Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 11
MINNSTAÐUR
VESTURLAND
ÉG hef verið spurð að því 500 sinn-
um af hverju það séu séu svona fáar
stelpur í golfi en ég hef ekki getað
svarað því enn þá. Líklega erum við
bara svona latar við að æfa okkur í
leiðindaveðri á sumrin. Það er ekk-
ert sumar á Íslandi,“ segir Valdís
Þóra Jónsdóttir, 16 ára afrekskylf-
ingur frá Akranesi, en hún hefur
vakið mikla athygli í sumar fyrir ár-
angur sinn á vellinum. Valdís þarf
ekki að leita langt til þess að fá góð
ráð því að fjölskylda hennar er á
„kafi“ í golfinu eins og hún orðar
það og afi hennar, Alfreð Vikt-
orsson, er þrautreyndur landsliðs-
maður í öldungaflokki. Valdís lék á
Evrópumeistaramóti stúlkna í sum-
ar og afi hennar var nýverið í lands-
liðsferð með öldungalandsliðinu í
Slóvakíu.
„Afi er flottur. Hann hefur reynt
að kenna mér ýmislegt, þá sér-
staklega að vippa með 7-járninu en
hann er snillingur í því en ég er
skelfilega léleg í slíkum höggum.
Það sem fer mest í taugarnar á mér
þegar ég spila með afa er að hann
er ótrúlega góður í púttunum og
þarf ekki einu sinni að skoða pútt-
línuna, en neglir allt ofaní. Það fer í
taugarnar á mér en ég get líklega
lært mikið af afa. Það var lengi vel
markmiðið hjá mér að slá lengra en
hann en ég næ seint að jafna við
hann í stutta spilinu,“ segir Valdís
Þóra en hún varð Íslandsmeistari í
höggleik í 16 ára aldursflokknum á
dögunum og þar jafnaði hún vall-
armetið á Garðavelli, lék á 70 högg-
um eða tveimur höggum undir pari.
Skagastúlkan sem fær bílfprófið 4.
desember á þessu ári deildi vall-
armetinu með margföldum Íslands-
meistara, Ragnhildi Sigurð-
ardóttur. „Það var vissulega gaman
að ná að jafna vallarmetið en ég
hélt að mér myndi líða öðruvísi eftir
þann árangur. Þetta var ekki eins
merkilegt og ég hélt, ég upplifði
það allavega ekki eins og stór-
viðburð.“
Í haust heldur Valdís áfram námi
við Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi en hún ætlar sér að ljúka
stúdentsprófi af náttúrufræðibraut.
Fljúgandi arkitekt?
„Ég féll allavega ekki í neinu fagi
á fyrstu tveimur önnunum og það
boðar gott, er það ekki?“ segir Val-
dís og hlær en hún er mikið fyrir
stærðfræði og stefnir að frekara
námi eftir stúdentsprófið. „Þegar
maður er svona ungur er svo margt
sem heillar og ég hef ekki hugmynd
um hvað ég ætla að verða „þegar ég
er orðin stór“. Arkitekt, atvinnu-
flugmaður eða atvinnukylfingur,
það eru alveg jafnmiklar líkur á
þessu öllu saman. Mér finnst gaman
að teikna og búa til hluti í höfðinu á
mér. Það gæti endað með námi í
arkitektúr, og þrátt fyrir að ég hafi
aldrei prófað að fljúga sjálf er eitt-
hvað sem heillar mig við flugið. Það
gæti hentað rosalega vel fyrir at-
vinnukylfing sem á einkaþotu,“ seg-
ir Valdís og hlær enn hærra en áð-
ur.
Keppnisskapið
Keppnisskapið hefur fylgt Val-
dísi frá því hún var ung og prófaði
hún flestar íþróttir áður en hún
valdi að leggja golfið fyrir sig. „Ég
var í öllu og það sem einkennir mig
er að ég þoli ekki að tapa. Það er
minn helsti styrkur og einnig veik-
leiki. Skapið getur stundum verið
mér erfitt og stundum hjálpar það
mér í erfiðri keppni. Ég hef nú að-
eins lagast í skapinu undanfarin ár.
Það tekur sinn tíma en ég man eftir
því að ég hætti að æfa körfubolta
þegar þjálfarinn gaf boltann á mig
og ég var ekki viðbúin. Og boltinn
fór beint í andlitið á mér. Það var
nóg fyrir mig, ég henti boltanum
frá mér og mætti aldrei aftur á æf-
ingu. Á veturna æfi ég fótbolta til
þess að halda mér í æfingu lík-
amlega en ég er ekki að æfa til þess
að komast í liðið. Það er nóg að vera
í golfinu og maður gerir lítið annað
en að vinna á sumrin, æfa og
keppa,“ segir Valdís en hún kippir
sér ekki upp við það að hafa verið
„eina“ stelpan í stórum hópi ung-
linga og barna sem æfa golf hjá
Leyni. „Ég lék í sveitakeppninni
með strákunum í fyrra og það var
allt í lagi en í ár held ég að ég sleppi
því. Ég er orðin vön því að vera eina
stelpan í strákagerinu en vinkon-
urnar sem voru með í golfinu þegar
ég var að byrja eru allar hættar að
æfa en spila golf af og til sér til
skemmtunar.“
Valdís starfar á Golfvellinum í
sumar þar sem hún er að aðstoða
við kennslu og æfingar yngri kylf-
inga. „Ég er reyndar svolítið fúl út í
Alla vallarstjóra (Aðalstein Ingv-
arsson), því ég fæ ekkert að vera á
vélunum og slá flatir og svoleiðis.
