Morgunblaðið - 19.10.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
FRAMLEIÐSLA á magnesíumkísil-
járni hjá Íslenska járnblendifélaginu
á Grundartanga verður til þess að
auka þar enn sérhæfða framleiðslu.
Sérfræðingur í framleiðsluferlinu
segir að líkja megi framleiðslu á
magnesíumkísiljárni við það að
ákveðnum kryddtegundum sé bætt í
framleiðsluna til að hún henti sem
best þörfum einstakra viðskiptavina.
Magnisíumkísiljárn er í daglegu
tali skammstafað FSM, sem stendur
fyrir ferro silicium magnesium – eða
járn, sílíkon og magnesíum, sem eru
helstu efnin í þessari kísilmálm-
blöndu, segir Johan Berg, rekstar-
stjóri FSM framleiðslu Íslenska
járnblendifélagsins.
FSM er kísiljárn sem búið er að
blanda í magnesíum, kalsíum og
jarðalkalímálmum. „Við þessa
blöndu bætum við ákveðnum efnum
eftir þörfum einstakra viðskiptavina,
sem kalla mætti krydd í kísiljárnið.
Viðskiptavinir okkar vilja mismun-
andi samsetningu, svo við erum með
100 til 120 efnablöndur úr að velja,“
segir Berg.
Viðskiptavinir um allan heim
„Þetta er mjög sérhæfð framleiðsla,
og við vinnum náið með okkar við-
skiptavinum til að uppfylla þær þarf-
ir sem þeir hafa,“ segir Berg. Hrá-
efnin sem bætt er í
kísilmálmblönduna koma aðallega
frá Rússlandi og Kína.
Viðskiptavinirnir eru málmsteyp-
ur víðsvegar um heim, allt frá ör-
smáum fyrirtækjum sem einungis
nota eitt til tvö tonn á ári upp í risa-
vaxnar málmsteypur sem nota marg-
fallt það magn.
Verksmiðja Elkem, móðurfélags
Íslenska járnblendifélagsins, sem
framleiðir FSM í Noregi – en sem
verður í framtíðinni framleitt á Ís-
landi – hefur einkum þjónað við-
skiptavinum í Evrópu. Elkem fram-
leiðir einnig FSM í Kanada og í Kína,
enda er markmiðið að staðsetja
framleiðsluna nærri helstu mörkuð-
um fyrir vöruna.
FSM hefur áhrif á kolefni í steypu-
járni, og breytir svokölluðu grájárni í
seigjárn, sem er ekki ósvipað stáli, og
er hentugt í járnhluti sem mikið
mæðir á. Um þriðjungur þess FSM
sem framleitt er er notað í bílaiðn-
aðinum, t.d. í sveifarása og bremsu-
diska. Þriðjungur er notaður í vatns-
lagnir, og þriðjungur í ýmsum
verkstæðisiðnaði.
Stefnt er að því að einn ofna Ís-
lenska járnblendifélagsins muni
framleiða járnríkt kísiljárn sem síð-
an verður notað í FSM framleiðslu-
línuna. Þess vegna þarf ekki meiri
raforku en þegar er notuð í járn-
blendifélaginu, þar sem sú fram-
leiðslugeta sem nú þegar er til staðar
verður einfaldlega nýtt á annan hátt
en nú er gert.
„Framleiðslan fer svipað fram og í
dag, nema hvað við þurfum að bæta
íblöndunarefnunum – kryddinu – í
blönduna á ákveðnu stigi, eftir að
grunnmálmframleiðslan er afstaðin,
en hún er orkufreki hluti verksins,“
segir Berg.
Þetta leiðir til breytinga á sam-
setningu framleiðslu Íslenska járn-
blendifélagsins, enda er ofninn sem
verður notaður í nýju framleiðsluna
notaður í aðra framleiðslu í dag.
„Heildarmagnið sem við framleiðum
mun aukast eitthvað vegna íblöndun-
arefnana, en orkuþörfin verður sú
sama,“ segir Berg.
