Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
eeee
P.B.B. DVCOLIN FARRELL JAMIE FOXX
ACADEMY AWARD WINNER
FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA
“COLLATERAL” OG “HEAT”
SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS
Það hefur ekki verið svikari í
leyniþjónustunni í 141 ár...
þangað til núna!
Mögnuð
spennu
mynd
í anda „
24“
eeee
„Einfaldlega
frábær spennu-
mynd með
toppleikurum“
K.M. - Sena
Miami Vice kl. 2, 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára
Miami Vice LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 10.50
The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára
Ástríkur og Víkingarnir kl. 2, 4 og 6
Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára
Over the Hedge m. ensku.tali kl. 2, 4 og 8
Over the Hedge m.ísl.tali kl. 2, 4 og 6
Stick It kl. 8 og 10.20
Miami Vice kl. 8 og 10.40 B.i. 16.ára.
The Sentinel kl. 8 og 10 B.i. 14.ára.
Ástríkur og Víkingarnir kl. 6.
Stormbreaker kl. 6
UPPHITUNARATRIÐI það
sem fólk varð vitni að á tónleikum
Morrissey er væntanlega til
marks um sérstæða kímnigáfu
hans. Kristeen Young kynnti
fyrsta lagið sem „The fall of de-
mocracy and defeat of christi-
anity“. Mann grunaði sterklega
að í uppsiglingu væri einhver
vafasöm djöflasýra sem varð og
raunin. Tónlistin var einslags
blanda af Nine Inch Nails og Kate
Bush – á sýru – oft þokkalegir
sprettir en oft ekki. Aðalatriðið er
að Young átti illa heima í þessu
umhverfi. Maður fann bókstaflega
pirring Smiths-arana krauma
undir sætunum á meðan Young
spýtti út lagi eftir lagi – eftir lagi.
Hápunkturinn í innleggi Morr-
issey til þessa kvölds kom strax í
fyrsta lagi. Morrissey gekk inn á
svið, heilsaði kumpánlega og svo
hneigði hljómsveitin sig saman.
Ljósin komu upp og hljómsveitin
bombaði út „How Soon is Now?“
af slíkum tilþifum að maður fór í
trans. Magnað.
Næsta lag var svo „First of the
Gang to Die“ af You Are The
Quarry og þar á eftir, „You have
Killed Me“ af nýju plötunni, Ring-
leader of the Tormentors. Hljóm-
sveit Morrissey var þéttari en ég
veit ekki hvað og hann sjálfur var
duglegur í leikrænum tilburðum,
hálfgerð „drottning“ á að horfa.
Var duglegur að taka í hendurnar
á þeim fáu sem stóðu framan við
sviðið. Það var eitthvað skringi-
legt við það að sjá öll þessi sæti í
Höllinni, maður sá alltaf fyrir sér
Morrisseytónleika sem sveitt at á
þröngum stað og oft fannst mér
fjarlægð á milli listamanns og
áhorfanda full mikil, eitthvað sem
skilaði sér í nokk stirðri stemn-
ingu.
Annað Smithslagið var svo
„Girlfriend in a Coma“ og þá lifn-
aði heldur en ekki yfir mann-
skapnum. Mér varð því ósjálfrátt
hugsað til Roger Waters. Menn
láta sig hafa það að hlýða á sóló-
lögin hans en auðvitað eru allir að
bíða eftir Pink Floyd-lögunum. Á
meðan að það er til marks um list-
rænan styrk og sjálfstraust Morr-
issey í dag að hann keyri nær ein-
ungis á lögum frá tveimur síðustu
plötunum, þá hefði ég ekki haft
neitt á móti því að heyra meira af
ferilsskránni. Og … humm
… fleiri Smithslög eðlilega líka.
Tónleikarnir náðu stími þegar
„The Youngest Was The Most
Loved“ og hið frábæra „In the
Future When All’s Well“, bæði af
nýju plötunni, fengu að hljóma.
Ég meig svo næstum því í bux-
urnar þegar „Still Ill“ var spilað.
Stemningin datt hins vegar sum-
part niður í síðari hálfleik, fyrir
utan kröftuga útgáfu af „I Will
See You In Far-off Places“, opn-
unarlagi Ringleader …
Það er erfitt að átta sig á fugli
eins og Morrissey. Fílaði hann
sig? Eða ekki? Hann grínaðist og
talaði á milli laga en á einum
punkti þakkaði hann „öllum sjö
tónlistarunnendunum“ fyrir og
bætti því við að það væri aumk-
unarvert að Ringleader … hefði
rétt gægst inn á íslenska listann.
Lokalagið var síðan „Panic“ og
allir eðlilega mjög sáttir með það.
Viðbrögðin lýstu svolítið anda
kvöldsins. Allir upprifnir yfir
þessum fjórum Smithslögum en
þess á milli var haft hægara um
sig. Uppklappslag var eitt, „Irish
Blood, English Heart“, en á und-
anförnum tónleikum hafa þau
venjulega verið tvö.
