Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
!"
#$ !
#
! " # $ % & ' ( ) # * + , - - # + . #
/ ( ) / 0 . ' 1 ' + 0 2 * / ( 3 #
H
ann hefur verið kall-
aður Napóleón frí-
dagblaðanna og allir í
danska fjölmiðla-
heiminum þekkja
hann; yfir honum hangir nær goð-
sagnakenndur blær; keppinautarnir
hata hann og óttast en líklega bera
þó allir mikla virðingu fyrir honum.
Maðurinn er Svenn Dam, forstjóri
365 Media Scandinavia, en hann á að
baki samfellda afrekssögu á dag-
blaðamarkaðinum, fyrst sem mark-
aðsstjóri hjá Jyllands-Posten,
stærsta dagblaði Danmerkur, og síð-
an hjá Metro þar sem hann reis til
hæstu metorða.
„Svenn Dam, sem fram til í sept-
ember 2005 sat í yfirstjórn Metro
International, hefur verið útnefndur
herforingi fyrir allsherjarárás Dags-
brúnar á dönsku dagblöðin,“ skrifaði
eitt dönsku dagblaðanna þegar
greint var frá því að Svenn hefði
gengið til liðs við „Íslendingana“.
Langhlaupari
Enn á alveg eftir að koma í ljós
hvort Svenn tekst jafnvel upp með
Nyhedsavisen sem hann hefur stýrt
uppbyggingunni á. Útgáfa blaðsins
hefur raunar ekki farið áfallalaust af
stað og útbreiðsla og lestur þess ver-
ið minni en til stóð. Þá má ekki held-
ur gleyma að keppinautarnir voru
búnir að koma sér fyrir í skotgröf-
unum þegar þeir fréttu af Svenn
Dam og Nyhedsavisen og munu
örugglega selja sig dýrt í því stríði
sem nú ríkir á danska blaðamark-
aðinum. En flestum ber saman um að
Nyhedsavisen standi hinum fríblöð-
unum framar að því er varðar frétta-
skrif og efnistök. Enn er þó allt of
snemmt að reyna að spá fyrir um
hvernig kapphlaupinu á danska dag-
blaðamarkaðinum muni lykta. En
Svenn Dam ætti raunar sjálfan ekki
að skorta úthaldið því hann leggur
stund á hlaup í frítíma sínum.
Vill vindinn í fangið
Svenn Dam er baráttumaður og
margt bendir til þess að það henti
honum betur að starfa hjá fyr-
irtækjum sem eru að sækja fram á
markaði og hrista upp í þeim fremur
en að stýra fyrirtæki sem er í stöð-
ugum og jöfnum rekstri.
„Honum líkar samkeppni og eink-
um og sér í lagi þegar hún er mjög
hörð,“ segir Henrik Bo Nielsen, for-
stjóri Information.
Sagt er að Svenn Dam hafi gengið
mjög vel að vinna með Íslending-
unum sem standa að baki Nyhedsav-
isen enda ku hann víst ekki vera
mjög formlegur í umgengni þótt
hann sé á hinn bóginn afar faglegur í
vinnubrögðum og sérdeilis einbeitt-
ur. Öllum ber saman um að fáir ef
nokkrir séu jafn „fókuseraðir“ eða
hafi jafnskýra sýn á verkefnin og
Svenn Dam, sem hefur þó sjálfur við-
urkennt að vera dálítið óþolinmóður.
En hann er líka sagður geisla bein-
línis af sjálfstrausti hvað sem gengur
á; þegar danska pressan gerði mikið
úr óvissunni um fjármögnun Nyhed-
savisen snemma í haust mun Svenn
hafa staðið uppi á stól og haldið
hvatningarræðu í húsakynnum
Nyhedsavisen sem lægði allar efa-
semdir starfsmanna. Og víst er að
honum tókst að laða til sín afar
marga öfluga blaðamenn á ritstjórn
blaðsins.
En menn hafa líka nefnt að Svenn
sé fremur harður og kaldur persónu-
leiki og að samstarfsmenn hans óttist
hann; og líklega er viðurnefnið
„Saddam“ þannig til komið. Og þeg-
ar danskir blaðamenn hafa spurt
samstarfsmenn Svenns um einkalíf
hans verður oft frekar fátt um svör.
Úr matvöru í dagblöð
Svenn Dam kom inn í dag-
blaðamarkaðinn úr verslunargeir-
anum en þar starfaði hann hjá Bilka
til ársins 1994 og sagt er að hann líti
á dagblöð sem hverja aðra neyslu-
vöru. Að minnsta kosti virðist hann
bera litla virðingu fyrir ýmsu því sem
aðrir í dagblaðageiranum hafa
kannski talið heilög vé sem kann m.a.
að skýra þá harðneskjulegu mynd
sem sumir hafa dregið upp af honum.
Svenn Dam var markaðsstjóri í
mikilli framsókn Jyllands-Posten á
seinni hluta níunda áratugarins og
þótti ná undragóðum árangri. Og
hikaði auðvitað ekki við fremur en
fyrri daginn að leggja til atlögu við
keppinautana af fullri hörku; þannig
er hann til að mynda talinn upphafs-
maður að einu mesta stríði á danska
auglýsingamarkaðinum vorið 1998
þegar hann hóf að selja fast-
eignaauglýsingar í Jyllands-Posten á
einum þriðja til einum fjórða af því
verði sem þá hafði tíðkast.
