Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Á DÖGUM íslenska þjóðveldisins
giltu hér á landi lög, sem almennt
ganga undir nafninu Grágás, eða
grágásarlög. Með Gissurarsáttmála,
sem Íslendingar gerðu við Hákon
konung Hákonarson árið 1262, lauk
sögu þjóðveldisins og þá varð að
setja hinum nýja hluta konungsrík-
isins lög, er betur samræmdust
þeim lögum er giltu í Noregi.
Sá sem það gerði var Magnús
konungur Hákonarson. Hann kom
til ríkis eftir föður sinn árið 1264 og
hófst fljótlega handa um að setja
ríki sínu ný lög. Þau voru tilbúin ár-
ið 1269 og hlaut Magnús við-
urnefnið lagabætir af þessari iðju.
Árið 1271 lét Magnús ganga frá
nýrri lögbók fyrir Ísland og kom
Sturla Þórðarson með hana hingað
til lands þá um vorið. Hún var í
munni manna nefnd Járnsíða og
mun það hafa stafað af því að járn-
bent spjöld voru utan um eitthvert
eintak hennar.
Járnsíða mun einna síst kunn af
hinum fornu lögbókum Íslendinga,
enda gilti hún aðeins í áratug, uns
Jónsbók leysti hana af hólmi árið
1281. Hún hefur og miklu sjaldnar
verið gefin út en bæði Grágás og
Jónsbók og kom síðasta útgáfan út
árið 1847.
Þessi nýja útgáfa var þannig orð-
in tímabær og þörf. Hún hefur að
geyma texta Járnsíðu og að auki
Kristinrétt Árna biskups Þorláks-
sonar, sem var lögtekinn árið 1275
og kom í stað þess kristinréttar sem
gilti á þjóðveldistímanum. Texti
þessara gömlu lagabálka er hér
prentaður á nútímamáli með glögg-
um skýringum. Útgefendur rita
fróðlegan og greinargóðan inngang
og í bókarlok er atriðisorðaskrá.
Þetta er handhæg útgáfa, snotur
að öllum frágangi og gott dæmi um
að vel má gefa út sögulegar heim-
ildir án þess að efna til rándýrra
glæsirita.
Tveir
laga-
bálkar frá
13. öld
BÆKUR
Járnsíða og Kristinréttur Árna
Þorlákssonar
Sögufélag, Reykjavík 2005.
220 bls.
Útgefendur: Haraldur Bernharðsson,
Magnús Lyngdal Magnússon, Már
Jónsson.
Jón Þ. Þór
BAROKKHÓPURINN Teneritas flytur verk
frá sautjándu og átjándu öld eftir ítölsk,
frönsk og spænsk tónskáld á næstu sum-
artónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar.
Tónleikarnir fara fram á morgun. Leikin
verða verk eftir Alexis Magito, Fraçois Cou-
perin, Marin Marais, Gaspar Sanz og Johann
Sebald Triemer en Teneritas-hópinn skipa
þau Hanna Loftsdóttir sem spilar á gömbu,
Ólöf Sigursveinsdóttir á barokkselló og
sænski lútuleikarinn Fredrik Bock.
Hanna segir blandað þjóðerni verkanna
helgast af því að gamban og sellóið hafi á sín-
um tíma átt sinn hvorn heimavöllinn, gamban
hafi verið mjög vinsæl í Frakklandi meðan
sellóið hafi verið vinsælla á Ítalíu. Hópurinn
spilar þó flest verkin saman en þó oftast með
eina aðalrödd í forgrunni meðan hin hljóð-
færin mynda undirleik.
Um aldur og eðli verkanna á efnisskránni
segir hún það vera eitthvað við hljóðheim
barokksins sem heilli. „Það er svo mikil dýpt í
barokktónlistinni sem er engu að síður laus
við þennan ofsa og rosalegu tilfinningaróm-
antík, eins og maður finnur t.d. í rómantískri
tónlist. Það er allt sagt en á knappari máta.“
Hanna útskýrir nánar hvað liggur hér að
baki. „Við mótun hendinga er reynt að ná
fram smáatriðunum í tónlistinni frekar en að
spila langar línur. Maður nær þess vegna
fram öðru litrófi. Svo er hljómur hljóðfæra
þar sem notaðir eru girnisstrengir heillandi.
Hann er svo þýður,“ en Hanna stundar nám í
barokkselló- og gömbuleik í Hollandi.
Latneska nafnið teneritas þýðir einmitt
mýkt og vísar þannig í barokkhljóminn. Upp-
runalega var Teneritas dúett og þá skipaður
Hönnu og Ólöfu sem hafa þekkst frá því að
þær voru ungar hnátur við hljóðfæranám.
