Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
U
NDANFARIN misseri
hefur kastljós er-
lendra fjölmiðla beinst
í æ ríkari mæli að svo-
kölluðum vogunar-
sjóðum. Þrátt fyrir mikla umfjöllun
er hins vegar erfitt að átta sig á hvort
hér sé á ferðinni stjörnur eða skúrkar
fjármálaheimsins. Annars vegar er
talað um þá sem brautryðjendur í
beitingu nútíma fjárfestingatækni;
forkólfa sem hafi bætt skilvirkni fjár-
málakerfisins og aukið þanþol hag-
kerfisins. Hins vegar segja aðrir þá
vera tákn fyrir öfga kapítalismans.
Sjóðirnir hafi í blindri samkeppni
stefnt fjármálakerfinu í voða með fífl-
djörfum fjárfestingum sem hafi leitt
til gríðarlegrar skuldasöfnunar.
Fyrir tíu árum síðan höfðu fáir ut-
an fjármálaheimsins heyrt um vog-
unarsjóði getið, enda hvílir yfir þeim
mikil leynd – stundum dularfull. Þeir
eru fæstir undir eftirliti fjármála-
yfirvalda og langflestir eru skráðir á
framandi eyjum í Karabíska hafinu.
Aðeins þeir allra ríkustu gefst kostur
á að taka þátt í vogunarsjóðum.
Frelsi frá eftirliti og fjárfest-
ingatæknin sem þeir hafa undir hönd-
um gerir þeim kleift að hagnast á
eignum sem falla í verði, rétt eins og
þeim sem hækka.
Sjóðirnir eru þannig í stuttu máli
lokaður klúbbur ríka fólksins og
græða peninga þegar aðrir tapa –
ekki beint uppskrift að vinsældum.
Þegar vöxtur þeirra undanfarin ár er
skoðaður er hins vegar ljóst að marg-
ir hafa mikla trú á þeim því peningar
hafa streymt í hirslur þeirra.
Vöxturinn hefur verið nánast lýgi-
legur. Við lok annars ársfjórðungs
þessa árs höfðu vogunarsjóðir 1,23
þúsund milljarða dollara til umráða,
eða 84 þúsund milljarða íslenskra
króna, að því er tölur frá Hegde Fund
Researce Inc. (HFR) herma. Upp-
hæðin hafði þá aukist um 19% frá árs-
lokum 2005 og ríflega tvöfaldast frá
árinu 2004. Samkvæmt upplýsingum
HFR voru vogunarsjóðir um 9.000
um miðbik ársins og hafði þeim þá
fjölgað um 10% frá áramótum.
Í framlínu lánabyltingarinnar
Vogunarsjóðir hafa gengt stóru
hlutverki í þeim breytingum á fjár-
málamörkuðum sem hafa átt sér stað
á síðustu árum. Þeir hafa verið braut-
ryðjendur í notkun nýrra fjár-
málatækja á borð við framvirkra
lánasamninga sem hafa stóraukið
fjármagnsflæði í hagkerfum heimsins
og gert fyrirtækjum mun auðveldara
að afla sér fjármagns.
Tímaritið Economist hefur eftir
Robert McAdie, yfirmanni lánarann-
sókna há Barclays Capital, að tilkoma
þessara tækja hafi gjörbreytt lána-
markaðinum til hins betra. Þegar
netbólan sprakk og mjög skuldsett
símafyrirtækin römbuðu á barmi
gjaldþrots hafi bankarnir ekki getað
varið lánin sín ef til vanskila kæmi. Í
dag sé það hins vegar hægt og í kjöl-
farið hafi áhætta bankanna minnk-
aðstórlega.
Frá því að þessi tæki komu til sög-
unnar hefur fjármálakerfið staðið af
sér fjölmörg áföll án teljandi erf-
iðleika; netbólan, hryðjuverkaárásir
og Enron-hneykslið, séu allt atburðir
sem að mati Economist hefðu getað
hrundið af stað djúpstæðri fjár-
málakreppu en gerðu það ekki.
Innrásin í Evrópu
Vogunarsjóðir eiga rætur sínar að
rekja til Bandaríkjanna, en blaða-
maðurinn Alfred Winslow Jones er
talinn sá fyrsti til að taka langar og
stuttar stöður í hlutabréfum. Banda-
rískir fjárfestar eru langstærsti hóp-
urinn sem dælt hafa peningum í vog-
unarsjóði og bróðurpartur viðskipta
sjóðanna eru gerð á bandarískum
mörkuðum.
