Morgunblaðið - 19.10.2006, Page 28

Morgunblaðið - 19.10.2006, Page 28
LAUN forstjóra 30 stærstu fyrirtækjanna sem skráð eru á DAX í Þýskalandi losuðu að meðaltali rúmar 12 milljónir íslenskra króna á mánuði í fyrra og hækkuðu um 11% á milli ára. Á toppnum trónuðu forstjórar Deutsche Bank og Daimler Chrysler en Josef Ackermann, bankastjóri Deutsche Bank fékk um 85 milljónir á laun á mánuði að því er kemur fram í frétt Süd- deutsche Zeitung. Mest hækkuðu laun Klaus-Peter Müller bankastjóra Com- merzbank eða um 14,3 millj- ónir á mánuði. Forstjórar stærstu fyr- irtækjanna í Hollandi voru með svipuð laun og þýsku for- stjórarnir en forstjórar skráðra fyrirtækja í Bret- landi höfðu nokkru lægri laun eða tíu milljónir íslenskra króna á mánuði að meðaltali. Bandarískir forstjórar þén- uðu sem fyrr mest eða að meðaltali hátt í 18 milljónir á mánuði. Vel launaðir á toppnum H alldór fæddist í Reykjavík 1973 og flutti sama ár til Danmerkur þar sem hann bjó til sjö ára aldurs. Sama dag og hann skil- aði inn BS-ritgerð sinni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands flutti hann til London og hóf störf hjá Icelandair þar í byrjun árs 1998. „Ég tók við starfi forstöðumanns markaðsdeildar Ice- landair hérlendis í lok árs 2005 en hafði þá starfað sem markaðsstjóri Icelandair í Danmörku fyrir Skandinav- íumarkað og þar áður var ég markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi. Markaðsdeildin hér heima hefur umsjón með ímyndarmálum og skipulagningu markaðsmála fyrir alla okkar markaði hérlendis og erlendis en einnig tilheyra netmál okkur,“ segir Halldór. Hann segir búsetuna erlendis afar reynsluríka. „Það sem er skemmtilegt við að vinna hjá fyrirtæki sem er al- þjóðlegt eins og Icelandair er að þú færð tækifæri til að vinna á mörgum mörkuðum og það er gaman að hafa prófað að vinna í nokkur ár í markaðs- og sölumálum í Bretlandi og svo í Skandinavíu og koma svo heim. Það gefur skemmtilega vídd í starfið að hafa kynnst því frá nokkrum sjónarhólum og einnig að hafa kynnst því hvernig þessi vinna fer fram erlendis,“ segir Halldór. Spurður hvort vinnubrögðin séu ólík erlendis segir Halldór að á stærri mörkuðum sé umhverfið mun flókn- ara. „Það eru fleiri og flóknari söluleiðir og fleiri og fjöl- breyttari fjölmiðlar og að mörgu leyti meiri áskorun að sjá um markaðsmál í stærra landi.“ Halldór segir að á erlendum mörkuðum sé Icelandair lítið fyrirtæki, ólíkt hér heima. Því þurfi markaðsaðgerðir oft að vera mark- vissari og frumlegri en hér á Íslandi. „En núna erum við að reyna að færa þann anda hingað til Íslands til að sýn- ast stærri en við raunverulega erum.“ Góð tónlist og góður matur Halldór er giftur Kristínu Johansen, og saman eiga þau tvö lítil börn, strák sem heitir Martin og verður eins árs í nóvember og svo stelpu sem er að verða þriggja ára í janúar og heitir Nína. „Í frístundum reynum við að ferðast og svo finnst okk- ur gaman að hlusta á góða tónlist og borða góðan mat. Það er því miður farið að sjást aðeins á mér,“ segir Hall- dór og hlær. Hann segir fjölskylduna hafa gaman af að stunda útiveru en nú verði minna úr því þar sem börnin eru svo ung. „Ég stundaði mikið hjólreiðar og maraþon, er reyndar búinn að vera í hléi núna um hríð en ég hef mjög mikinn áhuga á að snúa mér aftur að þessu þegar tími gefst til,“ bætir Halldór við hlæjandi. Halldór segir að hefðbundinn vinnudagur sé ekki til, enginn dagur sé í raun eins. Starfinu fylgi mikið af ferðalögum og funda- höldum þar sem huga þurfi að markaðsstarfi á öllum markaðssvæðum og samstarfsaðilarnir séu margir og víða. Halldór útskrifaðist af fjármálasviði í viðskiptafræði og spurður um hvers vegna hann hafi valið að vinna við markaðsstörf segir hann það líklega hafa komið til vegna þess að hann, líkt og margir aðrir, hafi endað í því sem hann hafi mest gaman af. „Fjármálagrunnurinn er góður grunnur fyrir flestallt en svo einhvern veginn leiðist maður út það sem maður hefur mest gaman af. Þess vegna hef ég alltaf sagt við fólk sem spyr hvað það eigi að læra að það skipti engu höfuðmáli, því ef maður hefur áhuga á einhverju þá end- ar maður þar sem áhugamálið liggur. Þegar maður vinn- ur í starfi þar sem mikið er um ferðalög þá verður maður svolítið markaður af því þannig að ef maður hefur ekki gaman af vinnunni þá á maður ekki eftir að endast. Það liggur við að vinnan sé hluti af áhugamálunum. En svo þarf að gæta þess þegar maður eignast fjölskyldu að það skapist jafnvægi þarna á milli og vinnan verði ekki hluti af fjölskyldunni.