Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KÖLD SLÓÐ kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára THE CHILDREN OF MEN kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 4:30 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2:30 - 4:45 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i. 7 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 LEYFÐ BOSS OF IT ALL kl. 8 B.i. 7 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ / AKUREYRI FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 4 - 6 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.I. 12 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / KEFLAVÍK FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ERAGON kl. 3 - 5:30 - 8 B.I. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:10 B.I. 12 ára Óskum landsmönnum SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD FLUSHED AWAY eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eee S.V. MBL. eee V.J.V. TOPP5.IS "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ LEITA SANNLEIKANS - ÞÚ GÆTIR FUNDIÐ HANN... Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi eeee V.J.V. - Topp5.is það en gleymdi að setja nafnið sitt undir. Vík- verji gat rýnt í skriftina og komist að uppruna kortsins. Næsta ár fékk Víkverji tómt kort frá sama frænda. Að- eins utanáskriftin benti til að þar væri frænd- inn á ferð. Það kom fyrir í jóla- kortum sem Víkverji fékk þessi jólin að und- ir stóð „jólakveðjur, Sigga, Gunni og bumbubúinn.“ Víkverja finnst svolítið und- arlegt að rita ófætt barn undir jólakort, en um leið veit hann að þarna er aðeins verið að koma á framfæri upplýs- ingum um yfirvofandi fjölgun mann- kyns. Hins vegar finnst Víkverja al- veg ferlegt þegar foreldrar skrifa á heimasíður barna sinna í 1. persónu, þ.e. eins og óvitinn sé að tala. „Þegar mamma var að skipta á mér í morg- un þá bara sprændi ég út um allt og mamma hló og hló.“ Það var einmitt það já. Þetta finnst Víkverja skelfi- lega hallærislegt. Hvenær kemur svo að því að barnið fer sjálft að „tala“ á síðunni? Verður barnið sátt við það sem það „sagði“ við 3ja mán- aða aldurinn, þegar það sjálft getur tjáð sig? Víkverji fær nokkratugi jólakorta á hverju ári enda er hann sjálfur sérlega duglegur að senda jólakort. Nýjasta tíska í jólakortafárinu er að senda út nokkurs kon- ar annál ársins og skemmtir Víkverji sér mikið yfir sögum af börnum vina og vanda- manna sem og frásögn- um af brúðkaupum og ferðalögum. Víkverji sendir þó ekki sjálfur slíkt ágrip, aðallega af því að hann telur líf sitt svo lítilfjörlegt að sög- ur úr því eigi vart erindi til fjar- skyldra og sjaldséðra vina. Það er augljóslega misjafnt hvað fólki finnst eiga erindi í ann- álajólakortin. Flestir rifja upp skemmtisögur af börnum og telja upp staði sem þeir hafi heimsótt á árinu. Aðrir segja frá því að pall- urinn við húsið sé loksins tilbúinn eða að mikið hafi verið étið af páska- eggjum þetta árið. Enn aðrir skammast yfir því að enginn hafi komið í heimsókn til þeirra. Víkverji tekur slíkt þó lítið nærri sér. Víkverji fær árlega jólakort frá einum frænda sínum. Í einu slíku þakkaði frændinn fyrir árið og allt         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Í dag er laugardagur 30. desember, 364. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hávaði í kirkjum ÉG fer eins og aðrir Íslendingar stundum í kirkjur um jól. Fór ég í ónefnda kirkju á aðfangadag. Fékk ég sæti þótt þétt væri setið. Ég segi þó farir mínar ekki sléttar því ég heyrði ekki ræðu prestsins þar sem ég sat aftast. Ekki var það út af því að presturinn talaði svo lágt heldur var það grátur ungra barna sem gerði það að verkum að ég heyrði nánast ekkert. Hvernig er það, er ekki hægt að hafa smábörn heima, ef mögulegt er t.d. hjá ein- hverjum ættingja, þegar menn fara í kirkjur? Taka verður tillit til ann- arra kirkjugesta. Eins virðist það vera mjög al- gengt að fólk fari að ræskja sig á fullu í kirkjum, ekki af nauðsyn að því er virðist, heldur vegna þess að viðkomandi er eitthvað taugaveikl- aður eða með bakflæði á háu stigi sem kitlar raddböndin. Þetta er virkilega truflandi, ekki bara fyrir aðra kirkjugesti heldur einnig prest- inn hlýtur að vera. B.G. Orðsending til KB banka og slíkra fyrirtækja AÐAL umræðan í heitu pottunum nú milli jóla og nýárs eru jólagjafir bankanna og fleiri þjónustufyr- irtækja. Minn banki er KB banki. Mér er verulega misboðið með gjöfinni sem kom þaðan; einhvers konar saumað- ur hattur eða húfa sem reyndist vera að lokum ílát fyrir epli eða eitthvað annað, mitt fór beint í ruslafötuna. Hvað hefur maður við svona lagað að gera? Ég hef líka séð frá öðrum fyrirtækjum og það er í flestum til- vikum lítið skárra. Væri ekki betra að andvirði þessa færi til nytsamlegri hluta – að e-r sem hefði verulega þörf fyrir hjálp fengi að njóta þess? S.s. kirkjan eða önnur líknarfélög. Virðingarfyllst, Helga Jörgensen. Ánægja með Byko á Akureyri MIG langar til að vekja athygli á mikilli þjónustulund og jákvæðni starfsfólks Byko á Akureyri. Ég hef átt í mjög miklum við- skiptum við verslunina undanfarin misseri og kem þangað oft í viku. Mig langar að hrósa versluninni og starfsfólki hennar. Nýja búðin var opnuð með glæsibrag fyrr á árinu og það er eins og það hafi verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir alla starfsemina. Gamla verslunin var of þröng og lítil og það vildi bregða við að þjón- usta væri hæg og starfsfólk áhuga- laust. Eftir að nýja verslunin var opnuð hefur orðið mikil bragabót á þessu. Fyrir utan breiða ganga og aðgengilega verslun er starfsfólk greinilega brosmildara og með rík- ari þjónustulund en fyrr. Greinilega er starfsandi nú afar góður í nýrri verslun. Öll þjónusta hefur verið til mikillar fyrirmyndar undanfarna mánuði. Það er ekki lítils um vert að finna fyrir jákvæðu viðmóti í verslun sem maður á í jafnmiklum viðskiptum við. Fyrir það þakka ég. Áskell Harðarson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsíðumynd árnað heilla ritstjorn@mbl.is Gullbrúðkaup | Í gær, 29. desember, áttu Leifur Heiðar Bjarnason og Svala Guðmundsdóttir 50 ára brúðkaups- afmæli. Þau giftu sig í Patreksfjarð- arkirkju og þurftu leyfisbréf forseta vegna ungs aldurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.