Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TILGANGUR þessara skrifa er að koma á framfæri sjónarmiðum alifuglaframleiðenda varðandi lækk- un tolla á innflutt alifuglakjöt sem koma á til fram- kvæmda þann 1. mars n.k. samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. Framleiðsla alifuglakjöts á ári nem- ur um 6.200 tonnum. Neysla alifuglakjöts á Íslandi er því um 21 kg á hvert mannsbarn á ári. Framleiðendur ali- fuglakjöts eru tæplega 20 talsins og eru starf- andi þrjú alifuglaslát- urhús á landinu. Ímynd alifuglakjöts er fólgin í hollri vöru og fitulausu kjöti. Kjúklinganeysla hef- ur verið í stöðugri sókn og eru neyt- endur kjúklingakjöts á öllum aldri. Kjúklingaverð á Íslandi er hagstætt miðað við verð á öðru kjöti, og eru t.a.m. kjúklingalundir ódýrastar, bornar saman við aðra sambæri- legra vöðva, eins og af nauti, lambi og svíni. Eins og komið hefur fram hyggst ríkisvaldið lækka m.a. tolla á innfluttu alifuglakjöti frá og með 1. mars n.k. um allt að 40%. Innflutn- ingur á alifuglakjöti hefur verið nokkur og þá sérstaklega á bringum. Bringur þessar hafa að mestu verið danskar og hafa verið drýgðar með vökva (sprautaðar) allt að 20%. Meg- ininnihald vökvans er vatn. Ljóst er að það mun verða erfitt fyrir ís- lenska alifuglaframleiðendur að keppa við þennan innflutning og eru meginástæður þess nokkrar. Í fyrsta lagi er fóðurverð hér á Íslandi um tvöfalt hærra en á Norðurlönd- unum. Ríkisvaldið hefur haldið því háu með því að skattleggja innflutt tilbúið fóður með toll- um sem hefur verið hamlandi gegn þeirri þróun að alifuglabænd- ur geti flutt sjálfir inn sitt fóður. Í öðru lagi eru sjúkdómavarnir og eftirlit mun meira hér á landi. Alifuglabændur eru hlynntir þessu að sjálfsögðu, en þetta kostar okkur mun meira en það gerir hjá alifuglabændum á hin- um Norðurlöndunum, enda varnir minni. Í þriðja lagi er Ísland (vegna sjúkdómavarna) eina landið sem ekki getur flutt inn holdahænu- unga sem verða okkar varpfuglar. Við þurfum að flytja inn frjóegg til útungunar og ala í einangr- unarstöðvum í 9 vikur. Í fjórða og síðasta lagi eru framleiðslueining- arnar hér á landi mun minni en ger- ist annars staðar vegna fólksfæðar og því erfitt fyrir okkur að keppa við sláturhús sem slátra kannski því á dag sem við slátrum á 1–2 mán- uðum. Það hljóta allir að sjá það að það er ójafn leikur. Ráðamenn þjóð- arinnar verða að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að lækka tollana. Það gæti þýtt lakari vöru og minni sjúkdómavarnir. Viljum við lakari vöru? Viljum við setja í uppnám störf þeirra sem vinna í greininni í dag og fjölskyldur þeirra, alls um 1.000 manns? Það eru kosningar framundan. Flestir starfsmenn ali- fuglagreinarinnar búa og starfa á Suðurlandi, en í þeim landshluta eru tveir ráðherrar núverandi rík- isstjórnar. Leiða má líkur að því að þetta fólk muni fylgjast með og taka eftir því hvernig ráðamenn útfæra þessa tollalækkun og þann stuðning sem þarf að koma samhliða eins og greint var hér að ofan. Það er ekki hægt að fórna heilli atvinnugrein án þess að gefa henni tækifæri til að keppa á jafnari samkeppn- isgrundvelli. Alifuglabændur óska eftir að ráðamenn þjóðarinnar taki tillit til þess við ákvörðun um lækkun toll- anna, að framleiðendur hafa byggt upp mjög gott gæðaeftirlit. Mögu- leikar bænda er mjög litlir til að kaupa ódýrara