En tveimur árum síðar kom til
harðs ágreinings milli Svenns Dams
og þáverandi ritstjóra Jyllands-
Posten, Jørgen Ejbøl, um framtíð-
arstefnu blaðsins sem leiddi beinlínis
til hreinnar óvildar þeirra í milli.
Dam hefur verið nefndur hefnand-
inn í dönskum dagblöðum því
skömmu eftir að hann hvarf frá Jyl-
lands-Posten réðst hann til atlögu á
danska blaðamarkaðinum með út-
gáfu fríblaðsins Metroexpress, sem
dreift er á fjölförnum stöðum, og þá
auðvitað meðal annars á Jyllands-
Posten. Segja má að Svenn Dam hafi
nú í raun tækifæri á tvöfaldri hefnd
með útgáfu Nyhedsavisen, þ.e. bæði
á Jyllands-Posten og Metroexpress.
„Það versta sem hægt er að gera
Svenn er að bjóða honum ekki upp á
nýjan leik þegar hann hefur tapað.
Það getur gert hann alveg brjál-
aðan,“ hefur verið haft eftir ónefnd-
um íþróttafélaga Svenns.
Margir ef ekki flestir efuðust um
viðskiptahugmyndina á bak við
Metroexpress og spáðu blaðinu fárra
lífdaga. En það var Svenn Dam sem
reyndist hafa rétt fyrir sér og stóð
síðan uppi sem sigurvegari; útgáfa
fríblaðsins gekk framar vonum og
það er nú raunar eitt fárra blaða í
Danmörku sem skilar hagnaði.
„Svenn Dam er gríðarlega strat-
egískur með næstum óhuggulega
sterkan hæfileika til að taka skyn-
samlegar ákvarðanir jafnframt því
sem hann hefur mikinn kjark til þess
að hætta sér út á svæði sem aðrir
þora ekki að fara inn á. Hann kemur
auga á viðskiptatækifæri á undan
flestum öðrum. Útgáfu Metroex-
press má að 80–90% rekja til frum-
kvæðis Svenns Dams,“ sagði Søren
Hyldegaard, fyrrum samstarfs-
maður Svenns og auglýsingastjóri á
Berlingske Tidende.
Flýgur á hverjum degi
Eftir árangurinn með Metroex-
press í Danmörku varð Svenn Dam
aðstoðarforstjóri hjá Metro-veldinu
sem gefur út 69 dagblöð um heim all-
an en hætti hjá Metro í fyrrahaust
þar sem starfið kom of mikið niður á
einkalífi hans. Raunar er slíkt oft til-
greint þegar losna þarf við forstjóra
en það mun þó ekki hafa átt við um
Svenn Dam; hann ku ekki hafa verið
tilbúinn til þess að flytja til London
né ferðast jafnmikið um heiminn með
tilheyrandi fjarveru frá fjölskyldunni
og Metrostarfið krafðist af honum.
En Svenn Dam vílar þó reyndar
ekki fyrir sér að ferðast með flugi á
svo til hverjum degi til þess að stýra
Nyhedsavisen því hann býr ekki í
Kaupmannahöfn heldur í Árósum.
Svenn Dam er á besta aldri, fædd-
ur árið 1960 og er viðskiptafræð-
ingur að mennt. Hann er því aðeins
einu ári eldri en hugmyndasmiðurinn
á bak við Nyhedsavisen, Gunnar
Smári Egilsson, en þeir Svenn og
Gunnar eru sagðir hafa náð mjög vel
saman.
Svenn á tvö börn með fyrrverandi
eiginkonu sinni og þau búa hjá hon-
um og núverandi konu hans ásamt
börnum hennar tveimur. Um einkalíf
hans er að öðru leyti afar lítið vitað.
Jafnvel þeir sem unnið hafa með hon-
um árum saman vita oft ekkert um
konu hans eða börn. Þó er vitað að
Svenn stundar hlaup og hjólreiðar og
hann mun einnig vera mjög liðtækur
skíðamaður og fer gjarnan í skíða-
ferðir með fjölskyldunni.
Herforinginn á
bak við Nyhedsavisen
Svenn Dam er áhrifa-
maður á danska blaða-
markaðinum og sagður
einbeittur með af-
brigðum. Hann hefur
áður teflt mjög djarft
og nú ætlar hann að
endurtaka leikinn með
Nyhedsavisen. Arnór
Gísli Ólafsson kynnti
sér manninn.
Ljósmynd / Haraldur Jónasson
Útgáfu fagnað Svenn Dam broshýr með samstarfsmönnunum sínum á ritstjórn Nyhedsavisen eftir að fyrsta tölublaðið kom út.
» Svenn Dam er gríð-arlega strategískur
með næstum óhuggu-
lega sterkan hæfileika
til að taka skynsamlegar
ákvarðanir jafnframt
því sem hann hefur mik-
inn kjark til þess að
hætta sér út á svæði
sem aðrir þora ekki að
fara inn á.
arnorg@mbl.is