Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 25
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ALLIR eiga að kannast við mála-
ferlin í Njálu með sín lýrit o.s.frv.
Hvenær var á Alþingi Íslendinga sú
venja treyst í sessi að einfaldur
meirihluti réði, hvenær sekt og
sönnunarbyrði innleidd, hefnd-
arskyldan afsögð? 1117, árið áður
en Hafliðaskrá með sinn Vígslóða, –
fyrir atfylgi klerka undir forystu
kirkjuhöfðingjans Gissurar biskups.
Hann sneiddi á sínum tíma hjá
Brimum í sinni vígsluför; erkibisk-
upinn þar var á bandi keisarans,
hélt á fund páfa. Baugatal hefur af
fræðimönnum sumum verið álitið
mótfrumvarp við Vígslóða í und-
irbúningi laganna eins og fræðast
má um í afmælisriti Magnúsar Más
Lárussonar sjötíu ára í ritgerð eftir
Björn Sigfússon háskólabókavörð
og bíóstjóra sælla minninga. Þjóð-
félög, sem búa í þokkabót við
stjórnskipan, sem sniðin er eftir
stjórnsýslufyrirkomulagi reglu
Dóminikana, sbr. valddreifingu,
stjórnunarstig miðstjórnar og
sveitastjórna, eru í frumgerð sinni
kristin, en ekki eitthvað annað.
Fóstureyðingar eru leyfðar, hvað
sem allri ofbeldis og mannréttinda-
umræðu líður. Hvað er ofbeldi, ef
um það hefur verið gert þegjandi
samkomulag, að dauði fósturs af
mannavöldum sé fullorðinsmál, en
ekki barna.? Helst skal stunda á að
dekstra uppvaxandi kynslóðir að
reyna ekki að skilja það, sem þeirra
bíður seinna að taka á og þegja um.
Auðvitað ber látlaus og lýjandi of-
beldisumræða svokölluð og almenn-
ur dólgsháttur keim af berri hræsni
og tvískinnungi. Nægir, sé krufið til
rótar að kenna bjargræðisvegum og
afþreyingu þegnanna um almenna
dægradvöl?
Loks: Hvað líður klinki hins op-
inbera og offorsi gagnvart landi og
þjóð, landi, sem gangnamenn af
Fljótsdal og nágrannar þar til ný-
verið höfðu einir farið um að ein-
hverju ráði, stöku hreindýraskytta
eða ferðalangar; að sönnu ósnortið
land, langt utan alfaraleiðar, að
Landsvirkjun var falið erindið, lít-
illa sanda, lítilla sæva. Þrjóti þá
ekki erindið þar efra barbara nú-
tímans, vekfræðingastóðið, pólitíska
valdið, íslenzka borgarastétt ásamt
aftaníossum mun látum ekki linna.
Upp af vellinum rís heljar drullu-
vilpa, musteri mannorðsins. Sveipir
sýnilegir, blikur á lofti. Einhvers-
staðar hringlar í bauki, hjartataug,
annarsstaðar ekki; DVD diskar
hafa leyst af hólmi vídeóið. Skolli
gnístir tönnum. Samviskan mun
áfram á kreiki sama þó brattgengir
dæsi og strjúki loðinni loppu um
belg.
JÓN BERGSTEINSSON,
verkamaður.
Hvort heldur
hnit eða hnota
Frá Jóni Bergsteinssyni:
FRÁ því var skýrt í Morg-
unblaðinu 2. ágúst, að til standi að
setja upp útilistaverkið Ljós eftir
Hrein Friðfinnsson, við Mennta-
skólann á Ísafirði. Verkið verður
sett upp í minningu Jóns Sigurðs-
sonar og verður afhent 1. des. nk.,
segir Ólína Þorvarðardóttir skóla-
meistari í viðtali við blaðið.
Hér er vissulega um ánægjuleg
tíðindi að ræða, sem gerast að
frumkvæði hjónanna Maríasar Þ.
Guðmundssonar og Málfríðar
Finnsdóttur frá Ísafirði. En nauð-
synlegt er að leiðrétta það sem
kemur fram í niðurlagi áð-
urnefndrar ágætu umfjöllunar.
