Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 15
HVER kannast ekki við að fyllast skyndilegri löngun í eitthvað til að narta í, oft kemur þessi löngun fram seinnipart dags og er þá freistandi að skreppa í sælgæt- issjálfsalann á vinnustaðnum eða finna eitthvað sætt í eldhús- skápnum til að seðja þessa löngun. Á vefsíðu Forbes, www.forbes.- com, segir að flestir Bandaríkja- menn fái sér snakk á milli mála eins oft og þeir borða reglulegar máltíðir. Um 90% leyfa sér snakk á hverjum degi meðan aðeins 75% borða morgunmat og 88% borða hádegismat. Nú hefur sem sagt komið í ljós að snakk er ekki óhollt og þjónar meira að segja líf- fræðilegri þörf. „Með narti á milli mála ertu að setja eldsneyti á lík- amann og viðhalda orkunni, blóð- sykrinum og lystinni,“ segir Dana Ellis, næringarfræðingur á UCLA sjúkramiðstöðinni í Los Angeles. En þetta þýðir víst ekki að þú get- ir hámað í þig kartöfluflögur og hlaupbangsa því slíkt snakk inni- heldur víst ýmislegt óhollt sem getur leitt til þyngdaraukningar og frekari heilsufarsvandamála. Sú áhætta kemur víst ekki í veg fyrir að við fáum okkur óhollt snakk, en það eru fleiri ástæður til að forðast sælgætisvélina því þótt þér virðist sælgætið sefa löngunina gerir það það ekki. Að borða sælgæti eða annað óhollt snakk eins og kartöfluflögur, kleinuhringi og kökur slær á löng- unina á þeim tíma sem þú ert að narta í það en síðan veldur það blóðsykurssveiflum, nartlöngunin verður verri og það gerir þig þróttlausan, skapfúlan og líklega óþolandi. Því er mikilvægt að forðast mat sem veldur sveiflum á blóðsykr- inum. Ef blóðsykurinn fellur mikið ferðu fyrir alvöru að missa stjórn á sjálfum þér, það er líka sagt að með því að borða mat sem er með lágt næringarefnainnihald valdi því að þú ferð að borða meira vegna þess að líkaminn hefur ekki fengið næringarþarfir sínar upp- fylltar. Ef við mætum ekki þess- um þörfum líkamans getur lík- aminn ekki losað sig við úrgang og afeitrast, þá segir hann okkur að borða meira og meira og á end- unum erum við orðin matarfíklar. Í staðinn fyrir sykraðar góðgjörðir, mæla næring- arfræðingar með ávöxt- um og grænmeti sem snakki, ásamt mat sem inniheldur góða fitu, eins og omega 3, trefjar og magurt prótein, t.d hnetum og hummus. Góð snakkráð:  Frystu niðurskorna ávexti eins og banana. Blandaðu þá svo með klökum, mjólk og svolitlu af kakódufti og þá ertu kom- in með fínan hristing til að sötra á.  Ekki borða og gera eitthvað annað um leið. Jafnvel eins einfalt athæfi og að horfa á sjónvarpið getur gert það að verkum að þú borðar yfir þig vegna þess að þú ert ekki að veita því athygli sem þú set- ur ofan í þig.  Vertu vel vakandi í mat- arinnkaupunum og veldu af kostgæfni úr búðarhillunum. Málið er að ef þú átt eitthvað til þá borðar þú það yfirleitt, svo ekki kaupa óhollan mat heldur birgðu þig upp af ávöxtum, grænmeti og trefja- ríku fæði.  Nart er mikilvægt til að auka orku líkamans svo keyptu snakk sem innheldur jafnt af próteini, fitu og hita- einingum.  Veittu því athygli klukkan hvað á daginn þú finnur fyrir nartlöngun, með því getur þú verið tilbúin með hollt snakk þér við hlið í staðinn fyrir að hlaupa út í sjoppu eftir óhollu snakki þegar löngunin lætur á sér kræla.  HEILSA | Fáðu þér hollt snakk á milli mála Er nartlöngunin að plaga þig? Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil sykurneysla á milli mála get- ur gert fólk óþolandi í skapinu. Ekki er gott að borða vínarbrauð þegar nartlöng- unin grípur mann. Þurrkaðir ávextir eru góðir til að maula.                               !"# $%  &' ()*+"# ,-# .$/ $0  1112+232# Daglegtlíf ágúst HUNDAR hafa persónuleika! Þetta kemur fram í kjölfar ástr- alskrar spurningakönnunar sem lögð var fyrir 1.000 hundaeigendur. Niðurstaða könnunarinnar sýndi að hundaeigendur nefndu helst fimm mismunandi persónuleika hunda sinna; opinskár, námfús, sjálfsöruggur, vingjarnlegur og varkár. Sagt er frá könnuninni á vefnum forskning.no. Allt í allt voru oftast nefndar 40 gerðir persónuleika til að lýsa skapgerð hundanna. „Allir þessir eiginleikar eru hluti af persónu- gerð hundsins, þannig að lýsa má honum sem vingjarnlegum eða fúl- lyndum á sama hátt og mann- eskjum,“ segir dr. Jagui Ley sem starfar við háskólann í Monash. Tilgangur könnunarinnar var að gefa hugsanlegum framtíðarhunda- eigendum möguleika á að meta hvaða persónuleiki hunda myndi henta þeim. Jaqui Ley er atferl- isfræðingur og hittir oft hunda sem eru til vandræða með atferli sínu. „Þar sem allt að 20% hunda sem enda í dýraathvörfum eru þar vegna atferlisvandræða fannst okkur mikilvægt að rannsaka hvort hægt væri að meta persónuleika þeirra á hlutlægan hátt,“ er haft eftir dr. Ley. Hún segir jafnframt að ef fólki er gert auðveldara að meta persónuleika hunda áður en það velur sér hund til eignar muni það gera bæði hundum og mönnum lífið talsvert léttara. „Ef hundur er t.d. sjálfsöruggur og áhugasamur hentar hann vel sem vinnuhundur,“ segir dr. Ley. „Þegar um barnafjölskyldur er hins vegar að ræða ætti að forðast að velja hund sem er varkár og hræðist auðveldlega.“ Betra hundalíf í sveitinni Niðurstöður könnunarinnar sýndu jafnframt að almennt þrífast hundar betur í sveit heldur en í bæjum. Eigendurnir lýstu þeim sem opnari, vingjarnlegri og nám- fúsari en frændunum í bæjunum. „Reyndar vitum við ekki ennþá af hverju það er,“ viðurkennir dr. Ley. „Hvort það er vegna þess hvernig umhverfi þeir búa við eða hvort tegundirnar sem algengari eru í sveitinni henta betur þar.“ Í kjölfar þessarar rannsóknar verður lagður nýr spurningalisti fyrir annan fjölskyldumeðlim en svaraði síðast til að fá mat á því hvort það fer eftir því hver svarar spurningunum hvernig persónu- gerð hundanna er lýst. Í náinni framtíð verða síðan lagðir fyrir tveir spurningalistar með hálfs árs millibili til að fá það fram hvort persónuleiki hunda breytist með tímanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Enskum Springer spaniel er gjarnan lýst sem opinskáum, glaðlyndum og forvitnum. Frábær fjölskylduhundur.  HUNDAR | Hver með sinn persónuleika Fjórfættir og fjölhæfir Hitað upp fyrir Reykjavíkurhlaupið | 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.