Blaðið Economist segir að vog-
unarsjóðir hafi nánast verið óþekkt
fyrirbæri í Evrópu þar til á tíunda
áratuginum þegar vogunarsjóður
George Soros lét til sín taka þannig
aðeftir var tekið. Síðan þá hafi sjóð-
unum fjölgað hratt. Í Lundúnum hafi
eignir þeirra ríflega fjórfaldast á ára-
bilinu 2002 – 2005, úr 61 milljörðum
dollara í 225 milljörðum dollara, jafn-
gildi 15,4 þúsund milljarða íslenskra
króna.
London er í dag höfuðvígi vogunar-
sjóða í Evrópu. Það sem af er þessu
ári hafa 100 nýir vogunarsjóðir verið
stofnaðir og samtals eru þeir 700 tals-
ins en árið 2002 voru þeir aðeins 400,
að því er Economist hefur eftir Al-
ternative Ivestment Management
Association.
Ástæðan fyrir þessari sókn inn í
Evrópu er að mati Economist fyrst
og fremst sú að þar var arðsemin
sjóðanna að meðaltali 16,15%, sem er
um tvöfalt meiri ávöxtun en í Banda-
ríkjunum. Troðningurinn sé ekki
jafnmikill á evrópska markaðinum og
þar hafa sjóðirnir því meira svigrúm
til að beita flóknum og fáguðum tækj-
um sínum.
Forstjóraelítan á varðbergi
Evrópsk fyrirtæki hafa ekki farið
varhluta af aukinni hlutdeild bæði
einkafjárfestinga- og vogunarsjóða á
evrópska fjármálamarkaðinum. Í sér-
stakri útgáfu þýska tímaritsins Spie-
gel um hnattvæðinguna frá síðustu
áramótum, segir að framganga sjóð-
anna þar í landi hafi gert það að verk-
um að gamla forstjóraelítan skjálfi nú
á beinunum.
Einkafjárfestinga- og vogunar-
sjóðir renni hýru auga til þýskra fyr-
irtækja þar sem verðmæti þeirra er
talin mjög vanmetin. Yfirtökur og
samrunar liggja í loftinu og rótgrónar
stjórnir fyrirtækjanna mega hafa sig
alla við til að sannfæra hluthafa um
að láta ekki glepjast af gylliboðum
sjóðanna. Sömuleiðis hafa stjórn-
armenn þurft að opna budduna til
verjast yfirtökum með kaupum hlut-
bréfum í sjálfum sér.
Tímaritið Spiegel verður seint kall-
að klappstýra hnattvæðingarinnar
eða talsmaður amerískra við-
skiptahátta, en blaðið kemst þó að
þeirri niðurstöðu að tilkoma sjóðanna
hafi leitt margt gott af sér. Þeir hafi
knúið fram löngu tímabæra kerf-
isbreytingu á þýskum fyrirtækjum;
skorið hafi verið á gömul kross-
eignatengsl og hluthafar hafi hagn-
ast.
Hinn góði, vondi og sá ljóti
Samkvæmt Spiegel komust vog-
unarsjóðir í hámæli í Þýskalandi þeg-
ar einn slíkur yfirtók eitt virtast og
áhrifamesta fyrirtæki landsins, sjálfa
kauphöllina, Deutsche Börse AG. Á
meðan átökin stóðu yfir var maðurinn
á bak við sjóðinn óþekkt andlit og það
var ekki fyrr en honum hafði tekist
ætlunarverk sitt að myndir birtust af
honum. Í stað kapítalismans ógurlega
var um ungan mann í gallabuxum að
ræða sem minnti frekar á Harry Pot-
ter en harðsnúinn viðskiptajöfur.
Vogunarsjóðurinn sem hann fór fyrir
ber heitið The Childreńs Investment
Fund (TCI) og bróðurpartur hagn-
aðar sjóðsins rennur til fátækra
barna í þriðja heiminum.
Vogunarsjóðir hafa líka sýnt á sér
skuggahliðarnar. Árið 1998 varð vog-
unarsjóðurinn Long-Term Capital
Management gjaldþrota. Sjóðurinn
hafði fjárfest fyrir 125 milljarða doll-
ara og af því voru 120 milljarðar
lánsfé. Gjaldþrotið hafði víðtæk áhrif
en bandaríski seðlabankinn þurfti að
grípa inn í til að bjarga bankakerfinu
frá kreppu.