Það er líklega af því ég er stelpa en
ég ætla að rukka hann fyrir vinnu-
vélanámskeiðið sem hann sendi mig
á. Það þarf ekkert vinnuvél-
anámskeið til þess að geta elt 8 ára
púka úti á vippflötinni.
Við Alli erum annars fín-
ir vinir en ég vil fá að
spreyta mig á vélunum.“
Arnar fyndnari
en mamma
Valdís býr rétt við
Garðavöll á Akranesi og
telur hún að það hafi haft
mikil áhrif á val hennar á
íþróttagrein þegar hún
var 13 ára gömul. Systir
hennar, Friðmey, er
einnig virk í golfinu en
hefur ekki æft eins mikið
og yngri systir hennar.
„Það er frábært að eiga
systur sem er í golfinu
þrátt fyrir að hún æfi
ekki eins mikið og ég
geri. Bræður mínir og
pabbi eru einnig kylf-
ingar og ég held að það
hafi gert valið auðveldara fyrir
mig.“
Arnar bróðir hennar Valdísar
hefur verið kylfusveinn í flestum
mótum sem hún tekur þátt í og
einnig hefur móðir hennar, Pálína
Alfreðsdóttir, verið henni til að-
stoðar. „Mamma er fín á kerrunni
en Arnar er fyndnari en mamma og
þess vegna vel ég hann sem kylfu-
bera. Mamma á sínar stundir í
spauginu en Arnar er betri.“
Í sumar hefur Valdís lækkað for-
gjöf sína úr 7,5 í 3,2 og er hún í
fremstu röð kvenna á landinu. Hún
hefur hug á því að æfa enn betur í
vetur og ætlar hún að leggja mikla
áherslu á líkamlega þáttinn. „Við
systurnar ætlum að fá Dean Martin
leikmann knattspyrnuliðs ÍA til
þess að stjórna æfingum okkar í
vetur. Ég verð því „helmössuð“ eft-
ir veturinn enda er ég alveg ótrú-
lega löt að drífa mig af stað í svona
hluti þegar ég á að gera þetta sjálf.“
Eins og áður segir er Valdís á
náttúrufræðibraut og ætlar hún að
fara í framhaldsnám að loknu stúd-
entsprófi. „Það er nokkuð sem ég
hef ekki velt mikið fyrir mér en ég
veit að það er möguleiki á að fá
skólastyrk í Bandaríkjunum og
leika golf samhliða námi. Það væri
frábært ef það gengi upp. Og ég
myndi leggja áherslu á að komast
eitthvað þar sem það er hlýtt og sól.
Sumarið á Íslandi er allavega ekki
að heilla mig eins og það hefur ver-
ið í sumar,“ sagði Valdís Þóra Jóns-
dóttir.
„Það er ekkert sumar á Íslandi,“ segir afrekskylfingurinn
og Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir
„Afi er ótrúlegur
í púttunum“
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Valdís Þóra Jónsdóttir og afi hennar, Alfreð Viktorsson, léku bæði með
golflandsliðum Íslands á þessu sumri.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur hug á því að ljúka
stúdentsprófi af náttúrufræðibraut en arkitekt-
úr, atvinnuflug og atvinnumennska er ofarlega
á óskalista afrekskylfingsins.
FRÉTTIR
ÁSTARELDURINN brennur heitt þessa dagana á Bolungarvík, en árleg
ástarvika hófst í bænum í gær. Soffía Vagnsdóttir, frumkvöðull vikunnar,
segir að veðrið hafi leikið við bæjarbúa þegar hátíðin var sett í gær.
Bæjarbúar fjölmenntu í lundinn seinnipart dags í gær, og slepptu 100
bleikum hjartalaga blöðrum upp í himininn með ástarkveðju til heimsins. Þar
voru einnig nokkur heilræði lesin sem gott gæti verið að hafa í huga þessa
vikuna, og sungnir ástarsöngvar, segir Soffía. Þetta er þriðja árið sem ást-
arvikan er haldin í bænum, og hafa þátttakendur fyrsta daginn aldrei verið
eins margir.
Rómantíkin liggur í loftinu í bæjarfélaginu. „Nú er bara talið í taktinn,“
segir Soffía létt í bragði. „Fólk er farið að þora að vera meira með. Þetta var
pínu feimnismál fyrst, fólk var ekki alveg visst hvernig það átti að taka þessu.
En núna eru allir með, fólk er farið að setja rómantískar ljósaseríur í glugga,
verslanirnar eru farnar að setja hjörtu í gluggann og allskonar fleira
skemmtilegt,“ segir Soffía.
