Morgunblaðið - 19.10.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 19.10.2006, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf VILTU? ÞÁ ÁTTU ERINDI TIL OKKAR! ... aðskilja innheimtuna frá rekstrinum? ... auka rekstrarhæfni fyrirtækis þíns? ... bæta fjárstreymi fyrirtækisins? ... vernda viðskiptasamböndin? ... spara fé, tíma og fyrirhöfn? Hlíðasmára 15 | 201 Kópavogur | Sími 530-9100 | www.innheimtulausnir.is       ! "#   !    "    #     $%& !'# ! (!   )* * ! + " ! ! + *" % ! ! ,  ! * ! -%&!.& /%0 # 1 2 #3  -% ! #  4 4  4  4 5 6 64 5 54 5 5 54           %  &   ' (   '     ! "# 78#  !9 7: 8 7#9!  !9 79  !9 ;  ! !9                  <  !' -= !9 # !  ;  =                     > !  >9 8-  ?@-7#? #!9 $#! . !A; !* B !                      )CDE <9FG9 H -I$D (>E +                         J H9 :"!!  (#K '# $ # I9# I9# I9# I9#             4 4 4 4   < > > 6 5 5 < > > 54 5 < > > 6 5 54 < > > 5 5 4 9#& '#  # 9#& '#  # 9#& '#  # 9#& '#  #       Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SVÍINN Mats Jansson mun taka við af Dananum Jørgen Lindegaard sem forstjóri SAS um áramótin en Lin- degaard ákvað í vor að hætta eftir fimm erfið ár. Flestir gera því skóna að eitt fyrsta verkefni Janssons verði að grípa til sparnaðar- og hagræð- ingaraðgerða sem væntanlega munu hafa í för með sér uppsagnir. Sjálfur hefur Jansson ekki viljað tjá sig um væntanlegar hagræðing- araðgerðir. „SAS hefur gripið til hagræðingaraðgerða upp á um 160 milljarða og verið er að vinna að hag- ræðingu upp á 23 milljarða til við- bótar. Ég veit ekki enn hvort skera þarf meira niður, það á eftir að koma í ljós þegar við höfum farið yfir reksturinn,“ segir Jansson. Verður hagrætt Egil Myklebust, stjórnarformaður SAS, hefur sagt að örugglega verði gripið til slíkra aðgerða. Hvort starfsmenn verði fleiri eða færri velti á því hversu mikið SAS nái að auka við umsvif sín og tekjur en Mykleb- ust tók þá fram að „færri starfs- mennn muni leysa einstök verkefni“ sem flestir túlka sem svo að upp- sagnir liggi í loftinu. Mats Jansson er 54 ára gamall og vel þekktur í sænsku viðskiptalífi en hann var síðast forstjóri sænska stórveldisins Axel Johnson sem er m.a. í matvælaframleiðslu, veltir hátt 400 milljörðum króna og er með 14 þúsund starfsmenn í 25 löndum. Jansson hefur orð á sér fyrir harðan stjórnunarstíl en hann hefur mikla reynslu af að starfa í atvinnugrein- um þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað. Lindegaard var með um fimm milljónir íslenskra í föst laun á mánuði en Jansson fær nokkru hærra kaup eða um 7,6 milljónir. Nýr forstjóri talinn eiga að skera niður REUTERS Niðurskurður Margir telja að með valinu á Mats Jansson sem forstjóra sé stjórn SAS að horfa til sparnaðaraðgerða sem hann eigi að stýra. BÚIST er við því að heldur hægi á ævintýralegum hagvexti í Kína á þriðja fjórðungi ársins. Sérfræðing- ar telja þó að viðleitni stjórnvalda til að „kæla hagkerfið“ muni hafa lítil áhrif. Hagvöxtur í Kína mældist 11,3% á öðrum fjórðungi þessa árs og 10,9% þegar horft er til fyrstu sex mánaða þess. Stjórnvöld hafa reynt að hægja á, m.a. með því að hækka vextina. Búist er við að örlítið dragi úr vexti landsframleiðslunnar við þetta. Er talið að vöxturinn muni nema um 10,5% á þriðja ársfjórðungi vegna minni fjárfestinga. Gríðarlegar fjárfestingar Samkvæmt opinberum tölum í júní- mánuði hafði iðnframleiðsla í Kína aukist um 19,5% frá sama tíma í fyrra. Tölurnar fyrir ágústmánuð hljóðuðu upp á 15,7% og virðist því sem hagkerfið þar eystra sé heldur að hægja á sér. Fjárfesting í verksmiðjum, vega- kerfi og annars konar innviðum er engu að síður enn gífurleg; í ágúst- mánuði reyndist hún hafa aukist um rúman fimmtung frá