fóður, vegna fóð- urskattsins og því er svigrúm til að mæta innflutningi mjög takmarkað. Alifuglarækt á Íslandi – Lækk- un tolla og kostnaðarumhverfi Matthías Hannes Guðmundsson fjallar um málefni kjúklinga- bænda » Alifuglabændur óskaeftir að ráðamenn þjóðarinnar taki tillit til þess við ákvörðun um lækkun tollanna, að framleiðendur hafa byggt upp mjög gott gæðaeftirlit. Matthías Hannes Guðmundsson Höfundur er formaður Félags kjúklingabænda. RÍKISSTJÓRN Íslands er sek um að misfara með almannafé með því að beita því markvisst inn í rík- isstofnanir í beinni samkeppni við einka- geirann. Þessar upp- hæðir eru talsverðar, og mætti fremur nýta í þjóðfélagslega upp- byggingu, s.s. að breikka Suðurlands- veg, efla heilbrigð- iskerfið, sjá til þess að aldraðir búi við mannsæmandi kjör, og þannig mætti lengi telja. Kostn- aður Hagstofunnar við þróun á kerfi í samkeppni við einka- fyrirtæki hérlendis er í kringum 30 milljónir á ári. Þetta er deild sem ber nafnið „upplýs- ingadeild“ og á að sjá til þess að miðla upplýsingum sem safnað hefur verið (og unnið úr) til al- mennings og stofn- ana innanlands sem utan. Slíkt kerfi er til og var boðið Hagstof- unni í ágúst 2004. Kostnaður: 5 miljónir. Áætlaður kostnaður vegna eigin hugbúnaðarþróunar Hagstofunnar 2004–2006: 57 milj- ónir! Ein deild! Er skrýtið að Hag- stofan hafi farið fram úr áætlun skv. Ríkisendurskoðun? Og hver ber kostnaðinn? Almenningur – eldri borgarar, aðilar sem ferðast milli Reykjavíkur og Selfoss, þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Seðlabankinn er í sömu verk- efnum – að þróa upplýsingakerfi í samkeppni við einkafyrirtæki. Sé gert ráð fyrir því að málum sé svipað háttað þar á bæ kosta þess- ar stofnanir almenning í landinu yfir 115 milljónir árlega! Glæsileg stjórnsýsla það og aðhald í rík- isfjármálum. Þá bætist við Tölvu- miðstöð dómsmálaráðuneytisins (TDM), FME, RSK og ótal smærri stofnanir sem einnig starfa að hug- búnaðarþróun á kostnað einkageir- ans og almennings í landinu á meðan ekki fæst fjármagn til þess að verja í það sem máli skiptir – að búa um hag þjóðarinnar! Sé sett tala á kostnað vegna ríkisvæð- ingar á upplýsingatæknisviði má reikna með að hún sé á bilinu 500– 800 miljónir árlega varlega áætlað. Svar við fyrirspurn til Ríkisend- urskoðunar um úttekt á þessum kostnaðarlið hefur ekki borist ennþá, tveimur árum eftir að ósk- að var eftir þessari úttekt. Greini- legt er að þessi ríkisvæðing skilar sér EKKI í hraðvirkum upplýs- ingakerfum (upplýsingasamfélagið sem er á snærum forsætisráð- herraembættisins getur ekki einu sinni sagt til um hvernig fjárveit- ingum þess er varið þar sem ekki er hægt að framkvæma slíka út- tekt!). Tæknin sem þessar stofnanir þykjast vera að þróa á kostnað hins almenna borgara er til og kostar tuttugu sinnum minna en áætluð ÁRLEG fjármunasóun stjórnvalda (sem hafa glatað rétti sínum til stjórnunar vegna van- kunnáttu og skorts á framtíð- arsýn). Hefði sú leið verið tekin 2004 af þremur lykilstofnunum að taka inn tilbúið kerfi til gagna- vinnslu og dreifingar hefðu sparast nægilegir fjármunir til þess að sinna hinu raunverulega ríki – fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eru starfsmenn okkar, og nú vil ég reka þá úr starfi fyrir vanrækslu á sviði ábyrgrar fjár- málastjórnunar og rík- isvæðingarstefnu. Eins og Trump myndi segja: „You are FI- RED!