Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 29 ✝ Einar Sigurðs-son fæddist á Seyðisfirði 2. des- ember 1934. Hann lést 7. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson, f. 14. mars 1870, d. 12. maí 1943, og Alex- andra Alexand- ersdóttir, f. 3. júlí 1889, d. 25. desem- ber 1950. Albróðir Einars var Anton, f. 24. júlí 1929, en hálfsystkini hans voru Sigurlaug Sigurjónsdóttir, f. 24. júlí 1915, Sigurbjörn Sigurjónsson, f. 11. júlí 1917, og Ágúst Sigurjónsson, f. 27. júní 1920. Öll eru þau nú látin. Hinn 13. ágúst 1960 gekk Ein- ar að eiga Helgu Láru Jóns- dóttur, f. 13. mars 1940. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Hjartardóttir, ætt- uð frá Hellissandi, f. 23. desember 1917, d. 9. október 1994, og Jón Schiöth Lár- usson, f. 24. septem- ber 1915. Hann fórst með Reykja- borginni, sem sökkt var af Þjóðverjum 10. mars 1941. Börn Einars og Helgu Láru eru Alex- andra, f. 16. nóvem- ber 1960, Jón Þór, f. 18. september 1962, Guðbjörg, f. 7. september 1963, og Hjörtur, f. 20. september 1965. Barnabörnin eru ellefu og barna- barnabarnið eitt. Einar lauk skyldunámi á Seyðisfirði, og síðan iðnskóla- námi. Útför Einars var gerð í kyrr- þey frá Grafarvogskirkju 18. des- ember. Þar sem ég sit og horfi út í dimman desembermorguninn þá kemur upp í huga minn sú sárs- aukafulla staðreynd að hann elsku pabbi minn er dáinn. Ég var svo viss um að ég væri tilbúin að kveðja þig hinstu kveðju eftir að hafa horft upp á þig þjást í baráttunni við þennan sjúkdóm sem svo dró þig til dauða, en mað- ur er aldrei tilbúinn. Ég upplifi blendnar tilfinningar, söknuð og líka gleði í hjarta mínu þegar ég hugsa til þess að þú ert komin í fang horfinna ástvina og laus við þrautirnar. En sem betur fer á ég margar og góðar minningar að ylja mér við á erfiðum stundum. Atvik sem voru ekkert svo merkileg á sínum tíma eru mér dýrmætar minningar í dag. Þetta segir manni að allar minn- ingar vega þungt, líka öll litlu smáatriðin sem maður gat pirrast yfir. Samviskusemi, snyrtimennska, heiðarleiki, umburðarlyndi og þol- inmæði kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig. Þetta inn- rættir þú okkur börnunum í upp- eldinu, óstundvísi var eitur í þínum beinum og held ég að þú hafir kom- ið því vel til skila. Þú varst alltaf hrókur alls fagn- aðar, sagðir skemmtilega frá og hafðir sterkar skoðanir. Þú varst mikill fjölskyldumaður og var þér mjög annt um þína. Þú vannst oft úti á landi þegar við vorum lítil enda eftirsóttur járnsmiður, í þá daga voru samgöngur ekki eins og þær eru í dag og hafði það áhrif á fjarverustundirnar frá fjölskyld- unni. En þegar þú komst heim var alltaf mikil gleði. Þú tókst virkan þátt í öllu sem viðkom börnunum þínum hvort sem það var að baða, skipta á bleiu eða öðru því sem til féll á heimilinu að matseld undanskilinni. Öll eigum við minningar um sög- urnar sem þú sagðir okkur fyrir svefninn. Þú varst víðlesinn og nut- um við góðs af því alveg til dagsins í dag, endalaus uppspretta fróð- leiks um allt milli himins og jarðar. Barnabörnin þín nutu einnig góðs af samverunni við þig, þau sögðu gjarnan, hann afi veit allt. Man þegar ég hugsaði hann pabbi veit allt, hvort sem það var mann- kynssaga, kristinfræði, landafræði eða bara hugrenningar um íþróttir þá áttir þú alltaf svar við öllu. Pabbi minn ég var svo stolt að vera dóttir þín, þú varst svo flottur pabbi. Elsku pabbi ég kveð þig með sárum söknuði og þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Ég bið þig, góði guð, að gefa öllum ástvinum hans pabba styrk til að sefa sorgina í hjörtum sínum. Ljúfar stundir líða senn lýsa upp mitt hjarta. Minningin um góða menn gerir veröld bjarta. (A.E) Þín dóttir. Alexsandra. Elsku tengdapabbi, vinur og fé- lagi. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim langar mig að minn- ast þín í örfáum orðum. Þegar ég hugsa um þær stundir sem við átt- um saman kemur ýmislegt upp í huga minn sem gæti verið efni í heila bók. Frá því ég sá þig í fyrsta skipti í byrjun árs 1977 og allar götur síð- an höfum við átt margar góðar stundir, ekki síst nú seinni árin eft- ir að ég flutti suður. Sólarlanda- ferðir, hesthúsferðir, að ógleymd- um útreiðartúrnum þar sem þú sagðir mér að þú hefðir ekki komið á hestbak síðan þú varst sex ára en lést þig hafa það. Allar ferðirnar upp í bústað til pabba og mömmu þegar við vorum að smíða og þótt- umst vera svo rosalegir smiðir eða bara skruppum í kaffi. Það var allt- af stutt í húmorinn hjá þér. Ferð- irnar niður á höfn þar sem þú hafð- ir frá svo mörgu að segja frá því þú varst að vinna í slippnum. Nokkrar ferðirnar fórum við upp í Litlu kaffistofuna þar fékkst þú þér allt- af brauð með eggi og síld, algjört sælgæti að þínu mati. Gangan á Úlfarsfellið og ekki má gleyma Esjugöngunni eða rigningunni sem við lentum í þar og urðum alveg rennandi blautir. Út í Geldinganes lá leið okkar eitt sinn að skoða fuglalífið, þar tíndum við blóm sem þú gafst tengdamömmu, þú sagðir mér að hún væri best af öllum. Þér þótti alltaf vænt um fjölskyldu þína og varst vinur vina þinna og bæði traustur og heiðarlegur. Stýr mínum fæti’ á friðar veg, svo fótspor þín ég reki og sátt og eining semji ég, en sundrung aldrei veki. (Valdimar Briem) Elsku vinur, takk fyrir sam- fylgdina og megi góður guð styrkja ástvini þína. Þinn tengdasonur Svanur. Elsku Einar afi. Okkur systkinin langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Ein okkar skemmtilegasta minning er það þegar við komum suður í heim- sókn, þá varst þú svo duglegur að fara með okkur upp í Digranes, þar sem þú réðir ríkjum að okkur fannst. Þegar þangað var komið beið okkar iðulega mikið fjör. Hvort sem það var að fylgjast með æfingum sem þar voru í gangi eða þú leyfðir okkur að sleppa fram af okkur beislinu. Var þá vinsælt að fara að skjóta í körfu, sparka bolta eða bara að hlaupa um í húsinu. Þegar þú komst í heimsókn til okk- ur um jól og við krakkarnir vorum að spila Trivial eða önnur spurn- ingaspil og sagðir þú okkur stund- um óvart svarið við spurningunni því þú vissir allt. Þú áttir mikinn þátt í því að hvetja okkur áfram í þeim íþrótt- um sem við stunduðum og hafðir mikinn áhuga á því að vita hvernig okkur gengi. Og þegar við komum í heimsókn á spítalann til þín þá hvattir þú okkur til að fara að læra eitthvað meira tengt íþróttum. En núna ert þú farinn frá okkur og við munum minnast allra góðu stundanna sem við áttum með þér þó þær hefðu mátt vera fleiri. Elsku afi, það er svo sárt að kveðja þig svona snemma.Við huggum okkur við að þú ert kominn á betri stað þar sem þú ert laus við þraut- irnar og hefur hitt þá sem á undan þér hafa farið. Við vitum líka, elsku afi, að við hittumst einhvern tíma seinna og þá munt þú leiða okkur um ókunnar slóðir. Þú hefur gefið okkur óhemjumikið í gegnum tíð- ina og munum við nota það á erf- iðum stundum þegar við hugsum til þín og leitum eftir styrk frá þér til að takast á við lífið og tilveruna. Það er trú okkar að þú haldir áfram að fylgjast með okkur þó þú sért farinn á ókunnar slóðir. Elsku afi, þú verður ætíð í hjörtum okk- ar, takk fyrir allt. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minningin þín lifa á meðan ég lifi, á meðan ég lifi. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Þín afabörn, Einar Hansberg, Heimir Þór og Sigurlaug Helga. „Einar vinur okkar er dáinn.“ „ Hvað segirðu?“ „Já, Einar í Bjarg- holti er dáinn, hann dó í dag.“ Það var Mikki, æskuvinur Einars og allra hér í bænum, sem færði mér fréttina þann sama dag, 7. desem- ber. Skrýtið, daginn áður hafði mér verið hugsað til Einars, meðal ann- ars um það hve mörg ár væru nú liðin frá því við síðast hittumst. Þau eru orðin býsna mörg. Tíminn skiptir hér þó engu máli, því góðar minningar eru tímalausar. Mig langar hér í fáum orðum að minnast góðs vinar. Fyrstu minningar mínar um Einar í Bjargholti eru þær að lítill drengur labbar út Vesturveg, sennilega á leið í kaupfélagið, leið- andi móður sína Alexöndru Alex- andersdóttur, sem ávallt var nefnd „Sandra“. Greinilegt var að sam- band þeirra mæðginanna var kært. Móður sína missti hann 25. desem- ber 1950. Sá missir var honum, 16 ára