„Við fengum svo Fredrik til liðs við okkur til
að gera efnisskrána fjölbreyttari,“ upplýsir
hún og bætir við að eftir tónleikana á Sig-
urjónssafni stefni hópurinn að frekara tón-
leikahaldi úti á landsbyggðinni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er
aðgangseyrir 1.500 krónur.
Tónlist | Teneritas-hópurinn á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Þýðir barokktónar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það er allt sagt í barokktónlistinni en á knappari máta,“ segir Hanna Loftsdóttir sem heldur á
gömbu hægra megin á myndinni. Til vinstri er Ólöf Sigursveinsdóttir með barokkselló.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
www.lso.is
Nú um helgina var tekin til sýningamyndin Aðalhlutverk: Rosa Furr íMuseum of Modern Art í New York(MoMA). Myndin er áhugaverð meðal
annars fyrir þær sakir að íslensk kona, Lára
Martin, stóð að gerð myndarinnar.
Myndin kom út árið 2000 sem lokaverkefni
Láru til mastersgráðu við hinn virta kvikmynda-
skóla Californian Institute of the Arts (CalArts).
Skólinn var stofnaður af Walt Disney í upphafi
sjöunda áratugar til að færa saman sviðslistir og
sjónlistir.Kvikmyndin, sem var verkefni Láru,
vakti talsverða lukku í skólanum og var tekin til
yfirlitssýningar í MoMA á bestu verkum CalArts
síðustu þrjá áratugi. Yfirlitssýningin hefur staðið
frá 25. maí, þar sem sýnd eru bestu verk síðustu
þrjá áratugi við skólann. Myndin var sýnd 10. og
12. ágúst í sýningarhópi með t.a.m. verki eftir
Paul Reubens (Pee Wee Herman). Á meðal ann-
arra þekktra leikstjóra sem sýna á þessari yf-
irlitssýningu er James Mangold sem gerði mynd-
irnar Walk the Line, Heavy og Copland.
Sýningin inniheldur því bæði „stór nöfn og þá
sem eru að fara út í lífið með nýjar hugmyndir“,
líkt og Lára kemst að orði.
Til heiðurs Josephine Baker
Lára er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur
að eigin sögn verið kvikmyndaáhugakona frá því
hún var 12 ára. Hún var meðlimur í Fjalakett-
inum í menntaskóla, og gekk í Menntaskólann við
Sund. Eftir það fór hún út á vinnumarkaðinn:
vann hjá Ríkisútvarpinu í nokkur ár á tónlist-
ardeildinni og var prófarkalesari á Þjóðviljanum
á undan því.
„Svo fór ég að dunda mér við að gera stutt-
myndir og sótti um nokkra skóla og komst inn í
þá. Ég valdi að fara til Bandaríkjanna þar sem
faðir minn er frá New York. Pabbi, og reyndar
báðir foreldrar mínir, voru í skemmtanaiðn-
aðinum, voru dansarar. Og afi var einn af döns-
urunum fyrir Josephine Baker.“
Þessi tenging fjölskyldu Láru við kvikmynda-
stjörnuna Josephine Baker varð til þess að sjálf
persónan Rosa Furr sem stuttmyndin sem heitir
í höfuðið á er byggð á Baker og myndin tileinkuð
henni. Myndin er einnig „óður til þöglu mynd-
anna og viðleitni til að endurskrifa kvikmynda-
söguna“, að sögn Láru.
Kvikmyndir ritskoða efni sitt
Sú viðleitni er komin til af miklum áhuga Láru
á kvikmyndasögunni og þeirri staðreynd að þús-
undir af þöglu myndunum týndust.
„Við höfum lesið kvikmyndasöguna þannig að
hún sé á einn hátt: hverjir séu bestu kvikmynda-
leikstjórarnir o.s.frv., en það sem margir gera sér
ekki grein fyrir er að um 90% allra þögla mynda
brunnu eða var fleygt sökum skorts á plássi. Þá
fannst mér vera hér tækifæri til að skoða og
ímynda sér hvað gæti hafa verið til. Getur verið
að á þessum tímapunkti hafi einhverjir gert kvik-
myndir þar sem svartir og hvítir og samkyn-
hneigðir og allir þeir sem hafa verið settir út á
jaðarinn hafi ekki verið þar? Að einhvern tímann
hafi ekki verið litið á okkur sem jaðarmenningu
og að gerðar hafi verið myndir með okkur í mið-
plotti: þar sem við erum bara venjulegir þegnar í
samfélaginu?