Eitt ástarvikubarn
Uppskeran eftir síðustu tvö ár hefur þó ekki verið alveg jafngóð og ætla
mætti. Níu mánuðum eftir fyrstu hátíðina fæddist eitt barn, en segja má að
uppskerubrestur hafi verið eftir hátíðina í fyrra, því ekkert barn fæddist í
bænum níu mánuðum síðar. Nú er hins vegar ætlunin að gera betur, þó
Soffía segi reyndar að þó nokkrar konur í bænum séu með barni nú þegar,
sem geti sett ákveðið strik í reikninginn.
Nýr bæjarstjóri, Grímur Atlason, hefur verið ráðinn til bæjarins, og er að
sjálfsögðu ráðgert að hann komi til bæjarins í miðri ástarviku, ásamt konu
sinni og fjórum börnum. Soffía segir sposk að koma hans í ástarvikunni sé
e.t.v. ekki tilviljun, í ráðningarsamningi hans sé gert ráð fyrir ákveðnum bón-
us ef bæjarbúum fjölgi undir hans handleiðslu, og þá sé ekki tekið sér-
staklega tillit til þess hvaða aðferðum hinn nýi bæjarstjóri beiti til að sjá til
þess að fjölgun verði.
Talið í taktinn á ást-
arviku í Bolungarvík
Nýr bæjarstjóri fær bónus fyrir að fjölga
bæjarbúum hvaða ráðum sem hann beitir
Morgunblaðið/bb.is
Bleikum hjartalaga blöðrum var sleppt í tilefni af Ástarvikunni.
INGIBJÖRG Sveinsdóttir varði
doktorsritgerð sína í klínískri sál-
fræði við Univeristy of Maryland,
26. apríl sl. Ritgerðin heitir Áhrif
einstaklingsmiðaðra atferlisinn-
gripa og þjálfunar starfsfólks á
hegðunartruflanir aldraðra sjúk-
linga með geðræn vandamál.
Leiðbeinandi og formaður dokt-
orsnefndarinnar var A. Charles
Catania, Ph.D. Aðrir meðlimir
nefndarinnar og andmælendur voru
Iser DeLeon, Ph.D., Robert De-
luty, Ph.D., Stephen Herrick, Ph.D.
og David Richman, Ph.D.
Atferlisraskanir sem fylgja öldr-
unarsjúkdómum eru leiðandi orsök
innlagna aldraðra á geðdeildir.
Meginmarkmið rannsóknarinnar
var að þróa þverfaglegar umbætur
á umönnun aldraðra sjúklinga með
geðræn vandamál. Rannsóknin fór
fram á geðsjúkrahúsi fyrir aldraða
og stóð yfir í tvö ár. Uppbygging
rannsóknarinnar var nýstárleg og
fól í sér hefðbundin hóprannsókn-
arsnið sem og einstaklingssnið,
þ.e.a.s. viðfangsefni rannsókn-
arinnar var metið frá atferli ein-
staklinga sem og atferli þátttak-
enda í hópi. Sérstök áhersla var
lögð á þjálfun starfsfólks og að
færni sú sem kennd var skilaði sér
í bættu verklagi á deildinni.
Frammistaða starfsfólks var metin
bæði á meðan á þjálfun stóð, sem
og á deildinni eftir að þjálfun var
lokið. Margvíslegar aðferðir voru
nýttar til eflingar og viðhalds færni
starfsmanna.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu hversu nauðsynlegt er að
hafa stuðning frá
öllum fagsviðum
stofnananna, allt
frá aðhlynningu
til spít-
alastjórnar, til
þess að breyt-
ingar sem þessar
nái að nýtast
sjúklingum.
Hagnýti rann-
sóknarinnar er
ótvírætt og niðurstöður ættu að
nýtast þeim sem hafa hug á að
bæta umönnun aldraðra sjúklinga
með geðræn vandamál.
Ingibjörg Sveinsdóttir fæddist í
Reykjavík 1972. Hún útskrifaðist
frá Háskóla Íslands með BA-gráðu
í sálfræði vorið 1999. Hún hóf
meistaranám í atferlisfræði við
University of Maryland, Baltimore
County það haust og útskrifaðist
með MA-gráðu vorið 2001. Það
sama ár fékk Ingibjörg sér-
fræðivottun sem atferlisfræðingur.
Á námsferli sínum hefur Ingi-
björg hlotið ýmsa rannsókna- og
námsstyrki frá bæði íslenskum og
bandarískum stofnunum. Hún hef-
ur unnið með sjúklingum af öllum
aldursskeiðum með margvíslegar
þarfir, svo sem börnum og ungling-
um með lífshættulegar hegð-
unarraskanir, fólki sem hefur hlotið
ákærur/dóm fyrir glæpi en hefur
jafnframt geðsjúkdóma, og svo
öldruðum.
Sem stendur býr Ingibjörg í
Virginíu í Bandaríkjunum og starf-
ar sem klínískur öldrunarsálfræð-
ingur og atferlisfræðingur.
Doktor í klínískri sálfræði
Ingibjörg
Sveinsdóttir