“ Ég sárvorkenni for- riturum og öðru tæknifólki sem fær hvergi vinnu annars staðar en hjá hinu op- inbera vegna drepsótt- ar sem stjórnvöld hafa komið af stað í þessum geira. Þetta vel mennt- aða og öfluga fólk fæst við leiðinleg verkefni sem skila hvorki bón- usgreiðslum né heldur möguleikum á að eign- ast hlut í því félagi sem það starfar fyrir; það vinnur ekki í heil- brigðu samkeppn- isumhverfi þar sem hver dagur er áskorun í að gera betur, og fær því ekki að kynnast þeirri gleði sem hlyst af því að koma framsækinni hátækniafurð á innanlands- og alþjóðamarkað. Of- an á allt þetta leggst að þetta úr- valslið er á lægri launum en starf- aði það í einkageira. Oft er sagt að þeir sem ná ekki árangri í einka- geiranum fari í ríkisgeirann, en á Íslandi er staðreyndin sú að það eru fáir sem engir valmöguleikar í stöðunni – tæknifyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar fara að leggj- ast af eða flytja úr landi vegna eit- ilharðrar samkeppni við ríkið! Ég heyri á hverjum degi um framúrskarandi tölvufólk sem missir starf í einkageira og flyst yfir í Hagstofu, Seðlabanka eða RSK (Reykjavíkurborg tekur virk- an þátt í þessari ríkisvæðingu, enda sitja þar sömu afturhalds- flokkar við stjórnvölinn). Þar fer það á laun skv. kjarasamningum ríkisins sem eru ALLTAF lægri en hjá einkageiranum. Ég veit engan forritara sem er á 800 þús- und á mánuði hjá ríkinu, en slíkt er algengt í einkageiranum, sér í lagi erlendis þar sem eðlileg sam- keppni þrífst. Það þarf að skipta um stjórn við næstu kosningar ef Ísland ætlar að vera samkeppnisfært í upplýs- ingatækni á alþjóðavettvangi. Þeg- ar rýnt er í nöfn flokkanna sem ráða ríkjum og misfara með al- mannafé fer maður að velta fyrir sér hversu mikið sjálfstæði felist í því að ríkisvæða stofnanir og hversu mikil framsókn felist í landbúnaði. Framsóknarflokkurinn boðar afturför og Sjálfstæðisflokk- urinn (sjálfsæðisflokkurinn?) rýrir sjálfstæði þjóðarinnar með því að veita fé til höfuðs einkageiranum. Þjóð er með réttu skilgreind sem RÍKISBORGARAR hennar, en ekki skipaðir (eða kosnir) embætt- ismenn. Það er kominn tími til breyt- inga. Vonandi ber vorið þær í skauti sér. Misfarið með almannafé Snorri H. Guðmundsson fjallar um ríkisafskipti og samkeppni við einkaaðila Snorri H. Guðmundsson » Það þarf aðskipta um stjórn við næstu kosningar ef Ís- land ætlar að vera samkeppn- isfært í upplýs- ingatækni á al- þjóðavettvangi. Höfundur er framkvæmdastjóri upp- lýsingatæknifyrirtækis. Heyrst hefur: Hann hlaut bæði verðlaunin. RÉTT VÆRI: Hann hlaut hvortveggju verðlaunin. (Eintala af orðinu verðlaun (eitt verðlaun) er ekki til.) Gætum tungunnar BORGARFULLTRÚI Dagur B. Eggertsson gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag nýjan meiri- hluta borgarstjórnar og sagði vísi- tölutengdar hækkanir leikskóla- gjalda vera ,,stefna tekin frá fjölskylduvænni borg“. Borg- arfulltrúi líttu þér nær og kynntu þér þróun fjölskylduvænu borg- arinnar í tölulegu samhengi. Þegar tölurnar eru rýndar koma upp í hugann fjölmargar spurningar til Dags B. Eggertssonar um fjöl- skyldustefnu þá sem hann leiddi meðal annarra síðustu 12 ár. 7,4% fækkun leik- skólabarna frá 1997 Það leikur enginn vafi á að flestir Reyk- víkingar telja að borg- in eigi að vera fyrsta flokks og til fyr- irmyndar fyrir fjöl- skyldur með ung börn. Tölur um íbúaþróun