“ Blaðamaður náði tali af samstarfsmönnum Halldórs sem báru honum vel söguna og sögðu hann góðan yf- irmann. Einn komst svo að orði: „Hann er eins og hvirf- ilvindur, kemur og fer. Og svo er hann mjög góður kokk- ur.“ Þá var haft á orði að Halldóri væri einkar lagið að fá fólk með sér í lið og drífa það áfram í verkefnum. Hvirfilvindur sem getur eldað Halldór Harð- arson er for- stöðumaður markaðsdeildar Ice- landair. Sigurhanna Kristinsdóttir bregður upp svipmynd af Halldóri sem hefur búið erlendis í mörg ár. Morgunblaðið/Ásdís Áhugamál Halldór Harðarson segir að til að endast í vinnunni þurfi hún að vera eins og eitt áhugamálanna. sigurhanna@mbl.is SVIPMYND» Viðskiptatækifærin leynast víðaog þannig tvöfaldaðist velta danskafyrirtækisins Smokesolutions ífyrra en fyrirtækið framleiðir reyk-klefa fyrir fyrirtæki og opinberarstofnanir. Fyrirtækið framleiðir reykklefa sem hægt er að nota bæði innan- og utanhúss en í þeim er afar öflug loftræsting sem sogar út allan reykinn. Í frétt Børsen kemur fram að Smokesolution hafi selt fjölda reyk- klefa til danskra fyrirtækja en að fyrirtæki á Íslandi, í Sviss, Noregi og Svíþjóð hafi einnig keypt klefa af Smokesolutions. Fyrirtækið er nú á höttunum eftir dreifingarað- ilum í Evrópu til þess að auka veru- lega við útflutninginn. Tækifæri í reyknum Morgunblaðið/Ásdís Kærkomið Þessi myndi eflaust vilja klefa til að reykja í. FÁKLÆDDAR fyrirsætur hjá rúmenska götu- blaðinu Libertea hafa hótað vinnuveitendum sínum uppsögnum verði dagleg mynd þeirra ekki flutt af blaðsíðu fimm á blaðsíðu þrjú. Segja fyrirsæturnar að myndirnar verði meira áberandi á blaðsíðu þrjú en á síðu fimm, auk þess sem síða þrjú sé hefðbundnari staðsetning fyrir myndir sem þessar. Stjórn dagblaðs- ins hefur viðurkennt að viðræður standi yfir við fyr- irsæturnar líkt og aðra óánægða starfsmenn, en um- sjónarmaður veðursíðunnar, sem einnig birtist fáklædd á síðum blaðsins, hefur hótað því að skipta um starfa fái hún ekki betri staðsetningu á síðum blaðsins. Samkeppnisaðili Libertea hefur sótt hart að starfsmönnum blaðsins og boðið þeim bætt kjör, og væntanlega eft- irsóknarverðari blaðsíður, skipti þeir um starfsvettvang. Fyrirsætur vilja betri blaðsíðu HÚN vakti eðlilega mikla athygli, fréttin í síðustu viku um að Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, færi fyrir hópi fjárfesta sem hefði sýnt áhuga á að kaupa meirihluta í breska meist- aradeildarliðinu West Ham. Þar er ekki um neitt skussafélag að ræða heldur alvöru fótboltalið. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvort við Íslendingar munum eignast okkar Abramovich. Í breskum fjölmiðlum var því hins vegar haldið fram nú í vikunni, að Eggert myndi hugsanlega hækka til boð sitt í West Ham, en sagt er að stjórnarformaður félags- ins vilji fá um 10 milljarða króna fyrir það. Í grein í breska blaðinu The Times í vikunni var vikið að því að Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Landsbanka Íslands með meiru, mundi hugsanlega veita Eggerti fjár- hagslegan stuðning til kaupanna á West Ham. Þetta finnst Útherja ekki líklegt, svona út frá fótboltalegu sjónarmiði. Það liggur reyndar fyrir að Björgólfur er mikill knattspyrnu- áhugamaður. Og gera má ráð fyrir að hann gæti vel tekið þátt í kaupum á svona sparkliði. Gallinn er bara bún- ingurinn sem þeir í West Ham klæð- ast. Hann er í raun alveg ómögu- legur. Það eru engar rendur á honum. Málið myndi hins vegar ef- laust líta öðruvísi út ef Eggert vildi kaupa Newcastle-liðið. Næsta víst er að Björgólfur myndi þá ekki hugsa sig tvisvar um, enda klæðist það KR- búningnum. Ekki rétti búningurinn ÚTHERJI ANDRÉS, Mikki, Bósi ljós- ár, Simbi og aðrar frægar teiknimyndapersónur Walt Disney-fyrirtækisins munu ekki með nokkrum hætti tengjast óhollum mat í fram- tíðinni. Frá því er greint í frétt í New York Times að Walt Disney-fyrirtækið hafi ákveð- ið að nafn þess megi eingöngu nota í tengslum við hollt fæði. Sykurmagn má ekki fara yfir ákveðin mörk og það sama á við um kaloríur og fitu ef hið fræga nafn Walt Disney á að tengjast matvælaframleiðslu með einhverjum hætti. Þetta er gert til að ýta undir heil- brigðara mataræði barna. Hollur matur AP Nammi Disney vill eingöngu hollan mat tengdan nafninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.