Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Tölvuumsjón og bakvinnsla Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um SP-Fjármögnun hf er dótturfélag Landsbanka Íslands. Starfsemi SP- Fjármögnunar er tvíflætt, fjármögnun véla og tækja fyrir rekstrara›ila í formi eigna- leigu og bílafjármögnun bæ›i fyrir einstak- linga og fyrirtæki. Meginmarkmi› fyrir- tækisins, og fleirra sem flar starfa, er a› veita vi›skiptavinum skjóta og hagstæ›a valkosti í fjármögnun sem sni›nir eru a› fleirra flörfum. Sjá nánar um fyrirtæki› á heimasí›u fless, www.sp.is SP-Fjármögnun óskar a› rá›a öfluga starfsmenn. Tölvuumsjón - (5977) Um er a› ræ›a 50% starfshlutfall. Starfssvi› Umsjón og eftirlit me› fleim tækjum fyrirtækisins sem tengjast uppl‡singatækni og tölvunotkun A›sto› vi› starfsmenn vegna tæknilegra vandamála Uppsetning á n‡jum tölvum, ja›artækjum og hugbúna›i Öryggisafritun Hæfniskröfur fiekking á Microsoft umhverfi; flar me› tali› Windows st‡rikerfi, Outlook og uppsetning hugbúna›ar fiekking á vélbúna›i Gó› Excel kunnátta Bakvinnsla - (5952) Starfssvi› Skjalager› Úrvinnsla umsókna Frágangur og vistun samninga og skjala Samskipti vi› vi›skiptavini Menntun og hæfniskröfur Nákvæmni í vinnubrög›um Æskileg reynsla af skrifstofustörfum Frumkvæ›i, sjálfstæ›i og skipulög› vinnubrög› Háskólamenntun æskileg, fló ekki skilyr›i Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 23. október nk. Uppl‡singar um starfi› veitir Kristín Gu›mundsdóttir hjá Hagvangi. Netfang: kristin@hagvangur.is AFLEIÐUVIÐSKIPTI á lána- mörkuðum hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er ástæðan m.a. sögð aukin þátttaka fjárfest- ingasjóða eins og vogunarsjóða í þessum viðskiptum. Tímaritið Eco- nomist segir að langvarandi tímabil lágra vaxta og greiðs aðgangs að lánsfjármagni hafi valdið því að fjár- festingasjóðir, aðalega vogunar- sjóðir, hafi flykkst á lánamarkaðinn. Þar geti þeir margfaldað ávöxtun sína með fjárfestingum í áhættusöm- um skuldum. Mestur vöxtur hefur verið í við- skiptum með svokallaðar skulda- tryggingar (Credit Default Swap) og afleiðum þeim tengdum. Þessi af- leiðuviðskipti eru mjög flókin og varla á færi leikmanna að átta sig á þeim, en vöxtur útistandandi afleiðu- samninga með skuldatryggingar undanfarin misseri hefur vakið at- hygli og ugg; á fyrstu sex mánuðum ársins nam vöxturinn 52%. Samtals nema útistandandi samningar með skuldatryggingar 26 þúsund millj- örðum dollara. Þetta er engin smá upphæð heldur tvöföld ársfram- leiðsla bandaríska hagkerfisins, eða 1,8 þúsund billjónir íslenskra króna. Viðskiptin jukust s.s. á fyrri helmingi þessa árs sem samsvara heildar- framleiðslu bandaríska hagkerfisins. Samkvæmt upplýsingum frá Greenwich Associates, sem sérhæfir sig í fjármálarannsóknum, eru vog- unarsjóðir ábyrgir fyrir um ríflega helmingi þessara viðskipta. Skuldatrygging Áhættuálag á skuldatryggingum hafa verið töluvert í umræðunni hér á landi í tengslum við fjármögnun ís- lensku viðskiptabankanna. Álagið hefur þá verið til marks um fjár- mögnunarkostnað bankanna, en í kjölfar neikvæðra skýrslna stóru greiningarfyrirtækjanna um ís- lensku bankana síðasta vetur, hækk- aði tryggingaálagið mikið, sem þýddi að mun dýrara var fyrir fjárfesta að tryggja skuldir bankanna. Skulda- tryggingar eru meðal þeirra fjár- málatækja sem gjörbreytt hafa lána- markaðinum á undanförnum árum, en með þeim gefst lánveitendum kostur á að verja (e. hedge) skuldina sína og dreifa þannig áhættunni ef til vanskila kemur. Skuldatrygging er sérstakur samningur sem gerir kaupendum skuldabréfa kleift að tryggja sig fyr- ir vanskilum. Segjum að lífeyr- issjóður A kaupi skuldabréf af fyr- irtæki B. Lífeyrissjóðurinn getur þá keypt skuldatryggingu af þriðja að- ila, tryggingabanka C, sem er þá tilbúinn að tryggja endurgreiðslu lánsins gegn reglulegum greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Spákaupmennska Í nýlegri skýrslu evrópska seðla- bankans segir að vandamálið með skuldatryggingarnar sé að þær séu ekki aðeins notaðar til að verjast áhættu heldur einnig í spákaup- mennsku. Það sé ekki tækið sjálft sem valdi áhyggjum heldur hvernig menn noti það. Í umfjöllun tímaritsins Forbes um markaðinn með skuldatryggingar, segir að sala á skuldatryggingum jafngildi