unglingnum sár reynsla, sem hann tók þó með sérstakri karl- mennsku og æðruleysi. Eftir lát móður sinnar hélt Einar heimili með Sigurjóni Alexanderssyni, móðurbróður sínum, sem hann allt- af mat mikils, og Antoni bróður sínum, „Tona í Bjargholti“. Báðir eru þeir héðan horfnir fyrir mörg- um árum yfir í aðra tilvist. Með árunum styrktust kynni okkar Einars. Um fermingu varð hann félagi í fimleikaflokki Björns í Firði. Þar nýttist honum vel mikil eðlislæg mýkt, ásamt styrk og snerpu. Þessa eiginleika, sem líkt- ust mýkt og snerpu kattarins, sáum við félagar hans fljótt. Því var sjálfgefið að innan hópsins fengi hann aukanafnið „kisi“. Sam- skipti okkar urðu mikil upp frá þessu, allt þar til hann fluttist til Reykjavíkur, þá kominn yfir tví- tugt. Oft var gengið „ til rjúpna“. Til rjúpna var þá GENGIÐ, í orðsins fyllstu merkingu. Þá komu í ljós af- burða léttleiki hans, þol og seigla sem hann var gæddur umfram marga aðra. Þessar veiðiferðir okkar urðu stundum nokkuð æv- intýralegar en umfram allt ógleym- anlegar. Á þessum árum voru einn- ig stundaðar margs konar íþróttir aðrar en áhaldafimleikar. Meðal annars æfingar í boxi, þ.e. hnefa- leikum, heima á Norðurgötu. Einar átti boxhanskana. Eitt sinn við æf- ingar úti á túnbletti, á hinni „göf- ugu sjálfsvarnaríþrótt,“ var áhorf- andi lítill sveitadrengur úr Loðmundarfirði, líklega þriggja til fjögurra ára gamall. Þarna sem við boxuðum í gríð og erg, hrópaði áhorfandinn ungi: „Nei sko – nei sko, þeir eru að STANGAST!“ Að sjálfsögðu var Einar virkur vel í knattspyrnuliði íþróttafélagsins Hugins. Þar nýttist vel þol hans, lagni og snerpa. Ótal margs annars er að minnast sem ekki eru tök á í stuttri grein. Ekki vissi ég fyrr en í gær að ættir okkar koma saman í fimmta lið. Að því komst ég við að blaða í Íslend- ingabók. Járnsmíði varð ævistarf Einars. Það sem einkenndi manninn, voru kvikar hreyfingar, létt lund- arfar, einurð og hreinskilni. Hann var traustur vinur. Það sýndi hann með sínu fasta og þétta handtaki þegar við átti. Fyrir hönd fermingarsystkina , fimleikabræðra og annarra vina hans á Seyðisfirði, eru Einari í Bjargholti þakkaðar liðnar stundir undir hlíðum Bjólfs og Strandar- tinds. Fjölskyldu hans er vottuð djúp samúð. Honum óskað góðrar ferðar á braut eilífðarinnar. Við vitum „að þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“. Með FFFF- kveðju Jóhann B. Sveinbjörnsson. Við eigum ekki eftir að heyra glaðlega hláturinn í Einari eða setjast niður með honum og ræða um stjórnmál og heimspeki. Hann var alltaf tilbúinn að tala við börnin og unglingana um íþróttir og önnur áhugamál þeirra. Einar var orðvar og traustur maður. Við þökkum fyrir allar ánægju- legu stundirnar sem við áttum saman. Sendum eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Mig Kristur kallað hefur í kirkju sína inn og þar allt það mér gefur, sem þarfnast andi minn. Þá blessun þar hann býður mér, sem æðri er og betri en allt, sem heimur lér. (Helgi Hálfdánarson) Sigurrós og Ásgeir, Ásta og Sveinbjörn. Einar Sigurðsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjallavegi 3, Flateyri, andaðist á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar mánudaginn 25. desember. Útför hennar verður gerð frá Flateyrarkirkju laugardaginn 30. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar njóta þess. Páll Önundarson, Úlfar Önundarson, Barði Önundarson, Elva Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, ÁSLAUG STEFÁNSDÓTTIR frá Mörk, lést á hjúkrunardeildinni á Hlíð sunnudaginn 24. desember. Útför hennar fer fram frá Hálskirkju í Fnjóskadal fimmtudaginn 4. janúar kl. 14.00. Börn hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Tjarnargötu 25, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Vilmar Guðmundsson, Margrét Vilmarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Alexander Vilmarsson, Lilja Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðursystir mín, LILJA JÓNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, fimmtudaginn 28. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.