Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 20

Morgunblaðið - 19.10.2006, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Actavis er það samheitalyfjafyr-irtæki sem vaxið hefur hvað hrað-ast í heiminum hin síðari ár en fé-lagið stefnir að því að skipa sér í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Frá því Actavis gerði sína fyrstu yfirtöku, á búlgarska lyfjafyrirtækinu Balkanpharma árið 1999, hefur árlegur vöxtur félagsins verið að jafnaði um 58% í veltu. Vöxturinn í markaðsvirði hefur á sama tímabili verið um 52% þegar tekið er tillit til útgefins hlutafjár á tímabilinu þannig að það er ekki talið með í hækkun markaðsvirðis. Actavis væntir þess að markaðssetja um 300 lyf á hina ýmsu markaði félagsins á þessu ári og hafa aldrei áður verið mark- aðssett jafn mörg lyf á einu ári. Það sama á og við um fjölda lyfja sem félagið er með í þróun, en þau eru nú um 330 talsins. Áætlað er að tekjur Actavis á þessu ári verði um 1,4 milljarðar evra, EBITDA- framlegð rúmlega 20% og vöxtur í und- irliggjandi starfsemi um 10%. Mikil samþjöppun framundan Framtíðarsýn Actavis er að mikil sam- þjöppun muni áfram eiga sér stað á sam- heitalyfjamarkaðinum í heiminum og að á næstu árum muni aðeins um fimm félög verða ráðandi á heimsmarkaði. Þeir sem séu minni muni eiga í erfiðleikum í sam- keppninni og renna inn í stærri félögin með tímanum. Róbert segir að stjórnendur Actavis telji nauðsynlegt fyrir félagið að vera í hópi fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjanna á öllum lykilmörkuðum til lengri tíma litið, til að geta verið samkeppnishæft í kostnaði og lyfjaframboði. Með aukinni samþjöppun í dreifingu lyfja í Evrópu og Bandaríkj- unum leggi þessir aðilar aukna áherslu á að eiga sem mest viðskipti við fáa og sterka aðila, sem geti afhent réttu lyfin á réttum tíma. Hann segir að þessum málum sé til að mynda þannig háttað í Evrópu að um tveimur þriðju hlutum dreifingarinnar sé stýrt af þremur stórum aðilum. „Þessir aðilar munu velja sér örfáa sam- starfsaðila og eingöngu þá sem eru stærst- ir, með breiðasta úrvalið og hagstætt verð. Þetta er sú sýn sem við höfum verið að keyra á til að geta staðið okkur vel í sam- keppninni og til að geta verið eitt af þess- um þremur til fimm félögum sem dreifing- araðilarnir munu velja til að starfa með. Þetta er ekki heppileg þróun en ég tel að við séum mjög áhugaverður samstarfsaðili fyrir þessa aðila.“ Apótekskeðja í Búlgaríu Lyfjadreifingin er að sögn Róberts ekki komin í sama farveg í Mið- og Austur- Evrópu og hún er að þróast í í Vestur- Evrópu. Hann segir að Actavis sé að fara af stað með apótekskeðju í Búlgaríu. Ef það gangi vel geti vel farið svo að félagið ráðist í þá starfsemi í öðrum löndum, því enn sem komið er sé ekkert af stóru dreif- ingarfyrirtækjunum í Vestur-Evrópu að byggja sig upp í smásölunni í Mið- og Aust- ur-Evrópu. „Það er mikill þrýstingur á lyfjaverð um allan heim og yfirvöld í mörgum löndum sjá aukna hlutdeild samheitalyfja sem eitt besta tækifærið til að ná niður kostnaði. Samkeppnin hefur harðnað mikið á mörg- um mörkuðum í Vestur-Evrópu og fram- legð lækkað talsvert og þurfa fyrirtækin því að leita tækifæra til að lækka kostnað sinn og hagræða í rekstri til að standast samkeppnina.