Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á
síðustu sætunum til Króatíu í ágúst.
Króatía hefur svo sannarlega slegið í
gegn hjá Íslendingum. Þú bókar og
tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Króatíu
23. ágúst
frá kr. 39.990
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna með 2
börn, 2-11 ára, í íbúð í viku.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/
íbúð í viku.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
FÉLAG flugumferðarstjóra hefur sent Þorgeiri Páls-
syni flugmálastjóra bréf þar sem óskað er eftir því að
hann lýsi því yfir að það muni ekki gerast aftur að
veikur flugumferðarstjóri verði þvingaður til að vinna.
Talin er ástæða til að þegar slíkt atvik komi upp hafi
það ekki verið með vitund og vilja flugmálastjóra.
Bréfið er sent í kjölfar atviks í lok júlí þegar flug-
umferðarstjóri sem tilkynnt hafði um veikindi var lát-
inn mæta til vinnu eftir að trúnaðarlæknir Flugmála-
stjórnar hafði úrskurðað hann vinnufæran, þrátt fyrir
andmæli mannsins.
Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flug-
málastjórnar, segir að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
hyggist ekki svara bréfinu í gegnum fjölmiðla, en
hann muni svara flugumferðarstjórum bréflega í vik-
unni.
Í bréfi Félags flugumferðarstjóra er reglugerð um
starfsemi Flugmálastjórnar Íslands, þar sem segir
m.a. að starfsmaður megi ekki veita öryggisþjónustu
vegna loftferða ef hann sé vegna sjúkdóms eða ann-
arrar líkrar orsakar óhæfur til að rækja starfann á
tryggilegan hátt.
„Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur talið að
þú, hr. flugmálastjóri, deildir með félaginu þeim
metnaði fyrir hönd íslenskrar flugumferðarþjónustu
að hún verði ekki aðeins rekin með hagkvæmnissjón-
armið í huga heldur einnig, og umfram allt, af full-
komnu öryggi. Félagið hefur því ástæðu til að ætla að
ákvörðun um að þvinga veikan flugumferðarstjóra til
vinnu hafi verið tekin án þinnar vitundar og sam-
þykkis,“ segir í bréfinu.
Æskilegt að flugmenn komi veikir til vinnu?
Þar er flugmálastjóri spurður tveggja spurninga.
Annars vegar hvort hann telji að flugumferðarstjóri
sem telji sig ófæran um að sinna starfi sínu eigi samt
að mæta og sinna störfum sínum frekar en að til-
kynna forföll. Hins vegar hvort hann telji það ásætt-
anleg eða æskileg vinnubrögð að stjórnendur ís-
lenskra flugfélaga færu að fordæmi Flugmálastjórnar
og þvinguðu flugmenn sína veika til vinnu.
Að lokum fer Félag flugumferðarstjóra fram á að
flugmálastjóri lýsi því yfir að það gerist ekki aftur að
veikur starfsmaður verði þvingaður til vinnu.
Flugumferðarstjórar óska svara flugmálastjóra um veikindi
Ekki gert með vitund
og vilja flugmálastjóra?
LÖGREGLAN í Keflavík stóð tvo
karla og eina konu að innbroti í
Vogum á Vatnsleysuströnd á þriðja
tímanum í aðfaranótt sunnudags. Í
bifreið þremenninganna fannst
góss sem tengist að minnsta kosti
tveimur innbrotum, einu í Grinda-
vík og öðru í Keflavík. Að sögn lög-
reglu var um talsvert magn af ráns-
feng í bílnum og mikið verðmæti í
honum falið. Fartölvur, mynda-
vélar, skartgripir og talsvert magn
peninga var meðal þess sem fannst.
Þremenningarnir voru í haldi lög-
reglu í gær og reiknar hún með því
að krafist verði gæsluvarðhalds yf-
ir þeim á grundvelli rannsókn-
arhagsmuna. Fólkið hefur marg-
sinnis áður komið við sögu
lögreglunnar í Keflavík í tengslum
við svipuð mál.
Stóð þrennt að
innbroti í Vogum
„ÞAÐ ER þessum hópi líkt að vilja
særa og meiða á gleðidögum,“ segir
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formað-
ur samtakanna ’78, um auglýsingu á
vegum Samvinnuhóps kristinna trú-
félaga sem birtist í Morgunblaðinu á
laugardag.
Auglýsingin ber yfirskriftina
„Frjáls úr viðjum samkynhneigðar“
og segir Hrafnhildur samtökin ekki
munu gera veður út af auglýsing-
unni. Auglýsingin sé vart svara verð
þar sem hún dæmi sig sjálf. Það hafi
sýnt sig og sannað að ferli á borð við
það sem auglýst er geti verið mjög
skaðlegt veikum einstaklingum.