Þar segir: „Þessi súla mun
standa á skólalóðinni og síðan
verða einkunnarorð Jóns Sigurðs-
sonar: Sómi Íslands, sverð þess og
skjöldur, meitluð í stein á jörðinni í
kringum súluna.“
Frá því er að segja, þetta voru
alls ekki einkunnarorð forsetans.
Þau voru Eigi víkja, ef einhver
voru. Íslendingar í Kaupmanna-
höfn gáfu Jóni innsigli með ein-
kunnarorðunum Eigi víkja er hann
hélt á Þjóðfundinn 1851. Mynd af
innsiglinu má sjá í steindum
glugga Steinþórs Sigurðssonar í
Minningarkapellu Jóns Sigurðs-
sonar á Hrafnseyri. Dr. Lúðvík
Kristjánsson segir að vísu frá því,
að Jón notaði þessu einkunnarorð
aldrei mjög mikið, en það er önnur
saga.
Hitt er svo annað, að þeir hinir
sömu Íslendingar í Kaupmanna-
höfn létu setja silfursveig á kistu
Jóns við minningarathöfn um þau
hjón í Garnisonskirkju eftir lát
þeirra 1879. Á silfursveignum stóð
eftirfarandi áletrun:
„Óskabarn Íslands, sómi þess,
sverð og skjöldur.“
HALLGRÍMUR SVEINSSON
Brekku, Dýrafirði
Óskabarn Íslands
Frá Hallgrími Sveinssyni:
Í MORGUN-
BLAÐINU og
Fréttablaðinu 2.
ágúst sl. birtist sín
hvor greinin eftir
Rannveigu Guð-
mundsdóttur alþm.,
báðar um matarverð
hér á landi. Rannveig
hefur um árabil verið
hvað ötulust við að
berjast fyrir lægra
matarverði, m.a. með
því að afnema inn-
flutningshömlur á
matvælum.
Að þessu sinni ber þó nýrra við,
í báðum greinunum birtir hún
skilning á stöðu íslenskra bænda
sem ég minnist ekki að hafa séð
fyrr í skrifum hennar eða mál-
flutningi. Í Morgunblaðsgreininni
segir hún: „Lækkun matarverðs
snýst ekki um aðför að bændum
heldur uppstokkun á úreltu kerfi
tolla og vöru-
gjalda …“ Og: „Lyk-
illinn að lausn felst í
sáttagjörð við bændur
um nýtt og betra
skipulag styrkja við
landbúnað, samhliða
afnámi tolla og vöru-
gjalda á innfluttum
matvælum.“
Í greininni í Frétta-
blaðinu segir hún:
„Gera þarf áætlanir í
samráði við bændur
um hvernig lækka má
matarverð verulega
án þess að það komi niður á eðli-
legum stuðningi við bændur …“
Það er ánægjulegt að lesa þau
orð Rannveigar að íslenskir bænd-
ur þurfi eðlilegan stuðning og þar
með að íslensk matvælaframleiðsla
sé þjóðinni nauðsyn. Mér hefur
t.d. fundist nokkuð djúpt á þeirri
skoðun í málflutningi ASÍ og
Neytendasamtakanna að und-
anförnu.
En hér er komið að kjarna
málsins. Íslenskur landbúnaður á
sér ekki aðeins tilverurétt, heldur
er hann einn fánaberi þeirra for-
réttinda að búa á Íslandi, þar sem
eru gæði, ferskleiki og hollusta
matvæla. Um þessar mundir ber-
ast fregnir frá útlöndum um
þurrka í Evrópu og víðar um heim
sem draga úr vexti gróðurs.
Fregnirnar greina frá minni upp-
skeru útigrænmetis en vant er og
áföllum í fóðuröflun og kornrækt.
Annars staðar í heiminum eru
skaðar vegna úrkomu og flóða og
fellibyljir ætla að skila sér eins og
í fyrra. Umræða um veðurfars-
breytingar af mannavöldum verð-
ur sífellt meira áberandi. Það er
eðlilegt að við bregðumst við þess-
um tíðindum með því að styrkja
okkar eigin matvælaöflun.
