Morgunblaðið - 19.10.2006, Qupperneq 23
Stofnandinn Elín stofnaði fyr-
irtækið að loknu námi við HÍ.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
„HUGBÚNAÐURINN MindMana-
ger er einfaldur en öflugur hug-
búnaður sem nýtist einstaklingum
og hópum innan fyrirtækja eða
stofnana á einstakan hátt við verk-
efnastjórnun og skipulagningu al-
mennt, teymisvinnu, skýrslugerð,
fundarstjórnun, stjórnun upplýs-
inga, hugarflug og kynningar.“
Þetta segir Elín Þ. Þorsteinsdóttir
hjá fyrirtækinu Verkefnalausnir,
en fyrirtækið stendur fyrir ráð-
stefnu um hugbúnaðinn í næstu
viku, eða fimmtudaginn 26. októ-
ber.
MindManager byggist á hug-
myndum um hugkort en því má
lýsa sem myndrænni framsetningu
á hugmyndum og verkefnum. Hug-
búnaðurinn vinnur með Microsoft-
hugbúnaði, þ.e. Word, Excel, Po-
werPoint, Visio, Outlook og Micro-
soft Project en einnig ýmsum
öðrum hugbúnaðarlausnum svo
sem JCVGantt og Lotus Notes. Þá
er nýkominn á markað MindMana-
ger 6 Mac fyrir Apple-tölvur.
„Fjölmargir hafa nýtt sér Mind-
Manager með góðum árangri, segir
Elín. „Það á jafnt við um ein-
staklinga og nemendur sem og
stjórnendur og starfsmenn fyr-
irtækja og stofnana. Þess má geta
að við hjá Verkefnalausnum höfum
mætt miklum áhuga til að mynda
af hálfu Félags lesblindra en hin
myndræna framsetning Mind-
Manager getur einmitt hjálpað
þeim sem eiga við lestrarerfiðleika
að stríða.“
Betri árangur
Að sögn Elínar auðveldar Mind-
Manager stjórnendum að sjá þá
heildarmynd sem þeir þurfa að
hafa yfirsýn yfir á vinnustaðnum
eða í einstök verkefni. Hún segir
að hugbúnaðurinn auðveldi stjórn-
endum einnig að meta stöðuna og
taka stefnumótandi ákvarðanir,
miðla upplýsingum á skýran og
einfaldan hátt, forgangsraða og
ráðstafa mannauði í verkefni og
greina meginverkþætti, und-
irverkþætti og tengsl þeirra.
„Þeir sem notfæra sér hugbún-
aðinn, hvort sem það eru ein-
staklingar, námsfólk, stjórnendur
eða starfsmenn, eru þar með
komnir með tæki sem leiðir til
mun betri nýtingar á tíma. Þeir fá
einnig betri yfirsýn yfir þau verk-
efni sem hver vinnur að, afköstin
aukast og því má almennt gera ráð
fyrir betri árangri í námi eða
starfi.“
Mikil fjölgun notenda
Fyrirtækið Mindjet, sem var
stofnað í Þýskalandi árið 1993,
hannar og framleiðir MindMana-
ger. Höfuðstöðvar fyrirtækisins
eru í dag í Kaliforníu í Bandaríkj-
unum.
Að sögn Elínar eru notendur
MindManager um 800.000 talsins.
Hún segir að notendum hafi fjölg-
að að jafnaði um 15 þúsund í
hverjum mánuði að undanförnu.
Um 300 af þeim 500 stórfyr-
irtækjum sem eru á Fortune 500
lista þess blaðs nýti sér hugbún-
aðinn en auk þess hafi MindMana-
ger fengið sérstök verðlaun, svo-
nefnd „Best of Show“ verðlaun, á
CeBit-hugbúnaðarsýningunni árið
2004 auk margra annarra verð-
launa.
Úr námi í stofnun
fyrirtækisins
Verkefnalausnir bjóða upp á
hagnýtar lausnir á sviði verk-
efnastjórnunar í víðustu merkingu
þess orðs; forrit, fræðslu, ráðgjöf
og tímabundna stjórnun verkefna.
Elín stofnaði fyrirtækið í sept-
ember á síðasta ári en hún hafði
áður starfað um nokkurra ára
skeið við verkefnastjórnun, bæði
sjálfstætt og hjá ýmsum fyr-
irtækjum.
Hún segir að það hafi verið við
lok náms í Verkefnastjórnun og
leiðtogaþjálfun hjá Háskóla Íslands
sem hún kynntist MindManager.
„Því miður var það í lok náms því
með þessum hugbúnaði hefðu
vinnubrögðin orðið allt önnur. Ég
fór til Bandaríkjanna og náði mér í
leiðbeinandaréttindi og fór svo í
samstarf við Mindjet. Síðan hefur
boltinn rúllað hratt og æ fleiri fyr-
irtæki og einstaklingar hérlendis
tileinka sér MindManager.