Í september sl. tapaði svo vogunar-
sjóðurinn Aramanth Advisor 421
milljarði króna á fjárfestingum á gas-
markaði, en verð á gasi hefur lækkað
um tvo þriðju á árinu. tapið nam um
65% af heildarupphæðinni sem sjóð-
urinn hafði til umráða, en við-
skiptabanki sjóðsins tókst að forða
honum frá gjaldþroti. Sjóðurinn hafði
hagnast mikið á álíka fjárfest-
ingastefnu á síðasta ári þegar verðið
á gasi snarhækkaði í kjölfar fellibyls-
ins Katrínar.
Þetta gríðarlega tap hefur vakið
mikla athygli og beint sjónum manna
að áhættunni sem felast í mjög skuld-
settum fjárfestingum sjóðanna, en
lesa má frekar um það á næstu síðu.
Framganga vogunarsjóða vekur
ugg og aðdáun og allt þar á milli
Það má varla flétta er-
lendum viðskiptablöð-
um og -tímaritum
þessa dagana án þess
að rekast á frétt um
vogunarsjóði. Kristján
Torfi Einarsson
grennslaðist fyrir um
hvað veldur þessum
mikla áhuga og komst
að því að sitt sýnist
hverjum um ágæti
þessara áræðnu fjár-
festingasjóða.
Fljúga hátt Fjárfestingar vogunarsjóða eru oft óvenjulegar, en þeir voru meðal þeirra sem lögðu fé til gerðar nýju kvikmyndarinnar um Ofurmennið.
Í HNOTSKURN
» Vogunarsjóðir hafa vax-ið gríðarlega á und-
anförnum árum. Í lok annars
ársfjórðungs þess árs nam
upphæðin sem þeir hafa til
umráða 84 þúsund millj-
örðum íslenska króna og
hafði þá aukist um 19% frá
áramótum.
» Sjóðstjórinn sem hagn-aðist mest á síðasta ári
var T. Boone Pichens en
tímaritið Treder Monthly
áætlar að tekjur hans hafi
verið yfir 100 milljarðar ís-
lenskra króna. Árið 2004
vermdi Edward Lambert
fyrsta sætið en hann hagn-
aðist um 70 milljarða króna.
Í aðalatriðum eru vogunarsjóðir
hefðbundnir fjárfestingasjóðir sem
fylgja álíka fjárfestingastefnum og
verðbréfa- og einkafjárfest-
ingasjóðir. Allir þessir sjóðir eru
venjulega sameignarfélög fagfjár-
festa með takmarkaðri ábyrgð (e.
limited partership) og fjárfesta í
gjaldeyri, skulda- og hlutabréfum.
Vogunarsjóðir eru hins vegar frá-
brugðnir hefðbundnu fjárfest-
ingasjóðum að því leyti að þeir geta
einnig tekið skortstöður í eignum
sem þeir telja að muni falla í verði
og geta þannig hagnast bæði á
mörkuðum sem eru í niður- og upp-
sveiflum markaða. Fjármálaeft-
Verðbréfasjóðir miða gengi sjóðs-
ins alla jafnan við vísitölur og kepp-
ast við að ná betri ávöxtun en t.d.
verðbréfavísitölur. Ef Dow Jones
vísitalan lækkar um 10% á meðan
eignasafn verðbréfasjóðsins lækkar
um 7%, telst árangur sjóðsins góður.
Vogunarsjóðir keppast hins vegar
alltaf að hagnaði óháð ástandi mark-
aða. Þeir eru þannig áræðnari í fjár-
festingum sínum og koma víða við.
Þeir nota skuldsetningu í ríku mæli
til að auka ávinniginn af fjárfest-
ingum sínum (og um leið áhættu) og
beita fyrir sig flóknum og fjöl-
breyttum fjármálatækjum, eins
skortstöðum og afleiðusamningum.
irlitið takmarkar möguleika einka-
fjárfestingasjóða til að taka
skortstöður, en vegna lagalegrar
uppbyggingar vogunarsjóða sæta
þeir mun minna eftirliti en t.d. verð-
bréfasjóðir. Þeir sneiða fram hjá eft-
irlitinu annars vegar með því að
skrá sig í erlendum skattap-
aradísum og hins vegar með því að
takamarka fjárfesta í sjóðnum við
þá sem eru svo ríkir að fjármálaeft-
irlitið telur ekki ástæðu til að vernda
þá. Jafnframt er sjóðunum meinað
að kynna starfsemi sína og auglýsa,
en þessar takmarkanir eru m.a.
ástæðan fyrir þeirri dulúð sem oft er
sögð umvefja sjóðina.
Hvað er vogunarsjóður?