Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 23                               !  "#$ %&&'( ((  )))$ * $+, -.+ (/%0'  ! + % '  1 % ' Barnsmeðlag hækkar um 6% frá og með 1. janúar 2007 Samkvæmt reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar frá 14. desember 2006. Meðlag með 1 barni er nú kr. 17.249,- en verður kr. 18.284,- ársins Við erum þriðja kynslóðin semsnæðir af þessu stelli,“ seg-ir Margrét Jóhanna Jó- hannsdóttir verslunarstjóri í Vill- eroy & Boch og á við forkunnarfagurt matarstell sem prýðir áramótaborð fjölskyld- unnar. Noritake stellið sem er sjö- tíu ára gamalt og ófáanlegt í dag er sérlega fallegt, upprunnið í Jap- an. Foreldrar hennar, þau Guðrún Jónsdóttir og Jóhann. J. Ólafsson reka Heildverslun Jóhann Ólafsson og co. þar sem stellið var selt og fyrir tíu árum keyptu þau inn í Noritake stellið úr dánarbúi. „Það fólk hafði keypt stellið af okkur sjötíu árum áður. Skilafresturinn var því einn sá lengsti sem þekkist, eða sextíu ár!“ segja þau og hlæja dátt. Stellið fallega er notað við hátíð- leg tækifæri eins og gamlárskvöld en þá kemur fjölskyldan saman, borðar góðan mat og nýtur nær- verunnar. Þá er á borðum foie gras í forrétt, hreindýr í aðalrétt og pavlova í eftirrétt. „Mamma ætti að opna veitingastað, hún er þvílíkur snilldarkokkur!“ segir Margrét Jó- hanna. Eftir matinn fyllist húsið svo af gestum og frændfólki sem eyðir áramótunum saman, sprengir gamla árið í burt og fagnar því nýja. Í morgunsárið á nýju ári seg- ir móðir Margrétar Jóhönnu það svo ómissandi að hlusta á fallega tónlist á meðan þau hjónin ganga frá eftir þessa síðustu veislu hvers árs. Það sé bæði hátíðlegt og skemmtilegt. Fallegur borðbúnaður Undirlagsdiskarnir eru einnig Noritake og silf- urhnífapörin keypti faðir Margrétar Jóhönnu í Bretlandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegt Borðið rúmar allt að 12 manns og er sérlega glæsilegt. Fallega skreyttir undirlagsdiskarnir eru líka Nori- take og setja fallegan svip á borðið. Silfurhnífapörin keypti faðir Margrétar Jóhönnu í Bretlandi en glösin í Belgíu. Ófáanlegt Noritake stell Hátíðlegt Kristals- glösin fallegu eru keypt í Belgíu og hafa hvert sinn litinn. Grímur Þær keypti móðir Margrétar Jóhönnu í Washington fyrir sjö árum og tilheyra nú ára- mótafagnaðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.