því að kaupa hávaxta- skuldabréf með láni á lágum vöxtum; seljandinn hagnast því sem nemur vaxtamuni bréfanna. Tryggingaálag skuldabréfa getur sveiflast mjög mikið eftir því sem upplýsingar um ástand útgáfu fyr- irtækisins breytast. Þessi sveiflu- kenndi markaður freistar vogunar- sjóði sem stæra sig af því að geta hagnast hvort sem álagið fer niður eða upp. Sveiflurnar tryggingaálags- ins eru mun meiri og ýktari en skuldabréfanna sjálfra. Fjárfestir, sem telur að lánshæfismat fyrirtækis kunni að breytast, getur þannig hagnast verulega á viðskiptum með skuldatryggingu fyrirtækisins. Þess má geta að fyrir ári voru einna mest viðskipti gerð með skuldatryggingar KB banka. Þannig, þótt neikvæð skýrsla Fitch hafi kom- ið eins og þruma úr heiðskíru lofti hér heima, má gera ráð fyrir að vog- unarsjóðir hafi vitað af óveðursskýj- unum löngu áður en stormurinn skall á. Mikill gróði þegar vel gengur Undanfarin ár hafa vanskil verið í lágmarki og þegar svo háttar vegnar seljendum trygginganna vel. Í þessu umhverfi er einnig freistandi að gefa út tryggingu fyrir skuldabréf, en hagnaður seljenda trygginganna getur verið á bilinu 60 þúsund dollara til 1 milljón dollara selji hann trygg- ingu fyrir skuldabréf að andvirði 10 milljón dollara. Vogunarsjóðurinn Primus Guaranty hagnaðist t.d. um 57 milljónir dollara, eða tæplega fjóra milljarða króna, á fyrri helm- ingi þessa árs af sölu á tryggingum fyrir 1,6 milljarða dollara. Forbes segir jafnframt að svo virð- ist sem fjárfestar séu jákvæðir í garð þessara viðskipta og bjartsýnir á að vanskil muni ekki aukast á næstunni. Til marks um það sé tryggingaálag á svokölluðum ruslbréfum (skulda- bréfaútgáfum fyrirtækja sem hafa lágt lánshæfismat). Tryggingaálagið á þessum bréfum sé nú litlu hærra en á bandarískum ríkisskuldabréfum, miðað við sama lánstíma. Í dag sé bil- ið um 300 punktar (e. basis point) en fyrir fjórum árum hafi það verið 700 punktar. „Skuggahlið skuldanna“ Stærstu seljendur skuldatrygg- inga eru bankar á borð við JP Morg- an, Citigroup, Goldman Sachs og Morgan Stanley. Forbes segir við- skipti með lánaafleiður vera í miklu uppáhaldi hjá bönkunum sem geti hagnast vel á þessum viðskiptum. Áætlar greiningafyrirtækið Tower Group að tekjur í Bandaríkjunum af hvers kyns afleiðuviðskiptum verði 34 milljarðar dollara á þessu ári, jafngildi 2,3 þúsund milljörðum ís- lenskra króna. Yfirmaður bandaríska seðlabank- ans í New York, Timothy Geithner, varaði nýlega í ræðu við mögulegri hættu sem gæti verið fólgin í þessum viðskiptum. Viðskiptin hafi vissulega aukið þol fjármálakerfisins gagnvart minni áföllum, en á móti kæmi að þau kunni að hafa dregið úr möguleikum þess til að bregðast við stórum áföll- um. Að mati Economist felst stærsta hættan í því að bankarnir sem láni og selji skuldatryggingar til vogunar- sjóða kunni að hafa litla yfirsýn yfir hversu örugg veðin séu sem sjóðirnir leggi fram á móti. Forbes vitnar í Charlie T. Munger, aðstoðarforstjóra vogunarsjóðsins Berkshire Hathaway, sem er í eigu Warren Buffett, að þegar sjóðurinn hafi þurft að vinda ofan af stöðu sinni í framvirkum gjaldeyrisviðskiptum hafi komið í ljós að tapið var mun meira en bókfært verð viðskiptanna. Segir Munger að hann sé reiðubúinn að veðja stórri upphæð á að gríð- arlegt fjármagn sé ranglega bókfært í reiknishaldi vogunarsjóða í dag. Engin leið er þó að útkljá veðmál Mungers, þar sem vogunarsjóðir eru lokaðir einkasjóðir, nema í harð- bakkann slái. Hafa skuldatryggingar snúist upp í andhverfu sína? Vogunarsjóðir eru brautryðjendur í viðskiptum með afleiður á lánamarkaði, en hafa þeir gengið of langt? Kristján Torfi Einarsson skoðaði við- skipti með skuldatryggingar þar sem margir telja áhættuna vera mesta Morgunblaðið/Leifur Sveinsson Lognið á undan storminum Skuldatryggingar hafa stuðlað að stöðugleika í fjármálaheiminum en nú óttast menn að þær hafi snúist upp í andhverfu sína. kte@mbl.is Í HNOTSKURN » Viðskipti með skulda-tryggingar hafa vaxið gríðarlega undanfarin ár og í dag er áætlað að þau nemi um 1,23 þúsund milljörðum doll- ara, sem jafngildir tvöfaldri framleiðslu Bandaríkjanna á ársgrundvelli. » Áætlað er að vogunar-sjóðir séu ábyrgir fyrir um 58% þessara viðskipta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.