“ Sókn á nýja markaði Róbert segir að til lengri tíma litið telji stjórnendur Actavis nauðsynlegt fyrir fé- lagið að ná lykilstöðu á öllum helstu lyk- ilmörkuðum heims. „Þau svæði sem við vilj- um sjá okkur fara inn á á næstu árum eru Japan, sem er næststærsti lyfjamarkaður í heimi með um 12% af heimssölunni, Kína, sem er gríðarlega stór markaður og felur í sér tækifæri til lengri tíma litið, Suður- Ameríka og Kanada. Við erum með verk- smiðju og sölueiningu í Kína en sala okkar þar er lítil. Á hinum mörkuðunum erum við hins vegar ekki með eigin starfsemi. Á næstu misserum munum við hins vegar að mestu leyti leggja áherslu á að styrkja Actavis á lykilmörkuðum félagsins. Áhersl- urnar eru á markaðssetningu nýrra lyfja auk þess að skoða fjárfestingartækifæri í þeim löndum þar sem Actavis hefur enn ekki náð nægilegri stærðarhagkvæmni eða hefur áhuga á að komast inn á“ Í fremstu röð á heimsvísu Aldrei fleiri lyf Actavis væntir þess að markaðssetja fleiri lyf á þessu ári en nokkru sinni fyrr. hófst var nokkrum félögum gefinn að- gangur að gögnum félagsins til að geta framkvæmt áreiðanleikakönn- un. Ferlinu var skipt í tvo hluta. Í þeim fyrri voru 5–7 félög en í seinni hlutanum var hópurinn minnkaður en þá voru öll gögn Pliva gerð aðgengi- leg. Þetta var í júní en þá óskaði Deutsche Bank eftir því að Actavis og Barr myndu skila inn bindandi tilboði í lok mánaðarins. „Við höfðum miklar áhyggjur af því að senda inn tilboð á undan Barr. Co- vic var þá búinn að ferðast um með stjórnendum Barr, sem fjármálaeft- irlitið í Króatíu ávítaði reyndar bæði forstjórann og Barr fyrir. Þann 27. júní sendi Pliva frá sér til- kynningu þar sem sagði að stjórnin styddi tilboð Barr. Það hljóðaði upp á 705 kúnur á hlut. Daginn áður höfð- um við hins vegar sent inn tilboð upp á 723 kúnur til stjórnar félagsins og Deutsche bank. Stjórnarformaður Pliva sagðist reyndar ekki hafa séð okkar tilboð og stjórnin mælti því með lægra tilboðinu.“ Áhyggjur af ríkisstjórninni Róbert segir að Actavis hafi alltaf haft áhyggjur af afstöðu króatískra stjórnvalda til Pliva. Það hafi til að mynda komið í ljós að nokkrum dög- um áður en Actavis sendi inn tilboð sitt í júní hafi forsætisráðherra Kró- atíu og forstjórinn Covic verið á sama tíma á sama hóteli á Ítalíu. Þetta sé hótel sem henti þeim vel sem vilji ekki láta taka eftir sér. Á sama tíma hafi einnig verið þar sameiginlegur vinur þeirra beggja, maður sem hafi nokkr- um sinnum verið ásakaður um mútur og önnur skuggaverk. Segir Róbert að þeir hafi allir staðfest í fjölmiðlum að hafa verið á þessu hóteli á sama tíma, en að þeir hafi ekki hist þar. „Umræðan var þannig á þessum tíma að engin leið er að segja til um hvað var rétt og hvað ekki. En því var meðal annars haldið fram að ríkið hefði gefið Barr vilyrði fyrir því að selja sinn hlut til Barr ef þeir myndu senda inn tilboð sem væri um 20 kún- um hærra en okkar tilboð.“ Tilboð dregið til baka Eftir að formlegu tilboðin voru lögð fram í lok júní keypti Actavis um 10% hlut í Pliva og gerði kaupréttarsamn- inga við fjölda hluthafa og náði þann- ig um 20,8% eignarhlut í félaginu. Á sama tíma, eða 29. júní, tilkynnti Ac- tavis að félagið hefði boðið 723 kúnur á hlut sem var 5 kúnum hærra en til- boð Barr. Daginn eftir tilkynnti Barr hins vegar að félagið hefði lagt fram óformlegt tilboð upp á 755 kúnur. Næstu skref í ferlinu voru þau að bæði Actavis og Barr lögðu inn beiðni til fjármálaeftirlitsins í Króatíu um að fá að birta formlega yfirtökutilboð til hluthafa Pliva. Það var samþykkt fyr- ir Barr um miðjan ágúst og fyrir Ac- tavis í lok ágúst. Þá birti Actavis til- boð upp á 795 kúnur á hlut, sem svaraði til um 2,5 milljarða dollara. Barr svaraði innan tíu daga og bauð þá 820 kúnur á hlut. Actavis tilkynnti í framhaldinu að félagið kysi að hækka ekki tilboð sitt þar sem það gæti ekki réttlætt hærra verð en fé- lagið hafði lagt fram og dró tilboð sitt til baka. Verðmætara félag með Actavis „Samlegðin hjá Actavis og Pliva hefði verið gríðarleg, því félögin eru með sameiginlega starfsemi í Bretlandi, Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Búlgaríu, Baltnesku löndunum og á fleiri stöð- um. Við