Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 15 Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða er að finna á vinbud.is 11:00 - 20:00 LOKAÐ Lau. 30. des Sun. 31. des Reykjavík og nágrenni Opnunartími vínbúða helst óbreyttur nema ofangreinda daga. UMHVERFI íslensku glæpamynd- arinnar, eða eigum við að segja, fyrsta, íslenska öræfatryllisins, Köld slóð, er ótiltekin virkjun einhvers- staðar langt uppi á heiðum austan- lands. Ekki ein af þessum nýju stór- virkjunum heldur komin um þrítugt, álíka gömul og glæpirnir sem smám saman koma í ljós þegar fer að rakna ofan af kefli söguþráðarins. Köld slóð hefst á ritstjórn síð- degisblaðs í Reykjavík, æsifrétta- blaðamanninum Baldri (Þröstur Leó), verður á í messunni, aðalfor- síðufréttin reynist byggð á fölskum forsendum. Hún stelur í leiðinni at- hyglinni frá annarri minni á sömu síðu, um sviplegt dauðsfall uppi á há- lendinu þar sem segir að öryggis- vörður í virkjun fyrir austan hafi hrapað til bana við störf sín. Endalok varðarins, sem hét Tóti (Harald G.), vekja meiri viðbrögð hjá Baldri þeg- ar móðir hans tjáir honum að öryggisvörðurinn hafi verið pabbi hans en hún hafði haldið faðerninu leyndu. „Hann var ekki góður mað- ur,“ er skýringin sem Baldur fær. Það er ekki seinna vænna fyrir Baldur að grípa til óspilltra málanna ef hann ætlar að fá einhverja innsýn í hver hann var þessi dularfulli faðir hans. Hann finnur einnig stungusár á líkinu en lögreglan telur það engu máli skipta. Baldur ákveður því í skyndi að hætta á blaðinu og fær starfið sem losnaði við fráfall Tóta. Tekur rútuna eins langt og hún kemst, að afdalakoti þar sem býr Freyja (Elva Ósk), ung kona, ásamt vanheilli móður sinni. Býlið er það næsta í byggð við virkjunina og ann- ast Freyja flutninga á vélsleða þang- að upp eftir yfir vetrarmánuðina. Virkjunin á heiðinni er lítið og ein- angrað samfélag þar sem starfa þrír menn og matseljan Ásta (Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir). Pétur stöðvar- stjóri (Hjalti Rögnvaldsson), hefur starfað þar frá upphafi, heimamenn- irnir Karl (Helgi Björnsson), og Siggi (Tómas Lemarquis), eru yngri en allir heimaríkir og lítt hrifnir af nýja starfsmanninum. Þegar þeir komast að því að hann er blaðamað- ur vandast málið til muna því heiðar- búarnir hafa ýmislegt gruggugt í pokahorninu. Baldur reynir á laun að finna leynda þræði um föður sinn, er þaulspurull og kemst ekki hjá því að verða var við að forvitni hans vekur litla hrifningu í samfélaginu. Hann kynnist nánar Freyju og í samein- ingu tekst þeim að komast til botns í gömlu glæpamáli sem tekur að lok- um óvænta stefnu. Líkt og önnur mannanna verk, hefur Köld slóð sína kosti og galla, að mínu mati eru kostirnir fleiri en hér blasir við gamalkunnugt vanda- mál sem tengist handritaskrifun, það er sannarlega erfiðara en marg- ur hyggur að skrifa þéttofinn krimma. Styrkur Kaldrar slóðar liggur fyrst og fremst í tveimur, mikilvæg- um þáttum sem geta verið örlaga- valdar í hvort myndir lukkast eða ekki. Annar er stórleikur Þrastar Leós, sem er nánast alltaf í mynd í veigamiklu aðalhlutverki Baldurs. Ég leyfi mér að fullyrða að við eigum ekki færari skapgerðarleikara í kvikmyndum en þennan svipsterka og skýrmælta listamann