Dregur úr mengun
Hann segir að þessi nýja framleiðsla
komi til með að draga úr rykmengun
frá járnblendinu á Grundartanga. „Í
dag er málmurinn frá ofnframleiðsl-
unni steyptur í steypuskálanum, og
reykurinn berst um skálann. Þegar
við snúum okkur að framleiðslu á
FSM bætist við ferlið, og þar sem
íblöndunarefnunum er bætt við verð-
ur nýtt loftræstikerfi með afsogs-
búnaði,“ segir Berg.
Þetta mun draga úr rykmengun
frá verksmiðjunni, en Berg segir að á
móti komi að aukið magn af vatns-
gufu verði til þegar málmurinn er
kældur. Gufunni verði hleypt út,
svipað og í annarri málmsteypu, en
hún valdi ekki mengun.
Morgunblaðið/Þorkell
Breytt ferli Framleiðsluferlið mun breytast talsvert, en ekki mun þurfa
meiri orku vegna framleiðslu á magnisíumkísiljárni en verið hefur.
Sérhæfð framleiðsla á
magnesíumkísiljárni
Móðurfélag Íslenska járnblendifélagsins ætlar að færa framleiðslu sína á
magnesíumkísiljárni frá Noregi til Íslands. En hvers konar málmblanda er
magnesíumkísiljárn? Í hvers konar framleiðslu er það notað? Hvernig má
það vera að það þurfi ekki meiri raforku til að framleiða magnesíumkísiljárn
en þegar er notuð hjá járnblendifélaginu, og að mengun verði minni?
:#!
!
#$
%
&
'
'(
)!*
*
+,
' '
)' !
'
-
FJÓRTÁN bifvélavirkjar af at-
vinnutækjasviði Brimborgar und-
irbúa sig nú undir þátttöku í VISTA
2007, sem er stærsta keppni heims
fyrir Volvo-bifvélavirkja. Keppnin
hefst nú í október en alls hafa um
12 þúsund þátttakendur verið
skráðir til leiks. Þeir koma frá ríf-
lega þúsund verkstæðum í 68 þjóð-
löndum. Það er dótturfélag sænska
framleiðandans Volvo AB, Volvo
Lastvagnar, sem stendur að VISTA
en keppnin fer fram í mörgum
áföngum og lýkur henni með
heimsúrslitum í Gautaborg í júní á
næsta ári.
Að þessu sinni taka rúmlega 3 þús-
und lið, með 3–4 liðsmönnum hvert,
þátt í keppninni en þar af eru fjög-
ur lið frá Brimborg. Þó eru ekki all-
ir þátttakendur bifvélavirkjar því
einnig má finna sérfræðinga í vara-
hlutum og stjórnendur í liðunum
þótt meirihluti keppenda sé bifvéla-
virkjar sem sérhæfa sig í við-
gerðum á vörubílum og rútum.
En það eru ekki einunigs þátttak-
endur sem koma að keppninni því
til þess að keppni af þessari stærð-
argráðu geti gengið hnökralaust
þarf mikinn fjölda umsjónarmanna.
„Að þessu sinni tekur metfjöldi þátt
í keppninni en umfang hennar hef-
ur vaxið um nær 30% síðan VISTA
var haldin síðast,“ segir Åke Hans-
son, umsjónarmaður VISTA hjá
Volvo Lastvagnar.
„Í sumum löndum er nær hver ein-
asti Volvo-bifvélavirki og vara-
hlutamaður skráður til leiks.“
En tilgangurinn er þó ekki aðeins
að ota saman Volvo-bifvélavirkjum
frá öllum heimshornum. „Eitt af
markmiðum okkar er að tryggja að
getan sé til staðar og sjá til þess að
viðskiptavinir okkar hafi aðgang að
hæfustu bifvélavirkjunum um
ókomna tíð,“ segir Åke Hansson.
Það er fyrsta umferð keppninnar
sem fer fram nú í október en þá
þurfa keppendur að svara 30 fræði-
legum spurningum auk tveggja út-
sláttarspurninga. Svæðisund-
anúrslit verða haldin í upphafi
næsta árs á níu stöðum í sex heims-
álfum og úrslitin fara síðan fram í
Gautaborg í júní 2007 eins og áður
segir. Þegar VISTA 2007 lýkur
verða liðin 50 ár síðan fyrsta
keppnin var haldin og 30 ár síðan
byrjað var að nefna hana VISTA.
VISTA 2007 hleypt
af stokkunum