Tryggingar hvers konar þykja
sjálfsagðar í nútímaþjóðfélagi og
sumar eru lögboðnar. Jafnframt
óska allir sér þess að þurfa ekki
að verða fyrir skaða þó að trygg-
ingar bæti hann. Ásamt andrúms-
lofti og vatni er manninum ekkert
jafn mikilvægt og að eiga vísan
mat. Sú hugsun að við þurfum að
leggja eitthvað á okkur til að
tryggja þann aðgang er þó ekki
öllum jafn ljós. Þeir úti í heimi sjá
um það.
Það er jafn sjálfsagt að mat-
arverð sé sanngjarnt eins og verð
á öðru sem við kaupum, en það
þarf að meta í samhengi við heild-
armynd kjara okkar og velferðar.
Í hraðfleygum heimi getur losnað
um það sem áður var föst stærð,
t.d. aðgangur að ódýrum mat-
vælum.
Það er ánægjulegt að Rannveig
Guðmundsdóttir hefur gengið
fram fyrir skjöldu og bent á að ís-
lenskir bændur þurfi á eðlilegum
stuðningi að halda. Ég hef séð því
fleygt í slúðurdálkum blaða að hún
hyggist ekki gefa kost á sér til
þingsetu í næstu kosningum.
Ekki hætta, Rannveig.
Ekki hætta á þingi, Rannveig
Matthías Eggertsson skrifar
um matarverð og stöðu ís-
lenskra bænda ’Það er ánægjulegt aðRannveig Guðmunds-
dóttir hefur gengið fram
fyrir skjöldu og bent á að
íslenskir bændur þurfi á
eðlilegum stuðningi að
halda.‘
Matthías Eggertsson
Höfundur er fyrrv.
ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys.
MEÐ meiri velmegun, minni
hreyfingu og breyttu fæðumynstri
hefur þjóðin okkar
þyngst á undanförnum
árum og ýmsir áhættu-
þættir vegna þessa
komið fram í auknum
mæli s.s. hjarta- og
æðasjúkdómar, syk-
ursýki og þunglyndi.
Vegna aukinnar um-
ræðu um gildi hreyf-
ingar og mataræðis
hefur hreyfing og
heilsuefling ýmiss kon-
ar vaxið í daglegu lífi
landsmanna á und-
anförnum árum og er
það vel. Íþrótta- og Ólympíusam-
band Íslands, ÍSÍ, sambandsaðilar
þess og fjöldi fagaðila á vettvangi
hreyfingar og hollustu hafa hvatt al-
menning til að hugsa um heilsuna í
víðtækum skilningi. ÍSÍ hefur m.a.
staðið fyrir hvatningarátakinu Ís-
land á iði, fyrirtækjakeppninni Hjól-
að í vinnuna og Kvennahlaupi ÍSÍ
svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sam-
bandið staðið fyrir fjölda námskeiða
og ráðstefna um gildi hreyfingar.
Á undanförnum vikum hefur
reglulega verið rætt um samfélags-
lega skyldu fyrirtækja vegna góðs
árangurs þeirra og hagnaðar. Mér
þykir ástæða til að
nefna og þakka í því
sambandi þátt Glitnis í
heilsueflingu og
íþróttastarfi. Auðvitað
hafa fjölmörg fleiri fyr-
irtæki og bankar á
landsvísu verið afar
dugleg á þessum vett-
vangi og ber að þakka
það starf. Það gleymist
stundum að minnast á
það sem vel er gert á
þessum vettvangi. Það
hefur væntanlega ekki
farið fram hjá neinum
hversu myndarlega Glitnir hefur
auglýst og hvatt landsmenn til að
taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni
Glitnis 19. ágúst nk. Hvatningin hef-
ur staðið yfir í langan tíma, allir ald-
urshópar hvattir til að vera með og í
raun er verið að setja þennan við-
burð í nýjan farveg fjölskyldu-
skemmtunar. Auglýsingarnar hafa
ekki bara þann tilgang að fá þátt-
töku í hlaupinu sjálfu heldur einnig
að hvetja fólk til hreyfingar. Og að
sjálfsögðu að auglýsa nafn bankans.
Glitnir hefur einnig verið afgerandi í
stuðningi sínum við afreksíþrótta-
starf á Íslandi með þátttöku í Ól-
ympíufjölskyldunni frá upphafi.
