Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
GESTIR þáttarins Orð skulu standa
í dag eru Ásta K. Ragnarsdóttir
námsráðgjafi og Pétur Gunnarsson
blaðamaður. Þau ásamt liðstjór-
unum Hlín Agnarsdóttur og Davíð
Þór Jónssyni fást við þennan fyrri-
part, með áramótakveðju til hlust-
enda:
Með von um frelsi og friðarsól
við fögnum nýju ári.
Vegna hátíðanna verða botnar við
þennan og síðasta fyrripart birtir
saman að viku liðinni.
Botnlaus
tilkynning
Orð skulu standa
Hlustendur geta sent botna sína á
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Ríkis-
útvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
SIGURJÓN Einarsson, um langan
aldur prestur á Kirkjubæjarklaustri,
er Arnfirðingur að ætt og uppvexti.
Flestum uppvaxtarárum sínum
eyddi hann á Fífustöðum í Fífu-
staðadal. Sá dalur er einn Ketildal-
anna á suðurströnd Arnarfjarðar. Í
Ketildölum var mikil byggð fram
undir miðbik síðustu aldar og merki-
legt og að mörgu leyti sérstætt
mannlíf.
Um það bil helmingur þessarar
vænu bókar gerist á bernsku- og
æskustöðvunum vestra. Þar er frá
mörgu sagt. Vitaskuld fáum við að
fylgjast með drengnum, heimili
hans, foreldrum og nánasta skyldu-
liði, en það er ekki nema lítill hluti
frásagnarinnar. Brugðið er upp lif-
andi og snjöllum mannlífsmyndum
og persónulýsingum, sagt er frá ætt-
artengslum, ættir eru raktar, greint
er frá atvinnuháttum til sjós og
lands, húsakosti og mörgu fleiru.
Frásögnin er því breið, spannar
stórt svið og er skýr og greinargóð.
Maður verður vissulega miklu fróð-
ari um Vestfirðinga og vestfirskar
aðstæður á fyrri hluta síðustu aldar
og raunar lengra aftur í tímann.
Síðan kemur að því að höfundur
byrjar skólanám sitt. Hann sest í
Menntaskólann á Akureyri og lýkur
þaðan stúdentsprófi. Frá þeim tíma
er frásögnin sömuleiðis breið og lit-
rík. Sagt er frá kennurum, skóla-
meisturum (Sigurður Guðmundsson
og Þórarinn Björnsson), vinum og
félögum, félagsmálum og pólitískum
afskiptum, því að nafni minn var
snemma pólitískur. Framan af var
hann framsóknarmaður en færðist
smátt og smátt lengra til vinstri. Öll
sumur vann hann fyrir námi sínu,
einkum á togurum, en einnig við sjó í
heimabyggð sinni. Þar er líka frá
ýmsu að segja.
Að loknu stúdentsprófi kenndi
hann einn vetur, en hóf síðan guð-
fræðinám í Háskóla Íslands. Þar
segir sitthvað af kennurum guð-
fræðideildar, félögum og starfi og
hugðarefnum utan náms.
Ekki löngu eftir námslok í guð-
fræði var hann valinn til að vera einn
af þremur fararstjórum á heimsmót
Alþjóðasambands æskunnar, sem
haldið var í Moskvu. Hlutverk hans
var þar meðal annars að sjá um fjár-
málin. Þá var það sem Morgunblaðið
sæmdi hann titlinum ,,rúbluprestur“
sem hefur víst fylgt honum lengst af.
Sagan af tilefni til þeirrar nafngiftar
er sögð hér og er býsna skondin.
Ævisögunni lýkur þegar Sigurjón
Einarsson er orðinn cand. theol.,
kvæntur maður og farinn að huga að
framhaldsnámi. Hann er enn ekki
vígður. Hið eiginlega ævistarf hans
er framundan.
Eins og nærri má geta er margt
sagt og víða komið við sögu á þétt-
prentuðum 400 blaðsíðum. Bókin er
afar efnismikil, því að lítið eða ekk-
ert er um óþarfar málalengingar.