vorum mjög íhaldssöm í því hvaða samlegðaráhrif við sæjum, við töluðum um 50 milljónir evra en tæki- færi hefðu verið til að ná fram mun meiri áhrifum. Ef öll samlegð hefði náðst við yfirtöku þá hefði þessi tala farið yfir 100 milljónir evra á fyrsta ári. Barr hefur hins vegar engan kostn- að til að skera út fyrir utan það að starfsemi Barr og Pliva í Bandaríkj- unum skarast. Það á einnig við um Actavis og Pliva. Þá gaf Barr það út að starfsfólki yrði ekki fækkað og það ætti einnig við um forstjórann. Megnið af lyfjunum hjá Barr eru þróuð fyrir Bandaríkin en ekki Evr- ópu og það mun því taka félagið þrjú ár að koma þeim á markað þar. Barr er því að stærstum hluta að ná fram samlegðaráhrifum með því að færa framleiðslu frá Bandaríkjunum til Króatíu. Við vorum hins vegar með um 100 milljóna evra samlegðaráhrif ofan á það.“ Róbert segir að miðað við verð- mæti Actavis í dag væri Pliva því meira en einum milljarði verðmætara í höndum Actavis en Barr. Það sé því sú fjárhæð sem Actavis hefði getað notað til að borga til viðbótar fyrir Pliva, ef slík nálgun hefði verið notuð. Félagið hefði hins vegar ekki verið reiðubúið til þess. „Þó að Barr eigi enga möguleika á að ná til baka þeim peningum sem fé- lagið leggur í Pliva, þá eru menn samt tilbúnir til að leggja þetta út til þess að geta tekið þátt í því spili að verða alþjóðlegur aðili á samheitalyfja- markaði. Spurningin er hvenær það verður að gera eitthvað og hvenær ekki. Í sporum Barr hefði ég valið annað en að kaupa Pliva. En þetta er val þeirra sem stjórna því félagi og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Ekki í fyrsta sinn Róbert segir að Actavis muni selja allan hlut sinn í Pliva. Þá segir hann að kostnaðurinn við tilraun félagsins til að kaupa Pliva hafi ekki verið gerð- ur upp. Ljóst sé þó að kostnaðurinn sé töluverður en á móti komi sölu- hagnaður af hlutabréfunum. Upplýs- ingar um útkomuna verði gefnar upp þegar niðurstöður liggi fyrir. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við stöndum upp frá svona löngu ferli sem heppnast ekki. Fyrstu stóru kaupin okkar, sem urðu ekki að veru- leika, voru kaup á evrópsku félagi á árinu 2003 upp á 600 milljónir evra. Þá vörðum við hálfu ári í viðræður, höfðum lokið áreiðanleikakönnun og vorum búin að klára flest meginatrið- in þegar það braut á lokaverðinu.“ Hann segir að líklega hafi Actavis framkvæmt ítarlega skoðun, og þar með áreiðanleikakönnun, á um 70–80 félögum á síðustu 6–7 árum. Hann hafi hins vegar ekki tölu á hve mörg félög Actavis hafi skoðað á pappírun- um. „Við skoðum félög yfirleitt fyrst á pappír og reynum þannig að finna grundvöllinn fyrir verðinu áður en við sendum fólk í áreiðanleikakönnun. Við höfum keypt um 25 félög allt í allt en ætla má að okkur finnist um það bil eitt af hverjum 15 félögum sem við skoðum vera áhugavert til kaupa. Það er óhætt að segja að við séu búin að skoða mörg af þeim fyrirtækjum í samheitalyfjabransanum í heiminum sem eru áhugaverð.“ Síminn stoppar varla Að sögn Róberts gengur rekstur Ac- tavis vel og þróunargeta félagsins er sterk. „Hluti af því sem er að gerast í þessum bransa er vegna okkar og Ac- tavis er orðið mjög þekkt í þessum geira og í bankaheiminum. Eftir að Pliva-málið fór af stað hefur síminn varla stoppað hjá okkur þar sem bankamenn eru að koma hugmynd- um á framfæri við okkur. Við erum komin vel áleiðs með skoðun á nokkr- um félögum og mér finnst ekki ólík- legt að næstu fréttir af Actavis í þeim efnum verði á næstu tveimur til þremur mánuðum,“ segir Róbert Wessman. gretar@mbl.is Ýtt í söluferli Gremja forstjóra Pliva í garð Actavis var mikil eftir að hafa verið ýtt í söluferli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.