Að lokum er rétt að minnast á
framgöngu Bjarna Ármannssonar,
forstjóra Glitnis, í umræðu um þætti
bankans í heilsueflingu. Með kröft-
ugri framgöngu sinni og eigin þátt-
töku er Bjarni ekki einungis að
hvetja starfsfólk Glitnis og efla and-
ann í bankanum. Hann er að gefa
tóninn til annarra stjórnenda, for-
svarsmanna og ráðamanna í sam-
félaginu um að vera góðar fyr-
irmyndir í leik og starfi. Og hann er
að sinna samfélagslegri ábyrgð
bankans.
Gott framtak Glitnis
í þágu heilsueflingar
Stefán Konráðsson skrifar um
þátt Glitnis í heilsueflingu og
íþróttastarfi ’… í raun er verið aðsetja þennan viðburð í
nýjan farveg fjölskyldu-
skemmtunar. ‘
Stefán Konráðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ.
JAKOB Björnsson ritar grein í
Morgunblaðið þann 11. júlí um at-
huganir Bandaríkjamanna og sam-
starfsaðila á möguleikanum á því
að fergja allt koldíoxíð, sem losnar
við orkuframleiðslu, í
berglögum. Þetta hef-
ur verið rætt hér á
landi líka sem kunn-
ugt er. Ef þetta tekst
er vissulega um mik-
ilvægt skref að ræða í
umhverfis- og orku-
málum heimsins þar
sem jarðefnaeldsneyti
er eins mikilvægt og
raun ber vitni. Hvort
svarið við spurning-
unni um hina end-
anlegu lausn sé já-
kvætt er nú sennilega
háð því hvort menn hugsi í áratug-
um eða árhundruðum.
Jakob minnist líka á hvernig ork-
an sem unnin er úr kolunum verð-
ur nýtt. Þar leikur rafmagn að
sjálfsögðu stórt hlutverk en hann
bendir líka á vetni fyrir öll þau
flutninga- og samgöngutæki sem
við þekkjum í dag. Þar sem Íslend-
ingar vilja vera í forustu í vetni-
svæðingu heimsins er nauðsynlegt
að benda á eftirfarandi. Aðalatriði
„Futuregen“-verkefnisins er ekki
framleiðsla vetnis, enda er hér um
aldargamla framleiðsluaðferð að
ræða. Aðalatriðið er
söfnun koldíoxíðsins
þannig að nýta megi
orku jarðefnaelds-
neytis, sérstaklega
kola, án þess að senda
koldíoxíðið út í and-
rúmsloftið. Ég veit
ekki hvort Jakob sjálf-
ur lítur á þetta inn-
legg sitt sem stuðning
við vetnishugmyndir
okkar Íslendinga, sem
ég tel glórulausar, en
þessar hugmyndir
Bandaríkjamanna
hvorki sanna né afsanna neitt í
þeim efnum. Ég vil bara ítreka það
sem ég hef bent á annars staðar,
að það er ekki líklegt að sóun 75–
80% raforkunnar með vetn-
isvögnum eða bílum, í stað þess að
nýta yfir 60% af þessari orku í
rafknúið samgöngutæki eða enn
betur til annarrar framleiðslu, sé
framtíðarlausn á orkumálum
heimsins.
Þeir sem vilja kynna sér upp-
lýsta umræðu um framtíðarmögu-
leika vetnis sem orkumiðils fyrir
samgöngutæki geta farið inn á
heimasíðu European Fuel Cell For-
um. Slóðin er www.efcf.com og ætti
sérstaklega að fara inn á Reports-
flipann og líta á skjal E17 sem
inniheldur PowerPoint-kynningu
eftir Svisslendinginn Ulf Bossel.
Framtíðarlausn á
orkumálum heimsins
Sigþór Pétursson fjallar um
umhverfis- og orkumál ’Hvort svarið við spurn-ingunni um hina end-
anlegu lausn sé jákvætt
er nú sennilega háð því
hvort menn hugsi í ára-
tugum eða árhundr-
uðum.‘
Sigþór Pétursson
Höfundur er prófessor í efnafræði við
Háskólann á Akureyri.