Tímabundin verkefnastjórnun
Glitnir var eitt af fyrstu fyr-
irtækjunum hér á landi til að
ákveða innleiðingu á þessum hug-
búnaði og höfum við annast nám-
skeiðahald fyrir starfsmenn bank-
ans. Þá bættist Landsbankinn við í
hóp stærri fyrirtækja, einnig má
nefna helstu hugbúnaðarhús lands-
ins, lítil og millistór fyrirtæki og
skólar. Þá bjóðum við reglulega
opin námskeið.“
Hún segir að Verkefnalausnir
selji einnig hugbúnaðinn JCVGantt
sem sé einföld lausn til að stilla
verkþáttum upp á tímaás, áætla
kostnað o.fl. og Lotus Linker, sem
tengi saman MindManager og Lo-
tus Notes. Þá muni Verk-
efnalausnir kynna svonefnda
Prince 2-lausn á ráðstefnunni.
„Við hjá Verkefnalausnum tök-
um einnig að okkur tímabundna
stýringu verkefna. Þar má nefna
forvarnardaginn 2006, sem haldinn
var í lok síðasta mánaðar, en þar
var um að ræða flókið og marg-
þætt verkefni þar sem MindMana-
ger kom að góðum notum. Af öðr-
um stærri verkefnum má nefna
Landssöfnun vegna flóða í Ind-
landshafi, Landssöfnun Rauða
kross Íslands og fleiri verkefni.“
Elín segir þjónustu fyrirtækisins
mjög hentuga því með því nýta
hana geti fyrirtæki sparað sér að
bæta við starfsmanni vegna tiltek-
inna verkefna. Einnig geti það ver-
ið kostur að utanaðkomandi aðilar
sjái fyrirtækin í hlutlausu ljósi.
„Okkar meginhlutverk er að stýra
þeim verkefnum sem okkur eru
falin og sjá til þess að sett mark-
mið náist.“
Ráðstefna í næstu viku
MindManager-ráðstefnan, sem
er öllum opin, verður haldin
fimmtudaginn 26. október kl. 8:30–
9:00 í Víkingasal Hótel Loftleiða.
Ráðstefnan er ætluð bæði núver-
andi og tilvonandi notendum hug-
búnaðarins. Fulltrúar íslenskra
fyrirtækja, sem hafa tekið hugbún-
aðinn í notkun, munu lýsa reynslu
sinni en auk þess verða tveir er-
lendir fyrirlesarar.
Nánari upplýsingar um ráðstefn-
una eru á heimasíðu Verk-
efnalausna, www.verkefnalausn-
ir.is.
Yfirsýn og aukin afköst
» »Þess má geta að viðhjá Verkefnalausn-
um höfum mætt miklum
áhuga til að mynda af
hálfu Félags lesblindra
en hin myndræna fram-
setning MindManager
getur einmitt hjálpað
þeim sem eiga við lestr-
arerfiðleika að stríða.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 23
Einfaldar og traustar lausnir skipta máli í mínum
rekstri. TOK bókhaldskerfið er þægilegt í notkun auk
þess sem hægt er að bæta við kerfiseiningum eftir
þörfum. Það tryggir mér örugga úrvinnslu á bókhaldi
og gerir mér kleift að einbeita mér að rekstrinum
og tryggja hámarksafköst.
Þórður Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri
Nýja Sendibílastöðin hf.
Ræddu við okkur um hvernig
TOK hentar þér í síma 545 1000.
HugurAx Grjóthálsi 5 www.hugurax.is
HugurAx Guðríðarstíg 2-4 hugurax@hugurax.is
HÁMARKAÐU AFKÖSTIN
Jóhann Ólafsson
löggiltur FFS.
Gsm 863 6323,
johann@vidskiptahusid.is
Jón Sigfús Sigurjónsson
hdl.& löggiltur FFS.
Gsm 893 3003,
jon@vidskiptahusid.is
Hörður Hauksson
viðskiptafræðingur.
Gsm 896 5486,
hh@vidskiptahusid.is
M.a. í matvælaframleiðslu eða innflutningi, innflutningi í raftækja- og eða
rafbúnaðargeira, heildverslun á byggingavörumarkaði, verslunarrekstri í Kringlunni
eða Smáralind, öflugri bílasölu með gott svæði og góðum rekstri á landsbyggðinni.
Viðskiptahúsið er deildaskipt eignamiðlun sem sérhæfir sig í sölu á fasteignum,
fyrirtækjum, sölu og leigu á skipum og aflaheimildum. Starfsmenn eru 14 talsins.
Skúlagata 17 - 101 Reykjavík - Sími 566 8800 - Fax 566 8802
vidskiptahusid@vidskiptahusid.is
www.vidskiptahusid.is
Höfum til sölu fyrirtæki með góða afkomu
Höfum kaupendur að góðum fyrirtækjum