Tónleikar þessir runnu fag-
mannlega í gegn, stundum full til-
þrifalítið, og mig grunar að Morr-
issey geti betur en þetta. Það sem
öllu skipti hins vegar var að sjá
manninn, að sjá sjálfan Morrissey
í persónu. Fyrrum söngvara The
Smiths hvorki meira né minna.
Hann var þarna, undir sama þaki
og við! Að sjá hann á tónleikum
sem voru ágætir, langt í frá lélegir
en ekkert stórkostlegir heldur, er
því á endanum aukaatriði.
Lífið er svínastía
TÓNLIST
Laugardalshöll
Tónleikar Morrissey í Laugardalshöll,
laugardaginn 12. ágúst. Kristeen
Young hitaði upp.
Morrissey Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Eggert
Mikið ljósaspil var á tónleikunum og hljómsveitin sem lék undir hjá Morrissey var gríðarlega þétt. Upphitunarhljómsveitin var slakari.
Þessi Morrissey-aðdáandi var með hárgreiðslu í lagi.
Morrissey var duglegur í leikrænum tilburðum, hálfgerð „drottn-
ing“ á að horfa, segir meðal annars í dómnum.
TEIKNIMYNDASÖGURNAR um Ástrík (Þór-
hallur Sigurðsson), Steinrík (Örn Árnason) og fé-
laga þeirra í Gaulverjabæ, eru feykilega vinsælar,
ósvikin klassík á
sínu sviði. Hér-
lendis finnast
örugglega fá
heimili sem búa
ekki yfir slíkum
öndvegisbók-
menntum. Þar
felst stuðningur
bíómyndanna
um Ástrík og fé-
laga, en þær
hafa ekki fangað
sjarma bókanna, því síður hin leikna Ástríkur og
Kleópatra, sem brá fyrir 2002. Bækurnar ná létti-
lega til allra aldurshópa, myndirnar virðast gerðar
með yngri markaðshóp í huga, ekki síst sú nýjasta,
Ástríkur og víkingarnir.
Að venju er þeim Ástríki og Steinríki falið
strembið verkefni, nú skal gera mann úr amlóð-
anum Aþþíbarríki (Björgvin Franz Gíslason). Það
er ekkert áhlaupaverk og sjálfsagt hefðu þeir ekki
litið við því öllu jöfnu, en er nauðugur einn kostur
því strákurinn er sonur mikilsvirts stríðsforingja.
Aþþíbarríkur er óskapleg pempía, a.m.k. í augum
Gaulverja, friðarsinni og grænmetisæta, það verð-
ur meira að segja að vera lífrænt ræktað. Hann fer
gjörsamlega á taugum ef hann sér minnsta ofbeldi
og unir sér betur við dansmennt en hetjudáðir.
Norður í löndum fá víkingar þá flugu í kollinn að
óttinn geri menn fleyga og á því byggist söguflétt-
an. Fréttir hafa borist um bleyðuskap Aþþíbarríks
og halda víkingarnir suður á bóginn til að koma
höndum yfir skræfuna og ræna hann flughæfninni.
Í söguna blandast ástarsaga og lymskubrögð að
hætti höfundarins, René Goscinny.
Teiknivinnan í Ástríki og víkingarnir jafnast á
við bækurnar og viðfangsefnið er fyndið en ekki
jafnvel unnið úr því og oftast áður. Af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum er búið að flétta Eye of
the Tiger, gamla slagaranum úr Rocky, inní æv-
intýrið og það passar illa við hefðbundinn og gam-
algróinn heim stríðsglöðu slæpingjanna í Gaul-
verjabæ. Enn síður margendurtekinn diskódans
og diskótónlist, vafalaust á að ná til unglinganna
með þessum brögðum og dúfunni SMS, sem kem-
ur mikið við sögu. Útkoman hittir ekki í mark hjá
harðsoðnum Ástríks-unnendum af gamla skól-
anum, en laðar e.t.v. að sér einhverja nýja. Von er
á leikinni mynd um þennan yfirleitt frábæra fé-
lagsskap og óskandi að þar haldi handritshöfund-
arnir sig betur við efnið.
Ástríkur og víkingarnir er gerð af listamönnum
víða að, leikstjóraparið er danskt og öðru nær að
þeir bæti neinu umtalsverðu við. Íslenska talsetn-
ingin er til fyrirmyndar og aðalmennirnir orðnir
sjóaðir í hlutverkunum.
Ástríkur með
norræna fléttu
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Stefan Fjeldmark og Jesper Møller. Teikni-
mynd með íslenskri talsetningu. Aðalraddir: Þórhallur
Sigurðsson, Jóhann Sigurðsson, Örn Árnason, Guðfinna
Rúnarsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Bjartmar Þórð-
arson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, ofl. 78 mín. Frakkland/
Danmörk. 2006.
Ástríkur og víkingarnir - Astérix et les Vikings Sæbjörn Valdimarsson
Ástríkur bregður sér á vík-
ingaslóðir í nýju myndinni.