Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 35
Bill Miller, sem var undirleikariFranks Sinatra í röska fjóra
áratugi lést á þriðjudag 91 ára.
Samstarf þeira Millers og Sinatra
hófst árið 1941 og átti Miller hlut í
lögum eins og „My Way “og „Stran-
gers in the Night“. Miller hafði síð-
ustu átta ár starfað með Frank Si-
natra yngri, en hann mun meðal
annars hafa kallað Miller „besta
pínóundirleikara fyrr og síðar.“
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 35
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sími - 551 9000
ROBIN WILLIAMS
-bara lúxus
Sýnd kl. 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára
K R A F T M E S TA
HASARMYND ÁRSINS
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4 ÍSL. TALSýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15
Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt
lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...?
-bara lúxus
Salma hayekpénelope cruz
Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20
The Benchwarmers kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Yfir 51.000 gestir!
eee
L.I.B.Topp5.is
Adam Sandler, Kate
Beckinsale og Christopher
Walken í fyndnustu
gamanmynd ársins!
Fólk folk@mbl.is
Fótboltakempan Ashley Colemun kvænast poppsönkonunni
Cheryl Tweedy á laugardag. Tekist
hefur að halda brúðkaupsstaðnum
leyndum fyrir bresku pressunni en
getgátur eru uppi um að athöfnin
fari fram í Highclare-kastala í
Berkshire, sama stað og glamúrfyr-
irsætan Jordan og söngvarinn Peter
Andre giftust fyrir ári.
„ÉG ÞAKKA þetta fyrst og fremst
mikilli vinnu hjá stelpunum og öll-
um þeim sem eru í þessu með okk-
ur,“ sagði Einar Bárðarson, þegar
blaðamaður náði af honum tali á
sunnudag, um árangur hljómsveit-
arinnar Nylon. Smáskífa hljóm-
sveitarinnar „Losing a Friend“ er í
29. sæti breska smáskífulistans.
„Við höfum ekki fengið mikla út-
varpsspilun en stelpurnar hafa far-
ið þrjá hringi um Bretland og hald-
ið tónleika: fyrst á eigin vegum í
grunn- og framhaldsskólum en síð-
ar með Vestlife og Girls Aloud.
Vinsældir hljómsveitarinnar eru því
að miklu leyti til komnar vegna
kynna Breta af Nylon augliti til
auglitis,“ segir Einar en bætir við
að tónlistarsjónvarpsstöðvar Bret-
lands hafi gert hljómsveitinni betri
skil en útvarpsstöðvarnar: „Lagið
„Losing a friend“ er núna í fjórða
sæti vinsældalista sjónvarpsstöðv-
arinnar The Box sem er önnur
stærsta tónlistarstöð Bretlands.
Sjónvarpsstöðin er ekki ósvipuð
PoppTíví á Íslandi og stöð sem
flestir landsmenn hafa aðgang að.
Það væri gaman að ná inn á MTV
en það er meira ímyndarmál og
áfangi sem stúlkurnar ná örugg-
lega fyrr en síðar.“
Einar segir árangurinn afrakstur
eins og hálfs árs undirbúnings-
starfs. „Við höfðum gert okkur
vonir um að vera í topp-40 sem
margir töldu bjartsýni þar sem lag-
ið hefur fengið svo litla útvarps-
spilun. Við erum því að vonum
ánægð að ná 29. sæti.“
Sölutölurnar miða bæði við sölu í
verslunum og sölu gegnum nið-
urhal, en ef aðeins er talin sala í
verslunum er smáskífan í 14. sæti.
Að sögn Einars hefur smáskífan
að mestu selst upp í miðborg
Lundúna: „Margar verslanir voru
tregar að kaupa plötuna vegna
vöntunar á útvarpsspilun, og var
jafnt upplag sent á flestar búðir.
Það var víða uppselt um hádegisbil
en heildarupplag var 15.000 eintök
og má áætla að nú hafi um helm-
ingur selst,“ segir Einar og bætir
við að það sé álíka mikið og heild-
arsala fyrstu plötu Nylon á Íslandi.
Hljómsveitin er um þessar
mundir að skemmta á tónlist-
arhátíð í Guernsey og fá stúlkurnar
eftir það stutt frí á meðan lögð eru
drög að starfsemi hljómsveit-
arinnar fyrir seinni hluta ársins. Í
haust mun hljómsveitin senda frá
sér aðra smáskífu og er undirbún-
ingur fyrstu breiðskífu Nylon á
lokastigi, að sögn Einars. Standa
nú yfir viðræður um tónleikaferð
með strákabandinu McFly sem
nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi
um þessar mundir.
Þess má einnig geta að Nylon
kemur við sögu í heimildarmynd
sem sýnd verður á BBC1 í ágúst-
lok þar sem fjallað er um stúlkna-
hljómsveitir allt frá tímum Supre-
mes til okkar daga.
Tónlist | Ný smáskífa hljómsveitarinnar Nylon í 29. sæti breska smáskífulistans
Seldist upp í sumum verslunum
Morgunblaðið/ÞÖK
Stelpurnar í Nylon eru að gera það gott í Bretlandi.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
MARGT var um manninn á
opnun sýningarinnar Eiland
í Gróttu á laugardag.
Að sýningunni standa
fimm listamenn sem lagt
hafa undir sig byggingarnar
á eyjunni smáu auk þess að
sýna útilistaverk.
Listamennirnir eru Ásdís
Sif Gunnarsdóttir, Ragnar
Kjartansson, Hrafnkell Sig-
urðsson, Haraldur Jónsson
og Friðrik Örn Hjaltested.
Alls er sýnt í tólf rýmum
og beita listamennirnir fjöl-
breyttri tækni við verk sín,
sýna t.d. ljósmyndir, teikn-
ingar, myndbandsverk og
innsetningar.
Opið er samkvæmt flóða-
töflu en sýningin er opin sex
tíma í senn, ýmist fyrri
hluta dags eða seinni hluta,
allt eftir ferðum tunglsins.
Á vefsíðunni www.Eiland.is
má finna nákvæmari upplýs-
ingar um hvenær opið er og
frekari upplýsingar um sýn-
inguna.
Myndlist | Fimm listamenn halda sýninguna Eiland
Galsi á
Gróttu
Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir meðal annars vídeoverk í
Gróttu og ræðir hér við Magnús Jensson.
Morgunblaðið/Eggert
Haraldur Jónsson og Þorsteinn Geirharðsson virða fyrir sér
skel úr sýningu Harlads. Elísabet Þórunn Guðnadóttir og
Tinna Sigrún Pétursdóttir standa álengdar.
Listamennirnir sýna verk sín bæði innandyra og utan.
Friðrik Örn Hjaltested og Sólveig Pálsdóttir formaður
menningarnefndar Seltjarnarnes voru glöð í bragði
fyrir framan verk Friðriks.
Kanadíska poppstjarnan AvrilLavigne gekk að eiga tónlist-
armanninn Deryck Whibley á laug-
ardag að sögn tímaritsins People
magazine. Giftingin fór fram í Kali-
forníu og var athöfnin að mestu
hefðbundin. Klæddist brúðurin kjól
frá Veru Wang og hélt á blómvendi
úr hvítum rósum. Lavigne og Whi-
bley byrjuðu fyrst að rugla saman
reytum árið 2004 og trúlofuðu sig í
Feneyjum árið 2005.