Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 19
Í HNOTSKURN »Áætlað er að samheita-lyfjamarkaðurinn í heim- inum nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadollara í ár og að hann verði kominn í um 84 milljarða á árinu 2010. Þá er talið að vöxturinn verði um 10-12% á ári að jafnaði en vöxturinn á frumlyfjamark- aðinum verði þá um 5–7% á ári. »Á næstu árum eða til árs-ins 2010 er búist við að um 40 stór frumlyf fari af einkaleyfi í heiminum sem mun styðja við vöxt samheita- lyfjamarkaðarins. Áætlað er að sala þessara frumlyfja nemi um 22 milljörðum doll- ara á þessu ári. »Þróuðustu samheita-lyfjamarkaðir í Evrópu eru Þýskaland, Bretland og Danmörk. Hlutdeild samheita- lyfja á þessum mörkuðum er á bilinu 30-65% í magni. atíu og Bretalandi. Hlutabréfaverð Pliva, sem var í kringum 450 kúnur, rauk á stuttum tíma upp í það sem við buðum, þ.e. um 570 kúnur. Í kjölfar orðróms á markaði um yf- irtöku, ákváðum við að senda frá okk- ur tilkynningu um að við hefðum sent stjórninni óformlegt tilboð, sem var með fyrirvara um áreiðanleikakönn- un. Þetta var bara stutt yfirlýsing.“ Róbert segir að forstjóri Pliva og stjórn félagsins hefðu á þessum tíma- punkti brugðist illa við og sagt að yf- irtakan væri óvinveitt. „Forstjórinn sagði jafnframt að það væri enginn hagur í tilboði okkar fyrir hluthafana, því hlutabréfaverðið væri komið upp í 570 kúnur. Hann lagði einnig áherslu á það að hann væri nýkominn úr vel heppnaðri kynningarferð um Evrópu og Ameríku, og að árangurinn af þeirri ferð væri að koma fram í hækkun hlutabréfaverðsins.“ Málin útskýrð í Króatíu Í aprílmánuði fór Róbert til Króat- íu og greindi þar frá fyrirætlunum Actavis. Hann segist hafa lagt áherslu á að benda á hvernig þessi viðskipti myndu geta eflt starfsemi Pliva í Króatíu, sem væri meðal ann- ars gott fyrir króatíska ríkið sem átti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. Á þessum tíma hafi forstjórinn hins vegar haldið áfram að ítreka það að félagið væri ekki til sölu og að það verði ekki selt. „Þess má geta að ég og forstjórinn komum fram saman í spjallþætti í sjónvarpi í Króatíu, þar sem ég út- skýrði okkar hlið á málinu og for- stjórinn sína. Þetta var svona sjón- varpsþáttur þar sem áhorfendur gátu hringt inn í lokin og látið skoðanir sínar í ljós. Það áhugaverða er að um þúsund manns hringdu inn og um 85% þeirra sögðu að forstjórinn ætti að segja af sér.“ Formlegt söluferli Í lok apríl hækkaði Actavis tilboð sitt í Pliva úr 570 kúnum í 630 kúnur, eða í samtals 1,85 milljarða dollara. Segir Róbert að þá hafi Actavis verið búið að skapa pressu í gegnum ýmsa lykilhluthafa í félaginu, svo sem fjár- festingarsjóðinn Tempelton, og einn- ig bent hluthöfum á að fyrir lægi yf- irlýsing um að forstjóri Pliva vildi ekki selja alveg óháð verði. „Við sögðum að við vildum komast í áreiðanleikakönnun til að geta skoð- að félagið og að við gætum hugs- anlega aukið hag hluthafanna meira en ef félagið yrði rekið óbreytt áfram. Eftir mikinn þrýsting frá hluthöfum var því forstjóri Pliva tilneyddur til að koma fram og staðfesta að Pliva væri of lítið félag til að geta rekið sig sjálft, og að það þyrfti að finna sér samstarfsaðila. Þá var félagið sett í formlegt söluferli, sem Deutsche Bank var falið að sjá um. Actavis þvingaði því félagið í söluferlið.“ Forstjórinn átti að víkja Zeljkjo Covic hóf störf hjá Pliva ár- ið 1992 og hefur verið forstjóri félags- ins frá árinu 1993. Honum var boðin staða stjórnarformanns hjá Actavis þegar óformlegar viðræðurnar áttu sér stað 2005. hvern annan kaupanda en okkur. Við vissum því að að lokum myndi þetta snúast um hluthafana sjálfa og hvaða verð myndi bjóðast.“ Bindandi tilboð í júní Þegar formlegt söluferli á Pliva minni einingum „Þegar það var búið að ýta Covic út í söluferlið á Pliva þá var gremja hans orðin mikil í okkar garð,“ segir Ró- bert. „Það lá fyrir allt frá byrjun að Actavis myndi láta Covic víkja úr stóli forstjóra. Og hann lagði sig þá sérstaklega fram um að finna ein- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 19 Hótel Nordica 24. október Meðal fyrirlesara: Sigurður Einarsson Stjórnarformaður KB banka Hilmar Veigar Pétursson Framkvæmdastjóri CCP Átta norræn sprotafyrirtæki kynna viðskiptaáætlanir sínar. Skráðu þig á www.seedforum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.