Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BANDARÍSK stjórnvöld hafa varað Indverja við því að bann í sumum sambandsríkjum Indlands við fram- leiðslu og sölu á Coca-Cola og Pepsi vegna ásakana um of mikið magn af skordýraeitri i vörunni geti haft nei- kvæð áhrif á erlendar fjárfestingar í landinu. „Nú þegar Indverjar reyna af alefli að laða að sér og halda í erlenda fjár- festa myndi það vera óheppilegt ef þeir sem ekki vilja meðhöndla erlend fyrirtæki af sanngirni fengju að ráða umræðunni,“ sagði Franklin Lavlin, aðstoðarráðherra með alþjóðavið- skipti á sinni könnu, í Washington í gær. Útibú bandarísku fyrirtækjanna tveggja á Indlandi vísa ásökunum um of mikið magn af eitri á bug og segj- ast fylgja reglum Evrópusambands- ins um þessi efni. Það séu ströngustu reglur í heimi. Í sex indverskum ríkj- um hafa yfirvöld nú bannað eða tak- markað sölu á gosdrykkjum frá fyr- irtækjunum tveim í skólum og ríkisstofnunum vegna málsins. Hæstiréttur Indlands hefur krafist þess að fá uppskriftirnar að kóla- drykkjunum vegna máls sem höfðað hefur verið á hendur fyrirtækjunum fyrir hönd almennings. Fréttaskýr- endur segja málið pólitískt og benda á að Kerala og önnur ríki sem hafa bannað sölu á drykkjunum séu undir stjórn flokka sem séu andsnúnir Kon- gress-flokknum er nú fer með völdin í Indlandi ásamt fleiri flokkum. Talsmenn Vísinda- og umhverf- ismiðstöðvarinnar, CSE, sem er sjálf- stæð, indversk stofnun í höfuðborg- inni Nýju Delhí, fullyrtu nýlega að magn skordýraeiturs í drykkjunum væri 24 sinnum meira en reglur um leyfilegt magn í drykkjarvatni heim- iluðu. Engar opinberar reglur eru hins vegar til um leyfilegt magn í gos- drykkjum. CSE segir að of mikið magn af skordýraeitri sé í öllum gos- drykkjum í landinu en ákveðið hafi verið að einbeita sér að Coca-Cola og Pepsico vegna þess að samanlögð markaðshlutdeild fyrirtækjanna tveggja sé um 80%. Indverski markaðurinn er geysi- lega mikilvægur fyrir bæði fyrirtæk- in enda býr rösklega milljarður manna í landinu. Er umræðan því mikið áfall fyrir gosdrykkjafyrirtæk- in tvö. Gosdrykkja- deilan á Ind- landi enn óleyst Grunur um að óeðlilega mikið af skordýraeitri sé í kóki og pepsí Reuters Traðkað á gosdrykkjaflöskum í mótmælum í borginni Ahmedabad. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KÍNVERSKT náttúrulækningalyf er hugsanlega gagnlegt fólki með sykursýki 2, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Um er að ræða efnasambandið berberine sem finnst meðal annars í rótum og berki ákveðinna plantna. Í gömlum kínverskum ritum er sagt að berberine geti lækkað glúk- ósumagn í sykursjúku fólki. Einnig er algengt í ýmsum löndum að nota það gegn niðurgangspest. Nú hafa vísindamenn við Garvan-stofnunina í Sydney í Ástralíu rannsakað efnið og í tímaritinu Diabetes er sagt að tilraunir þeirra á rottum og músum bendi til að staðhæfingin um virkni gegn sykursýki eigi við rök að styðjast. Í ljós kom að væri dýrunum gefið berberine í mat lækkaði blóðsyk- urinn, minna var um fitu í æðakerf- inu, insúlin virkaði betur og dýrin megruðust. „Þetta er mjög gott dæmi um gildi sumra svonefndra hefðbundinna lyfja [náttúrulyfja],“ sagði David Jones, prófessorinn sem stýrði