Morgunblaðið - 17.07.2006, Side 34
34 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher
Walken í fyndnustu gamanmynd ársins!
Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu?
Hvað myndir þú gera ...?
ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA-
FYLLSTA OG SKEMMTI-
LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS
FRÁ HÖFUNDI
BRING IT ON
The Benchwarmers kl. 6 og 8 B.i. 10 ára
Bandidas kl. 6 og 8 B.i. 10 ára
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10 B.i. 12.ára.
Click kl. 10 B.i. 10 ára
Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20
The Benchwarmers kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Click LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
RV kl. 3.50
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3.50
Sprenghlægileg grínmynd með Íslandsvini-
num Rob Schneider úr Deuce Bigalow og
John Heder úr Napoleon Dynamite!
Frá leikst jóra
Big Daddy og Happy Gilmore
kemur sumarsmellurinn í ár!
MENNINGARLÍF Seyðisfjarðar verður með endemum líflegt
næstu vikuna en þá stendur yfir í bænum Listahátíð ungs fólks
á Austurlandi: L.UNG.A.
Aðalheiður Borgþórsdóttir er framkvæmdastjóri hátíð-
arinnar: „Markmið hátíðarinnar hefur frá upphafi verið að efla
áhuga ungmenna á menningu og listum,“ segir Aðalheiður en
hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn. „Þátttakendur koma að
þessu sinni hvaðanæva úr heiminum og taka þátt í fjölbreyttum
listasmiðjum sem haldnar eru alla daga vikunnar.“
Aðalheiður segir þátttakendur leggja hart að sér á lista-
smiðjunum: unnið er hvern dag frá 9 á morgnana til 5 á kvöldin
og listviðburðir öll kvöld sem ungmennin standa að. Meðal þess
sem boðið er upp á er fatahönnunarsmiðja undir leiðsögn Rí-
keyjar Kristjánsdottur, hljóðsmiðja undir leiðsögn Curvers
Thoroddsen og leiklistarsmiðja þar sem leiðbeinandi er Vík-
ingur Kristjánsson og sirkussmiðja undir leiðsögn liðsmanna
Cirkus Circör.
„Þátttakendur læra undirstöðuatriði í ýmsum listgreinum og
búa síðan til lokasýningu sem sýnd verður á laugardag. Unnið
er út frá þema götumenningar en að öðru leyti hafa þátttak-
endur frjálsar hendur og öll dagskrá spuni frá upphafi til enda,“
segir Aðalheiður.
Aðalsýning listasmiðjanna hefst kl. 1 á laugardag í félags-
heimilinu Herðubreið. „Að því loknu verður haldin svaka tón-
listarveisla þar sem fram koma margar af bestu hljómsveitum
landsins, eins og Fræ, Ampop, Ghostigital, Jeff Who? og Biggi
Orchestra,“ segir Aðalheiður.
Á föstudeginum verða einnig haldnir tónleikar og koma þá til
leiks margar efnilegustu hljómsveitir Norður- og Austurlands.
Aðalheiður er eini „fullorðni“ einstaklingurinn sem kemur
nærri skipulagningu hátíðarinnar: „Í framkvæmdaráði hátíð-
arinnar er fólk á aldrinum 16 til 25 ára og er listræn stjórnun al-
farið í þeirra höndum. Þannig ákveða þau hvaða smiðjur eru í
boði og hvaða listamenn eru fengnir til hátíðarinnar.“
Aðalheiður segir erfitt að lýsa þeirri hátíðarstemmningu sem
myndast á Seyðisfirði á meðan L.UNG.A stendur yfir: „Hér er
á ferðinni sumarbúða-karnival-rokk-lista-útíhátíðar stemmning
sem ekki er hægt að útskýra heldur verður að upplifa.“
Hátíð | L.UNG.A á Seyðisfirði dagana 17. til 23. júlí
„Sumarbúða-karnival-rokk-
lista-útihátíðar stemmning“
Fjöldi fólks sækir Seyðisfjörð heim í tilefni listahátíðarinnar:
frá setningarathöfn L.UNG.A í fyrra.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Listahatíð ungs fólks á Austurlandi er á
Seyðisfirði frá 17. til 23. júlí.
Nánari upplýsingar um dagskrá eru á www.lunga.is
AUSTURRÍSKI listahópurinn Gelitin opnaði sýningu og hélt gjörning í gallerí Kling og Bang á Laugaveginum á
laugardag. Héldu listamennirnir fjórir; þeir Florian Reiter, Wolfgang Gantner, Ali Janka og Tobias Urban, niður
Laugaveg á hestbaki og riðu prúðbúnir alla leið að galleríinu þar sem tók á móti þeim hópur fólks.
Auk þess að bjóða gestum upp á léttar veitingar buðu listamennirnir upp á listrænan gjörning sem vakti misjöfn
viðbrögð áhorfenda. Þótti sumum gestum á opnun sýningarinnar listahópurinn orðinn full-léttklæddur meðan á
gjörningnum stóð.
Listamennirnir létu sér standa á sama, og stóðu undir nafni sem umdeildur meðlimur listaflórunnar.
Sýningin stendur til 13. ágúst.
Reisn austurrískrar nú-
tímalistar á Laugavegi
Morgunblaðið/Eggert
Fjöldi fólks tók á móti listamönn-
unum og virti fyrir sér sýninguna.
Sumir létu sig jafnvel hafa það að
fylgjast með gjörningnum.
Það var frítt föruneyti sem hélt af stað á hestbaki frá Hlemmtorgi.
Þessi unga snót gekk milli gesta og tók við þá viðtal með banana.
Listir | Gelitin listahópurinn opnar sýninguna Hugris í Kling og Bang og fremur gjörning