Opið virka daga og
laugardaga kl. 14–18 í sumar.
Gallerí BOX | Þórarinn Blöndal, Finnur
Arnar og Jón Garðar með sýninguna
„Farangur“. Á sýningunni getur að líta
hugleiðingar um drauma, galdra, harðvið-
argólf, eldhúsgólf og ástarævintýri. Til
27. júlí.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um
diskó og pönk í samstarfi við Árbæjar-
safn. Myndir og munir frá árunum 1975–
1985. Til 31. júlí.
Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson
sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar
„hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjar-
val og með henni beinir Hafnarborg sjón-
um að hrauninu í Hafnarfirði. Listamenn-
irnir tólf sem að sýningunni koma hafa
allir sýnt víða og lagt drjúgan skerf til
listalífsins undanfarin ár. Til 28. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búa-
dóttir sýnir í forkirkju. Til 26. ágúst.
Handverk og hönnun | Á sumarsýningu
er til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur
listiðnaður og nútímahönnun úr fjöl-
breyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýning-
unni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré,
roði, ull og silfri. Sýningin stendur til 27.
ágúst. Aðgangur er ókeypis.
Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds-
dóttir sýnir handverk og málun í Menn-
ingarsal til 15. ágúst.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýn-
ingunni er einstakt úrval næfistaverka.
Til 31. júlí.
Jónas Viðar Gallerí | Snorri Ásmunds-
son sýnir hjá Jónas Viðar gallerí á Kaup-
vangsstræti 12, Akureyri. Snorri hefur
komið víða við í listsköpun sinni og á að
baki sérkennilegan feril sem listamaður.
Til 30. júlí.
Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berja-
landi, Kjós með málverkasýningu. Opið í
sumar, alla daga kl. 12–20.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines.
Til 6. okt.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning
Louisa Matthíasdóttir. Umfangsmesta
sýning sem haldin hefur verið á verkum
Louisu og rekur allan hennar listamanns-
feril í sex áratugi. Til 20. ágúst.
Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri
landslagslist frá upphafi 20. aldar og
túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og
Safni Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á
ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í
júlí. Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgang-
ur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánu-
daga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfir-
litssýning á verkum Guðmundar Einars-
sonar frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúru-
fræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safnbúð
og kaffistofa
Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í
eigu Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100
ára afmæli bankans. Til 30. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn
tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill
sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíð-
um hlutum í skúlptúra og innsetningar. Til
31. júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ás-
mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti
listamaðurinn notaði mismunandi efni –
tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma
– og hvernig sömu viðfangsefni birtast í
ólíkum efnum. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn-
ing á listaverkum sem voru valin vegna
úthlutunar listaverkaverðlaunanna
Carnegie Art Award árið 2006. Til 20.
ágúst.
Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna
gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir
og límir saman myndir sem hann hefur
sankað að sér úr prentmiðlum samtím-
ans. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins þar
sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við
val verkanna. Margir af helstu málurum
þjóðarinar eiga verk á sýningunni sem
spannar tímabilið frá aldamótunum 1900
til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað
á mánudögum. Safnið og kaffistofan opin
alla aðra daga yfir sumarið kl. 14–17. Sýn-
ing á völdum skúlptúrum og portrettum
Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikar á þriðju-
dagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri
Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmynd-
ir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljós-
myndarann Ole G. Jensen. Opið virka
daga kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga
kl. 12–17.
Óðinshús | Dagrún Matthíasdóttir og
Guðrún Vaka með sýningu til 30. júlí.
Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar –
Málverkasýning Sesselju Tómasdóttur
myndlistarmanns til 17. júlí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina
til 28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum
í Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer,
sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem
eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið–fös
kl. 14–18 og lau–sun kl. 14–17. Aðgangur
er ókeypis. www.safn.is
Salfisksetur Íslands | Ari Svavarsson
með sýninguna Tákn og leikur í Listsýn-
ingasal til 6. ágúst.
Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr-
anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist-
jáns Guðmundsonar í Skaftfelli. Sýningin
er opin daglega frá kl 14–21 í sumar.
Thorvaldsen Bar | Jónína Magnúsdóttir,
Ninný, með myndlistarsýninguna Í góðu
formi til 11. ágúst.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi
og verk tíu kvenna sem voru nær allar
fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu
þeirra forréttinda að nema myndlist er-
lendis á síðustu áratugum 19. aldar og
upp úr aldamótum.
Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks
Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi
sumarið 1938. Af myndum ferðalanganna
má sjá hve ljósmyndin getur verið per-
sónulegt og margrætt tjáningarform.
Söfn
Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur ver-
ið opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar,
saga byggingatækninnar í Reykjavík frá
1840–1940.
Mánudaginn 24. júlí sýnir Brúðubíllinn á
Árbæjarsafni. Sýningin er kl. 14 og að-
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 snjóþyngsli,
8 hæfni, 9 svera, 10 tala,
11 seint, 13 illa, 15 hrakn-
inga, 18 svínakjöt,
21 eldiviður, 22 guðs-
þjónusta, 23 heiðarleg,
24 fyrirferðarmikil.
Lóðrétt | 2 ákveð,
3 hafna, 4 bál, 5 hlýði,
6 eldstæðis, 7 skjóla,
12 hlemmur, 14 bók-
stafur, 15 skyggnast til
veðurs, 16 slóu, 17 álögu,
18 víðátta, 19 styrkti,
20 lítið skip.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 svima, 4 bógur, 7 eljan, 8 ræðum, 9 auð,
11 læna, 13 hrum, 14 fenna, 15 stól, 17 kúpt, 20 emm,
22 nagli, 23 umbun, 24 Agnes, 25 nóana.
Lóðrétt: 1 skell, 2 iðjan, 3 agna, 4 borð, 5 góður,
6 rímum, 10 unnum, 12 afl, 13 hak, 15 sunna, 16 ólgan,
18 útbía, 19 tunga, 20 eims, 21 munn.