„Við komum til með að vinna
áfram að hamingju einstaklingsins
eins og hann er, í stað þess að reyna
að troða honum í ákveðið hlutverk.“
Kristinn Ásgrímsson, for-
stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar í
Keflavík, sagði í samtali við RÚV að
trúfélögin Hvítasunnukirkjan,
Krossinn, Vegurinn og Betanía
stæðu að baki Samvinnuhópi krist-
inna trúfélaga.
Vinna að ham-
ingju einstaklings-
ins eins og hann er
ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar missti
stjórn á bifreiðinni á Fljótsdalsheiði
um miðjan dag í gær með þeim af-
leiðingum að bifreiðin fór út af veg-
inum og valt. Maðurinn var fluttur
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
en hann fann fyrir eymslum í lær-
um og víðar. Maðurinn er þó ekki
alvarlega slasaður. Bíllinn er hins
vegar gjörónýtur og þykir lögreglu
á Húsavík mikil mildi að ekki hafi
farið verr.
Bílslys á
Fljótsdalsheiði
ÍSLANDSMÓT barna, unglinga og
ungmenna í hestaíþróttum var hald-
ið um helgina á Brávöllum, fé-
lagssvæði Sleipnis á Selfossi. Mótið
tókst með ágætum í mildu veðri og
þátttaka var mikil en um 450 skrán-
ingar voru í keppnisgreinar. Til sam-
anburðar voru 330 skráningar á Ís-
landsmót fullorðinna sem fram fór í
júlí síðastliðnum.
Efstur í fimmgangi í unglinga-
flokki var Ragnar Tómasson á Leyni
frá Erpsstöðum og Ólafur Andri
Guðmundsson í ungmennaflokki á
Leiftri frá Búðardal. Í fjórgangi í
barnaflokki sigraði Ragnar Bragi
Sveinsson á Hávarði frá Búðarhóli,
Óskar Sæberg í unglingaflokki á Þyt
frá Oddgeirshólum og Rósa Birna
Þorvaldsdóttir sigraði í fjórgangi í
ungmennaflokki á Byl frá Kleifum.
Gústaf Ásgeir Hinriksson stóð efst-
ur í barnaflokki í töltinu á Hrafnfaxa
frá Hraukbæ, Hekla Katharína
Kristinsdóttir sigraði á Nútíð frá
Skarði í unglingaflokki og Katla
Gísladóttir fór með sigur af hólmi í
töltinu í ungmennaflokki á Órator
frá Grafarkoti. Keppendum í yngri
flokkum vex ásmegin með hverju
árinu sem líður og ekki er annað að
sjá en að framtíðin sé björt í hesta-
mennskunni.
Knáir krakkar á Íslandsmótinu
Morgunblaðið/Eyþór
Hekla Katharína Kristinsdóttir í glæsilegri töltsveiflu á Nútíð frá Skarði. Þær stöllur sigruðu í tölti í unglingaflokki.
LEIKFÉLAGIÐ Sýnir stendur um þessar mundir fyr-
ir kómískri útisýningu á verki Antons Pavlovítsj
Tsjekhoff, Mávinum. Leikfélagið hefur sótt Svarfdæla
heim undanfarin ár og sett upp sýningu á Hánefs-
staðarreit í Svarfaðardal í tengslum við Fiskidaginn
mikla á Dalvík. Í ár var engin undantekning þar á og
léku meðlimir leikhópsins á als oddi í ágætis veðri í
dalnum á laugardaginn. Guðjón Þorsteinn Pálm-
arsson leikstýrði hópnum við góðar undirtektir við-
staddra.
Morgunblaðið/RAX
Leikhús í fjallasal
BJÖRGUNARSVEITIR
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar hófu í fyrrakvöld leit að
tveimur dönskum ferðamönn-
um sem hringdu í Neyðarlín-
una um hálftíuleytið að kvöldi
laugardags. Mennirnir sögðust
vera í sjálfheldu í klettum
Kistufells í Austurbyggð og
gerði þoka á svæðinu þeim erf-
itt fyrir að lýsa staðarháttum
fyrir starfsmönnum Neyðarlín-
unnar. Þeir voru í GSM-sam-
bandi á meðan á leit stóð og
fundust þeir að lokum, klukkan
hálffimm í gærmorgun. Menn-
irnir voru orðnir kaldir og
hraktir en heilir á húfi. Nokkur
viðbúnaður var vegna ófara
mannanna, sex björgunarsveit-
ir tóku þátt í leitinni auk þess
sem til stóð að senda leitar-
hunda og þyrlu Landhelgis-
gæslunnar á staðinn þegar
mennirnir bárust í leitirnar.
Í sjálf-
heldu á
Kistufelli