gefa þó skýrar vís- bendingar um að svo sé ekki. Tölur Hag- stofu Íslands sýna að börnum á leik- skólaaldri hefur fjölg- að í Kópavogi um 26%, í Hafnarfirði um 15% og í Garðabæ um 15% frá 1997 til 1. desember 2006. Á sama tíma fækkaði sama aldurshópi í Reykjavík um 7,4%. Á þessu sama tímabili hefur Íslendingum fjölgað um 12% og aðfluttum börnum á leik- skólaaldri til höfuðborgarsvæðisins fjölgað um ríflega 20% á tímabilinu. Framtíðarspár, sem ganga út frá núgildandi aðalskipulagi fyrrver- andi meirihluta, gera ráð fyrir áframhaldandi fækkun barna í borg- inni og núverandi spá gerir ráð fyrir að frá 2005 til 2030 muni börnum á leikskólaaldri fækka um ríflega 8% en eldri íbúum muni fjölga um ríf- lega 20%. Þessar tölur eru sláandi og ég tel mikilvægt að borg- arbúar átti sig á og ræði þessa grundvall- arbreytingu sem hefur átt sér stað í Reykja- vík. Hvar skal skjóta rótum? Þessar tölur eru staðfesting á mikilvægi þeirra aðgerða sem nýr meirihluti í Reykjavík stendur fyr- ir með áherslu sinni á málefni fjölskyldunnar. Stofnun leikskólaráðs, gerð menntastefnu borgarinnar í fyrsta sinn, stofnun starfshóps um gerð fyrstu fjöl- skyldustefnu borgarinnar, lækkun leikskólagjalda, fegrun umhverf- isins, efling dagforeldrakerfisins, aukið lóðaframboð og frístundakort fyrir börn eru allt upphafið að öfl- ugri sókn til að sýna fjölskyldum hvað borgin býður upp á. Þessu til viðbótar er aðalskipulag í endur- skoðun hjá skipulagsráði en skipu- lag er ein mikilvægasta stefnumörk- unin í þessu samhengi. Afar mikilvægt er að í þeirri vinnu verði hlutföllum um fjölda sérbýla og fjöl- býla breytt frá því sem verið hefur þannig að meira framboð verði af sérbýlum og stærri íbúðum sem fjölskyldur velja fremur þegar börn- um fjölgar. Að auki verður í að- alskipulagi að gera ráð fyrir leik- skólum og útivistarsvæðum fyrir yngstu börnin, en í núgildandi skipulagi er það ekki gert. Börnin aftur í borgina Í öllum ákvörðunum borgarinnar verður að huga að aðstæðum yngstu borgarbúanna og hugsa hlutina út frá þeirra þörfum. Barnafjölskyldur hafa nefnilega val. Þær geta á ein- faldan hátt kynnt sér þjónustu fjöl- margra sveitarfélaga í kringum borgina, skoðað valkosti og stærð húsnæðis, hreinlæti, öryggi og um- hverfi, útivistarsvæði, samgöngur til og frá og síðast en ekki síst áherslur og kraft skólastarfs í sveitarfé- laginu. Þessi samanburður hefur því miður leitt til fækkunar barnafólks í Reykjavík síðustu 10 árin. Reykja- vík á að vera fyrsta val barnafjöl- skyldna og það er markmið nýs meirihluta í borgarstjórn að gera það með því að veita ungum börnum og fjölskyldum þeirra örugga og fjölbreytta þjónustu þar sem áhersl- an er á val, gæði og lausnir. Fjölskylduborgin Reykjavík? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerir athugasemd við ummæli Dags B. Eggertssonar um vísi- tölutengdar hækkanir leik- skólagjalda » Þessi samanburðurhefur því miður leitt til fækkunar barnafólks í Reykjavík síðustu 10 árin. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Fjöldi leikskóla- barna 1997 Fjöldi leikskóla- barna 2006 Fjölgun/fækkun barna á leikskólaaldri Hlutfallsleg breyting Reykjavík 10179 9883 -752 -7,40% Kópavogur 1984 2503 519 26,20% Garðabær 659 774 115 14,90% Hafnarfjörður 1923 2212 289 15,00% Tölur Hagstofu frá 1. desember 2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.