Höfundur er hinn prýðilegasti stíl-
isti. Hann ritar hreint og fallegt mál,
lipran og hlýjan stíl og segir afar
skemmtilega frá. Jafnvel ættfræðin,
sem sumum finnst stundum hörð
undir tönn, verður skemmtileg í frá-
sögn þessa góða sögumanns. Lík-
lega nýtur nafni minn þess að hann
ólst upp með góðu sagnafólki sem
hafði yndi af frásögnum. Þessi bók
er því tvímælalaust með allra bestu
sjálfsævisögum sem ég hef lengi les-
ið. Gildir það bæði um efni og frá-
sagnarhátt.
Vel er frá henni gengið að öllu
leyti. Til að mynda eru skrár í bók-
arlok í góðu lagi (tilvísanaskrá,
myndaskrá og nafnaskrá).
Úr Ketildölum að Klaustri
BÆKUR
Sjálfsævisaga
Eftir Sigurjón Einarsson,
Mál og menning 2006, 407 bls.
Undir hamrastáli. Uppvaxtarsaga og
mannlífsmyndir úr Arnarfirði
Sigurjón Björnsson
Bandaríski hnefaleikarinn MikeTyson var handtekinn í Scott-
sdale í Arizona í fyrrinótt grunaður
um ölvun við akstur og fyrir að vera
með kókaín í fórum sínum.
Tyson yfirgaf næturklúbb um
klukkan 1.45 að þarlendum tíma um
nóttina og var handtekinn þegar
hann ók á lögreglubíl utan við klúbb-
inn.
Að sögn lögreglu var Tyson
greinilega undir áhrifum áfengis.
Leitað var á honum og í bíl hans og
þar fannst kókaín.
Tyson var einn í bílnum þegar
þetta gerðist. Hann dvaldi í fanga-
klefa í nótt og verður væntanlega
leiddur fyrir dómara í dag.
Fólk folk@mbl.is
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Fréttir í tölvupósti
ÓFAGRA VERÖLD
Fim 4/1 kl. 20 2. sýning Gul kort
Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort
Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort
Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort
Í kvöld kl. 20
Fös 5/1 kl. 20
Lau 13/1 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í
Reykjavík og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14
Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14
Sun 20/5 kl. 20
Miðaverð 4.800
Sun 7/1 kl. 20 AUKAS.
Sun 14/1 kl.20 AUKAS.
Lau 20/1 kl. 20 AUKAS.
Lau 27/1 kl. 20 AUKAS.
Síðustu sýningar
DAGUR VONAR
Mið 10/1 kl. 20 Fors. Miðaverð 1.000
Fim 11/1 Afmælissýning UPPS.
Fös 12/1 kl. 20
Fim 18/1 kl. 20
Sun 21/1 kl. 20
Fös 26/1 kl. 20
Sun 7/1 kl. 20
Sun 14/1 kl. 20
Lau 20/1 kl. 20
Síðustu sýningar
Lau 6/1 kl. 20
Fim 11/1 kl. 20
Fim 18/1 kl. 20
Lau 27/1 kl. 20
Síðustu sýningar
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Í dag kl. 14 UPPS.
Sun 7/1 kl. 14
Sun 14/1 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Lau 6/1 kl.20
Lau 13/1 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus,
lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Í dag lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus,
sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus,
sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00
nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evrípídes
4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti
laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
Stóra sviðið kl. 20:00
! "
!
"
!
# $ %
&'# ( )
!
###
$
"!( *++ $,--
.#
# +/#-- ! )00" 1 ' ! !
/#
# ,-#-- !
& # ,#--- 1 2
( , +
3 4
# 5# # # ,- 1
6 % & %
37889: 398&"2 1 ;'9<=
#"
12
4
>>>#
' ( & % ) & % 389 "?2:289
;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*
*-F ! *+
+
&
,-. / 0 1
2
Gleðilega hátíð!
LA óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu
Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning!
Svartur köttur – forsala hafin
Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT
Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT
Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin!
www.leikfelag.is
4 600 200
Hátíðarhljómar
við áramót
Flytjendur:
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari
Ásgeir H. Steingrímsson trompet
Eiríkur Örn Pálsson trompet
Hörður Áskelsson orgel
Á efnisskránni eru ma:
bassaaríur úr Messíasi og Jólaóratóríunni
auk verka eftir Albinoni, Scarlatti o.fl.
Miðasala í Hallgrímskirkju - sími 510 1000
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 3.-31. des. 2006
Listvinafélag Hallgrímskirkju - 25. starfsár
31. desember 2006, gamlárskvöld kl. 17.00