árinu áður. Vöxturinn á þessu sviði fer þó einnig minnkandi því ef miðað er við mán- uðina á undan reyndist vöxturinn 27,4% í júlí og 33,5% í júní. Bindiskylda aukin Stjórnvöld í Kína hafa löngum haft áhyggjur af gríðarlegri fjárfestingu og of mikilli framleiðslugetu. Af þessum sökum voru vextirnir hækk- aðir öðru sinni á fjórum mánuðum í ágústmánuði, auk þess sem nýjar skorður voru settar við lánum og bindiskylda banka aukin. Hægir á hag- vexti í Kína INNFLUTNINGUR til Færeyja hefur aukizt óvenjumikið á þessu ári. Hann er nú 22% meiri en á sama tíma í fyrra. Fluttar voru inn vörur fyrir 6,4 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Sama tímabil á síðasta ári varð innflutningur hins vegar 600 milljónum króna minni en á sama tímabili árið 2004. Segja má að innflutningur á nánast öllum varningi hafi aukizt í ár. Skýringin á auknum innflutningi til Færeyja er aukin einkaneyzla landsmanna, en umsvif fyrirtækja hafa að sama skapi einnig farið vaxandi. Þá breytir það miklu að verð á olíu hefur hækkað mikið frá árinu áður. Þannig hefur olíureikningurinn hækkað um 1,7 milljarða frá því í fyrra. Að öðru leyti stafar aukningin af meiri neyzlu og meiri starfsemi fyr- irtækja. Flytja mun meira inn Morgunblaðið/Ómar Allt eykst Skýringin er aukin einkaneyzla en umsvif fyr- irtækja hafa að sama skapi farið vaxandi. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur mælt svo fyrir að Frökkum beri að breyta lögum sem fela í sér auknar varnir við yfirtöku erlendra fyr- irtækja á frönskum fyrirtækjum. Framkvæmdastjórnin telur að lögin skerði frelsi fjárfesta frá öðr- um ríkjum ESB í Frakklandi. Í þeim séu innbyggðar hindranir gegn frjálsu flæði fjármagns og athafna- frelsi sem hvort tveggja brjóti í bága við lög ESB. Skirrist Frakkar við að breyta lögunum innan tveggja mánaða eiga þeir yfir höfð- um sér málshöfðun af hálfu fram- kvæmdastjórnar ESB. Frökkum beri að breyta lögum SIEMENS mun framleiða hverfla í stærsta vind- myllugarð í Evrópu en verðmæti samningsins er um 30 millj- arðar króna. Það er Scottish Power sem reisir garðinn með 140 vindmyllum suður af Glasgow. Þær eiga að geta séð um 200 þúsund heimilum fyrir nægri raforku. Siemens í vindmyllum AUKIN umferð var um Erm- arsundsgöngin milli Bretlands og Frakklands á þriðja ársfjórðungi, að sögn rekstraraðila ganganna, Eurotunnel. Nam veltuaukningin 7% á tímabilinu, eða 220,6 millj- ónum evra. Ástæðan er einkum aukin umferð vöru- og fólksbíla. Jacques Gounon, forstjóri Euro- tunnel, lýsti ánægju með hina auknu veltu en sagði að þrátt fyrir hana blasti ískyggileg framtíð við fyrirtækinu yrði skuldsetning þess ekki leyst með einhverjum ráðum. Segir Gounon að óvissunni um framtíð fyrirtækisins yrði ekki rutt úr vegi nema lánardrottnar samþykktu nauðasamninga sem fyrir þá verða lagðir fyrir mán- aðarlok. Reuters Gounon forstjóri Eurotunnel. Aukin velta hjá Eurotunnel KANADÍSKI seðlabankinn skýrði frá því á mánudag að vöxtum yrði ekki breytt að sinni þar sem hagvöxtur væri minni en vonast hafði verið eftir. Vextirnir verða því áfram 4,25%. Þetta er í þriðja skiptið frá því í júlí að stjórn Kanadabanka ákveður að halda vöxtum óbreyttum. Þar á und- an hafði bankinn sjö sinnum í röð hækkað vextina. Frá því í júlí hefur verðbólgan mælst yfir viðmiðunar- mörkum bankans sem eru 2%. Eftirspurn hefur aukist til muna í Kanada að því er fram kom í yfirlýs- ingu bankastjórnar Kanadabanka. Hagvöxtur var hins vegar minni á öðrum og þriðja ársfjórðungi en búist hafði verið við. Kanadíski seðlabankinn telur að hagvöxtur í Kanada í ár mælist 2,8%, hann verði 2,5% á næsta ári og 2,8% árið 2008. Óbreyttir vextir í Kanada

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.