sem hefur til að bera magnaða útgeislun sem fyllir út í og nýtur sín á tjaldinu. Hann er jafnan trúverðugur og áhugaverður þótt það sama verði ekki alltaf sagt um línurnar sem hann fær. Hinn er ramminn utan um atburðarásina, virkjunarhúsið sjálft, hrátt og grátt, nakin steinsteypa, daufir litir, myrkir undirgangar og ómennskur tækjabúnaður er eins ákjósanlegt umhverfi og hugsast getur fyrir grimma söguna. Og úti fyrir næða stormar og hríð. Árni Páll gerir sér góðan mat úr aðstæðunum, kvikmyndatakan og klipping er unn- in af fagmennsku, líkt og búning- arnir og tónlistin undirstrikar óttann og einveruna og spennuna sem ligg- ur jafnan í loftinu. Annars má segja um leikinn í heild að hann er virkilega góður, ég vil nefna Helga Björnsson, sem við sjáum í nýju ljósi og Anitu Briem, sem kemur með ferkst sjónarhorn í fléttuna. Það kemur ekki á óvart hvað snertir Elvu Ósk, hún hefur þessa sterku nærveru sem við þekkjum m.a. úr sjónvarpinu. Hún gerir sérstaklega vel með persónu sem er losaraleg og dálítið utangátta og ef eitthvað má finna að hjá þeim Þresti er að maður á í vandræðum með að kaupa sambandið á milli þeirra, það gneistar allavega ekki af því. Öll hugverk snúast um að neyt- andinn kaupi vöruna og handritið hefur, eins og fyrr segir, nokkra van- kanta, suma áberandi. Fyrsti þrösk- uldurinn er hvort það er trúverðugt að Baldur fær vandræðalaust stöðu föður síns. Eru ekki ákveðnar kröfur gerðar um jafn ábyrgðarfullt starf og að sinna öryggisgæslu í stórri virkjun sem að auki er fjarri manna- byggð? Aukinheldur kemur fram að búið var að lofa bróður Karls, heima- manninum, vinnunni. Það ætti að vera auðvelt að komast hjá því að reyna þannig á trúgirni áhorfand- ans, en slíkt er löngum iðkað í mis- munandi mæli. En fleira nagar efann hvað snertir Baldur, sem ferðast um þetta virkjunargímald með öllum sínum tækjum og tröllslegum bún- aði, þegar í upphafi eins og hann sé á stofugólfinu heima hjá sér. Honum verður heldur ekki tiltakanlega meint af falli þar sem maður sem þekkir alla staðháttu, leiðir hann í gildru sem Baldur á ekki að sleppa úr lifandi. Annað sem stingur í augu er að Freyja á að framkvæma að- gerðir í tölvubúnaði sem venjuleg bóndakona á tæpast að kunna skil á (eða geta nálgast), frekar en almenn- ingur yfirleitt. Jafnvel þótt hún sé lunkin við að fara með vélsleðann. Þrátt fyrir snurðurnar á sögu- þræðinum virkar Köld slóð í heildina sem spennandi afþreying. Keyrslan er undantekningarlítið með miklum ágætum, umhverfið seiðmagnað og Þröstur Leó er traustur eins og varnargarðurinn við Sultartanga. Háski á heiðum uppi KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Björn Br. Björnsson. Handrit: Kristinn Thordarson. Kvikmyndataka: Víðir Sigurðsson. Tónlist: Veigar Mar- geirsson. Leikmynd: Árni Páll Jóhanns- son. Búningar: Rebekka A. Ingimundar- dóttir. Klipping: Sverrir Kristjánsson. Aðalleikendur: Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helgi Björnsson, Anita Briem, Hjalti Rögnvaldsson, Hilmir Snær Guðnason, Harald G. Haralds o.fl. 95 mínútur. Sena. Reykjavik Films. Saga Film. Ísland. 2006. Köld slóð  Bíó „Líkt og önnur mannanna verk, hefur Köld slóð sína kosti og galla.“ Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.