Morgunblaðið - 19.10.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 19.10.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 21 viðskipti/athafnalíf 569 7200 www.isprent.is -o rð sku lu stan d a! „...fyrir metnaðarfulla fagmenn“ „Í starfi mínu sem hönnunarstjóri hefur reynslan kennt mér að við framleiðslu á vönduðu kynningarefni getur val á prentsmiðju ráðið úrslitum um útkomuna. Íslandsprent hefur reynst mér afar vel. Prentsmiðjan ræður yfir fullkomnum tækjakosti, þar á bæ eru allir fagmenn fram í fingurgóma og búa yfir mikilli þjónustulund. Ekki sakar að miðað við gæði er verð afar hagstætt. Ég get því hiklaust mælt með Íslandsprenti fyrir metnaðarfulla fagmenn á sviði grafískrar hönnunar og aðra þá sem vilja vera stoltir af prentgripum sínum.” Gréta V. Guðmundsdóttir, hönnunarstjóri og einn af eigendum auglýsingastofunnar Fabrikan. Gréta V. Guðmundsdóttir, hönnunarstjóri. HORFURNAR í leikfangaiðn- aðinum sýnast sérlega góðar um þessar mundir en bandaríski leik- fangaframleiðandinn Mattel skýrði frá því síðastliðinn mánudag að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði aukist um sex prósent. Þá jókst salan um sjö prósent á þessu sama tímabili og nam alls 1,79 millj- örðum dollara. Sérfræðingar segja að upplýs- ingar frá Mattel vektu góðar vonir um mikla sölu fyrir jólin. Gildir það um fyrirtækið og greinina í heild. „Horfur í greininni eru nú mun betri en á undanförnum árum,“ segir Gerick Johnson, sérfræðingur hjá BMO Capital Markets í New York. Elmo, dúkka sem hlær þegar hún er kitluð, höfðar greinilega enn til foreldra þótt tíu ár séu nú liðin frá því að hún kom fyrst á markað. Elmo-dúkkan kostar um 40 dollara í Bandaríkjunum og ræðir þar um uppfærða útgáfu frá þeirri sem kom á markað fyrir tíu árum. Dúkkan höfðar sýnilega til barna og foreldra í Bandaríkjunum því að hún hefur víða selst upp. Sérfróðir segja að Elmo verði vafalaust ein vinsælasta jólagjöfin í ár. Dúkkan tryllist úr hlátri þegar hún er „kitl- uð“, veltir sér um gólfið en stendur síðan á fætur þegar hún hefur „jafnað sig“. „Allt í himnalagi“ Fischer-Price framleiðir Elmo. Að sögn talsmanna fyrirtækisins jókst sala á leikföngum sem ætluð eru yngstu börnunum um níu pró- sent á þriðja ársfjórðungi. Þá seld- ust leikföng sem tengjast teikni- myndinni „Cars“ gríðarlega vel. Barbie gamla er líka í sókn. Sal- an hefur aukist um eitt prósent um heim allan og er það í fyrsta skiptið í þrjú ár sem sú þróun greinist. Sal- an í Bandaríkjunum hefur aukist um fjögur prósent og er þetta þriðji ársfjórðungurinn í röð sem Barbie sækir í sig veðrið. „Þegar um er að ræða vöru sem hefur gefið jafn mikið eftir og Bar- bie þarf nú meira en söluaukningu upp á nokkur prósentustig til að unnt sé að segja að hún sé komin aftur. Hins vegar er það með þess- um hætti sem menn snúa þróuninni við,“ segir Sean McGowan, sem starfar fyrir Wedbush Morgan Sec- urities í New York. „Ég vil ekki segja að allt sé í himnalagi en þegar horft er yfir sviðið á þessum ársfjórðungi verð- ur varla annað sagt en allt sé í himnalagi,“ segir McGowan og bæti við að frammistaða Mattel á þriðja ársfjórðungi sé sú besta frá 2000. Hlutabréf í Mattel hækkuðu um þrjú prósent þegar þessi tíðindi bárust. Elmo og Barbie í stórsókn Reuters Seigla Sala Barbie-dúkkunnar hef- ur tekið við sér á nýjan leik. ll S T U T T ÞRÍR nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá TVG-Zimsen að und- anförnu. Margrét Guðlaug Sigurð- ardóttir hóf störf sem aðstoð- arframkvæmdastjóri TVG-Zimsen þann 19. apríl síðastliðinn. Margrét var innkaupastjóri hjá Medcare hf. síðastliðin átta ár en hún starfaði sem þjónustustjóri hjá DHL frá árinu 1989. Guðný Ósk Ólafsdóttir hóf störf sem sölu- og markaðsstjóri TVG- Zimsen þann 29. maí síðastliðinn. Hún starfaði hjá Samskipum, fyrst sem þjónustufulltrúi í Árósum árið 1995 og síðar sem viðskiptastjóri í innflutningsdeild Samskipa í Reykjavík frá árinu 2000. Guðný Ósk lauk diploma í flutningafræð- um frá Aarhus Köbmanskole árið 2002. Gestur Kr. Gestsson hóf störf hjá TVG Zimsen sem forstöðumaður þann 1. október. Hann stýrir sér- einingu innan fyrirtækisins sem nefnist TVG-Zimsen lausnir, en ein- ingin vinnur að heildarlausnum fyr- ir stærri viðskiptavini fyrirtæk- isins. Nýtt fólk hjá TVG ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands stendur fyrir fjögurra daga nám- skeiði í sölu- og samningatækni í alþjóðaviðskiptum dagana 23.–26. október. Námskeiðinu er ætlað að efla hæfni og þekkingu starfs- fólks íslenskra útflutningsfyr- irtækja. Leiðbeinandi verður Chris Bowerman en talsvert verður um verklegar æfingar og er rík áhersla lögð á að hver og einn þátttakandi nýti eigin styrk- leika. Hægt er að skrá sig eða leita upplýsinga í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutn- ingsrad@utflutningsrad.is. ÚÍ stendur fyrir námskeiði FRJÁLSI fjárfestingarbankinn býður nú viðskiptavinum sínum að greiða greiðsluseðla vegna er- lendra lána í heimabanka eða með greiðsluseðlum sem eru sendir heim en fram til þessa hefur ein- ungis verið hægt að greiða af er- lendum lánum með millifærslum inn á reikning bankans. Þá hefur Frjálsi fjárfesting- arbankinn einnig lágmarkað auka- kostnað sem oft fylgir lánveit- ingum, t.d. er ekkert gjald tekið fyrir umsjón með þinglýsingu eða fyrir uppgjör og afléttingu lána frá öðrum lánastofnunum. Ekkert af- greiðslugjald er tekið fyrir þessa umsýslu. Erlend lán aðgengileg í heimabanka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.