Ég fór af stað með þá hugmynd að ég ætlaði að
gera svo gamla mynd að þegar fólk sæi hana þá
liti hún út alveg eins og hún hefði verið tekin upp
1926 og ég hefði bara skeytt hana saman eða þrif-
ið hana. Og þá kemur í ljós allt önnur saga en við
eigum að venjast í þöglu myndunum.“ Lára
skeytir í myndinni saman persónum sem í þöglu
myndunum virðast bundnar af kyn- eða kyn-
þáttahlutverkum. Í myndinni er svört kona sterk
persóna, en ekki mátti sýna Bandaríkjamenn af
afrískum uppruna sem sterkar persónur á tímum
þöglu myndanna. Yfirleitt léku málaðir hvítir
menn svarta menn. Auk þess á í myndinni að
gifta svörtu konuna hvítum manni en slík sam-
skipti kynþáttanna var mikið tabú í þöglu mynd-
unum.
„Kvikmyndir hafa alltaf verið ritskoðaðar. Eða
frá því þær fóru að vera kapítalísk vara. Það voru
nokkrar kvikmyndir sem komust ekki inn í kvik-
myndahúsin því þær sögðu sannleika úr sam-
félaginu af fólki sem var ekki litið á sem merki-
legan pappír.
Þannig að það var nóg pláss til að fara inn á
þessi mið og ég gerði það.“ Og það gerði Lára
með þeim árangri að út kom þessi mynd sem stóð
sig ágætlega á kvikmyndahátíðum víða um heim
og fékk útbreiðslu í Bandaríkjunum og Kanada.
Var þörf á að endurskrifa kvikmyndasöguna?
„Sagan er náttúrlega skrifuð af einhvers konar
sigurvegurum. Það er svo margt sem verður út-
undan í söguskoðuninni. Sannleikurinn á bakvið
sigurvegarana er oft frekar ljótur. Kvikmynda-
bransinn er alveg gargandi viðskiptaheimur og
ekkert endilega fallegur. Það eru ekki allir með-
vitaðir um hversu ljótur þessi heimur hefur verið,
því það er glamúrinn sem alltaf er á toppnum.“
Uppfærir söguna af Búkollu
Lára Martin er annars á leið heim til Íslands
einmitt vegna kvikmyndasögunnar. Í haust mun
hún kenna áfanga í kvikmyndasögu við Háskóla
Íslands og hvetur fólk til að koma og endurskoða
söguna. Námið verður í boði í hugvísindadeild-
inni, hluti af kvikmyndasögu og -fræði sem Guðni
Elísson sér um. Lára verður að eigin sögn með
þögla tímabilið.
Eftir að myndin Starring: Rosa Furr var gerð
árið 2000 hefur Lára haft ýmislegt á sinni könnu.
„Ég hef verið að vinna með fólki úti í Hollywood í
auglýsingabransanum, verið að framleiða og ver-
ið aðstoðarleikstjóri í sjálfstæðum kvikmyndum.“
Hún framleiddi til að mynda heimildarmyndina
Wild West, sem fjallar um sögu eyðimerkurinnar,
og það er indíáni sem segir söguna.
Nýverið fékk hún handritastyrk hér heima til
að vinna mynd í fullri lengd. „Þetta verður gam-
anmynd með alvarlegum undirtón. Maður þarf
oft að nota húmorinn til að segja alvarlega sögu.
Þetta er um kálfinn hennar búkollu, hana
Lukku. Þetta er nútímaútfærsla á Búkollusög-
unni, þar sem tröllin eru stóriðjufyrirtæki og
svona önnur skrímsli sem eru að eyðileggja og
vilja drepa Búkollu. Kýrin táknar í sögunni land-
ið. Ef við förum vel að Búkollu þá gefur hún okk-
ur töfrahárin sín.“
Lára segir söguna vera „elemental, svo full-
komna í öllum fjórum frumefnunum; eldi, vatni,
jörð og lofti“. Hún er að klára síðari útgáfu á
handritinu og við tekur fjármögnun. Með henni
vinnur að verkefninu góður og reyndur mann-
skapur, sem svo einkennilega vill til að eru öll í
nautsmerkinu ásamt Láru; þau Hilmar Örn
Hilmarsson, Valdís Óskarsdóttir og Friðrik Þór
Friðriksson.
Myndin verður tekin upp hér á landi og líkt og
myndin um Rósu Furr er óður til þöglu mynd-
anna og Josephine Baker, verður næsta mynd óð-
ur til þessa lands. „Mér er ekki alveg sama um
hvað er að gerast hérna. En ég vona að unga
fólkið, sem er okkar eina von, vakni til meðvit-
undar áður en við förum of langt í vitleysunni.“
Kvikmyndir | Lára Martin sýndi í MoMA í New York
Endurskrifar söguna út frá
sjónarhóli jaðarmenningar
Morgunblaðið/Golli
Lára Martin hefur í nógu að snúast; hún mun
kenna kvikmyndasögu við HÍ næsta haust og
undirbýr mynd byggða á sögunni um Búkollu.
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is