rannsókninni. Náttúrulyf gegn sykursýki? HÓPUR þjóðernissinna réðst á þátt- takendur í gleðigöngu samkyn- hneigðra í Tallinn, höfuðborg Eist- lands, á laugardag og voru 12 manns fluttir á sjúkrahús. Hér sést lögregla handtaka einn þjóðernissinnann. Lisette Kampus, sem skipulagði gönguna, sagði að um 500 manns hefðu tekið þátt í henni. Um 20 ungir karlmenn hefðu ráðist á göngumenn með bareflum og grjótkasti. Einkum hefðu þeir ráðist á konur í hópnum. Í júlí var gleðigöngu aflýst í Ríga í grannlandinu Lettlandi vegna hót- ana og árása andstæðinga samkyn- hneigðra. Reuters Ráðist á samkynhneigða tilkynnt var að hann tæki við for- setaembættinu í bili vegna veikinda bróðurins, sást faðma Chavez sem er mikill stuðningsmaður stjórn- valda á Kúbu. Hann hefur meðal annars selt Kúbu olíu á mjög vægu verði. „Við þá sem hafa áhyggjur af heilsu minni vil ég segja, að ég lofa að gera mitt besta til að ná heilsu á ný,“ sagði Fidel Castro í ávarpi sínu í blaðinu. Hann bað alla að vera bjartsýna en búa sig jafnframt und- ir að slæmar fréttir gætu birst. Á myndunum fjórum er Castro klæddur í hvítan og rauðan æf- ingagalla. Hann sést tala í síma og á einni myndinni heldur hann á laug- ardagsblaði Granma, málgagni Havana. AFP, AP. | Málgagn ungliða- hreyfingar kommúnistaflokks Kúbu, Juventud Rebelde, birti í gær ávarp frá Fidel Castro, leiðtoga landsins og fyrstu ljósmyndirnar, sem birst hafa af honum frá því hann gekkst undir aðgerð í lok júlí vegna innvortis blæðinga. Castro varð áttræður í gær og segist í ávarpinu vera afar hamingjusamur. Hann þakkar fólki fyrir umhyggj- una sem það hafi sýnt sér. Raul Castro, varnarmálaráð- herra Kúbu og bróðir leiðtogans, tók í gær á móti Hugo Chavez, for- seta Venezuela sem kom til Havana í tilefni af áttræðisafmæli Kúbu- forseta. Raul Castro, sem ekki hef- ur sést opinberlega síðan 31. júlí, er kommúnistaflokks Kúbu, að lík- indum til að sanna að ekki sé um myndafölsun að ræða, segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Vegna veikindanna var ekki haldið upp á afmælið með þeim hætti sem fyrirhugað hafði verið. En á laugardag var þó haldin geysi- mikil tónlistarhátíð i höfuðborginni Havana, Castro til heiðurs og stóð hún fram á nótt. Granma sagði í gær að Castro væri farinn að ganga um sjúkrastofuna. Í bandarískum fjölmiðlum er sagt að leiðtoginn hafi verið skorinn upp vegna mein- semda í ristli og líklegt sé að hann þurfa framvegis að nota svo- nefndan stóma-poka. Reuters Havanabúi les blað ungliðahreyfingar kommúnista, Juventud Rebelde, með myndum af Fidel Castro forseta í gær. Fyrstu myndir af Castro eftir aðgerðina Colombo. AP, AFP. | Tamílsku tígrarnir, uppreisnarhreyfing þjóðarbrots Tamíla á Sri Lanka, gerðu árásir af sjó á smáeyjar úti fyrir Jaffna-skaga í norðurhluta landsins í gærmorgun en árás þeirra var hrundið, að sögn tals- manns stjórnvalda í höfuðborginni Colombo. Þá var fjölda flugskeyta skotið yfir landamæri yfirráðasvæða Tígranna og stjórnarhersins á Jaffna- skaga en þúsundir stjórnarhermanna eru á skaganum sem er umlukinn sveitum Tígranna. Segja vopnahlés- eftirlitsmenn á svæðinu að svo virðist sem Tígrarnir séu að reyna að stöðva birgðaflæði til skagans, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Harðir bardagar stóðu yfir við borgina Trincomalee, í norðaustur- hluta landsins, á laugardag. Munu um 60.000 manns hafi flúið heimili sín vegna átakanna undanfarna daga og 100.000 manns vera innlyksa á átaka- svæðinu. Bardagarnir á Sri Lanka síðustu daga og vikur eru þeir hörð- ustu frá því samið var um vopnahlé árið 2002 og hafa hátt á annað hundr- að manns fallið. Seevarathnam Puleedevan, tals- maður Tígranna, vísaði í gær á bug þeim staðhæfingum stjórnvalda í Co- lombo að Tígrarnir hefðu sent yfir- völdum boð og sagst vera reiðubúnir að ganga til friðarviðræðna að nýju. „Árásir stjórnarhers Sri Lanka úti- loka friðarviðræður og framkvæmd vopnahléssamkomulagsins. Ríkis- stjórnin verður að taka ábyrgð á þessu neikvæða andrúmslofti,“ sagði Puleedevan. Eftirlitsmenn á svæðinu segja hins vegar að svo virðist sem Tígrarnir hafi komið átökunum af stað. Palitha Kohona, talsmaður ríkis- stjórnarinnar í friðarsamningamál- um, sagði fréttamönnum fyrr í gær að Tígrarnir hefðu komið umræddum boðum áleiðis með hjálp norrænna eftirlitsmanna. „Við gáfum þeim mjög jákvætt svar og sögðumst reiðubúnir að hefja viðræður strax,“ sagði hann. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður norrænu eftirlitssveitanna, staðfesti í símtali við AP-fréttastofuna að Pu- leedevan hefði sett fram munnlega beiðni um friðarviðræður og sagt að von væri á skriflegu erindi þess efnis. Puleedevan neitar því hins vegar að umrætt samtal hafi átt sér stað. Segjast ekki hafa beðið um viðræður London. AFP, AP. | Bresk stjórnvöld hafa komið í veg fyrir að minnsta kosti fjórar áformaðar hryðjuverka- árásir í landinu frá sprengjutilræð- unum í London í júlí á síðasta ári. Öll tilræðin hefðu getað valdið miklu manntjóni, að sögn John Reid innan- ríkisráðherra. Enn eru miklar trufl- anir á flugvöllum í landinu vegna aukins öryggiseftirlits og mörgum ferðum aflýst. „Við teljum okkur hafa alla meinta forsprakka þessa tiltekna hóps í haldi,“ sagði Reid í gær um mennina sem handteknir voru á fimmtudag grunaðir um að ætla að sprengja bandarískar farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. „Ég verð hins vegar að vera hreinskilinn og segja að á grundvelli þess sem við vitum gætu aðrir gengið lausir … þannig að veruleg hryðjuverkaógn er enn til staðar í Bretlandi.“ Alls 24 menn, flestir af pakist- önskum ættum, voru handteknir í Bretlandi vegna málsins en einum þeirra hefur verið sleppt. Mennirnir eru leigubílstjórar, bókhaldarar, pítsusendlar, námsmenn og öryggis- verðir. Sumir eru ekki upprunalega múslímar en hafa snúist til þeirrar trúar, að sögn breskra fjölmiðla. Blaðið The Sunday Times sagði að einn mannanna væri ef til vill leiðtogi deildar al-Qaeda í Bretlandi. Lögfræðingur tveggja mannanna gagnrýndi í gær harðlega meðferð lögreglunnar á mönnunum. Lög- fræðingurinn, Mudassar Arani, sagði í sjónvarpsviðtali að mönnun- um væri haldið í köldum fangaklef- um og að beiðnum þeirra um teppi hefði verið hafnað. Þá sagði hún ann- an mannanna hvorki hafa fengið vott né þurrt í 26 stundir. Reid varar við fleiri tilræðum Bretar hafa hindrað fjögur mannskæð tilræði síðan í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.